Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 63 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 FRÁ ÞRIÐJUDEGINUM 16. APRÍL TIL LAUGARDAGSINS 20. APRÍL VORSPRENGJA 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM D-LISTINN, listi sjálfstæðisfélag- anna í V-Hún. til sveitarstjórnar- kosninga í Húnaþingi vestra 25. maí var fyrir nokkru samþykktur í full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna og verður þannig skipaður: 1. Björn Elíson kaupfélagsstjóri, Hvammstanga, 2. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi, Bessastöðum, 3. Þorvaldur Böðvarsson rekstrar- stjóri, Hvammstanga, 4. Júlíus Guðni Antonsson bóndi, Auðunar- stöðum, 5. Jón Óskar Pétursson kjötiðnaðarmaður, Hvammstanga, 6. Rafn Benediktsson bóndi, Staðar- bakka, 7. Kristín Jóhannesdóttir bóndi, Gröf, 8. Sigurður Hallur Sig- urðsson smiður, Hvammstanga, 9. Halldór Sigfússon nemi, Hvamms- tanga, 10. Vilborg Magnúsdóttir veitingamaður, Smáragili, 11. Hall- fríður Ósk Ólafsdóttir nemi, Víði- dalstungu, 12. Guðmundur Jónsson verkamaður, Ytri-Ánastöðum, 13. Jóhannes Erlendsson framkvæmda- stjóri, Hvammstanga og 14. Ólafur Bergmann Óskarsson bóndi, Víði- dalstungu. Skrifstofa D-listans verður opnuð innan skamms á Eyrarlandi 1 á Hvammstanga, segir í fréttatilkynn- ingu. D-listinn í Húnaþingi vestra GRUNNMENNTASKÓLI Eflingar og MFA útskrifaði 14 nemendur föstudaginn 12. apríl sl. Um er að ræða 300 stunda almennt nám þar sem lögð er áhersla á tungu- málanám, tölvunám, íslensku, stærðfræði og ýmsa verkefna- vinnu. Þá var einnig tekið á þátt- um eins og samskiptum, sjálf- styrkingu og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námið hefur staðið yfir í allan vetur og var skipulagt í tveimur lotum. Nemendur hafa sótt námið tvisvar í viku, kl. 17-21, og annan hvern laugardag kl. 9-13. Námið var styrkt af mennta- málaráðuneytinu og þeim fræðslu- sjóðum sem Efling – stéttarfélag á aðild að og samið var um í síðustu kjarasamningum. Án þessara fræðslusjóða hefði ekki verið hægt að standa að svo umfangs- miklu námi. Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA) sá um alla umsýslu við námið en hug- myndafræði þess er byggð á svo- kölluðum MFA-skóla sem hefur verið rekinn fyrir fólk í atvinnu- leit frá árinu 1993. Stefnt er að því að hafa Grunnmenntaskólann á vegum Eflingar og MFA aftur næsta haust og verður gerð nán- ari grein fyrir því í haustblaði fé- lagsins, segir í fréttatilkynningu. Grunn- mennta- skólanum slitið Morgunblaðið/Golli ÞORBJÖRG Jensdóttir flytur fyrir- lestur um verkefni til meistaraprófs í næringarfræði við raunvísindadeild og tannlæknadeild HÍ föstudaginn 19. apríl kl. 15.15 í Lögbergi, stofu 103. Verkefnið heitir Drykkir og glerungseyðing tanna (Beverages and Dental Erosion). Þorbjörg lauk B.Sc.-gráðu í nær- ingarfræði frá Acadia University í Kanada vorið 2000. Haustið 2000 hóf hún vinnu við rannsóknarverkefnið sitt sem var unnið hjá raunvísinda- deild og tannlæknadeild Háskóla Ís- lands. Glerungseyðing virðist vaxandi vandamál á Íslandi. Neysla gos- drykkja ásamt öðrum svaladrykkjum er talin vera einn helsti orsakaþáttur sjúkdómsins og neysla gosdrykkja fer vaxandi. Tilgangur rannsóknar- innar var m.a. að meta tíðni glerungs- eyðingar hjá tveimur áhættuhópum, annars vegar ungum Íslendingum (meðalaldur 21 árs) og hins vegar einstaklingum sem hafa greinst með bakflæði, segir í fréttatilkynningu. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Ingu Þórsdóttur, prófessors í nær- ingarfræði, Ingu B. Árnadóttur, lekt- ors í tannlæknadeild og W. Peter Holbrook prófessors í tannlækna- deild. Prófdómarar verða dr. Sigurð- ur Rúnar Sæmundsson faraldsfræð- ingur og sérfræðingur í barna- tannlækningum og Alfons Ramel næringarfræðingur. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur til meistaraprófs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Umferðar- ráði: „Umferðarráð lýsir stuðningi við þá ákvörðun dómsmálaráðherra að leggja fyrir Alþingi nýja umferðar- öryggisáætlun til ársins 2012. Um- ferðarráð álítur mikilvægt að áfram verði stefnt að raunhæfum og metn- aðarfullum markmiðum í umferðar- öryggismálum, eins og gert hefur verið í fyrri áætlunum. Umferðarráð álítur að skipuleg og markviss vinnubrögð á öllum sviðum þessara mála séu forsenda þess að markmið umferðaröryggisáætlunar náist. Umferðarráð leggur áherslu á að efla þurfi enn frekar samstarf þeirra sem að umferðaröryggismálum koma, jafnt opinberra aðila sem og annarra og að brýnt sé að samhæfa þær margvíslegu aðgerðir sem vinna þarf að. Að mati Umferðarráðs verður ekki hjá því komist að leita nýrra leiða til þess að fá aukið fjármagn til forvarnastarfs og annarra mikils- verðra verkefna, meðal annars til starfsemi Umferðarráðs. Verði farið að tillögum starfshóps sem vann að undirbúningi nýrrar umferðaröryggisáætlunar má vænta þess að unnt verði að ná þeim metn- aðarfulla áfanga að Ísland verði til fyrirmyndar í umferðarmálum árið 2012. Einskis má láta ófreistað til þess að svo megi verða.“ Styður nýja umferðarör- yggisáætlun VORATSKÁKMÓT Taflfélagsins Hellis hefst mánudaginn 22. apríl og verður fram haldið mánudaginn 29. apríl. Teflt verður í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a, Mjóddinni, sami inn- gangur og hjá SPRON og er gengið á efstu hæð. Umhugsunartími er 25 mínútur á skák. Gert ráð fyrir þremur skákum hvort kvöld. Til greina kemur þó að hafa fjórar skákir seinna kvöldið þannig að alls verði tefldar sjö um- ferðir. Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir fé- lagsmenn og kr. 600 fyrir utanfélags- menn, sextán ára og eldri. Þeir yngri greiða kr. 200 ef þeir eru í félaginu en annars kr. 400. Verðlaunapeningar verða fyrir þrjú efstu sætin. Mótið er öllum opið, segir í fréttatilkynningu. Voratskákmót Hellis Á FUNDI sínum, fimmtudaginn 11. apríl samþykkti miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga ályktun þar sem segir m.a.: „Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma glæpsamlegar árásir Ís- relsstjórnar á almenning í Palestínu, skemmdarverk, fjöldamorð og brot á alþjóðalögum. SHA skora á almenn- ing og hverskyns almannasamtök að fordæma þessar aðgerðir. SHA gerir þá kröfu til ríkisstjórnar Íslands að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið... SHA skora á ríkisstjórn Íslands að hún árétti samhljóða ályktun Al- þingis frá árinu 1989 um málefni Pal- estínu, beiti sér fyrir alþjóðlegri rannsókn á meintum stríðsglæpum Aríels Sharons fyrr og nú, veiti Pal- estínumönnum neyðaraðstoð og krefjist þess af Ísraelsstjórn að hún virði og framfylgi ályktunum örygg- isráðs og allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Barátta Ísraelsstjórnar gegn hryðjuverkum er yfirskin eitt og ofbeldi hennar mun einungis leiða af sér frekari hryðjuverk og hörm- ungar bæði fyrir Palestínumenn og Ísraelsmenn. Vandamálin í Palest- ínu verða aldrei leyst með hervaldi.“ Vandamálin í Pal- estínu ekki leyst með hervaldi FRAMBOÐ Vestmannaeyjalistans var kynnt með því að litprentuðum bæklingi var dreift í öll hús bæjarins sl. fimmtudagskvöld. Á forsíðu blaðs- ins er viðtal við efsta mann á listan- um, alþingismanninn Lúðvík Berg- vinsson, en það þykja mikil tíðindi að sitjandi alþingismaður bjóði sig fram í fyrsta sæti á listanum. Vestmanna- eyjalistinn mun kynna málefnaskrá sína fyrir bæjarbúum á næstu vikum. Yfirlýst markmið listans er að aug- lýsa eftir bæjarstjóra nái þeir völdum. Eftirtaldir aðila skipa listann: 1. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður. 2.Guðrún Erlingsdóttir bæjarfulltrúi. 3. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri. 4. Björn Elíasson aðstoðarskólastjóri. 5. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrun- arfræðingur. 6. Jóhann Ólafur Guð- mundsson framhaldsskólanemi. 7. Kristín Valtýsdóttir fiskvinnslukona. 8. Svava Bogadóttir kennari. 9. Svav- ar Valtýr Stefánsson sjómaður. 10. Sigríður Bjarnadóttir bankastarfs- maður. 11. Smári Jökull Jónsson framhaldsskólanemi. 12. Auður Ein- arsdóttir sjúkraliði. 13. Ástþór Jóns- son verslunarstjóri. 14. Ragnar Ósk- arsson bæjarfulltrúi og kennari. Vestmannaeyja- listinn kynnir framboð sitt Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrög, heldur fræðslufund í dag, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 20–22 í Safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Umræðuefnið verður fjölskyldan í sorg – mismunandi viðbrögð karla og kvenna. Fyrirlesari verður Guð- finna Eydal sálfræðingur. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur Nýrrar dögunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.