Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 67
DAGBÓK
MAKKER er ekki hittinn í
fyrsta skoti – spilar út spaða
gegn þremur gröndum þar
sem blindur státar af fjórum
efstu. En vörnin er rétt að
byrja. Þú ert í austur:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁKDG3
♥ Á
♦ G542
♣G103
Austur
♠ 765
♥ G65
♦ ÁD73
♣965
Vestur Norður Austur Suður
– 1 spaði Pass 1 grand *
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
* Krafa.
Útspil makkers er spaða-
tía, sem sagnhafi tekur, spil-
ar svo laufgosa og lætur
hann fara yfir á drottningu
vesturs. Nú grefur makker
sig undir feld, en þegar hann
sviptir honum loks af sér
liggur tígulnían á borðinu.
Lítið úr borði og þú átt leik-
inn.
Tígulnían lítur út eins og
hærra frá tvíspili, en þá á
sagnhafi K10. Frestum því
um stund að hugsa um tíg-
ullitinn og hugum að spilinu
í heild. Hvað á suður í laufi?
Þú horfir á níuna og það
bendir til þess að sagnhafi
eigi ÁK, en ekki aðeins ann-
að háspilið. Í hjarta á suður
væntanlega kóng eða
drottningu, því makker
hefði spilað hjarta frekar en
tígli með hjónin í litnum. Ef
þetta er allt saman rétt á
suður varla tígulkónginn og
þá er makker að „afblokk-
era“ með K9x.
Norður
♠ ÁKDG3
♥ Á
♦ G542
♣G103
Vestur Austur
♠ 1098 ♠ 765
♥ K832 ♥ G65
♦ K96 ♦ ÁD73
♣D74 ♣965
Suður
♠ 62
♥ D10974
♦ 108
♣ÁK82
Makker er snillingur! Þú
tekur á tígulás, spilar þrist-
inum á kónginn og færð tíg-
ulsexuna í gegnum gosann
þar sem þú liggur með D7 á
eftir.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur sterka réttlæt-
iskennd. Þú verð ekki aðeins
eigin hagsmuni heldur einn-
ig þeirra sem ekki eru eins
lánsamir. Árið verður ein-
staklega hagstætt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki taka mikilvægar fjár-
hagslegar ákvarðanir í dag.
Annars lætur þú langanir
þínar og væntingar hlaupa
með þig í gönur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki taka of mikið mark á
valdamiklu fólki í dag, annars
kann það að leiða þig afvega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Bíddu í einn eða tvo daga áð-
ur en þú breytir ferðaáætlun-
um eða áætlunum í tengslum
við nám eða útgáfustarfsemi.
Þú hugsar ekki skýrt í dag í
þessum efnum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki treysta um of á að fólk
efni loforð sín. Það er ekki
ólíklegt að það sem þú vonast
eftir bregðist þegar til kem-
ur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gættu þess að setja annað
fólk ekki á of háan stall. Eng-
inn getur uppfyllt þær miklu
væntingar sem þú gerir til
annarra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vertu varkár í vinnunni, ann-
ars gætir þú skaðast af mis-
skilningi. Þú kannt að flækj-
ast í mál sem þú vildir helst
vera laus við.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Í dag kannt þú að gera þér
óraunhæfar væntingar. Þráin
eftir að losna undan daglegu
amstri gæti brenglað raun-
veruleikaskyn þitt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki ræða erfið mál við fjöl-
skylduna í dag. Þú kannt að
vilja halda hlutum leyndum
eða sitja á upplýsingum til að
komast hjá uppgjöri.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Verið hrein og bein í sam-
skiptum í dag. Aðrir gætu
auðveldlega misskilið ykkur
svo það er vissara að hugsa
vel um það sem þið segið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hæfileikar þínir til dag-
drauma koma sér vel í dag og
þú skilar góðu og frjóu verki.
Þú sérð hluti ljóslifandi fyrir
þér því ímyndunarafl þitt er
óvenju mikið um þessar
mundir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú gerir þér glögga grein fyr-
ir tilfinningum annarra. Þú
hefur þörf fyrir að hlusta á
aðra og reyna að gera þeim
lífið auðveldara.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er ekki ólíklegt að ímynd-
unaraflið hlaupi með þig í
gönur í dag. Hin óraunsæja
hlið persónuleikans er það
sterk að þú vilt reyna að
bjarga heiminum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
AUGUN SVÖRTU
Þá í faðmi fæ eg þér að skýla,
Fegurst meyja, suðurs dætrum lík;
Þá þín dökkleit augun á mér hvíla
Eins og nóttin svört og draumarík –
Yndisskuggi, ástarstjörnu ljómi,
Uppheims blik og jarðneskt gleðibál,
Saman ofinn ljóss og dimmu drómi
Dýrðarhrifna fjötrar mína sál.
Steingrímur Thorsteinsson.
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 18.
apríl, er áttræður Arn-
mundur Óskar Þorbjörns-
son, netagerðarmeistari,
Vestmannaeyjum. Í tilefni
þess ætla Arnmundur og
fjölskylda hans að taka á
móti vinum og ættingjum
laugardaginn 20. apríl kl. 16
í Suðurhlíðarskóla, Reykja-
vík.
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 18.
apríl, er fimmtug Helga
Austmann Jóhannsdóttir,
sölufulltrúi, Hamrabergi
14, Reykjavík. Helga og
Gunnlaugur Heiðar Sigur-
geirsson, eiginmaður henn-
ar, dvelja á rómantískum
slóðum á afmælisdaginn.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6
4. Rf3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3
e6 7. Bxc4 Bb4 8. O-O
Rbd7 9. De2 Bg6 10. e4
O-O 11. Bd3 h6 12. h3 a6
13. Hd1 Hc8 14. Bf4 He8
15. e5 Rd5 16. Rxd5 cxd5
17. Bxg6 fxg6 18. Rh2 De7
19. Hd3 Hc4 20. b3 Hc6 21.
Rf1 Hec8 22. Had1 Df7 23.
Hf3 Hc2 24. Bd2
De8 25. Dd3 Bxd2
26. Hxd2 Hc1 27.
Kh2 Rf8 28. Rg3 g5
29. Re2 H1c7 30.
g3 Rg6 31. Hb2
Re7 32. Dd2 Dg6
33. Hc3 Hxc3 34.
Rxc3 g4 35. h4 Df5
36. Kg1 Df3 37.
Re2 Rf5 38. Hc2
Hf8 39. Dc3
Staðan kom upp
á Amber mótinu í
Monakó sem lauk
fyrir skömmu. Ev-
geny Bareev (2707)
hafði svart gegn Loek Van
Wely (2697). 39...Rxh4! 40.
Dxf3 40. gxh4 hefði einnig
leitt til ósigurs eftir
40...Dxf2+ 41. Kh1 Dxh4+
42. Kg1 Df2+ 43. Kh1 Hf3
o.s.frv. Í framhaldinu verð-
ur staða hvíts einnig óbæri-
leg. 40...Rxf3+ 41. Kf1 g5
42. a5 Kg7 43. b4 h5 44. b5
axb5 45. Hb2 Hf7 46. Hxb5
Kg6 47. Hb6 Kf5 48. Kg2
h4 49. gxh4 gxh4 50. Hb4
Hc7 51. Rg1 h3+ 52. Rxh3
Re1+ og hvítur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Með morgunkaffinu
Hvar tókst þú eiginlega
stýrimannsprófið?
Ég vissi það! Tungan
gat komið lengra út.
Hlauptu og náðu í hót-
elstjórann. Þessir hafa
verið að spila póker.
Mannlíf og saga fyrir vestan
Vestfirskur fróðleikur við allra hæfi. Fjöldi ljósmynda sem hvergi hafa birst áður.
Beiðni um áskrift
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan
sem kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Verð hvers heftis er 1.500 kr. burðargjaldsfrítt.
Nafn __________________________________
Heimili _________________________________
Póstnúmer og staður_________________________
Auk þess óska ég eftir að fá send eftirtalin hefti af þeim 10 sem út eru komin:
_______________________________________________________________
(Við veitum góðan magnafslátt!)
Sendist til: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 471 Þingeyri.
Tölvu-
bókhald
Markmiðið með þessu 96 kennslustunda námi er að þjálfa
nemendur fyrir víðtæk tölvubókhaldsstörf í atvinnulífinu.
Kennt er á “Navision Financials” með viðbótarlausnum
sem skiptast niður í eftirfarandi námsgreinar:
Nemendur sem sækja námið þurfa að hafa haldgóða
tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi.
Örfá sæti laus á kvöld- og helgarnámskeið
sem byrjar 20.apríl og lýkur 31. maí.
Upplýsingar og innritun: 544 4500 og á www.ntv.is
Grunnkerfi (6)
Fjárhagsbókhald og launakerfi (36)
Sölu- og viðskiptamannakerfi (24)
Birgða,- innkaupa- og tollakerfi (30)
Verklegar æfingar
(kennslustundir í sviga):
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s
Navision Financials