Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIÐBORGIN Traustir leigusamningar Erum með í sölu þessar tvær glæsilegu húseignir (skrifstofuhúsnæði) í miðborginni. Um er að ræða 1543,9 fm í Pósthússtræti 5, sem er gamla pósthúsið. Á götuhæð og í kjallara leigir Íslandspóstur hf., en aðra hluta hússins leigir Reykjavíkurborg til langtíma. Einnig er um að ræða Pósthússtræti 3 (gamla lögreglustöðin) og er það hús allt í útleigu einnig til langs tíma til Reykjavíkurborgar, samtals 762,1 fm. Húsin eru í mjög góðu ástandi og er eignin að innan í 1. flokks ástandi og skiptist bæði í opin vinnurými, skrifstofur, fundarsali, kaffistofur o.fl. Lagnastokkar og góð lýsing. Um er að ræða eftirsóttar eignir. Góð staðsetning. Traustir leigutakar. Góð fjárfesting. Allar nánari upplýsingar veita Óskar og Sverrir. 1481 SKIPULAGSSTOFNUN hefur nú til umfjöllunar tillögu að matsáætlun sem Vegagerðin hefur lagt fram vegna ný- og endurlagningar Djúp- vegar í Súðavíkurhreppi. Um er að ræða 30,18 km vegarkafla frá Ísafirði, innsta firðinum í Ísafjarðardjúpi, yfir í vestanverðan Mjóafjörð. Gert er ráð fyrir að Mjóifjörður verði brúaður um Hrútey, sem er á miðjum firðinum sem myndi stytta vetrarleiðina um 28 km að sögn Gísla Eiríkssonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vestfjörðum. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er um 1.300 millj- ónir króna. Núverandi Djúpvegur liggur yfir Eyrarfjall, fjallgarðinn milli Ísafjarð- ar og Mjóafjarðar og er sá hluti leið- arinnar einungis fær að sumri til. Þessi vegur þykir krókóttur og bratt- ur og liggur um snjóþungan fjallveg. Vegagerðin leggur til að Djúpvegur liggi í framtíðinni út Ísafjörðinn vest- anverðan, um Reykjarfjörð og Vatns- fjörð, yfir Vatnsfjarðarháls og yfir Mjóafjörð um Hrútey yfir í vestan- verðan Mjóafjörð. Gísli segir aðal- markmiðið að losna við fjallveginn, vegurinn verði mun öruggari á lág- lendi og ekki verði jafn kostnaðar- samt að halda veginum opnum. Núverandi Djúpvegur er 25,83 km en nýi vegurinn yrði 3,3 km lengri. Vegagerðin telur að yrði nýr vegur lagður yfir Eyrarfjall yrði hann tals- vert lengri en hann er í dag, þar sem nauðsynlegt væri að draga verulega úr langhalla. Verði vegurinn lagður þvert yfir Reykjarfjörð, sem er einn þeirra möguleika sem lagðir eru til, myndi leiðin styttast um 1,8 km. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2005 og að þeim gæti verið lokið 2008. Verkinu mun verða skipt í tvo til þrjá áfanga í útboði, en þeir hafa ekki verið skilgreindir. Útboð fyrsta áfanga gæti í fyrsta lagi orðið haustið 2004. Framkvæmdin er liður í að fram- fylgja samþykkt Alþingis frá júní 1998 á langtímaáætlun í vegagerð þar sem gert er ráð fyrir að uppbyggingu heilsársvegar milli Reykjavíkur og Skutulsfjarðar verði lokið innan 12 ára frá samþykkt áætlunarinnar. Vegagerðin leggur til að Mjóifjörður verði brúaður um Hrútey Styttir vetrar- leiðina um 28 km Ísafjarðardjúp kennurum og krökkunum frábært starf við undirbúning hátíðarinnar. Þá var tjaldið dregið frá leik- sviðinu. Hófst nú sýning á leik- þáttum sem og söng á sjómanna- ljóðum. Hver bekkur hafði sitt atriði og gerðust þeir veigameiri eftir því sem aldurinn færðist upp. Þó var það svo að leikgleðin og ánægjan yfir því sem var flutt var sjáanlegust hjá krökkunum úr yngstu bekkjunum. Rak hvert atriðið annað með leik og söng og birtust þar ýmsar hetjur sjómannsljóðanna: Jörundur hundadagakonungur, Gvendur á NÝLEGA héldu nemendur Grunn- skólans á Hellissandi árshátíð sína í Félagsheimilinu Röst. Skólastjór- inn, Hulda Skúladóttir, setti hátíð- ina. Bauð hún gesti velkomna og bað þá njóta þeirra skemmtiatriða sem nemendur hefðu fram að færa. Þetta árið tengdust skemmti- atriðin hjá nemendunum sjó- mennskunni, enda ekki óeðlilegt þar sem þau flest og kannski öll væru tengd þeim atvinnuvegi á einhvern hátt. Hulda þakkaði Eyrinni, Kokkur á kútter frá Sandi og hún Tóta hans, Stína stuð og margar fleiri. Lokaatriðið var svo leikþáttur um síðasta síðutog- arann,vinnu áhafnarinnar í netum og baráttu þeirra við ísinguna. Sviðsmyndin var skemmtileg og haganlega gerð og tók stutta stund milli atriða að breyta henni eftir þörfum. Allt tókst þetta sérstaklega vel. Krakkarnir fengu dúndrandi klapp frá yfirfullum sal í Röstinni bæði milli atriða og svo í lokin. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til ferðasjóðs nemenda skólans. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Sýndur var m.a. leikþáttur með söng um Jörund hundadagakonung. Skólahátíð á Hellissandi Hellissandur ÞAÐ var hress hópur unglinga sem tók þátt í Tónlistarhátíð sem haldin var á Hótel Framtíð á Djúpavogi nýverið. Þetta er í annað sinn sem slík hátíð er hald- in. Skólastjóri Tónlistarskólans, Svavar Sigurðsson, hafði sett saman hljómsveit með nemendum skólans og var dagskráin mjög fjölbreytt. M.a. flutti Steinar Smári Hilmarsson frumsamið rapplag við mikinn fögnuð áhorf- enda. Flest lögin voru erlend og frá ólíkum tímabilum. Tónlistarhátíðin var vel sótt og það var ekki annað að heyra en að fólki líkaði dagskráin vel. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Hópurinn sem tók þátt í Tónlistarhátíðinni. Rappað á tónlistarhátíð Djúpavogi FRAMFARAFÉLAG Fljótsdals- héraðs og Landsbanki Íslands veittu nýverið árlegar viðurkenningar til einstaklinga, sem þykja hafa skarað fram úr og sýnt frumkvæði að fram- förum. Að þessu sinni hlutu fjórir aðilar viðurkenningar: Hermann Eiríksson á Egilsstöðum, fyrir áratuga starf að skálabyggingum á vegum Ferða- félags Fljótsdalshéraðs og fleiri samtaka; Lilja Óladóttir, Jökuldal, fyrir lifandi fræðslu og kynningu á lifnaðarháttum liðins tíma í Sæ- nautaseli á Jökuldalsheiði; Gunn- hildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðinsson, Egilsstöðum, fyrir ræktun og kynningu á dansarfi Ís- lendinga og fyrir hlut þeirra í þjóð- dansafélaginu Fiðrildunum. Tilgangur viðurkenninganna er að beina sjónum að því sem vel er gert í samfélaginu og vekja athygli á þeim grettistökum sem einstaklingar geta lyft og stuðlað þannig með frum- kvæði sínu að almennum framförum. Morgunblaðið/Steinunn Þau hlutu viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs og Lands- bankans fyrir framsækni og dugnað. F.v. Hermann Eiríksson, Lilja Óla- dóttir, Þráinn Skarphéðinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir. Einstaklingar stuðla að framförum Egilsstaðir SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Huginn í uppsveitum Árnes- sýslu minntist 40 ára afmælis síns með veglegu samsæti að Hótel Flúðum miðvikudags- kvöldið fyrir páska. Slegið var á létta strengi í ræðum og ávörpum, m.a. frá alþingismönnunum Drífu Hjartardóttur, Kjartani Ólafssyni og Kristjáni Páls- syni. Steinþór Gestsson fyrver- andi alþingismaður var gerð- ur að heiðursfélaga og átta stofnendur sem voru á sam- komunni fengu fallegar rósir. Sendiherrahjónin Ingibjörg Rafnar og Þorsteinn Pálsson voru heiðursgestir kvöldsins. Listamenn fluttu söng og gamanmál og tekið var hraustlega undir í almennum söng. Þótti samkoman takast afar vel og skemmtu veislugestir, sem voru um 60, sér hið besta. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Steinþór Gestsson fv. al- þingismaður var gerður að heiðursfélaga og Þorsteinn Pálsson var heiðursgestur kvöldsins. Huginn fagnar 40 ára afmæli Flúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.