Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Nordic Ice, Akraberg og Mána- foss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Lud- vik Andersen, Lómur og Nikolay Afansjev. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofan, bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13 gler- list. Lokað frá kl. 14 vegna jarðarfarar. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudög- um. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl. 11. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 bingó. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Kirkjuhvoli 23. apríl kl. 19.30. Uppskerudagar – sýningar á tómstunda- starfi vetrarins 22.–24. apríl kl. 14–18. Fjöl- breyttar sýningar og skemmtidagskrá. Kaffi- veitingar. Garðaberg, ný félagsmiðstöð á Garðatorgi. Opið kl. 13– 17. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara Kópavogi. Bingó í Gjá- bakka kl. 14. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Í dag er pútt í Bæjarútgerð kl. 10–11.30. Glerskurður kl. 13. Á morgun, föstu- dag, myndlist og brids kl. 13.30. Opið hús í dag, 18. apríl, í boði Samfylk- ingar og Ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði kl. 14. Boðið verður upp á lista- og menningar- dagskrá og veitingar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB í dag, fimmtudag, kl. 10.30–12, panta þarf tíma. Fimmtudagur: Brids kl. 13 og brids fyrir byrj- endur kl. 19.30. Ferðakynning á innan- landsferðum félagsins sumarið 2002 ásamt myndasýningu úr eldri ferðum verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ, föstudaginn 19. apríl kl. 16. Kynnir Sigurður Kristinsson, ásamt öðr- um leiðsögumönnum fyrirhugaðra ferða. Söguslóðir á Snæfells- nesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 3 daga ferð 6.–8. maí gisting á Snjófelli á Arnarstapa, farið verður á Snæfells- jökul, leiðsögn Valgarð Runólfsson. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurðarnám- skeið. Kl. 9.45 versl- unarferð í Austurver, kl. 13.30 boccia. Á morgun, föstudag, verður messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Kaffiveit- ingar eftir messu. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug. Umsjón Brynjólfur Björnsson, íþróttakennari. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Kl. 13 félagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Allir velkomnir. Vegleg verð- laun og allir velkomnir. Veitingar í Kaffibergi. Laugardaginn 20. apríl kl. 16 er Gerðubergs- kórinn með tónleika í Fella- og Hólakirkju. Fjölbreytt efnisskrá. Nánar kynnt síðar. All- ar uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 kínversk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids og glerlist, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. „Ég býð þér dús mín elskilega þjóð,“ leik- og söng- skemmtun byggð á ljóð- list Halldórs Laxness verður flutt föstud. 26. apríl kl. 14:30 á Afla- granda 40. Rúta og kaffiveitingar. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 23. apríl á skrifstofu eða í s: 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmuna- námskeið. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing, kl.10.30 fyrirbænastund. Tískusýning á morgun kl. 14. Sýndur verður dömufatnaður í vor- og sumarlínunni. Að lok- inni sýningu verður dansað við lagaval Sig- valda. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 glerskurður, fata- saumur og morg- unstund, og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leikfimi. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Fé- lagsvist spiluð í Kiw- anishúsinu í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20.30. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur kl. 17. Allar konur vel- komnar. Fimmtud. 2. maí: kaffi kl. 16. Fundur í umsjá Anitu Þor- grímsson. Allar konur velkomnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga kl. 13. Skráning kl. 12.45. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðara, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinnar verða farnar tvær ferðir á þessu sumri: að Kirkju- bæjarklaustri13.–15. júní, í Skagafjörð 22.– 24. ágúst. Hvíldar- og hressing- ardvöl á Laugarvatni 14.–30. júní. Þær konur sem ekki hafa notið or- lofs síðastliðin 2–3 ár ganga fyrir um rými. Innritun í s. 554 0388 Ólöf , s. 554 2199 Birna frá 18. apríl–10. maí. Kvenfélag Kópavogs Fundur í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 10. Tískusýning frá Ritu, Bæjarlind 6, Kópavogi. Í dag er fimmtudagur 18. apríl, 108. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Andi mannsins er lampi frá Drottni, sem rannsakar hvern afkima hjartans. (Orðskv. 20, 27.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 sefa harm, 4 skríll, 7 grasflöt, 8 rótarávöxtur- inn, 9 sigað, 11 kyrr, 13 espi, 14 líkamshlutinn, 15 krukka, 17 álfa, 20 spíra, 22 tré, 23 aldni, 24 ein- skæran, 25 ójafnan. LÓÐRÉTT: 1 nærgætin, 2 dreggjar, 3 bylgja, 4 sjálfshreykni, 5 ólmir hestar, 6 dreg í efa, 10 hnöttur, 12 tangi, 13 samtenging, 15 gin, 16 yf- irhöfnum, 18 búið til, 19 fæddur, 20 tímabilin, 21 sníkjudýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 feðrungar, 8 legum, 9 uggir, 10 ufs, 11 tírur, 13 týnir, 15 fjöld, 18 galli, 21 urr, 22 flóin, 23 urðar, 24 hag- anlegt. Lóðrétt: 2 elgur, 3 rómur, 4 naust, 5 angan, 6 glit, 7 grár, 12 ull, 14 ýta, 15 fífl, 16 ölóða, 17 dunda, 18 grufl, 19 liðug, 20 iðra. K r o s s g á t a Hver þekkir gátuna? KANNAST einhver við gátu sem byrjar svona: Fór ég að finna frændur mína/ sunnudaginn í sultar- dyrum/ hitti þá heila á hest- fæti o.s.frv. Þeir sem kannast við þetta og gætu liðsinnt okk- ur eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Þóru eða Hauk í síma 862 0031. Þakkir KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri eftirfar- andi: Ég vil þakka Einari Eyj- ólfssyni, fríkirkjupresti í Hafnarfirði, og sr. Erni Bárði Jónssyni, presti í Neskirkju, fyrir að vekja athygli á málflutningi sjón- varpsstöðvarinnar Omega um ástandið í Miðaustur- löndum. Omega menn af- saka sig með einhliða og röngum fréttaflutningi ís- lenskra fjölmiðla. Þrjár er- lendar, virtar fréttasjón- varpsstöðvar flytja allan sólarhringinn sömu fréttir og íslensku stöðvarnar af ástandinu í Miðausturlönd- um. Því er afsökun Omega runnin á haf út. Bókstafs- trúarmenn segjast þeir vera en þeir eiga að vita að við lifum ekki á dögum Abrahams heldur á 21. öld- inni. Íslendingar kveðja ekki með orðinu shalom heldur verið þið sæl. Víkingaskipið verði þjóðareign ÞAÐ virðast vera einhver áhöld um það að víkinga- skipið fræga verði selt úr landi. Þjóðmenning okkar og landkynning leyfir ekki að það megi verða. Því verða stjórnvöld eða ein- hverjir aðilar í landinu að sjá svo um að víkingaskipið verði þjóðareign. Íslendingur. Góð ræða sem á erindi til allra ÉG hlustaði á útvarps- messu frá Neskirkju sunnudaginn 14. apríl sl. Presturinn, sr. Örn Bárður Jónsson, flutti mjög góða prédikun sem ég tel eiga erindi til sem flestra. Þess vegna fer ég vinsamlega fram á það við sr. Örn að hann birti ræðu sína opin- berlega. Guðlaug S. Karvelsdóttir. Tímarit alltof dýr ÉG vil koma á framfæri skoðun minni á verðlagi á tímaritum hér á landi. Tímarit eins og Cosmopo- litan og Elle eru alltof dýr, jafnvel 5 sinnum dýrari en í Bretlandi og Bandaríkjun- um. Hvernig stendur á þessu verðlagi? Að eitt tímarit skuli kosta jafnvel 1.100 kr. Hver hefur efni á þessu eða tímir að kaupa þessi blöð. Fáir mundi ég halda. Finnst mér að lækka mætti verð á tímaritum hér á landi. Hildur Egilsd. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR, grænn með gulan haus, fannst í Lindarbergi í Hafnarfirði sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 565 0290 eða 569 4999. Páfagaukur týndist BLÁR og hvítur páfagauk- ur flaug út úr húsi í Húsa- hverfi í Grafarvogi um kl. átta að kvöldi 15. apríl. Vin- samlegast látið vita ef þið hafið séð hann. Símar 892 3061, 696 0049 eða 567 5518. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ekkert alltof hrif-inn af því sem oftast er kallað ruslpóstur en auglýsendur nefna markpóst. Á hinn bóginn veit Vík- verji að markpóstur er af sumum tal- inn gagnlegur miðill fyrir þá sem vilja kynna vörur sínar og koma til- boðum á framfæri við neytendur. Oftar en ekki hefur Víkverji nýtt sér slík tilboð og hefur því hingað til tek- ið á móti ruslpóstinum með jafnaðar- geði. Í liðinni viku fékk Víkverji á hinn bóginn markpóst sem olli hon- um svo mikilli gremju að hann ákvað að eiga engin viðskipti við viðkom- andi fyrirtæki. Atvik voru þau að Víkverji fékk senda tilkynningu þess efnis að þar sem hann hefði ekki ver- ið heima þegar póstburðarmaður hugðist afhenda honum pakka ætti hann böggul á næsta pósthúsi. Vík- verji treindi sér að ná í pakkann enda átti hann svo sem ekki von á neinu sérstöku í pósti. Þegar ítrekun barst var loks ákveðið að vitja pakkans en þar sem pósthúsið er ekki opnað fyrr en klukkan 12 á hádegi þurfti Vík- verji að aka úr vinnunni í pósthúsið og til baka, samtals 20 kílómetra leið í mikilli umferð. Víkverji varð því svolítið ergilegur þegar í ljós kom að í pakkinn var markpóstur frá ónefndu tryggingarfélagi hér í bæ. Þetta finnst Víkverja fyrir neðan allar hellur. Það er ekki nóg með að markpósti sé óumbeðið stungið inn í póstkassann heldur telur þetta fyr- irtæki rétt að senda Víkverja þveran og endilangan um bæinn til að ná í ruslpóstinn. Telur þetta fyrirtæki að slík aðferð sé vænleg til árangurs? Fyrirtækinu til varnar má kannski segja að ætlunin hafi verið að af- henda Víkverja póstinn á heimili hans en forsvarsmenn þess hljóta að gera sér grein fyrir því að viðtak- endur eru ekki alltaf heima þegar póstburðarmenn ber að garði. Vík- verji frábiður sér slíkar sendingar í framtíðinni. x x x UM PÁSKANA lagði Víkverjiásamt fleirum í ferðalag norður í land. Þar var ferðafélögunum boðið í kaffi á sveitabæ þar sem rausnar- legar veitingar voru bornar á borð að hætti stórbænda. Eins og við var að búast barst talið að stöðu sauðfjár- bænda en eins og lesendur Morgun- blaðsins vita hefur sauðfjárbændum fækkað mjög á síðustu árum. Bónd- inn benti á þá augljósu staðreynd að þó svo að bændum hefði fækkað hefði landið ekki minnkað og þar af leiðandi þyrftu færri bændur að smala stærra landsvæði. Ylli þetta eðlilega nokkrum vandræðum. Varð úr að ferðafélagi Víkverja lofaði bóndanum því að hann fengi liðsauka í göngurnar næsta haust og átti þá við sjálfan sig og ferðafélaga sína. Þetta líst Víkverja bara ágætlega á enda er beitarlandið sem þarf að smala rómað fyrir náttúrufegurð. Reyndar telur Víkverji að hér gæti verið komin ágætis tekjulind fyrir sauðfjárbændur. Á síðustu árum hef- ur útisvist orðið sífellt vinsælli og hestaferðir um hálendið seljast dýr- um dómum. Bændur gætu slegið tvær flugur í einu höggi, selt ferða- mönnum aðgang í göngur og réttir en jafnframt fengið aukamannskap í smalamennskuna. Væntanlega yrðu slíkar ferðir þó aðeins ætlaðar allra hraustustu mönnum enda skildist Víkverja á bóndanum fyrrnefnda að göngurnar þar væru hin mesta manndómsraun. ÉG vil þakka Bjarna Björnssyni fyrir mjög þarfa ábendingu í Vel- vakanda sunnudaginn 24. mars sl. Þar vakti hann athygli á þeirri hættu sem er því sam- fara að æ fleiri leið- sögumenn eru nú farnir að vinna sem bílstjórar samtímis því að segja farþegum sínum frá um- hverfinu. Athyglin skiptist ósjálfrátt milli aksturs og umhverfisins. Þetta hlýtur öllum að vera ljóst. Birni láðist hins vegar að geta þess að æ fleiri bílstjórar eru farnir að vinna sem leið- sögumenn. Sá munur er þó á að leiðsögumenn- irnir verða lögum sam- kvæmt að hafa aukin ökuréttindi ef þeir vinna samtímis sem bílstjórar, en bílstjórar þurfa ekki próf sem leiðsögumenn þótt þeir vinni sem „ökuleiðsögumenn“. Ýmsum stofnunum hefur verið bent á þá hættu sem þessu er sam- fara, s.s. Umferðarráði, Ferðamálaráði, Sam- tökum ferðaþjónust- unnar, samgönguráðu- neyti o.fl. Stundum heyrist að takmarka eigi fjölda farþega t.d. við 8, 12 eða 20. En ekk- ert gerist. Björn bendir réttilega á að handfrjáls búnaður skiptir ekki máli í þessu sambandi heldur hvar hugurinn er. Vonandi þarf ekki að verða alvarlegt slys til að yfirvöld bregðist við. Ég þakka Birni fyrir að þora að vekja athygli á þessari mjög svo hættulegu þróun. Ferðalangur. Bílstjóri – leiðsögumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.