Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 47 eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 5 5 0 7 /s ia .i s Angelica www.sagamedica.com Jón Gíslason, Borgarfirði: „Ég hef átt við veikindi að stríða. Mér hefur aukist kraftur eftir að ég fór að taka Angelicu hvannaveig. Nú er ég hressari, mér líður mun betur og er miklu meira á ferðinni en áður.“ Fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 17.–21. apríl Í Kringlunni lífsstíl hönnun tísku Komdu í Kringluna í kvöld og upplifðu skemmtilega málverkasýningu og djass með Desmin, sjáðu hjólabrettakeppni og komdu á matarupplifun. Opið til 21.00 Nýtt kortatímabil! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 72 71 04 /2 00 2 MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR HINN 13. apríl mót- mælir Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ásökunum tveggja einstaklinga (undirrit- aður er annar) í garð forseta og forystu ÍSÍ vegna lyfjamisferlis. Hann bendir á skýrslu stjórnar ÍSÍ og yfirlýs- inga á vefsíðu ÍSÍ og greina forseta og vara- forseta í Morgun- blaðinu því til stuðn- ings. Hann hefði einnig getað bent á greinar- gerð mína með afsagn- arbréfi, fundargerða ÍSÍ þar sem ég svara spurningum stjórnar og síðar bók- un, og svargreina minna í Morgun- blaðinu þar sem ég geri ítarlegar grein fyrir ásökunum mínum, sem ég stend við. Forseti ÍSÍ hefur ítrekað á ýms- um vettvangi lýst því yfir að hann hafi rétt á eigin skoðunum og að láta þær í ljós. Hann gerði það hátt og skýrt í ákveðnu lyfjamáli á sl. ári og lét einnig bóka í fundargerð. Það vill hins vegar svo til að þær gengju þvert á lög og skrifleg álit Alþjóða- ólympíunefndarinnar IOC og Al- þjóðakörfuboltasambandsins FIBA. Niðurstaða dómsins var hins vegar í samræmi við skoðanir forseta ÍSÍ. Forseti ÍSÍ hefur ætlað sér ríf- lega þóknun (án samráðs við stjórn) fyrir það hugsjónastarf að vera for- seti ÍSÍ. Ætlast mætti til að hann starfaði af jöfnuði en ekki ítrekaðri hagsmunagæslu. Ný og endurskoðuð lög skipta engu ef mönnum líðst að brjóta þau. Ég ásaka forseta ÍSÍ og nánasta samstarfsfólk í stjórn ÍSÍ fyrir að hafa brotið lyfjareglur IOC og ÍSÍ. Viðurlög við lyfjabrotum er óhlut- gengi. Ég fagna innkomu Péturs Hrafns Sigurðssonar 16. þ.m. á ritvöllinn um lyfjamisferli. Þar hefur hann einstæða reynslu. Hann er fram- kvæmdastjóri KKÍ, sambands sem var með 3 lyfjabrot á sinni könnu á sama tíma. Pétur er sá sem hefði átt að upp- lýsa umbjóðendur sína um að al- þjóðasamband þeirra FIBA hefði hvað skýrastar reglur allra sam- banda um sönnunar og tilkynning- arskyldu um meinta sjúkdóma ef nota þyrfti lyf af bannlista, og við- urlög ef út af væri brugðið. Hann og formaður sambandsins hafa senni- lega setið þingin þar sem þetta var samþykkt. Pétur hefði átt að upplýsa um- bjóðendur sína að fram til 1999 var lágmarksrefsing FIBA þriggja mánaða keppn- isbann fyrir notkun astmalyfja án vottorðs fyrir keppni, þótt þeim tækist eftir á að sanna með öndunarprófum, að þeir hefðu astma. Hann hefði átt að vara umbjóðendur sína við því, að árið 2000 breyttust reglur FIBA þannig að keppnis- bannið varð 2 ár eins og hjá öðrum alþjóða- samböndum (sund 4 ár), jafnvel þótt sjúk- dómurinn sannaðis eft- ir á. Eftir talsverða fyrirhöfn af minni hálfu, símtöl, bréf, föx og tölvupóst leyfðu IOC og FIBA að ákært yrði samkvæmt reglum sem voru í gildi til 1999 ef heilbrigðisráð fengi við- eigandi gögn til umsagnar. Þetta var alls óháð öðrum málum KKÍ. Slík gögn komu aldrei fram og önnur öfl urðu áhrifameiri en minn málflutn- ingur. Sýknudómur sem er eins- dæmi í sögu lyfjamála og frávísanir á áfrýjunum breyta ekki lögum IOC, FIBA né ÍSÍ. Málskjöl verða til skoðunar á íþróttaþingi. Ungir skjólstæðingar fulltrúa á komandi ÍSÍ þingi munu eflaust vilja skýringar því hvers vegna þeir fái allt að fjögurra ára keppnisbann þegar aðrir sleppa. Mál er ekki að umræðum linni heldur hefjist, og er komandi þing ÍSÍ tilvalið til þess. Það verður fróðlegt að hlusta á þá félaga og húsbændur þeirra. Innlegg Gunnars Sólness í málið er stórkostlegt: Hann varði það af snilld að heimalið hans gæt flutt inn erlenda leikmenn sem væru enn í keppnisbanni á alþjóðavettvangi vegna lyfjabrota, en fengju að keppa á Íslandsmótum án nokkurra við- urlaga. Þetta mál var í raun próf- steinn á kerfið og viðhorf forystunn- ar. Mér virðist ég geta búist við fleiri greinum næstu daga en tími gefst varla til athugasemda fyrir íþrótta- þingið 27. apríl! Svar við greinum Stefáns, Péturs Hrafns og Gunnars Birgir Guðjónsson Lyfjamál Ætlast mætti til að forseti ÍSÍ starfaði af jöfnuði, segir Birgir Guðjónsson, en ekki ítrekaðri hagsmunagæslu. Höfundur er fyrrverandi form. heilbrigðisráðs ÍSÍ og situr í læknanefnd Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.