Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 13 GARÐABÆJARLISTI – S- listi – við bæjarstjórnarkosn- ingar í Garðabæ 25. maí nk. var samþykktur á fundi fé- lagsins 10. apríl sl. Listann skipa: 1. Sigurður Björgvinsson skólastjóri, 2. Lovísa Einarsdóttir íþrótta- kennari, 3. Björn Rúnar Lúð- víksson læknir, 4. Steinþór Einarsson markaðsstjóri, 5. Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólastjóri, 6. Þóra Kemp félagsráðgjafi, 7. Árdís Ýr Pétursdóttir nemi, 8. Ólafur Gunnar Þórólfsson vélvirki, 9. Stella Hrafnkelsdóttir hjúkr- unarfræðingur, 10. Þorkell Jóhannsson kennari, 11. Bjarni Sæmundsson pípu- lagningameistari, 12. Erna Aradóttir leikskólastjóri, 13. Gizur Gottskálksson læknir og 14. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir alþingiskona. Skipan Garðabæj- arlistans ákveðin LANDSSÍMINN hefur skilað grein- argerð til Póst- og fjarskiptastofnun- ar vegna erindis Tals hf. um meint eignatengsl fyrirtækisins og Íslands- síma í gegnum ríkissjóð. Þar kemur fram meðal annars að erindið sé fyr- irtækinu óviðkomandi þar sem það eigi ekki hlut í Íslandssíma hvorki með beinum eða óbeinum hætti. Ríkissjóður á 98% hlut í Land- símanum og 68% hlutafjár í Lands- bankanum, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Íslandssíma. Fram kemur hjá Heiðrúnu Jóns- dóttir, upplýsingafulltrúa Landssím- ans, að erindi félaganna snúi þess vegna eðli málsins samkvæmt að eig- endum félaganna. Íslenska ríkið sé eigandi u.þ.b. 98% hlutafjár í Lands- síma Íslands, en muni á þeim tíma sem rekstrarleyfið hafi verið gefið út hafa verið 100% eigandi að félaginu. Engin breyting hafi því orðið á eign- arhaldi á Landssíma Íslands hf., sem máli skipti í þessu sambandi, frá því að rekstrarleyfi félagsins hafi verið gefið út. Þá sé ljóst að Síminn hafi ekki eignast hlut í öðrum fjarskipta- fyrirtækjum á sviði þjónustu þar sem fjöldi leyfishafa sé takmarkaður sbr. 4. gr. starfsleyfis. Hafi Lands- sími Íslands hf. því ekki á nokkurn hátt brotið gegn rekstrarleyfi sínu. Hafi hins vegar orðið breytingar á eignaraðild að Íslandssíma hf. frá út- gáfu fjarskiptaleyfis Landssíma Ís- lands hf. verði athugasemdum þar að lútandi væntanlega að beina til Ís- landssíma hf. eða eigenda þess fé- lags, ef við eigi. Þá vísaði Heiðrún einnig til þess að lögmætisreglur stjórnsýsluréttar mæli gegn því að leyfishöfum í leyf- isbundinni starfsemi séu sett skilyrði eða kostir sem þeir hafi ekki tök á að fara eftir eða hafa áhrif á, nema að slíkt hafi sérstæka lagaheimild. „Af þessum sökum verður ekki talið að eignarhald ríkisins að Íslandssíma, sem eru tilkomin án nokkurs til- verknaðar fjarskiptafyrirtækis Landssíma Íslands hf., geti að lögum leitt til þess að útgefið fjarskiptaleyfi viðkomandi falli niður eða því séu settar skorður öðrum hluthöfum til tjóns.“ Greinargerð Landssímans til Póst- og fjarskiptastofnunar Erindi Tals Landssímanum óviðkomandi ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, segir að endurskoða verði deiliskipulag lóða við Laugar- nestanga í framhaldi af nýlegum úr- skurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Var hann á þá leið að ógilt var ákvörðun borgar- ráðs um að fella úr gildi heimild til byggingar vinnustofu á Laugarnes- tanga 65 þar sem hús Hrafns Gunn- laugssonar stendur. Rök nefndarinnar m.a. þau að réttur Hrafns sé skertur Rök úrskurðarnefndarinnar eru m.a. þau að réttur Hrafns sé skert- ur með því að meina honum að byggja umrædda vinnustofu og að jafnræðis hafi ekki verið gætt með honum og eigendum nágrannalóða hvað varðar nýtingarhlutfall lóðar- innar. Formaður skipulags- og bygg- inganefndar segir að í framhaldi af þessum úrskurði muni hann leggja til á fundi nefndarinnar í næstu viku að deiliskipulag lóðanna nr. 60, 62 og 65 við Laugarnestanga verði endurskoðað. Árni Þór segir Laug- arnestangann öðrum þræði eiga að vera almennt útivistarsvæði og hafi það verið skoðun nefndarinnar að ekki yrði um frekari byggingar að ræða á umræddum lóðum. Efnisleg rök væru fyrir lægra nýtingarhlut- falli vegna útivistarsvæðisins í Laugarnestanga. Ráðist var í framkvæmdir sem ekki var leyfi fyrir Þá sagði Árni Þór að hann hefði óskað eftir að byggingafulltrúi gerði athugasemdir við framgöngu Hrafns Gunnlaugssonar á lóð sinni. Þar hefði verið ráðist í framkvæmd- ir sem ekki væri leyfi fyrir, m.a. jarðvegur fluttur á lóðina og að hluta á lóð borgarinnar, stækkað hús og torveldað aðgang að göngu- stíg í fjörunni. Í frétt Morgunblaðsins á þriðju- dag af úrskurði nefndarinnar mis- ritaðist nýtingarhlutfall lóðar Hrafns en það er 0,15. Er það helm- ingi lægra en nýtingarhlutfall lóða nágranna Hrafns og undir lægri mörkum í Aðalskipulagi Reykjavík- ur. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Vill endur- skoða deili- skipulag í Laugar- nestanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.