Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÖRF krabbameins- sjúklinga fyrir andlega og líkamlega endurhæf- ingu eftir erfið veikindi og oft erfiða meðferð og sjúkrahúslegu hefur fengið aukna viður- kenningu hér á landi. Var hún m.a. þema söfnunar á vegum Krabbameinsfélags Ís- lands fyrir ári síðan sem landsmenn tóku mjög vel. Erlendis hefur fag- legur stuðningur við fólk sem hefur greinst með krabbamein og að- standendur þess farið vaxandi. Er algengt að sá stuðningur sé veittur í hópstarfi sem stjórnað er af fagaðilum eins og sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum sem fengið hafa til þess sér- staka þjálfun. Slíkir hópar geta haft mismunandi innri uppbyggingu en nota yfirleitt svipaðar aðferðir sem hafa það sameiginlega markmið að hjálpa fólki til að vinna sig út úr því tilfinningalega álagi sem sjúkdómur- inn hefur beint og óbeint valdið. Get- ur slíkur stuðningur verið viðeigandi hvort sem viðkomandi er enn í með- ferð eða hefur lokið henni. Þekking okkar á því hvernig upp- söfnuð áhrif streitu og tilfinninga- legrar vanlíðunar geta haft óheilla- vænlegar afleiðingar fyrir heilsuna fer ört vaxandi. Er það fyrst og fremst talið gerast vegna áhrifa taugakerfisins á ónæmiskerfið og innkirtlakerfið. Rannsóknir benda eindregið til þess að andleg líðan krabbameinssjúklinga geti haft áhrif á bata þeirra. Margt er enn óljóst og mörgum spurningum ósvarað en rannsóknum sem styðja það fjölgar stöðugt. Sérstaklega hafa vonleysi og þung- lyndi reynst geta tafið fyrir bata. Aftur á móti hafa baráttuandi og þát- taka sjúklings í batanum reynst flýta fyrir honum. Faglegur stuðningur sem stuðlar að því að efla baráttuanda þeirra sem greinst hafa með krabbamein, auka vilja þeirra til að taka virkan þátt í eigin bata og bæta hæfni þeirra til að mæta og ráða fram úr tilfinn- inglegum áföllum hefur reynst leiða til aukinnar vellíðunar, meiri lífsgæða og skjótari bata. Nokkur úrræði í þessa veru bjóð- ast krabbameinssjúklingum hér á landi og má þar nefna nýopnaða end- urhæfingargöngudeild LSH í Kópa- vogi, námskeið í streitustjórn á Reykjalundi og námskeiðið Að lifa með krabbameini á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og Land- spítala-Háskólasjúkrahúss. Þessu til viðbótar er að hefjast endurhæfingarráðgjöf, sem hlotið hefur nafnið Að ná aftur bata, fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og stuðningsaðila þeirra. Kemur endur- hæfingarráðgjöf á engan hátt í stað hefðbundinnar meðferðar heldur er henni ætlað að vera viðbót og stuðn- ingur. Er hér um einkarekstur á fag- legri þjónustu að ræða eins og tíðkast víða erlendis og byggir hún á þeim faglega grundvelli sem fjallað er um hér að framan. Er hún að því leyti ólík þeirri þjónustu sem fyrir er að hún fer fram á 5 daga námskeiði í friðsælu umhverfi úti á landi (Helln- um, Snæfellsnesi) þar sem þátttak- endur geta einbeitt sér að þeirri vinnu sem fram fer í formi fræðslu, viðtala, verkefna og hópvinnu. Ráð- gjöfinni er fylgt eftir með símtölum og getur fólk leitað eftir áframhald- andi stuðningi símleiðis eða með því að koma á staðinn. Fjöldi þátttak- enda er takmarkaður við 5 með krabbamein eða 10 með stuðningsað- ilum. Nauðsynlegt er að þeir sem á því þurfa að halda fái upplýsingar um þau úrræði sem þeim standa til boða, hvort sem þeir hafa lokið meðferð eða ekki og að þeir sem vegna andlegs ástands síns eru ekki líklegir til að leita sér hjálpar án hvatningar séu hvattir til þess af fagaðilum og öðrum sem að þeim standa. Vil ég hvetja alla þá sem málið varðar til þess að leita sér frekari upplýsinga um öll þessi úrræði þar sem um mjög mikilvægar leiðir í baráttunni til bata er um að ræða. Endurhæfing fyrir fólk með krabbamein Sveinbjörg Eyvindsdóttir Sjúkdómar Þeir sem á þurfa að halda, segir Sveinbjörg Eyvinds- dóttir, fái upplýsingar um þau úrræði sem þeim standa til boða. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rekur endurhæfingarráðgjöf fyrir fólk með krabbamein. Í GREIN sem Magn- ús Orri Schram ritar í Morgunblaðið á þriðju- dag er spurt hvort sjálf- stæðismenn í Reykjavík styðji nauðsynlega bragarbót á aðstöðu til íþrótta-iðkunar í Vest- urbænum. Magnús Orri er þar að vísa til þeirrar eðlilegu óskar KR að fé- lagið fái aukið svæði til íþróttaaðstöðu í Vestur- bænum. Svarið við þess- ari spurningu er einfalt. Sjálfstæðismenn styðja heilshugar nauðsynleg- ar viðbætur við núver- andi íþróttasvæði KR. Þessi afstaða sjálfstæðismanna hefur lengi verið kunn og hún hefur ekkert breyst. Að reyna að draga þá afstöðu í efa vegna ummæla undirritaðrar um þá meiri- háttar landfyllingu sem fyrirhuguð er við Eiðisgranda er afar langsótt, enda var það svar fram sett í allt öðru samhengi. Félagar í KR þekkja þá staðreynd að til að félagið nái áfram að sinna þeim mikla fjölda sem stundar íþróttastarf á þeirra vegum þarf að tryggja félaginu meira rými. Um þetta er ekki deilt. Sjálf- stæðismenn í Reykjavík hafa ítrekað lýst sig reiðubúna að vinna með KR að lausn sem hentar. Við það verður staðið. Í ummælum undirritaðr- ar, sem Magnús Orri vitnar til, kom fram að sjálfstæðismenn hafa lýst sig andsnúna hug- myndum meirihlutans um miklar landfyllingar við Eiðisgranda undir íbúðarbyggð vegna þess að þar er gert ráð fyrir mikilli röskun á umhverfinu. Í þeirri afstöðu felst að sjálfsögðu engin and- staða við framtíðaruppbyggingu fyr- ir KR. Það útspil R-listans og Magn- úsar Orra að tengja KR þannig við málið er undarlegt, enda liggur ekki fyrir nein ákvörðun um að þarna skuli æfingasvæði KR vera. Sú til- laga sem kynnt var um skipulag svæðisins sýnir þarna aðeins íbúðar- byggð, en þeirri tilhögun hefur stór hópur íbúa á svæðinu mótmælt harð- lega. Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja farsælla að finna æfingasvæði fyrir KR í góðri sátt við íbúa svæð- isins og með sameiginlega hagsmuni félagsins og Vesturbæinga að leiðar- ljósi. KR-ingar þekkja af eigin raun, eins og aðrir íþróttaáhugamenn í borginni, að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ávallt verið sterkur bakhjarl þeirra. Það er óbreytt. Slitið úr samhengi Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Kosningar Sjálfstæðismenn í Reykjavík, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, styðja heilshugar nauð- synlegar viðbætur við íþróttasvæði KR. MÉR er sagt að höfundar hinna frægu kosningaslagorða Sjálfstæðis- flokksins „Báknið burt“ séu einmitt þeir sem nú hafa töglin og hagldirnar í stjórn þessa lands. Hinn 17. júní 1991 fór fjölskylda okkar á Austurvöll að venju. Að loknum söng karlakórs- ins hélt Davíð sína fyrstu opinberu ræðu sem forsætisráðherra, „Kaffi- pakkaræðuna“ frægu, þar sem hann boðaði nýjar áherzlur í siðferðismál- um. Áheyrendur urðu margir hálf- skrítnir í andlitinu og flesta setti hljóða. Davíð Oddsson hefur nú stjórnað landinu í ellefu ár. Ekki merki ég að dregið hafi úr spillingu og miðstýringin blómstrar sem aldrei fyrr. Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar kom Davíð með slagorðin: Eignagleði gegn öfund eða í fullri lengd: „Eignagleði gegn öfund vinstri- manna.“ Það verður spennandi að sjá hvaða slagorð koma að ári. Miðstýringin og stjórnræðið er nú orðið svo yfirþyrmandi í rekstri sjúkrahúsanna að út yfir allan þjófa- bálk tekur. Margir læknar eru fullir ógleði. Hvar eru nú sjálfstæðismennirnir í læknastétt með Einar Stefánsson augnlækni í broddi fylkingar? Þeir sem fóru mikinn á síðum Morgun- blaðsins fyrir nokkrum árum. Segja má að ringulreið ríki á spítulunum. Tveir ungir sjúkrahúslæknar sýndu manndóm og lýstu neyðarástandi í greinum í Morgunblaðinu en fengu bágt fyrir hjá heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld líta hins vegar með vel- þóknun á þjónkun Landspítala há- skólasjúkrahúss við Íslenzka erfða- greiningu og þykir meira að segja óviðeigandi að ganga eftir greiðslum frá ÍE. Þó skiptir vinnuframlag LSH til ÍE tugum ársverka ár hvert. Þar fyrir utan eru svo sjúkraskrárupplýs- ingar og lífsýnasöfnun sem hafa ómælt virði. Einkafyrirtæki prófess- orsins í geðlækningum, inni á sjálfum Landspítala háskólasjúkrahúsi, er jafn spillt og ósnertanlegt og móður- fyrirtæki þess í Vetrargarðinum. Þetta getur gengið eða hvað, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sigurður Þórðarson rík- isendurskoðandi? Ekki er ástandið betra í heilsugæzlunni eins og alþjóð ætti að vita. Þar bólgnar báknið sem aldrei fyrr. Æ fleiri stjórnendur og leiðbein- endur eru settir til höf- uðs heimilislæknunum sem fækkar stöðugt. Vaxandi skriffinnska, skýrslugerðir og vott- orðaskriftir hefur orðið til þess að æ færri læknar sjá sér fært að taka á móti sjúklingum nema mjög í hófi. Ástand- ið á þó enn eftir að versna. Þótt ég vildi undan þessu fargi ríkisins á ég enga útgönguleið sem heimilislæknir. Nýi heilbrigðisráðherrann? Hvað gerir hann? Hann skar heilsugæzlu- lækna niður við trog. „Þetta gat ekki gengið“, sagði hann í viðtali við DV 6. apríl sl. „Það er ljóst að þetta fyrir- komulag gat ekki gengið og þess vegna breytti ég því um áramótin.“ Þannig hneppti Jón Kristjánsson heilsugæzlulækna endanlega og al- gjörlega í fjötra. Fjötur ríkisins. „Við gáfum út reglugerð um áramótin sem kvað á um að þessi gjöld (fyrir vott- orðin) skyldu renna til stofnananna (ríkisins) en ekki læknanna“. Og rík- isendurskoðandi fagnar í sama DV „þessari bragarbót“ enda kvaðst hann lengi hafa verið með smásjána sína á þessu máli! Þannig er nú komið. Í meira en ald- arfjórðung hefur líf mitt vart snúizt um annað en læknisfræði og sjúk- linga, í vöku sem draumi. Hitt grunaði mig aldrei að ég ætti eftir að verða eign ríkisins. Svo langt til vinstri var ég aldrei tilbúinn að ganga. Hins veg- ar skil ég æ betur að sólgleraugna- konungurinn vegsami eignagleðina. Hans er ríkið. ,,Ríkið, það er ég“ Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Lækningar Mig grunaði aldrei, segir Jóhann Tóm- asson, að ég ætti eftir að verða eign ríkisins. Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 Hnífastandur úr stáli Verð kr. 3.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.