Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 49 ✝ Sigurður B. Har-aldsson fæddist á Syðra-Rauðamel í Hnappadalssýslu 9. maí 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 13. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Úlfhildur Hann- esdóttir og Haraldur Lífgjarnsson, en hann ólst upp hjá móðursystur sinni, Helgu Hannesdóttur, og eiginmanni henn- ar, Sigurði Haralds- syni, á Njarðargötu 49 í Reykja- vík. Alsystkini hans, Hrafnhildur, Lífgjarn Ingi og Þorgerður, eru látin, en eftir lifa hálfbræður hans, Kristján og Hilmar Andréssynir. Sigurður kvæntist árið 1953 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Friðbjarnardóttur, f. 9. apríl 1929, frá Vopnafirði. Synir þeirra eru 1) Friðbjörn Sigurðsson læknir, f. 2. nóvember 1959, kvæntur Friðriku Harðardóttur, dokt- or í ónæmisfræði, f. 13. janúar 1962, og eiga þau þrjá syni, Egil Sigurð, Ara Hörð og Gísla Bald- ur; 2) Haraldur Hlyn- ur Sigurðsson, f. 22. mars 1963, rekstrar- hagfræðingur starf- andi í Singapore. Sigurður lauk efnaverkfræðiprófi frá Háskólanum í Glasgow árið 1958. Hann starfaði hjá Fiskifélagi Íslands i tvö ár, og var framkvæmdastjóri Ferskfiskeftirlitsins í tíu ár. Hann vann að undirbúningi stofnunar Fiskvinnsluskólans sem tók inn sína fyrstu nemendur árið 1970. Sigurður var skólastjóri þess skóla þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1976. Útför Sigurðar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fyrir þrjátíu árum var það að flytja á Seltjarnarnes eins og að flytja langt upp í sveit fyrir miðbæjar- manneskjur eins og okkur. Það varð okkur þó fljótlega ljóst að það er ekki staðurinn sem búið er á sem skiptir höfuðmáli, heldur fólkið sem þar býr. Það var lán okkar að kynnast á þess- um tíma heiðurshjónunum Kristínu Friðbjarnardóttur og Sigurði B. Har- aldssyni. Þau bjuggu ásamt tveimur myndarlegum og efnilegum sonum sínum, Friðbirni og Hlyni, í fallegu einbýlishúsi á Vallarbraut 18, þar sem mörgum góðum stundum var varið. Lítil stúlka var meðhöndluð eins og prinsessa úr postulíni á því heimili. Á bleika plusssófanum lá hún og hjalaði framan í þetta góða fólk, sem sýndi henni ást og hlýju alla tíð. Við höfðum ekki þekkst nema í nokkra daga þegar við fundum skemmtilega tengingu milli okkar og heimilisföðurins: séra Árni Þórarins- son, afi Elínar, hafði skírt Sigurð vestur á Snæfellsnesi tæpri hálfri öld fyrr! Frá Vallarbrautinni að Melabraut, þar sem við bjuggum, var aðeins stuttur spölur eftir Valhúsabrautinni. Þann spöl gekk Kristín Friðbjarnar eitt sinn um miðja nótt, með litla tík í fanginu. Kristín hafði verið stödd á heimili okkar þegar við fengum sím- hringingu þess efnis að það ætti að lóga litlum hvolpi í næsta húsi næsta morgun. Dýra- og mannvinirnir Kristín og Sigurður máttu ekki til þess hugsa og ákvörðun var tekin á nokkrum mínútum: það mátti alveg vera hundur á Vallarbrautinni líka! Tína var einhver best uppalda og kát- asta tík sem við höfum kynnst, enda bjó hún við sama ástríki og synirnir tveir og allir þeirra vinir og félagar. Það er ein af gjöfum Guðs að láta gott fólk verða á vegi manns í lífinu. Það var stór gjöf sem hann færði okk- ur þegar hann færði okkur þau sóma- hjón að vinum. Kristín, stundum svo- lítill prakkari sem auðvelt var að fá til að hlæja; Sigurður, rólegur, hlýr sjentilmaður; tveir synir, sem hafa menntast vel og eru virtir í sínum starfsgreinum. Þegar Sigurður kvaddi þessa ver- öld fyrir tæpri viku hafði hann verið veikur um langt árabil. Kristín hefur líka fengið sinn skerf af alvarlegum sjúkdómi en það var ekkert sem hún lét koma í veg fyrir að hún sæti við rúmstokk hans tímunum saman á hverjum degi. Slík ást og virðing var gagnkvæm hjá þeim hjónum. Þau voru samstiga í að byggja heimili sitt, þau voru samstiga í að hafa húsið opið þeim sem á þurftu að halda og þau voru samstiga í að ala upp drengina sína tvo. Að leiðarlokum þökkum við Sig- urði B. Haraldssyni fyrir alla þá hlýju og gæsku sem hann sýndi okkur frá fyrstu kynnum og biðjum Guð að varðveita sál þessa góða manns. Elsku Kristínu, Hlyni, Friðbirni og fjölskyldu færum við einlægar sam- úðarkveðjur okkar. ,,Handan dauðans er svarið við því, hvað lífið er.“ Elín Kristjánsdóttir, Lízella og Anna Kristine. Maður lýkur hérvist sinni, hverfur af sjónarsviði. Hrifinn á brott frá ást- vinum og samferðafólki. Hann, sem var mitt á meðal okkar, er nú allt í einu orðinn minning, ekki sjáanlegur, ekki áþreifanlegur, heldur minning. Dauðinn er síðasti þáttur í lífs- skeiði manns og sá þátturinn sem alltaf kemur í opna skjöldu þótt hann sé jafnsjálfsagður og aðrir þættir og oft kærkominn, aðstæðna vegna, þar sem sjúkdómar koma við sögu, sjúk- dómar sem ekki sleppa taki sínu þótt hart sé á móti barist en vísindin ráða ekki við. Sigurður B. Haraldsson, efnaverk- fræðingur og fyrrum skólastjóri Fiskvinnsluskólans, er látinn. Þar er horfinn af sjónarsviði mætur maður og í alla staði vandaður. Hann var ekki þeirrar gerðar að vilja láta bera á sér, trana sér fram. Hann var hóg- vær maður, grandvar og gætinn, íhugull og vel að sér og vann sín verk af stakri natni og samviskusemi. Mér er í minni þegar Sigurður kom fyrst austur í Vopnafjörð, þá trúlof- aður heimasætunni á Hauksstöðum, Kristínu uppeldissystur minni. Þetta var fallegt par, það geislaði af þeim, enda þau ung og hamingjusöm og framtíðin blasti við, óráðið að vísu hvað hún bar í skauti sínu, þeim til handa en þau voru tilbúin að mæta henni og takast á við það, saman, sem hún rétti að þeim og það hafa þau sannarlega gert. Sigurður lauk menntaskólanámi við Menntaskólann í Reykjavík en settist að því búnu í læknadeild Há- skólans. Hugur hans stóð aftur á móti til efnafræðináms og því lagði hann, og þau hjón, land undir fót, fóru til Glasgow þar sem hann hóf nám og lauk því sem efnaverkfræðingur. Á námsárum Sigurðar var eiginkona hans hjá honum ytra og stóð hún sem klettur við hlið hans, þá sem ætíð síð- an. Mér segir svo hugur um að á þeim tíma hafi reynt á hagsýni þeirra og samstöðu því á þeim tíma varð ekki gripið til sjóða. Erfiðleikar steðjuðu að er heilsu- brestur gerði vart við sig en saman sigruðust þau á erfiðleikunum og komu heim eftir að námi Sigurðar lauk og stofnuðu heimili, fyrst í Reykjavík en lengst af hafa þau búið á Seltjarnarnesi, byggðu þar og sköp- uðu sér afskaplega fallegt heimili. Eftir að Sigurður kom heim frá námi vann hann um árabil hjá Fersk- fiskeftirlitinu en þegar fiskvinnslu- skólinn var settur á laggirnar var honum falið að veita þeim skóla for- stöðu. Því má með sanni segja að hann hafi mótað það starf, sem þar var unnið og víst er að þeir sem luku námi við skólann undir handleiðslu Sigurðar fóru þaðan með gott vega- nesti út í lífið. Sigurður gegndi starfi skólastjóra þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests, þess sjúkdóms sem nú hefur lagt hann að velli. Genginn er góður drengur, hans er sárt saknað af ástvinum og samferða- fólki öllu. Minningin ein er eftir og sú minning er ljúf og björt. Við, ég og kona mín, vottum eft- irlifandi eiginkonu Sigurðar okkar dýpstu samúð, einnig sonum, tengda- dóttur og sonarsonum. Megi hið eilífa ljós lýsa Sigurði B. Haraldssyni á þeim leiðum sem hann nú þræðir. Guð blessi minningu góðs drengs. Arnþór Ingólfsson. Sigurður B. Haraldsson efnaverk- fræðingur var einn af stofnfélögum Rótarýklúbbs Seltjarnarness vorið 1971. Þegar klúbburinn hélt upp á 30 ára afmæli sitt í fyrra fórum við, sem þá skipuðum stjórn klúbbsins undir for- ystu Guðmundar Ásgeirsson for- stjóra, og sæmdum Sigurð æðstu við- urkenningu Rótarýhreyfingarinnar, Paul Harris-orðunni. Sigurður dvaldi þá á Hrafnistu í Hafnarfirði og var í raun nánast farinn að heilsu og við vorum fyrirfram jafnvel í óvissu um hvort hann myndi hafa nokkra ánægju af slíkri heimsókn. Það leyndi sér hins vegar ekki að þessi viður- kenning gladdi hann mjög og kom hann okkur á óvart með að geta þrátt fyrir alvarleg veikindi sín flutt okkur stutta en hnitmiðaða ræðu þar sem hann bað meðal annars fyrir kærar kveðjur til vina sinna í Rótarýklúbbn- um á Nesinu. Fór ekki á milli mála að hann var enn Rótarýmaður í anda og af hugsjón. Sigurður, sem lengst af starfaði sem skólastjóri Fiskvinnsluskólans (1971–1995), var samviskusamur og traustur starfsmaður, hafsjór af fróð- leik en flíkaði aldrei hæfileikum sín- um eða þekkingu. Hann var frá upp- hafi mjög virkur í félagi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, mætti vel á fundi meðan heilsan leyfði, var jafnan tillögugóður og sýndi að hon- um var annt um hag klúbbsins. Hann var kosinn ritari klúbbsins þegar á öðru starfsári hans, 1972–73, var meðstjórnandi 1985–86, varaforseti 1988–89 og loks forseti 1989–1990. Vitnisburður eldri félaga klúbbsins og þeirra sem best þekktu Sigurð er allur á eina lund. Hann var traustur og góður félagi, hæglátur, dagfars- prúður og sérlega hógvær. Aldrei heyrðist hann hnjóða í nokkurn mann. Allt kemur þetta heim og saman við kynni mín af Sigurði sem raun eru meiri í gegnum foreldra mína en Rót- arýhreyfinguna. Minnist ég margra heimsókna þeirra hjóna á heimili for- eldra minna, Selmu Kaldalóns og Jóns Gunnlaugssonar læknis, sem var raunar fyrsti forseti Rótarý- klúbbs Seltjarnarness. Voru það upp- byggilegar stundir og gefandi. Kristín Friðbjarnardóttir, kona Sigurðar, var og er mikil dugnaðar- kona. Lét hún til sín taka bæði í póli- tíkinni á Nesinu svo og í málefnum Seltjarnarneskirkju. Á báðum stöð- um áttu hún og faðir minn samleið. Kom það því eins og af sjálfu sér að náinn og góður vinskapur tókst með fjölskyldunum. Sigurður, sem jafnan vann störf sín í kyrrþey og af hóg- værð, studdi konu sína með ráðum og dáð og tók meðal annars virkan þátt í byggingu Seltjarnarneskirkju. Einn- ig það vil ég, sem sóknarnefndarmað- ur í þeirri kirkju, þakka þessum mikla heiðursmanni að leiðarlokum. Rótarýklúbbur Seltjarnarness þakkar Sigurði gott og mikið starf í þágu klúbbsins og umfram allt sér- lega góð kynni. Við félagsmenn send- um Kristínu konu hans og fjölskyld- unni allri einlægar samúðarkveðjur. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Davíðssálmur 23:4.) Fyrir hönd Rótarýklúbbs Seltjarn- arness, Gunnlaugur A. Jónsson. SIGURÐUR B. HARALDSSON ✝ Ingibjörg Hall-dórsdóttir fædd- ist á Fjarðarhorni í Kollafirði í Reyk- hólahreppi 28. mars 1912. Hún lést á sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði 31. ágúst 2000. Ingibjörg var dóttir hjónanna Hall- dórs Sveinssonar bónda, f. í Æðey við Ísafjarðardjúp 22. sept. 1877, d. 9. sept. 1964, og Guðrúnar Þórðardóttur, f. á Þórisstöðum í Gufu- dalssveit 15. ágúst 1878, d. 29. júní 1965. Ingibjörg var næstelst fjög- urra systkina, en hin eru Pálína Rebekka, f. 4. feb. 1909, d. 9. sept. 1995, Þórður Einar, f. 11. jan. 1917, og Sesselja Kristín, f. 28. ágúst 1920. Hinn 25. desember 1948 giftist Ingi- björg Kristjáni Jóns- syni, f. 29. júlí 1896, d. 16. mars 1978, verkstjóra á Pat- reksfirði, sem þá var ekkill. Ingibjörgu og Kristjáni varð ekki barna auðið, en Kristján átti eina dóttur af fyrra hjónabandi, Svan- hvíti, f. 11. mars 1927, sem er gift Þórólfi Pálssyni og eiga þau þrjár dætur. Útför Ingibjargar fór fram frá Patreksfjarðarkirkju 9. septem- ber 2000. Skömmu eftir að við hjónin flutt- um vestur á Patreksfjörð árið 1994 kynntumst við Ingibjörgu, eða Ingu á Stekkunum eins og hún var gjarn- an kölluð. Inga hefði orðið níræð á skírdag 28. mars sl., ef hún hefði lif- að. Við bárum gæfu til að þekkja hana síðustu sex æviárin, og varð hún okkur bæði góður og kær vinur, sem er sárt saknað. Í minningunni stendur Inga okkur þó ennþá ljóslifandi fyrir sjónum. Inga var frekar lágvaxin, útitekin og með rauðbirkið liðað hár, brosmild og með sérlega létta lund. Hún var íhugul og afar fróð um marga hluti og hafði gaman af að miðla af þeim viskubrunni. Hún var þó alls ekki allra og gat haft mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. En hún var sannur vinur vina sinna. Inga ólst upp í Múlasveit, sem þá var vestasti hreppur Austur-Barða- strandarsýslu, fyrst níu ár í Skálm- ardal og síðan á Svínanesi í tólf ár, þar sem faðir hennar var bóndi. Í millitíðinni bjó fjölskyldan þó í rúmt ár á Skálanesi í Gufudalssveit. Inga átti afskaplega góðar æskuminning- ar frá Svínanesi, og sagði okkur oft sögur frá uppvaxtarárum sínum þar. Fyrir Svínanes hefur aldrei verið ak- vegur, samgöngur voru mest á sjó, og farið „í kaupstað“ til Flateyjar og kirkjusókn var í Skálmarnesmúla á Múlanesi. Þó voru hestagötur inn Kvígindisfjörð og um Klettsháls til Skálmarfjarðar og Kollafjarðar. Inga var alla tíð kvik og létt á fæti, og gat þess oft að móðir hennar hefði líkt henni við fjallageit, því svo létti- lega hljóp hún hlíðarnar við smala- mennsku og til gamans í átthögun- um. Inga gekk síðast fyrir Svínanes komin vel yfir sjötugt, og gerði ekki mikið úr. Síðastliðið sumar létum við hjónin loksins verða af því að ganga þessa leið. Gangan sú tók 13 klst. og þótti okkur nóg um þá strembnu för, en dáðumst um leið að eljunni og kraftinum í Ingu hálfáttræðri að láta sig hafa þetta. Faðir Ingu keypti jörðina Móberg á Rauðasandi og þangað flutti fjöl- skyldan frá Svínanesi árið 1934 og þar bjó Inga með foreldrum sínum þar til hún giftist Kristjáni og fluttist til Patreksfjarðar þar sem hún bjó alla tíð síðan. Þau Kristján voru með kýr, kindur og hænsni á landi sínu á Stekkunum, sem var rúmir fimm hektarar og skipt út úr Geirseyri. Þar hét áður Hlíðarendi en síðar Stekkar 9. Hey- skap stunduðu þau bæði á Stekkun- um og inná Björgum og á Þúfneyri. Eftir að Inga hætti með kindurnar og kýrnar var hún lengi áfram með hænsnin og seldi egg í þorpinu. En hún sneri sér jafnframt í vax- andi mæli að garðrækt og var svo komið að á sumrin var garðurinn hennar á Stekkunum sem ægifagurt blómahaf með ótrúlegum fjölda fjöl- ærra blómategunda í öllum regnbog- ans litum og mikil bæjarprýði. Inga var afar ötul í fræsöfnun bæði í eigin garði og í villtri náttúrunni og virtist geta komið öllu til og á legg. Hún var lengi félagsmaður í Garðyrkjufélagi Íslands og lét félaginu í té mikið magn alls konar fræja gegnum árin. Þá var hún einnig mjög áhugasöm um skógrækt og var virkur fé- lagsmaður í Skógræktarfélagi Pat- reksfjarðar og gaf félaginu m.a. trjá- plöntur sem hún ræktaði upp frá fræjum, þ.m.t. reynivið úr berjum sem hún safnaði. Inga gaf okkur hjónunum Am- aryllis-lauk, riddarastjörnu, sem nú er þrískiptur, og blómstrar fjórum fallegum rauðum blómum á hverjum stöngli um þetta leyti árs. Nema að þessu sinni, á níræðisafmælinu hennar Ingu, voru fimm blóm á ein- um stönglinum. Þannig minnir Inga á sig á sinn hæga og hljóðlátlega máta, vonandi um ókomin ár. Inga var mikil handavinnukona og virtist allt leika í höndunum á henni hvort sem hún vann í tré eða saum- aði út. Raunar má segja að Inga hafi verið listamaður af guðs náð. Seinni árin helgaði hún sig útsaumi, sem ég kann ekki annað orð yfir en listsaum- ur. Hún hafði mikið dálæti á fossum og saumaði margar fossamyndir, sem hún vann með þeim hætti að hún varpaði mynd fossanna á léreft, dró þar á helstu línur með blýanti, og saumaði svo af fingrum fram. Mynd- irnar hennar eru þvílík listaverk að úr fjarlægð verður ekki greint að um útsaum sé að ræða en ekki olíumál- verk. Ef henni þótti einhver gera sér greiða var hún vís til að launa fyrir sig með mynd. Þannig veit ég að þær sjúkrastofnanir sem hún þurfti að dvelja alloft á síðari árin skarta nú myndum hennar á veggjum sínum og við hjónin erum svo lánsöm að eiga mynd af Laxfossi og Baulu í Norðurárdal sem Inga saumaði sér- staklega fyrir okkur árið 1998 og er trúlega með síðustu myndum sem hún lauk við. Myndin sem fylgir þessari grein var tekin af Ingu í samsæti sem hald- ið var í Heilbrigðisstofnun Patreks- fjarðar vorið 2000 af því tilefni að Inga var að færa stofnuninni að gjöf lækningatæki fyrir á aðra milljón króna, en slíkt tæki auðveldar grein- ingu á þeim sjúkdómi sem þá var að draga hana til dauða. En Ingu var svo margt til lista lagt, þótt ekki færi hátt. Auk þess að kunna firnin öll af ljóðum og vísum var Inga gott ljóðskáld. Hún orti um sólina, vorið, náttúruna, blómin og gleðina, og hér fylgja þrjú erindi úr ljóði hennar Vormorgni, sem segja svo margt um þessa einstöku konu, raunar allt: Þar sem sumarsólin rís, söngvar léttir óma, lífsins óð þar leikur dís lauguð vorsins blóma. Geng ég út svo glöð að sá, góð er moldin frjóa. Fylgist með og fæ að sjá fögur blómin gróa. Gleðin ljómar glatt á brá, glóey kyssir vanga. Kveður foss í klettagjá kátt um daga langa. Þórólfur Halldórsson og Kristín G.B. Jónsdóttir. INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.