Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 53 ✝ Kristbjörg Lövefæddist í Reykja- vík 23. september 1947. Hún lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 9. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Fríða Freymóðsdóttir hús- móðir í Reykjavík og Þorsteinn D. Löve vélsmiður. Hann lést 10. apríl sl. Krist- björg er ein þriggja systra, elst er Ásdís, búsett í Noregi, og yngst er Erla, búsett í Reykjavík. Hún er gift Tómasi Guðmarssyni og eiga þau tvær dætur. Fyrstu árin ólst Kristbjörg upp með móður sinni, ömmu og móðursystur, en frá níu ára aldri með móður sinni og eiginmanni hennar, Helga Felixsyni húsa- smið, sem gekk henni í föðurstað. Þá átti Kristbjörg níu hálfsystkini í föðurætt. Árið 1965 giftist hún Bjarnþóri Aðalsteinssyni og eignuðust þau tvö börn. Þau eru: Aðalsteinn, bú- settur í Danmörku. Kona hans er Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir og eiga þau tvö börn: Emil og Elísu. Árdís Jóna, búsett í Reykjavík. Hún á eina dóttur, Sögu. Faðir hennar er Einar K. Pálsson. Krist- björg og Bjarnþór skildu. Um tíma bjó Kristbjörg með Lárusi Fjeldsted verslunarmanni. Hinn 31. desember 1994 giftist Kristbjörg eftirlifandi manni sín- um, Þórleifi Ólafs- syni, sölumanni, f. 31. desember 1947. Þórleifur á einn son af fyrra hjónabandi, Sigurð Óla. Hans sonur er Birkir Snær. Foreldrar Þórleifs eru Ólafur Í. Eiríksson, látinn, og Lilja Þorleifsdóttir, húsmóðir í Neskaup- stað. Að námi loknu starfaði Kristbjörg við verslunar- og skrifstofustörf, með- al annars hjá Hljómplötudeild Fálkans og hjá Sambandinu. Nokkru eftir tvítugt hóf hún dæg- urlagasöng og starfaði að mestu við það í nær því aldarfjórðung. Hún söng með um tíma með Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar á Hótel Loftleiðum, með hljóm- sveitinni Sóló og Hljómsveit Guð- mundar Ingólfssonar, en alls störfuðu þau Guðmundur saman í tæp 13 ár, meðal annars á Listahá- tíð í Reykjavík 1976. Þá söng Kristbjörg lengi með Hljómsveit Jóns Sigurðssonar. Um nokkurra ára skeið stjórnaði Kristbjörg eig- in hljómsveit, Danssporinu, sem lengi kom fram í Veitingahúsinu Ártúni. Þá átti Kristbjörg heima í Noregi um nokkurt skeið. Þar söng hún með djasshljómsveit. Útför Kristbjargar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Kristbjörg mín, mig langar til að kveðja þig með eftirfarandi ljóði: Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson.) Blessuð sé minning þín. Þín mamma. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, og Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt. Vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm, situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt, eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson.) Elsku Didda, þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig og styrki þína nán- ustu sem sakna þín svo sárt. Tengdamóðir. Hér sit ég í Santa Barbara í Kali- forníu og hugsa um liðna tíð, allt það góða sem við áttum saman á Fjólugötu 25 og Ránargötu 6a. Þú varst það skemmtilegasta barn sem ég hef þekkt, þá var mikið fjör og gaman að vera til. Þó leiðir okkar hafi skilið fyrir mörgum árum, hélst þó alltaf sam- band og þú komst í heimsóknir til okkar ömmu þinnar. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá þér frekar en hjá svo mörgum öðrum. Nú fyrir stuttu áttum við svo ljómandi gott samtal, var þá meðal annars rætt um samfund í júní, sem nú verður ekkert af. Nú ert þú komin til guðs og verður í hans höndum, en ég veit að amma þín tekur vel á móti þér, og ef til vill sitjið þið saman, þú með gítar í hendi og spilar og syngur til hennar „Kirkjuhvoll“. Hver veit? Þór minn, ég er svo þakklát fyrir hvað ykkar sambúð hefur verið hlý og þið svo samtaka. Það var svo notalegt að koma á ykkar smekk- lega heimili. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Þórs, nöfnu minnar og Sögu, Alla og hans fjölskyldu, systur minnar Fríðu, Helga, Ásdísar og Erlu og hennar fjölskyldu. Bragi og Steinunn senda inni- legar samúðarkveðjur. Ég bið algóðan guð að vera með okkur öllum. Hvíldu í guðs friði. Ingibjörg Jóna (Jonna). Í dag, fimmtudaginn 18. apríl, verður til moldar borin í Lágafells- kirkju mág- og svilkona okkar Kristbjörg Löve. Ekki hvarflaði að okkur að kallið kæmi til Diddu aðeins tveimur dög- um eftir að hún hringdi full áhuga á að koma upp fjölskylduhorni í gestaherberginu með ljósmyndum og var erindið að biðja um fjöl- skyldumynd í hornið sitt. Auðvitað var komið inn á barnabörnin sem hún var svo stolt af og sagði hún sögur af Sögu og Birki Snæ, en þau bæði hafði hún hitt fyrr um daginn, og svo líka af þeim tveimur sem eru í Danmörku og fannst henni alltof langt til þeirra. Það var seinni hluta sumars 1994 sem hún kom með Leifa hingað fyrst og var komið austur í sólina einu sinni til tvisvar á ári eftir það. Didda var söngelsk, enda hafði hún sönginn sem sitt aðalstarf lengst af og söng í mörgum dans- hljómsveitum í gegnum árin og hefði vafalaust gert meira af því allra síðustu árin ef heilsan hefði verið betri. Eins og nærri má geta var mikil músík í kringum hana á heimilinu sem hún og Leifi höfðu komið sér upp í Mosfellsbæ. Að músíkinni slepptri var Didda mikill fagurkeri eins og þeirra fallega heimili bar glöggt vitni. Náttúru- barn var hún og mikill dýravinur og var gaman að heyra hana segja frá hestunum sínum, enda báru þeir Leifa og hana saman á vordögum 1994. Það var gaman að koma til hennar í haust með ömmu- og afa- strákana okkar. Þá var komið við í Mosfellsbæ. Það var vel tekið á móti litlum ferðalúnum drengjum, Didda talaði við þá sem sína jafn- ingja þá stund sem við stoppuðum og áttu þeir hug hennar allan og það hvarf af þeim öll ferðaþreyta. Elsku Leifi og aðrir ástvinir. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni og við vitum að minningar um góða eiginkonu, dóttur, móður og ömmu munu milda söknuðinn. Við viljum gera orð Spámannsins að okkar: „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.“ Guð blessi minningu Kristbjargar Löve. Guðrún og Eiríkur. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sig. frá Hlöðum.) Hún Didda er dáin. Hvílík sorg- arfrétt – hún sem átti eftir að gera svo margt með honum Þór, sem hún var svo lánsöm að kynnast og elskaði, eins og hún sagði, „út yfir allt“. Það var hestamennskan sem leiddi þau saman vorið 1994, til mik- illar gæfu fyrir þau bæði. Diddu kynntumst við þar sem hún hélt uppi stanslasu fjöri með hljómsveit sinni Danssporinu í Ár- túni. Við áttum því láni að fagna að eignast vináttu þessarar töfrandi söngkonu, sem þrátt fyrir oft erf- iðar stundir hélt sínu sérstaka skopskyni. Didda var ekki allra, hún var ein- læg og glettin, falslaus og vinur vina sinna. Að vissu leyti hélt hún fólki frá sér en undir yfirborðinu var hlý persóna, alltaf boðin og búin að aðstoða, ef maður vildi þiggja hjálp hennar. Fyrir utan að syngja hreint stórkostlega, semja lög og leika á mörg hljóðfæri var hún snill- ingur í höndunum. Henni tókst að fegra allt í kringum sig með ein- stakri smekkvísi og bar heimili þeirra Þórs vott um það, og þar mætti maður mikilli gestrisni og hlýju. Þau Þór ferðuðust mikið bæði innan lands og utan og oft var lítill fyrirvari á ferðum þeirra. Margar ferðir fóru þau með felli- hýsið sitt eitthvað út í bláinn, og þá var stundum hringt og spurt hvort ekki væri upplagt að kíkja í grill. Það var ótrúlegt hvað Didda var snögg að framkvæma það sem henni datt í hug, svo sem að skella sér í kaffi vestur á Hellissand bara si svona. Oft spurðum við hana hvenær hún ætlaði að gefa út geisladisk, og lýsir það hógværð hennar vel hvernig hún svaraði. „Ég hef ekkert í það. Ég er ágætis raulari og var heppin að geta unnið fyrir mér með röddinni, en ég er engin söngkona.“ Við kveðjum hana með miklum söknuði og sendum Þór, börnum hennar og öllum ástvinum innileg- ustu samúðarkveðjur. Svala og Margrét. Jæja, Didda mín, svona fór það þá. Ekki átti ég von á því þegar ég talaði við þig fyrir fjórum vikum og bað þig að syngja með mér eitt kvöld að það yrði í síðasta sinn sem ég heyrði í þér. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar þú hringdir í mig fyrir nákvæmlega 16 árum og sagðir: Gunnar, þetta er Kristbjörg Löve, viltu koma með mér í band? Ég svaraði þér eins og þú mér um daginn: Ég var rétt í þessu að taka þá ákvörðun að vera endanlega hættur. Þú svaraðir: Það verður bara næstu fjóra sunnudaga og svo ekki meir. Ég sagði nei og þú sagðir: Guðni Guðna ætlar að vera með og það stóðst ég ekki. Svo kom Grétar og síðan Ragnar Páll seinna og þannig varð Danssporið þitt til. Ég hét ekki lengur Gunnar, held- ur Gunni og þú Didda. Ég held að ég hafi ekki lifað skemmtilegra tímabil í dansmúsík- inni en næstu árin. Þetta er tvímælalaust besta hljómsveit sem ég hef starfað í, snillingarnir og þú. Þegar svo Guðni veiktist kom Grettir Björnsson og fyllti hans skarð. Ég man fyrst eftir þér með Jóni Sig., síðan ýmsum hljómsveitum. Ég heyrði strax að þú varst góð en ég gerði mér ekki grein fyrir því hve frábær söngkona þú varst fyrr en ég fór að vinna með þér. Tví- mælalaust ein af þeim bestu ef ekki sú allra besta. Það skemmdi ekki þegar þú skrappst niður af pallinum og dansaðir eina gömludansasyrpu. Þú varst glæsileg. Enn varst þú minn örlagavaldur eftir að þú fórst út, þegar þú vissir að Jón Sig. vant- aði bassaleikara og þú skrifaðir á miða til Jóns: „Taktu hann Gunna, þú færð engan betri.“ Það er kannski ekki skrýtið að þú hafir haft músíkgáfur, dótturdóttir Freymóðs Jóhannssonar. Það er ótrúlega sárt að sjá á eftir þér því ég veit að þér leið andlega svo vel. Þegar ég sagði þér um daginn hvað væri mitt mesta happ í lífinu svaraðir þú um hæl: Mitt stóra happ í lífinu var að finna hann Þór minn. Við „strákarnir“ sem vorum í Danssporinu sendum Þórleifi og fjölskyldu þinni innilegustu samúð- arkveðjur okkar. Vertu sæl, vinkona mín, og skil- aðu kveðju til Guðna. Gunnar. Elsku Didda mín, ég er ekki búin að átta mig á að þú sért dáin. Við höfum þekkst frá því við vorum ungar stúlkur í skóla, og margt höf- um við brallað og haft gaman af. Báðar urðum við mjög ungar mæður og nutum þess að hugsa um syni okkar, einnig höfðum við sam- einlegt áhugamál og það var söng- urinn. Þegar við heimsóttum hvor aðra, þá var það iðulega að við tók- um upp gítarinn og sungum saman. Þessi þótti strákunum okkar gaman að, því þeir sátu gjarnan hjá okkur og klöppuðu. Þetta voru skemmtilegar stundir og ég mun alltaf minnast þess hversu ánægjulegur tími þetta var. Didda mín, þú áttir góðan eig- inleika og það var hve trygglynd og heiðarleg þú varst, því kynntist ég vel hjá þér. Þegar við hittumst eða ræddum saman í síma þá var að- allega talað um börnin okkar og barnabörnin, og hversu ánægðar við vorum með þau. Þú sagðir mér líka oft hvað þú hefðir verið lánsöm að hafa hitt hann Þór þinn. Heimilið ykkar bar vott um það, því bæði voruð þið svo samtaka að halda því svo fallegu og notalegu. Didda minntist oft á það við mig að gaman væri að gefa út disk með okkur „gömlu rokksöngkonunum“ eins og hún orðaði það, en aldrei varð neitt úr því. Kæri Þór og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína og bið góðan Guð að blessa ykkur og styrkja. „Gættu vináttunnar! Ekkert er fegurra á jörðinni, Enginn huggun betri í jarðnesku lífi. Vini geturðu tjáð hug þinn allan og sýnt honum fyllsta trúnað.“ (Ambrósíus) Þín vinkona Bertha Biering. KRISTBJÖRG LÖVE Eftir nokkurra mánaða hamingju varðst þú að byrja að berjast fyrir lífi þínu og það gerðirðu jafnvel og þrjóskulega og hún mamma þín hefði gert og þú stóðst þig eins og hetja allt til enda. Þú hefur gefið svo mörgum mikið, bara fyrir að vera til, mömmu þinni og pabba, öfum og ömmum, frænkum og frændum og svona mætti lengi telja. En núna liggur leiðin þín á svo góðan stað, þar sem þú lifir heilbrigð og mikið af góðu fólki sem tekur á móti þér og mun hugsa um þig. En ávallt muntu lifa sæl og glöð í hjarta ástvina þinna. Ég sendi mína dýpstu og innileg- ustu samúðarkveðju til Sæunnar og Ingvars og allra hinna sem tengjast hinni hugrökku Sóleyju. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar og til að gleyma aldrei góðu stundunum sem þið áttuð með henni. Og vil ég kveðja með ljóði sem ort var til litlu systur minnar sem á vel við á þessari stundu: Árin framundan ættu að bíða og ævin vera sem óskrifað blað. Grátlegt hversu fljótt hún var að líða hjá þér sem ert komin á betri stað. (Einar Hróbjartur.) Hanna Lára Baldvinsdóttir. Ég hef þekkt þig, Sóley, frá því að þú fæddist í þennan heim. Ég man alltaf eftir því þegar mamma þín kom til mín og sagðist eiga von á litlu kríli. Ég var svo glöð að heyra það því að ég átti líka von á litlu kríli. Tíminn leið og litlu krílin komu í heiminn, mitt í september og þú Sól- ey í nóvember. Við mamma þín hringdumst alltaf á til að athuga með krílin okkar. Þið voruð alltaf svo góð- ar stelpur og yndislegar. Í febrúar 2001 greindist þú svo með hvítblæði og fórst í meðferðir. Við hittumst ekki oft á þeim tíma en ég fékk að fylgjast með líðan þinni. Um sumarið fór þér að líða betur og fékkst að fara heim. Við komum í eins árs afmælið þitt í nóvember. Þú varst svo dugleg stelpa að opna alla pakkana og blása á kertið. Nokkrum dögum seinna greindist þú svo með meira krabba- mein. Þið fóruð tvær ferðir út til Sví- þjóðar en aldrei varð af beinmergs- skiptum. Mikill söknuður er í hjörtum okkar og við munum alltaf hugsa til þín, elsku Sóley. Ég skal passa mömmu þína og pabba vel og ég veit að þú gerir það líka, Sóley mín. Þú varst al- gjör hetja í þessari löngu baráttu þinni. Elsku Sæunn og Ingvar, megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Arndís Stefánsdóttir og fjölskylda. Nú löngu stríði lokið er og litla Sóley sefur, svo vært í faðmi Frelsarans sem friðinn henni gefur. Drottinn gaf og Drottinn tók en dauðinn aldrei vinnur, ef að þú átt trygga trú og traust í henni finnur. Í eilífðinni er ætíð vor okkar þangað liggja spor, þar litla Sóley lifnar við og leikur sér við engla hlið. (K.E.) Elsku Sæunn, Ingvar, Biggi, Hóffa, Inga og aðrir sem syrgja. Guð styrki ykkur öll. Blessuð sé minning litlu stúlkunn- ar ykkar. Kolbrún Eiríksdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Sæunn, Ingvar og fjölskyld- ur, þið hafið staðið eins og hetjur við hlið litlu stelpunnar ykkar í þessari erfiðu baráttu. Megi góður guð veita ykkur styrk á komandi tímum til að aðlagast lífinu og tilverunni án henn- ar. Blessuð sé minning Sóleyjar litlu. Inga Jóna og Alma Jenný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.