Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAM er komin skaðabótakrafa á hendur Seltjarnar- nesbæ vegna meintra brota á lögum um framkvæmd útboða. Krafan hljóðar upp á litlar 585 milljónir króna. Meirihluti bæj- arstórnar undir for- ystu Sjálfstæðis- flokksins hefur markvisst reynt að halda þessu máli leyndu, m.a. með því að bóka kröfuna í fundargerð bæjar- stjórnar, sem „erindi“ frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. vegna ÁHÁ- verktaka. Af vinnubrögðum meiri- hlutans sést að ekki stendur til að upplýsa bæjarbúa um skaðabóta- kröfuna, þrátt fyrir þá staðreynd að nái hún fram að ganga mun hún hafa gífurleg áhrif á framtíð Sel- tjarnarnesbæjar. Helmingur ársfjárlaga bæjarins Rétt er að setja fjárhæð kröfunn- ar í tölulegt samhengi við fjármál bæjarins. Seltjarnarnesbær hefur um einn milljarð í tekjur á ári. Af þeim fara um 500 milljónir í skóla- og fræðslumál, 400 milljónir í annan rekstur og þá er aðeins um 100 milljónir eftir til fjárfestinga. 585 milljóna króna skaðabótakrafa samsvarar því ríflega helmingi fjár- lagaramma bæjarins. Skaðabóta- krafa upp á 6 milljónir er áhyggju- efni, 60 milljónir er verulegt vanda- mál, og það er varla hægt að hugsa þá hugsun til enda hverj- ar afleiðingar tæplega 600 milljóna króna kröfu verða. Fjárhæðin sem um ræðir er hærri en sú sem varið er til fræðslumála á ári. Það er því ljóst að fram- komin krafa setur rekstrargrundvöll bæjarfélagsins í veru- lega hættu nái hún fram að ganga. Lög um útboð brotin? Skaðabótakrafan er fram komin vegna meintra ólögmætra vinnu- bragða við útboð á Hrólfskálamel. Brot á lögum um framkvæmd út- boða leiðir til bótaábyrgðar. Sé út- boð lýst ógilt skal miða bótafjárhæð við kostnað við undirbúning og þátttöku í útboðinu. Slíkar fjárhæð- ir nema oft mörgum milljónum króna. Það gefur þó augaleið að 585 millj. króna skaðabótakrafa byggist ekki á því einu að ekki hafi verið staðið rétt að framkvæmd útboðs- ins. Markmið laganna um fram- kvæmd útboða er að skapa jafnræði milli aðila og að tryggja að hug- myndir tilboðsgjafa séu ekki með ólögmætum hætti nýttar af öðrum. Fagleg vinnubrögð vantar. Meirihlutinn þarf hvíld! Meirihlutinn hefur löngum haldið því fram að Seltjarnarnesbær sé best rekna sveitarfélag landsins. Er þessi fullyrðing rétt? Rekstur sveit- arfélaga er orðinn flókinn, skyldur sveitarfélaga hafa aukist mjög und- anfarin ár með nýjum verkefnum og lagalegur rammi orðinn mun yf- irgripsmeiri og flóknari. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að taka ákvarðanir, sem binda sveitarfélag- ið og verða þær eðlilega að byggj- ast á þeim lagaramma sem um þær gilda. Séu fagleg vinnubrögð ekki í hávegum höfð kunna afleiðingar að verða mjög íþyngjandi fyrir bæj- arfélagið. Sjálfsgagnrýni meirihlut- ans eftir 40 ára valdatíð er engin og sú staðreynd hefur leitt af sér vinnubrögð sem kunna að kosta bæjarfélagið himinháar skaðabóta- kröfur. Við Seltirningar hljótum að vona að svo fari ekki, en ljóst má þó vera að mjög klaufalega hefur verið haldið á málum hér og málum bæj- arfélagsins stefnt í mikla tvísýnu hjá meirihlutanum, sem nú virðist óneitanlega þurfa á hvíld að halda. Andspænis 585 millj- óna skaðabótakröfu Guðrún Helga Brynleifsdóttir Höfundur skipar 1. sæti Neslistans á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Seltjarnarnes Framkomin skaðabóta- krafa, segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, setur rekstrargrundvöll Seltjarnarnesbæjar í verulega hættu. SÍÐASTLIÐIÐ haust birti undirritaður blaðagrein undir þess- ari sömu fyrirsögn en beltið og axlaböndin vísa annars vegar í verðtryggingu fjár- magns og hins vegar í breytilega vexti. Það er ekki á hverjum degi að Valgerður Sverrisdóttir bankamálaráðherra tekur undir með undir- rituðum um vaxtakjörin á Íslandi en þó gerðust þau undur og stórmerki við umræður á Alþingi fyrir fáeinum dögum og í viðtölum í kjölfarið að ráðherra lét svo lítið að gera einmitt þetta. Hún kvaðst myndu beina því til Seðlabankans að taka fyrir tvítrygg- ingu fjármagnsins að þessu leyti. Ekki útlistaði ráðherrann afstöðu sína ítarlega en af þessu tilefni er ástæða til að efna til frekari umræðu um mikilvægi þess að sporna gegn vaxtaokri og setja skorður við valdi lánastofnana. Vaxtabyrði mikilvægari en verðtrygging Um langt árabil hefur farið fram umræða um verðtryggingu fjár- magns og telja ýmsir það vera allra meina bót að afnema verðtrygg- inguna. Fyrir þessu hef ég aldrei haft sannfæringu. Það sem öllu máli skipt- ir er hverja raunvexti lánin bera. Hvernig raunvextirnir eru saman- settir skiptir hins vegar minna máli, hvort það eru háir nafnvextir á óverð- tryggðum lánum eða lágir nafnvextir á verðtryggðum lánum gildir einu þegar að skuldadögum kemur. Það sem þá skiptir máli er hvað lántak- andinn þarf að greiða, hver vaxta- byrði hans er. Og staðreyndin er sú, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að lánin sem bera hæstu raunvextina eru þegar á heildina er litið án verðtryggingar. Ef við lítum á vaxta- kjör láns til 6 ára með sjálfskuldarábyrgð eins og þau eru nú kemur í ljós að þeir eru um 17,30% á óverðtryggðu láni en um 12,25% á verðtryggðu láni. Miðað við 5% verðbólgu eru raunvextir verðtryggða og óverðtryggða láns- ins þeir sömu. Gangi hins vegar verðbólgu- spá Seðlabanka Íslands eftir um 3% verðbólgu innan ársins þá eru raunvextir óverð- tryggða lánsins allt að 2% hærri og væri eins konar þóknun lánveitanda fyrir að taka á sig verðlagsáhættuna. Þetta þýðir að fyrir þá sem vilja beita sér gegn háum fjármagnskostnaði á slagurinn ekki að snúast um verð- trygginguna sem slíka heldur á að beina kröftunum að því að létta klyfj- ar okurlánastefnunnar með öðrum hætti. Engum á að þurfa að koma á óvart að lán sem bera verðtryggingu skuli bera lægri vexti en hin sem enga slíka tryggingu hafa. Lánveitandinn getur lifað í þeirri vissu að lánið rýrn- ar ekki þrátt fyrir verðbólgu og getur hann af þeim sökum leyft sér að bjóða lægri vexti. Í þeim ríkjum þar sem verðtrygging er ekki við lýði tryggja lánveitendur sig með breytilegum vöxtum. Ef verðbólga eykst hefur lánveitandinn heimild til þess að hækka vextina. Ef hins vegar dregur úr verðbólgu eru vextirnir lækkaðir. Ráðherra seint á ferli Þetta nægir íslenskum fjármagns- eigendum ekki. Þeir vilja geta haldið uppi um sig buxunum bæði með belti og axlaböndum. Þeir heimta verð- tryggingu auk breytilegra vaxta. Verðtryggingin þýðir eins og áður segir að eign fjármagnseigandans rýrnar aldrei hver sem verðbólgan verður. Þá áhættu tekur lántakand- inn hins vegar á sínar herðar. En í of- análag heimtar lánveitandinn síðan breytilega vexti. Hann vill geta ákveðið einhliða og samkvæmt eigin geðþótta hve mikið hann skammtar sjálfum sér úr vasa lántakandans hverju sinni. Þetta er ósiðlegt. Á þetta hef ég áður bent og reynd- ar boðað lagafrumvarp sem kæmi til með að reisa við þessu skorður. Undir þessa hugsun hefur viðskiptaráð- herra nú tekið og er það fagnaðarefni. En því miður bregst ráðherrann við tveimur til þremur árum of seint þar sem vextir hafa farið hækkandi allan þann tíma. Það væri hins vegar óráð- legt að festa nafnvexti verðtryggðra lána á þessum tímapunkti þegar allt bendir til að þeir fari lækkandi. Reyndar tel ég eðlilegt að þær reglur sem settar yrðu um vaxtakjör væru á þann veg að nafnvexti verðtryggðs láns mætti ekki hækka á lánstíman- um, en lánveitanda yrði að vera heim- ilt að lækka þá ef því væri að skipta. Fjármagnseigendur með belti og axlabönd Ögmundur Jónasson Fjármál Það er ekki á hverjum degi, segir Ögmundur Jónasson, að bankamálaráðherra tekur undir með und- irrituðum um vaxta- kjörin á Íslandi. Höfundur er alþingismaður og form. BSRB. Í MORGUNBLAÐINU 28. febr- úar s.l. birtist ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Barnaníðingar í hjálparstarfi“. Lagt var út af nýleg- um fréttum frá Afríku þess efnis að hjálparstarfsmenn á vegum Samein- uðu þjóðanna hefðu nýtt aðstöðu sína til þess að misnota börn kynferðislega. Í ritstjórnargreininni segir m.a.: ,,Mannlegu eðli virð- ast engin takmörk sett. Það nær upp í efstu hæðir en þar sem lægst fer setur að manni hroll. Fréttir um að hjálparstarfs- menn í Vestur-Afríku- ríkjunum Gíneu, Líb- eríu og Sierra Leone hafi neytt börn til að hafa við sig kynferðis- leg mök og sagt að þau fengju ekki mat að öðrum kosti sýna hversu viðbjóðslegt framferði getur brotizt fram hjá mannfólkinu. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og samtökin Barnahjálp í Bretlandi hafa verið að rannsaka þetta mál og segja að 40 stofnanir og óháð samtök séu bendl- uð við víðtæka misnotkun barna. ... Nefnt er að tæplega 70 starfsmenn á vegum stofnananna séu viðriðnir málið.“ Já, illt er til að vita og ekki nema von að mönnum bregði við. Samein- uðu þjóðirnar og starfsmenn þeirra hafa ætíð verið upphafnir á einhvers konar stall í hugum manna sem ímynd hins góða, andstæða þess sem þeim er teflt fram gegn. Þegar svo þessir menn, fulltrúar Samein- uðu þjóðanna, falla af stalli eru það fréttir, miklar og hryggilegar frétt- ir. Ein er sú ,,hjálparstofnun“ sem illræmd er í Afríku af sömu glæpum og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru nú orðnir uppvísir að. Sú ,,hjálp- arstofnun“ er kaþólska kirkjan. Fjölmargir prestar, þjónar kaþ- ólsku kirkjunnar, hafa áratugum saman misnotað kynferðislega börn og unglinga af báðum kynjum vítt og breitt um hina svörtu heimsálfu. Af og til kemst upp um slík mál í hinum ýmsu löndum Afríku, en lítið sem ekkert er aðhafst. Málin eru þögguð niður og yfirstjórn kirkj- unnar flytur hlutaðeigandi prest í mesta lagi um set til annars safn- aðar. Málið er ,,leyst“ innan kaþ- ólsku kirkjunnar og lögregluyfir- völdum viðkomandi lands ekki blandað í málið, hvað þá heldur að það fái löglega dómsmeðferð. Ör- sjaldan er minnst á þessi mál í fjöl- miðlum á Vesturlöndum, þau eru ekki fréttnæm. Þetta hefur alltaf verið svona. Meðal presta kaþólsku kirkjunn- ar í öllum löndum er að finna barna- níðinga og kynvillinga. ,,Skírlífis“ er krafist af prestum kaþólsku kirkj- unnar og hef ég heyrt þá tilgátu að þar megi leita skýringar á því hversu margir kynvillingar veljast þar til prestsstarfa. Það sýnir sig svo einnig að oft fer saman kynvilla og ,,paedophilia“ eða kynferðisleg misnotkun barna. Oft virðist sem fjölmargir kaþólskir prestar telji altarisdrengi vera til þess að full- nægja kynferðislegum þörfum þeirra. Hin kynferðislega misnotkun fjöl- margra kaþólskra presta á börnum er alls ekki einskorðuð við Afríku. Á síðustu árum hafa fjölmörg slík til- vik komist í hámæli og orðið frétta- efni víða á Vesturlöndum. Hér í Kanada hafa fjölmargir kaþólskir prestar verið sóttir til saka á síðustu árum fyrir kynferðislega misnotkun barna, eink- um barna af indíána- og eskimóaættum. Eins og í Afríku reyndi kaþólska kirkjan lengi vel að ,,leysa“ málin innan kirkjunnar og halda lögmætum kan- adískum yfirvöldum frá málunum, en þar kom að það gekk ekki lengur. Síðan hafa margir kaþólskir prestar verið dæmdir frá æru og kalli og gert að greiða fórnarlömb- um sínum miskabætur. Bandaríska fréttatímaritið News- week fjallar hinn 25. febrúar s.l. ýt- arlega um kynvillta kaþólska presta og barnaníðinga í Bandaríkjunum. Í Boston einni hefur nýlega komist upp um 80 kaþólska presta sem mis- notað hafa börn kynferðislega. Erkibiskupsdæmið í Boston hefur fallist á að greiða til bráðabirgða, þar til málin verða útkljáð fyrir dómstólum, milli 20 og 30 milljónir dollara (2.000-3.000 milljónir króna) í bætur vegna kynferðislegrar mis- notkunar nærri 200 barna í sex sóknum á síðustu 30 árum. Kaþólskur prestur, John Geog- han, hefur nú verið sviptur embætti sínu og á yfir höfði sér 84 lögsóknir fyrir kynferðislega misnotkun barna. Þá eru ótalin 100 tilvik sem dómssátt hefur náðst um og erki- biskupsdæmið hefur greitt bætur fyrir að upphæð um 15 milljónir dollara (1.500 milljón krónur). Kaþ- ólsku kirkjunni var kunnugt um þessa iðju prestsins en það eina sem gert var í málum hans áratugum saman var að flytja hann milli sókna innan erkibiskupsdæmisins í Bost- on. En Boston er ekki einsdæmi í Bandaríkjunum. Samkvæmt News- week kemst því sem næst daglega upp um fleiri og fleiri kaþólska presta sem misnota börn um gjörv- öll Bandaríkin. Í Connecticut var fyrrum kaþólskur prestur, Charles Many, fundinn sekur af alríkisdóm- stóli í febrúar s.l. fyrir kynferðislega misnotkun altarisdrengs og gert að greiða 850 þúsund dollara (85 millj- ónir króna) í skaðabætur til fórn- arlambsins. Almenningsálitið í Bandaríkjun- um hefur loksins risið upp, fordæmt þetta framferði og krafist opinberra rannsókna. Erkibiskupsdæmin í Philadelphia, Los Angeles og St. Louis hafa loks séð sitt óvænna, tekið að reka brotlega presta og gefa yfirvöldum nöfn þeirra. Bisk- upsdæmið í Manchester, New Hampshire, gaf ákæruvaldinu upp nöfn 14 presta sem sakaðir voru um kynferðislega misnotkun á börnum og einn þeirra presta var enn í starfi. Það er hins vegar hætt við að ofangreind tilvik séu ekki nema toppurinn á ísjakanum og að synda- registur kaþólskra presta í Banda- ríkjunum verði orðið býsna langt áður en yfir lýkur. Þegar þjónar kaþólsku kirkjunn- ar, prestarnir, haga sér svona í einu háþróaðasta landi heims, Bandaríkj- unum, hvernig má þá ímynda sér að þeir hagi sér í hinni svörtu Afríku þar sem löggæsla er yfirleitt í mol- um og þeir þurfa ekki að óttast íhlutun yfirvalda? Hefur kaþólska kirkjan fallið af stalli eða hefur hún aldrei verið á neinum slíkum í aug- um heimsins? Illt er til að vita. Illt er til að vita Grétar H. Óskarsson Höfundur er fv. flugmálastjóri Namibíu, Montréal, Kanada. Ímynd Hefur kaþólska kirkjan fallið af stalli, spyr Grétar H. Óskarsson, eða hefur hún aldrei verið á neinum slíkum í augum heimsins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.