Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á UNDANFÖRN-
UM áratug hafa orðið
miklar breytingar á
stjórnun og rekstri fyr-
irtækja hér á landi,
einkum í fjármálum og
upplýsingatækni. Í
kjölfar þessara breyt-
inga hefur áhersla á
starfsmannamál aukist
mjög og nú er iðulega
talað um mannauðs-
stjórnun fremur en
starfsmannastjórnun.
Þetta hugtak, mann-
auðsstjórnun, gefur
einmitt til kynna að nýj-
ar vinnuaðferðir og
breytt hugarfar hafi
rutt sér til rúms. Margir stjórnendur
hafa á undanförnum árum tileinkað
sér nýjungar í fjármálastjórnun og
upplýsingatækni, sest á skólabekk,
lesið sér til og aflað sér á ýmsan máta
nýrrar þekkingar. Mannauðsstjórn-
unin er hins vegar ný námsgrein fyrir
stjórnendur og undanfarin misseri
hefur framboð náms og námskeiða á
þessu sviði aukist.
Hvað þýðir mannauðsstjórnun?
Hver er munurinn á henni og starfs-
mannastjórn? Hér á árum áður var
starfsmannamálum sinnt innan fjár-
máladeilda fyrirtækjanna. Þar var
haldið utan um ráðningar, útreikn-
inga og útborgun launa, mætingar,
orlof og veikindi. Allt eru þetta enn
góð og gegn verkefni. Aðalbreytingin
er sú að fjölmargt annað hefur bæst
við. Má þar nefna símenntun,
starfsþróun, þekkingarstjórnun,
jafnréttismál, samhæfingu vinnu- og
fjölskyldulífs, heilsueflingu, við-
horfskannanir, starfsmannasamtöl
o.fl. Málaflokkurinn er þannig orðinn
afar umfangsmikill. Í
mörgum fyrirtækjum
og stofnunum njóta
stjórnendur stuðnings
og ráðgjafar nútíma-
legs starfsmannasviðs
eða deildar þar sem
heildstæð þekking er til
staðar á öllum sviðum
nútímalegrar mann-
auðsstjórnunar. Önnur
fyrirtæki eru skemmra
á veg komin.
Mannauðsstjórnun
kallar á breytta og
aukna kunnáttu. Eink-
um er það tvennt sem
koma þarf til svo að fyr-
irtæki og stofnanir nái
góðum árangri í mannauðsmálum
sínum. Annars vegar þarf málaflokk-
urinn, þ.e. mannauðsmálin, að fá auk-
ið vægi innan fyrirtækja og stofnana.
Þetta er meðal annars gert með ráðn-
ingu sérmenntaðs fólks, sem gefið er
umboð til athafna og getur haft áhrif
á ákvarðanir um stjórnun fyrirtæk-
isins. Hins vegar þurfa stjórnendur
almennt að tileinka sér þessi nýju
fræði, hvort sem það gerist innan vé-
banda fyrirtækjanna eða hjá þeim að-
ilum sem bjóða upp á menntun á
þessu sviði. Þeir sem vilja nýta sér
aðferðir mannauðsstjórnunar til
hagsbóta fyrir sitt fyrirtæki ættu tví-
mælalaust að sækja sjálfir og/eða
hvetja starfsfólk sitt til að afla sér
menntunar í faginu.
Rannsóknir erlendis sýna að sterk
fylgni er á milli nútímalegrar mann-
auðsstjórnunar og ýmissa þeirra
þátta sem marka velgengni fyrir-
tækja, svo sem hárrar framleiðni,
góðrar afkomu, góðs gengis á hluta-
bréfamörkuðum, mikillar starfs-
ánægju, lítillar starfsmannaveltu,
lágra fjarvista og eftirsóknar eftir
störfum. Það er því talsverður ávinn-
ingur í því fólginn að leggja sig fram
við að tileinka sér bestu þekktu að-
ferðir til að varðveita og ávaxta þann
mannauð sem stjórnendum er falinn.
Mannauðsstjórnun er nauðsynleg öll-
um fyrirtækjum sem vilja ná árangri
í nútímarekstri en ekki skrautfjöður
til nota á tyllidögum.
Sá sem þessar línur ritar vekur at-
hygli á, að Háskólinn í Reykjavík hef-
ur nú ákveðið að efna til MBA náms
með áherslu á mannauðsstjórnun.
Það er fyllsta ástæða fyrir stjórnend-
ur að kynna sér þetta nám, og skoða
hvort þátttaka í því geti nýst viðkom-
andi fyrirtæki eða stofnun. Þeir sem
að náminu standa sýna mikinn metn-
að með því að bjóða upp á það besta
sem völ er á fyrir íslenska stjórnend-
ur í þessum efnum, en námið er með-
al annars styrkt með samstarfi við
virta erlenda kennara og með alþjóð-
legu rannsóknasamstarfi Háskólans í
Reykjavík á þessu sviði.
Mannauðsstjórnun –
nýr möguleiki
Friðrik
Sophusson
Stjórnun
Þeir sem að náminu
standa, segir Friðrik
Sophusson, sýna mikinn
metnað með því að bjóða
upp á það besta sem völ
er á fyrir íslenska stjórn-
endur í þessum efnum.
Höfundur er forstjóri
Landsvirkjunar.
GREIN þessi er rit-
uð í tilefni fréttar um
svokallaða sjúkdóm-
svæðingu ofvirkni sem
birtist í Fréttablaðinu 8.
apríl síðastliðinn og um-
ræðu sem spunnist hef-
ur í kjölfar hennar.
Fram kemur að varast
þurfi að búa til sjúk-
dóma úr minniháttar
hegðunarvandamálum
og að ástæða sé til að
læra af reynslu Banda-
ríkjamanna vegna
þessa. Sagt er að í
Bandaríkjunum séu 10–
12% drengja á aldrinum
6–14 ára á ritalini og að
full ástæða sé til að athuga langtíma-
áhrif ritalins á óhörðnuð börn.
Ég er ósammála mörgu því sem
fram kom í ofangreindri frétt. Með
hagsmuni ofvirkra barna í huga tel ég
mér því skylt að koma að öðrum sjón-
armiðum um málefnið.
Ofvirkni er sjúkdómur, ekki
minniháttar
hegðunarvandamál
Ég er sammála því að varast þurfi
að búa til sjúkdóma úr minniháttar
hegðunarvandamálum. Það á ekki að
spyrða saman minniháttar hegðunar-
vandamál og það að gefa ritalin við of-
virkni. Ofvirkni er ekki minni háttar
hegðunarvandamál, heldur alvarleg-
ur sjúkdómur sem er nákvæmlega
skilgreindur í þeim greiningarkerfum
sem notuð eru. Það er ekki hægt að
sjúkdómsvæða ofvirkni, hún er nú
þegar skilgreind sem sjúkdómur.
Ekki á að setja börn á lyf að
ástæðulausu og ekki á að ávísa ritalini
handa börnum þegar grunur er um
ofvirkni, án undangenginnar þverfag-
legrar greiningar. Ef verið er að ávísa
ritalini vegna minniháttar hegðunar-
vandamála er rétt að landlæknir láti
til sín taka vegna þess.
Fullyrðingin um að
10–12% drengja á aldr-
inum 6–14 ára í Banda-
ríkjunum séu á ritalini
er ekki alveg rétt og því
óvarlegt að alhæfa um
íslenskar aðstæður út
frá þeim eða gera því
skóna að við getum lært
af reynslu Bandaríkja-
manna án þess að til-
greina við hvaða fylki er
átt. Ástandið er svona á
einstaka afmörkuðum
svæðum eða fylkjum. Í
Bandaríkjunum sem
heild er ástandið svipað
og í Skandinavíu þar
sem undir helmingur ofvirkra barna
er á ritalini.
Framtíðarhorfur og
verkan ritalins
Það að lítið sé vitað um hvaða áhrif
lyfið hafi eftir 10–15 ár er misvísandi.
Enginn geðsjúkdómur sem hrjáir
börn hefur verið rannsakaður jafn-
mikið og ofvirkni. Lyfið hefur verið
gefið við ofvirkni í marga áratugi og
til eru þúsundir greina um lyfið.
Meira er vitað um verkan ritalins á
börn en allra annarra geðlyfja sem
gefin eru börnum. Yfir 90% þeirra
sem rannsakað hafa lyfjameðferð við
ofvirkni og skrifað greinar um hana
eru sammála lyfjameðferð í einhverri
mynd. Svo mikið er vitað um ritalin og
langtímaáhrif þess að færustu sér-
fræðingar á þessu sviði ráðleggja því
sem næst einróma að sá hluti
barnanna sem ekki losnar við ein-
kenni sín á fullorðinsárum haldi
áfram að taka lyfið þegar þau eru full-
orðin. Það væri ekki gert ef vitað væri
um skaðleg langtímaáhrif af lyfinu.
Ofvirkum börnum sem ekki fá ritalin
er hættara við því að leiðast út í afbrot
en þeim sem fá lyfið. Ofvirk börn sem
fá lyfið eru í minni hættu að verða
fíkniefnaneytendur. Námsárangur
ofvirkra barna batnar við ritalininn-
töku og árekstrum við börn og full-
orðna fækkar. Ofvirk börn sem hafa
bestar framtíðarhorfur eru þau börn
sem njóta uppeldisumhverfis sem er
lagað að þörfum þeirra samtímis
lyfjagjöf. Þeim vegnar betur en of-
virkum börnum sem einungis eru
með aðlagað uppeldisumhverfi.
Aðgát skal höfð við
ávísun ritalins
Ef nægilegt er að veita foreldrum
og kennurum barnsins fræðslu um
hvernig best sé að taka á hegðunar-
erfiðleikum barns ætti að láta þar við
sitja og þá er ástæðulaust að gefa
barninu lyf af nokkru tagi. Ritalin er
geðlyf og það er alvörumál að gefa
börnum slíkt að ástæðulausu. Lyfja-
gjöf er hinsvegar oft eðlilegur hluti af
skynsamlega samsettu meðferðartil-
boði sem kemur í kjölfar þverfaglegr-
ar greiningar. Einnig þarf að veita
foreldrum, aðstandendum og uppeld-
isstéttum viðeigandi fræðslu um sjúk-
dóminn og hvernig best er að bregð-
ast við.
Sérstaklega er varað við því að
ýmsir sértrúarsöfnuðir og einstak-
lingar sem ekki eru vandir að virð-
ingu sinni hafa tekið þetta mál upp á
arma sína og reynt með lygum, rang-
færslum og útúrsnúningi á rannsókn-
arniðurstöðum að sá vafa um ritalin
og verkan þess. Það ætti því að gæta
að uppruna greina sem lesnar eru um
efnið.
Sjúkdómsvæðing
ofvirkni?
Gylfi Jón
Gylfason
Ritalin
Meira er vitað um verk-
an ritalins á börn, segir
Gylfi Jón Gylfason, en
allra annarra geðlyfja
sem gefin eru börnum.
Höfundur er sálfræðingur og
deildarstjóri á Skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar.
HVERN hefði grun-
að fyrir 30 árum, þegar
hér var mótuð stefna
um öfluga heilsugæslu,
líkt og í flestum ná-
grannalöndum, að nú
ríkti skilningsleysi og
lítilsvirðing gagnvart
þessari sérgrein og
iðkendur hennar væru
á hröðum flótta? Heil-
brigðisráðherrar tala
einn af öðrum um gildi
heilsugæslunnar,
grunna og hornsteina,
en taka svo óðum til
hendi við að grafa und-
an henni. Allt frá tilvís-
unardeilunni frægu,
þegar mistókst að koma á umferð-
arstjórn í heilbrigðisþjónustu, hefur
varla verið tekin fagleg ákvörðun í
HTR sem ekki hefur grafið undan
heilsugæslunni og beint íbúum í sí-
vaxandi mæli til annarra sérfræð-
inga til að sinna alhliða fumheilsu-
gæslu. Ráp reykvískra íbúa með
sína ýmsu líkamsparta milli lækna
er séríslenskt fyrirbrigði og hreint
ekki ódýr leið til að sinna heilbrigði.
Tilvísanakerfi er löngu komið af
dagskrá en lögum hefur ekki verið
breytt samsvarandi svo dómarar
geta meinað heimilislæknum að taka
þátt í opinni heilsugæslu með starfs-
rétti á borð við aðra kollega, lokað
bara augum og þóst ekkert vita um
lífið í borginni, en vitnað í „mismun-
andi markaði“ á grundvelli laga um
tilvísanir, sem ekki eru lengur til.
Þannig eru lög misnotuð til að halda
heimislæknum á sínum bás. Barna-
læknisþjónusta er samt niðurgreidd
til að keppa við heimilislækna. Kvóti
var settur einungis á heimilislækna,
þegar spara skyldi rannsóknar-
kostnað og leiðin rudd til annarra
sérfræðinga í ný viðtöl og kvótalaus-
ar rannsóknir.
Títtrætt vottorðamál er enn um-
talsverð kjaraskerðing sem einungis
er beint að heilsugæslulæknum.
Samtökum atvinnuveganna var eitt-
hvað í nöp við vottorð. Töldu inn-
heimtuna vera umframgreiðslu í
heilbrigðisþjónustu og því ólöglega.
Alltaf er kátlegt, þegar markaðs-
hyggjumenn gerast sovéskari en gú-
lagið. Ekki er langt síðan kreddu-
menn kenningarinnar sporðrenndu
henni í heilu lagi til að koma á rík-
isstyrktum (-gefnum), lokuðum,
samkeppnissnauðum áætlunarbú-
skap í höndum auðklíku í sjávarút-
vegi. Nú vilja atvinnurekendur líka
undir ríkispilsið og fá þjónustu við
starfsmannahald sitt ókeypis í heil-
brigðisþjónustunni. HTR finnst fara
vel á því að nýta sérfræðinga sína
með 10 ára sérmenntun til að þjóna
framvegis duttlungum einhvers
staðar utan úr bæ um starfsmanna-
stefnu, fjarvistarreglur og heilbrigð-
isáherslu í rekstri fyrirtækja, eða
um upplýsingakröfur og hnýsni um
alls kyns umsækjendur o.s.frv. HTR
gerði sína eigin gjaldskrá. Verða þá
„umframgreiðslur“ löglegar við það
eitt að ríkið þjóðnýti lækna sína og
ræni þá afrakstri þessara hugverka
og stingi í eigin vasa?
Nú er tímakaup heimilislækna í
fjáröflun fyrir ríkið metið til 8–9 þús.
kr. Tímakaup þeirra skv. kjaranefnd
er um 18–1900 kr. Sá úrskurður var
sagður miðast við kaup óhelgaðra
sjúkrahúslækna, en þeir hafa heim-
ild til öflunar aukatekna utan við
sína aðalvinnu.
Formaður nefndarinnar segir að
hún hafi tekið tillit til vottorðatekna
heimilislækna. Þýði það að þessar
aukatekjur hafi verið reiknaðar inn í
fastakaup sáust þess engin merki.
Ekki var heldur kveðið á um að
gjaldtaka fyrir vottorð væri óheimil.
Þvert á móti var viðurkennt að starf-
ið fæli að hluta í sér verktöku. Ætlar
formaðurinn nú að halda því fram að
enginn í kjaranefnd hafi sl. 5 ár haft
af því fregnir að rukkað væri fyrir
vottorð og nú fyrst séu þar allir
svona undrandi og hneykslaðir? Ég
segi nú bara: Hvað á
þetta að þýða. Auka-
greiðslur fyrir vottorð
eiga sér áratuga sögu.
Nú er umgangur við
lög þannig að stundum
gildir lagabókstafurinn
einn út í alla króka en
þegar hentar er gripið
til bollalegginga um til-
ætlun laga, vitnað í um-
ræður á Alþingi og
komist að þeirri niður-
stöðu að þau þýði í
raun allt annað en þau
segja. Einhvern tím-
ann myndu lögmenn
telja hálfrar aldar hefð-
arfestu vega nokkuð
þungt. Ef hentar.
Lengst af greiddi TR læknum fyr-
ir öll vottorð vegna upplýsinga innan
tryggingakerfisins. Einn góðan veð-
urdag ákvað hún upp á sitt eindæmi,
eins og hennar er vandi, að hætta
því að mestu og brjóta á heimilis-
læknum gildandi samning. Birti
gjaldskrá fyrir þau vottorð, sem hún
var hætt að greiða, og læknar
skyldu framvegis beita gagnvart
sjúklingum. Taxti þessi var víst sí-
ung uppspretta kátínu og aðhláturs
meðal starfssystkina formanns
kjaranefndar. Ef ég fer nú í tugt-
húsið fyrir ólöglega innheimtu vott-
orðagjalda verður huggun harmi
gegn að hitta þar væntanlega fyrir
lögfræðing TR til að rifja upp gamla
daga þegar hann stakk upp á þessari
innheimtu.
Sumir segja að vottorðum lækna
svipi til margra annarra hjá opinber-
um stofnunum, s.s. útprentunar veð-
bókarvottorða, ellegar til þess er
lögmenn smíða með einum tölvu-
hnappi víðáttumikla lagalega lang-
hunda úr formálabókum („NN útbjó
skjalið“) og eru ódeigir að rukka fyr-
ir. Það er „yfirgripsmikil vanþekk-
ing“ og að álíta, að obbinn af lækn-
isvottorðum sé aðeins útfylling
nokkurra reita. Oftar en hitt þarf að
taka faglega og rökstudda afstöðu til
heilsuvanda eða slyss, útskýra hana
og verja; draga saman úr gögnum,
velja, setja í samhengi og hafna um
það, sem máli skal skipta. Flest eru
þau ígildi fjármuna, oft mikilla. Þau
eru lagaskjöl. Læknar þurfa ósjald-
an að standa fyrir máli sínu í rétt-
arsal. Skoðun sjúklings er oft nauð-
synleg. Oft snýst slíkt um að
skrásetja eitt og annað um alheil-
brigt fólk.
Mergurinn málsins er að oftast
hefur það ekkert með lækningar og
heilbrigðisþjónustu að gera að upp-
fylla sívaxandi kröfur um einkaupp-
lýsingar eftir hugdettum einhverra
aðila úti í bæ. Þetta furðulega vott-
orðauppistand snýst um slagkraft
heilsugæslunnar. Hún á að annast
um fólk af holdi og blóði en ekki
þjónka undir pappírsplögg og eyða
einum degi í viku við að eltast við
alls kyns uppákomur, m.a. fyrir ein-
hverja úti á hinum frjálsa markaði,
sem tíma ekki að ráða sér trúnaðar-
lækni, bregða sér í sovéthaminn,
væla utan í ríkisbáknið og hafa allt í
einu mikla samfélagskennd. Slíkt á
að vera aukageta eins og hingað til.
Allt tal um „hornstein heilbrigð-
iskerfisins“ (sem er orðinn eini
steinninn eftir á þeim slóðum),
heilsueflingu, forvarnir, heilbrigðis-
áróður, fræðslu o.s.frv. er innantóm-
ir dynkir ef viðhorf stjórnvalda og
skilningur á eðli heilsugæslu lagast
ekki.
Eru vottorð
heilsugæsla?
Ólafur
Mixa
Höfundur er heimilislæknir.
Heilsuþjónusta
Lög eru misnotuð,
segir Ólafur Mixa, til að
halda heimilislæknum á
sínum bás.