Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Golli Á Geldinganesi er gert ráð fyrir hafnar- og athafnasvæði. TILLAGA að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001– 2024 verður lögð fram í borg- arstjórn í dag en skipulags- og byggingarnefnd Reykja- víkur hefur nú tekið afstöðu til athugasemda sem bárust frá um 1.500 einstaklingum, stofnunum og félagasamtök- um við skipulagstillöguna. Íþrótta- og útivistarsvæði á og við fyrirhugaða landfyll- ingu við Ánanaust/Eiðs- granda, nánari stefnumörkun um landnotkun á flugvallar- svæðinu í Vatnsmýri og ýms- ar betrumbætur fyrir gang- andi, hjólandi og akandi vegfarendur eru meðal þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á tillögu að aðalskipu- lagi. Þá er og fjallað nánar um stefnumörkun vegna Vatns- mýrarinnar og skýrð frekar rökin fyrir því að leggja frek- ar niður norður-suðurflug- brautina en austur-vestur- brautina þegar deiliskipulag flugvallarsvæðisins fellur úr gildi árið 2016. Mikilvægt að þétta byggð eins og unnt er Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fór með blaða- og fréttamenn í sér- stakt útsýnisflug yfir höfuð- borgina í gær og kynnti að- alskipulagið og breytingarnar á því. „Það opinberast fyrir manni þegar maður flýgur yf- ir borgina hvað hún tekur yfir mikið flæmi og hvað byggðin er víða gisin,“ varð borgar- stjóra að orði að loknu flug- inu. „Og hvað það er í raun- inni erfitt að halda uppi góðu og öflugu þjónustustigi í svona gisinni borg. Við þurf- um ekki annað en að horfa á vegalengdirnar sem menn þurfa að aka og hvaða áhrif það hefur á þörfina fyrir bíla- stæði og gatnamannvirki svo ekki sé nefnd áhrifin á um- hverfið, loftgæðin og hávaða. Þannig að það er geysilega mikilvægt fyrir okkur að reyna að þétta en þó þannig að við göngum ekki á gæði úti- vistarsvæða.“ Þarf að bregðast við breyttum áherslum Ingibjörg Sólrún segir að- alskipulagið fela í sér stefnu- mótun til næstu 24 ára og það hvernig menn vilji sjá borg- arsamfélagið þróast. „Það sem við erum að leggja höf- uðáherslu á er í fyrsta lagi höfuðborgarhlutverkið og mikilvægi hennar fyrir landið allt og að hún geti verið svona ákveðinn brimbrjótur gagn- vart útlöndum þannig að ef um flutninga er að ræða fari þeir ekki lengra en hingað. Í öðru lagi er það hið alþjóðlega hlutverk höfuðborgarinnar sem tengist líka, það er í fyrsta sinn verið að setja það fram sem markmið að Reykjavík sé og verði alþjóð- leg borg. Það þýðir að við þurfum að bjóða upp á annars konar atvinnulíf, annars kon- ar aðstöðu fyrir atvinnulífið en gert hefur verið áður. Það tengist aftur Vatnsmýrinni, vísindagörðum og þróun Landspítalans, þ.e. að borgin sé staður fyrir upplýsinga- og þekkingariðnað, menningar- framleiðslu og ferðmannaiðn- að sem eru að verða mjög mikilvægar atvinnugreinar.“ Ingibjörg Sólrún segir þetta vitaskuld tengjast mið- borginni, og sérstöðu hennar og baklandi. Og að hún hafi vaxtarmöguleika. Í hinni al- þjóðlegu borg skipti kjarninn og miðborgin alveg gríðarlega miklu máli. Þetta tengist allt mjög vel saman. „Við viljum einnig að Reykjavík sé vistvæn borg og við erum mjög stolt af því að hafa unnið í fyrsta sinn sér- stakt umhverfismat á þessu deiliskipulagi.“ Skipulags- og byggingar- nefnd leggur til að afmarkað verði sérstakt íþrótta- og úti- vistarsvæði á og við fyrirhug- aða landfyllingu við Ána- naust, sem nýtast muni Vest- urbæingum og KR-ingum. En á móti verði íbúðum á land- fyllingunni við Eiðsgranda/ og þekkingargarða þar við svæði Landspítalans – há- skólasjúkrahúss. Af öryggis- og umhverfisástæðum sé flug að og frá norður-suðurbraut- inni einnig talið gagnrýnis- verðara en flug að og frá aust- ur-vesturbrautinni. Í aðal- skipulagstillögunni er gert ráð fyrir því að mögulegt verði að reka austur-vestur- Breytingar á tillögum að aðalskipulagi Sérstakt íþrótta- svæði við Ánanaust Íbúðum á landfyllingunni við Eiðsgranda verður fækkað. Stefnt er að því að leggja fyrst niður norður-suðurbrautina. Reykjavík Ánanaust fækkað úr 900 í 600–700. Þá er vilji til þess af hálfu borgaryfirvalda að meta umhverfisáhrif fyrirhugaðrar landfyllingar áður en fram- kvæmdir hefjast og einnig er stefnt að því að vinna heild- arskipulag fyrir strandsvæði borgarinnar innan tveggja ára frá staðfestingu aðal- skipulagsins. Kanna á mögu- leika á að framlengja fyrir- hugaðan stokk fyrir Miklu- braut, milli Reykjahlíðar og Snorrabrautar, lengra til austurs eftir Miklubraut. Einnig að kannaður verði til hlítar möguleiki á að gera göng eða stokk fyrir bílaum- ferð eftir Hringbraut, frá Sæ- mundargötu og vestur fyrir Suðurgötu. Athafnasvæði vestan Vest- urlandsvegar verður minnkað að sunnan- og norðanverðu og í staðinn verður þar blönduð byggð eftir 2024. Lagt til að leggja niður norður-suðurbrautina Stefnumörkun borgaryfir- valda vegna uppbyggingar í Vatnsmýrinni 2001–2024 er skýrð nánar, einkum rökin fyrir því að leggja frekar nið- ur norður-suðurflugbrautina en austur-vesturbrautina þegar deiliskipulag flugvall- arsvæðisins fellur úr gildi árið 2016. Er m.a. bent á að með því skapist fyrr en ella sam- fellt atvinnusvæði nyrst í Vatnsmýrinni sem muni tengja saman háskólasvæðið flugbrautina frá 2016 til loka skipulagstímabilsins og er frátekið rými í þeim tilgangi á skipulagsuppdrætti. Fram- vinda málsins alls verði hins vegar að leiða í ljós hvers kon- ar flugstarfsemi verður fýsi- legt að reka í Vatnsmýrinni á þessum hluta skipulagstíma- bilsins eða hvort hún leggist af með öllu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir erfitt að halda uppi góðu og öflugu þjónustustigi í gisinni borg. Flogið yfir höfuðborgarsvæðið með borgarstjóra HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FERÐA- og kynningarmál Reykjavíkurborgar fara í breyttan farveg með stofnun Höfuðborgarstofu; ferðamála- markaðs- og viðburðaskrif- stofu Reykjavíkur. Tillögur um stofuna voru kynntar í borgarráði á þriðjudag og vís- að til samgöngunefndar til frekari umfjöllunar. Stofunni er ætlað að sinna þríþættum verkefnum; rekstri Upplýsingamiðstöðv- ar ferðamála í Reykjavík, al- mennum ferða- og kynningar- málum auk þess að bera ábyrgð á skipulagi og fram- kvæmd ýmissa viðburða á vegum borgarinnar. Svanhildur Konráðsdóttir hefur verið ráðin forstöðu- maður Höfuðborgarstofu. „Verkefni höfuðborgarstof- unnar er m.a. að halda utan um markaðssetningu Reykja- víkur og vinna að ímyndar- sköpun fyrir Reykjavík á er- lendum vettvangi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Þá mun hún reka upplýsingamiðstöð ferðamála sem þjónar landinu öllu.“ Ingibjörg segir hlutverk stofunnar einnig verða að halda utan um þá fjölmörgu viðburði sem orðnir eru fastir punktar í borgarlífinu ár hvert og teljast mikilvægir fyrir ferðaþjónustuna. Hingað til hafa verið ráðnir verkefn- isstjórar fyrir hvern viðburð, „svo samfellan hefur kannski tapast. Skrifstofan mun hins vegar halda utan um alla þessa viðburði og skipuleggja þá.“ Ingibjörg segir að miklar vonir séu bundnar við starf- semi stofunnar, „enda er Reykjavík alltaf að verða vin- sælli áfangastaður fyrir ferða- menn.“ Stefnt að opnun næstu áramót Markmið Höfuðborgar- stofu verður m.a. að styrkja stöðu borgarinnar í alþjóð- legri samkeppni á sviði ferða- mála og að rækta hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar gagnvart landinu. Undirbúningur er nú þegar hafinn og í upplýsingum frá Svanhildi Konráðsdóttur for- stöðumanni stofunnar kemur fram að „með áformum sínum um rekstur Höfuðborgarstofu undirstrikar Reykjavíkur- borg áherslur sínar á mikil- vægi ferða- og markaðsmála fyrir borgina í heild. Hjá mið- stöðinni verður til nýr vett- vangur sem m.a. mun skila nánari samvinnu Reykjavík- urborgar og stofnana hennar við ferðaþjónustuna, öllum að- ilum til hagsbóta. Skýr far- vegur fyrir ferða- og kynning- armál í tengslum við viðburðaskrifstofu skapar jafnframt nýja möguleika í vöruþróun, t.d. á sviði menn- ingar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu og er því mjög þýðingarmikið framlag til að styrkja stöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar Íslands í samkeppni á alþjóðavett- vangi.“ Ráðgert er að Höfuðborg- arstofa verði opnuð um næstu áramót. Höfuðborgarstofa mun vista ferða- og kynningarmál borgarinnar frá næstu áramótum Mun styrkja stöðu borgarinnar Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.