Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 69

Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 69
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 69 C O S M OVOR-SPRENGJA18.-24. apríl Kringlan Smárinn Allar buxur áður 8.990 nú 5.990 Peysur áður 5.990 nú 2.990 Peysur áður 4.990 nú 1.500 Valdar vörur með 40% afsl. o.fl. o.fl. frábær tilboð Forkeppni hefur þegar farið fram í einstökum framhaldsskólum. Baldur Gíslason, skólameistari, formaður stjórnar Iðnmenntar, setur keppnina kl. 9:50. Keppt verður í pinnasuðu (MMA), hlífðargassuðu (MAG) og logsuðu. Verðlaunaafhending er áætluð á sal Borgarholtsskóla kl. 14:00. Málmsuðukeppni framhaldsskólanna Úrslitakeppni Allir velkomnir verður haldin föstudaginn 19. apríl 2002 í Borgarholtsskóla, kl. 10:00 á vegum IÐNMENNTAR ses – samtaka iðn- og starfsmenntaskóla á Íslandi. Styrktaraðilum er þakkaður stuðningurinn ÍTALSKI leikarinn og leikstjór- inn Roberto Benigni nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heima- landi sínu og því vakti verulega athygli í fyrradag þegar hann tók þátt í allsherjarverkfalli og mót- mælum í Róm gegn áformum ítölsku ríkisstjórnarinnar um að breyta vinnulöggjöf landsins. Þegar blaðamenn spurðu hann hvers vegna hann tæki þátt í mót- mælunum sneri hann sér í hring og sagði: „Ég get ekki gefið yf- irlýsingar því í dag er ég ekki að vinna. Ég er í verkfalli.“ Benigni hefur stutt vinstrimenn í ítalskri pólitík og gerir oft grín að Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra núverandi hægristjórnar. Mannþröngin kringum Benigni og eiginkonu hans á Piazza del Popolo í Róm var slík að hann komst ekki upp á ræðupallinn. Hann þáði brauðbita og glas af hvítvíni áður en hann hélt á braut. „Hvílíkur fjöldi af fallegum andlitum,“ sagði hann. „Ef ég gæti tekið þau öll með mér myndi ég gera fallegustu kvikmynd á ævinni.“ Benigni hlaut árið 1999 Ósk- arsverðlaun fyrir myndina Lífið er dásamlegt sem fjallar um raunir ítalskra gyðinga í fanga- búðum nasista á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Myndin var valin besta erlenda myndin, Ben- igni var valinn besti karlleikarinn og einnig fékk myndin verðlaun fyrir tónlist. Hann hefur nýlokið við að gera kvikmynd um spýtu- strákinn Gosa og verður hún frumsýnd í haust. Á annan tug milljóna manna lagði niður vinnu á Ítalíu í fyrra- dag í fyrsta allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til í land- inu í 20 ár. Benigni í verkfalli AP Benigni þáði brauð og vín í mót- mælagöngunni sem hann tók þátt í í miðborg Rómar. Sérblað alla sunnudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.