Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 59
Þriðjudagurinn 12.
mars byrjaði nánast
eins og hver annar dag-
ur. Þegar vinnudegi
lauk kom ég heim og
biðu þá amma þín, Rún-
ar og Bergsveinn
frændur þínir eftir mér í íbúðinni
minni. Ég gekk inn í íbúðina og komu
þau á móti mér niðurdregin og sorg-
mædd á svipinn. Ég sá strax að eitt-
hvað var að og sagði amma þín mér
að hún hefði ekki góðar fréttir að
færa, að elskulegur Óli okkar væri
látinn.
Ég var aðeins sex ára gömul þegar
þessi sólargeisli kom inn í líf mitt.
Mér fannst ég geta sigrað heiminn.
Var að byrja í skóla og var búin að
eignast lítinn frænda. Ég man þegar
ég hljóp yfir til vinkonu minnar til að
segja henni frá litla frænda mínum.
Ég var svo stolt, ánægð og rík. Með
hverju ári sem leið varð ég stoltari og
stoltari yfir að eiga þig sem frænda.
Það var ekkert barn þægilegra að
passa en þig, Óli minn. Þú varst alltaf
ÓLAFUR RAGNAR
PÉTURSSON
✝ Ólafur RagnarPétursson fædd-
ist í Keflavík 27.
mars 1976. Hann lést
í Keflavík 12. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Keflavíkurkirkju 21.
mars.
svo blíður og kátur.
Brosið og hláturinn
alltaf svo stutt undan.
Rólegur sýndir þú Þór-
mundi litla bróður þín-
um hvernig ætti að raða
Fisher Price-köllunum
og hvernig ætti að nota
Fi. Pr.-kranann og litli
bróðir horfði dolfallinn
á. Síðan komu Lúlli og
Viktor í heiminn og þú
varst ætíð þeim innan
handar. Í öll þau ár sem
við áttum samleið
minnist ég þess aldrei
að þú hafir farið í fýlu
eða værir pirraður út í einhvern eða
eitthvað. Það „gen“ var einfaldlega
ekki til staðar í þér. Þú tókst öllu með
svo miklu jafnaðargeði og sást alltaf
það góða í öllu og öllum. Þú varst
vinaríkur og voru tengsl þín við fjöl-
skyldu þína mjög sterk enda skipti
fjölskyldan þín þig miklu máli.
Árin liðu og með hverjum degi
sýndir þú okkur hvers þú varst
megnugur. Þú hafðir mikinn metnað
að koma þér áfram enda sýndi það
sig í öllu því sem þú tókst þér fyrir
hendur. Betri fyrirmynd fyrir okkur
hin var ekki hægt að hugsa sér. Sam-
viskusamur, ósérhlífinn, duglegur,
glaðlyndur, snyrtimenni mikið en
umfram allt heiðarlegur einstakling-
ur sem vildi hafa sína hluti á hreinu.
Þú kynntist síðan elskunni þinni,
henni Sigurrósu. Yndislegri stúlku
var ekki hægt að hugsa sér. Síðan
kom að því að þið eignuðust ykkar
fyrstu íbúð og lagðir þú mikið upp úr
því að hafa allt snyrtilegt, hreinlegt
og í röð og reglu hvort sem um var að
ræða heimili þitt eða þig sjálfan. Allt
varð að vera fullkomið. Þrátt fyrir að
eiga þessa frábæru íbúð stefndi hug-
ur þinn lengra. Snemma lagðir þú á
ráðin um eignast hús og svo kom að
því að þið festuð kaup á raðhúsi rétt
tæpri viku fyrir hinn örlagaríka dag
þegar stóra kallið kom. Hamingjan
og spenningurinn yfir nýju fjárfest-
ingunni var mikill enda blasti fram-
tíðin björt við. Amma þín hafði hringt
í mig og sagt mér þessar góðu fréttir.
Allir voru svo ánægðir og spenntir.
Pabbi þinn talaði um að hann ætlaði
mála fyrir ykkur. Elsku Óli, þú varst
rétt að byrja og áttir svo mikið eftir.
Elsku Sigurrós mín, ég bið Guð um
að styrkja þig í sorg þinni en um leið
vil ég þakka þér fyrir að hafa elskað
frænda minn. Það að hann skyldi
hafa átt þig að er það besta sem hægt
er að hugsa sér. Ást ykkar var ósvik-
in. Ég votta þér mína dýpstu samúð.
Elsku Heiða, Hallur, Mummi,
Lúlli og Viktor Freyr, mamma, pabbi
og aðrir aðstandendur, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð, missir okkar
er mikill en minningin um yndislegan
og fallegan dreng verður aldrei frá
okkur tekin. Guð styrki okkur í sorg-
inni.
Með þessum orðum kveð ég þig
nú, elsku frændi, með þakklæti og
söknuði. Þú munt ávallt lifa í huga
mér og vera mitt stolt og fyrirmynd.
Þín frænka
Linda Ósk Þórmundsdóttir.
Elsku besta amma
mín. Mikið er sárt að þú
skulir vera farin. Þó svo
að við höfum átt margar
góðar stundir sem eru
mér mikils virði er samt svo margt
sem ég þarf að segja þér.
Já hjá okkur var alltaf mikil kátína,
hlegið og flissað. Og ef einhverjum
finnst ég vera fyndinn þá kemur mín
kímnigáfa frá þér, það er næsta víst.
Mér þykir leiðinlegt að ófætt barn
mitt muni ekki eiga kost á að kynnast
þér, en það mun heyra ótal skemmti-
legar sögur af „ömmu á Akureyri“ um
ókomna tíð. Þessar stundir okkar eru
ljóslifandi í huga mér, og þarf ég ekki
annað en loka augunum til að upplifa
þær aftur og aftur, ég meira að segja
finn ilminn úr garðinum þínum. Garð-
urinn þinn eða „Akureyrar-Eden“
eins og ég kýs að kalla hann er sá fal-
legasti sem ég hef komið í, og er það
mér óskiljanlegt hvernig kona á þín-
um aldri gat haldið honum svona
hreinum og fallegum. Ekki er ég mik-
BRYNHILDUR
BJÖRNSDÓTTIR
✝ BrynhildurBjörnsdóttir
fæddist í Pálsgerði í
Höfðahverfi 22. júlí
1918. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 16.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Akureyrar-
kirkju 25. mars.
ill garðyrkjumaður en
ég veit hvenær „snill-
ingur“ er á ferð.
Þú hafðir mikið dá-
læti á tónlist, það er víst
ábyggilegt, og ég mun
seint gleyma þegar ég
kom einu sinni í heim-
sókn vopnaður kassettu
með gargandi þunga-
rokki, leyfði þér að
heyra og þú sagðir:
„Mikið er nú falleg mel-
ódía í þessu.“ Það hefur
mér alltaf þótt mjög
fyndið, og það kæmi
mér ekki á óvart ef þú
værir núna með rafmagnsgítar í kjölt-
unni að syngja lög eftir Tinu Turner.
Þú hafðir sterka trú, og það er víst
ábyggilegt að þínar bænir komu mér
á lappir eftir mikil veikindi. Ég er þér
ævinlega þakklátur fyrir það elsku
amma mín.
Ég sakna þín elsku amma og veit
að það verður aldrei eins að koma til
Akureyrar núna eftir að þú ert farin.
En svona er víst lífið og ég verð bara
að sætta mig við það, við munum nú
hittast aftur einhvern tímann, og þá
verður rokkað. En þangað til bið ég
góðan Guð að geyma þig amma mín,
og syngdu nú af lífs og sálarkröftum í
sönghöllunum, svo hátt að ég heyri í
þér og geti tekið undir.
Megi Guð og Guðs englar vaka yfir
þér elsku amma mín, og þakka þér
fyrir allt það góða sem þú hefur gert
fyrir mig. Bless bless.
P.s. Ég bið að heilsa öllum þarna
uppi.
Kári Hallsson.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina
@
% %
6
) '6'
)
.
+ ,($4
6( * 5&/
;/ % $ ;) ')3
(.
(( $*"-($$%&&
.% ! &$%&&
,.% ! '(-($ /5 5 $%&&
.% .% ! ,&& '( $%&&
?.% ! % //%$%&&
0+!, , 0+/
@
%
6
) '6'
)
M'7 N '
7
, 5,A>
)%; 5!,/
!,(!
%"5 !! ,0+,%9 $%&&
,(( !! @,$* , $%&&
,9( !$%&& 2%G!
,# !! (()&$%&&
0 0+!, ,+--(0+/
&
%
6
)
'
)
)
6#0,
5 0 &+$/
;/ % *
%
')
'
& $$(/
@
% 6
) '6
'
)
'8'78 7
7
?(-9#5
& % *? 5*/
& ?% ! ((# $%&&
, +&$%&&
?% (&!
# &!
2( *&!
2?&%9 !
6 %9 $%&&
- 2?&!
!,0 0 0+/
% 6
) '6
'
)
M7 2 8 '
7
$ /
;/ % .
*
/ A
@+ ($(./-%! /! &$%&&
,*(/-%$%&& & 6@/ & !
$(-%$%&& &/
!
(,/%$%&&
0 0+!,0 0 0+/
!
; >
.
; +
" ##
= !
3B30$53>C3>CDB>,A3>CDB8DAE;EFGGD>
&&&%*? (-$"-/
%
6
) '6'
)
'78 7@N'78 7
( ,>>
? 5*/
;/ % .
')
'
'
* ((
/
0
!
*! @ ,(%$%&&
0+!, + ? $(/
- .
(6
2
0#E
2 0"
/
) ')
A!
1 !
$
1# ! + "#
,*-( '* !
0+&,$ 0+!,0 0+/