Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 39 inn hafi einfaldlega verið allt of skammur. „Þótt við hefðum haft 300 þotur af gerðinni F-15 á flugi yfir New York hefði okkur samt ekki tekist að af- stýra árásinni,“ sagði þessi viðmælandi, sem er háttsettur embættismaður. Af þessu má draga þá ályktun að huga þurfi hið minnsta að við- bragðstíma þess orrustuvélakosts, sem hér er nú að finna, vilji íslensk stjórnvöld leitast við að tryggja enn betur en áður íslenskar loftvarnir. Um mögulega ógn af hafi mætti hafa mörg orð. Í Bandaríkjunum er nú nokkuð rætt um þann möguleika að hryðjuverkamenn kunni að reyna að koma kjarnorkuvopnum fyrir í flutningaskip- um og síðan að sigla þeim inn í hafnir í Banda- ríkjunum og jafnvel víðar. Þessi hætta er tekin alvarlega vestra. Hvort unnt er að telja þennan möguleika hugsanlega ógn við öryggi Íslendinga skal ósagt látið. Athygli vekja á hinn bóginn þau ummæli utanríkisráðherra, sem vísað var til hér að ofan, þess efnis að hryðjuverkamenn geti hugsanlega freistað þess að taka heilt þjóðfélag í gíslingu. Ef möguleiki þessi er settur í samhengi við íslensk öryggismál (og þá t.a.m.rökstuddur með sögulegri tilvísun til Tyrkjaránsins og her- náms Breta) hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé þörf á að efla landvarnir á Íslandi, sem aftur gætu kallað á breytingu á samsetningu varnarliðsins hér og varðstöðu um hernaðarlega mikilvæga staði svo sem orkuver. Af samtölum við embættismenn í Bandaríkj- unum má ráða að menn þar fallist á þau fræði- legu rök að eftir 11. september megi líta á sér- hverja höfuðborg á Vesturlöndum sem hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna. Þetta sé á hinn bóginn einungis fræðileg nálgun en taki lítt til raunverulegra aðstæðna. Í samtölum við menn í Bandaríkjunum komu fram efasemdir um að Íslendingum stafi ógn af hryðjuverkamönn- um. Athyglisvert var á hinn bóginn að heyra það sjónarmið eins viðmælanda að ef til vill mætti líta svo á að vera bandarísk herliðs á Íslandi gæti jafnvel aukið hættuna á því að hryðjuverkamenn létu til skarar skríða hér á landi. Rifjuðust þá upp rök, sem notuð voru á dögum kalda stríðsins gegn því að varnarlið væri staðsett á Íslandi. Yfirstjórn varnarliðsins til Evrópu Í Bandaríkjunum er nú lögð ofuráhersla á svo- nefndar „heimavarnir“ eftir árás flugumanna sádi-arabíska hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens á New York og Washington 11. sept- ember. Þær breytingar, sem nú hafa verið ákveðnar á yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi, koma til sökum þessa nýja skipulags, sem Bandaríkjamenn telja nauðsynlegt til að efla varnir eigin lands og þjóð- ar. Þar ræðir m.a. um áætlanir um samruna og samvinnu herstjórna, sem ganga undir heitinu „Unified Command Plan“. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær, miðvikudag, að áætlun þessi hefði verið samþykkt og tekur hún gildi 1. október. Tilgang- urinn með þeirri breytingu er að efla varnir sjálfra Bandaríkjanna, gera þær skilvirkari og tryggja sem mesta samhæfingu og samvinnu með helstu burðarásum heraflans og borgara- legra öryggisstofnana. Þetta orsakar breytingar á yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra vék að þeim breyt- ingum, sem ný áform Bandaríkjamanna gætu haft fyrir varnir Íslands í ræðu, er hann flutti 27. febrúar síðastliðinn. Utanríkisráðherra sagði þá m.a: „Í kjölfar 11. september hefur þeirrar þró- unar orðið vart sem kann að hafa áhrif á stöðu Ís- lands, en það er sú stefna Bandaríkjastjórnar að leggja meiri áherslu en fyrr á svonefndar heima- varnir. Hugsanlegt er að tillögur sem nú eru uppi á borðum í Bandaríkjunum um nauðsynlegar breytingar heima fyrir gætu falið í sér að yf- irstjórn Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna færist til Evrópu frá Norfolk. Á þessu stigi er engan veginn ljóst hvaða áhrif þetta kann að hafa á herstjórnarkerfi NATO og stöðu Íslands. Við fylgjumst grannt með þessari þróun og tökum virkan þátt í stefnumótun þar um innan banda- lagsins.“ Ný herstjórn og svæðisskipting Hér gætir raunar ónákvæmni því ekki er um það að ræða að í ráði sé að flytja Atlantshafs- flotastjórn Bandaríkjanna, sem nú nefnist raun- ar Sameinuð herstjórn Bandaríkjanna eða „Joint Forces Command“ (JFC), til Evrópu, heldur að aðgerðastjórn á austanverðu Atlantshafi og þar með yfirstjórn aðgerða á Íslandi, Grænlandi og Azor-eyjum færist frá Norfolk í Bandaríkjunum til Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna í Stuttgart í Þýskalandi („U.S. European Command“). Þá er einnig verið að vísa til hugsanlegra áætl- ana um að flytja Atlantshafsherstjórn NATO (ACLANT) yfir til Evrópu. Yfirmaður hennar (sem á máli innvígðra nefnist SACLANT) er bandarískur herforingi, sem einnig stjórnar Sameinuðu herstjórninni (JFC). Yfirstjórn varn- arliðsins á Íslandi heyrir nú undir „Joint Forces Command“ sem fyrr sagði. Aðalhlutverk JFC er að annast samræmingu í þjálfun og búnaði og út- vega öðrum herstjórnum vígbúið lið úr öllum deildum hersins sem er þjálfað til samræmdra átaka („joint operations“ á enskri tungu) ásamt skipulagningu og stjórnun varna heimalandsins auk aðgerðastjórnarinnar á Atlantshafi. Styrkur þess að hafa sama bandaríska her- foringjann yfir báðum herstjórnunum (þ.e. ACLANT og JFC) hefur verið sá að viðkomandi getur sótt það sem þarf til NATO-aðgerða inn í bandaríska kerfið án þess að þurfa berjast um það við aðra bandaríska aðgerðarstjóra („Comm- anders in Chief“ eða „CINC’s“ á ensku). Breyt- ing á bandarísku hliðinni hefur því í för með sér grundvallarbreytingu, sem getur þýtt breytingu á herstjórnarfyrirkomulagi NATO. Bandaríkjamenn ráða því einir hvernig skipu- lagi herstjórnar þeirra sjálfra er háttað („Uni- fied Command Plan“). Breyting á ACLANT, þ.e. Atlantshafsflotastjórn NATO, verður á hinn bóg- inn ekki gerð nema með samþykki aðildarríkj- anna. Þeir, sem gerst til þekkja, telja þó hugs- anlegt að samkomulag geti orðið um að ACLANT verði óbreytt undir stjórn annars bandarísks herforingja, sem þá ætti allt sitt und- ir velvild yfirmanns hinnar sameinuðu herstjórn- ar Bandaríkjanna. Áætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, kveð- ur á um að Sameinuð herstjórn Bandaríkjanna (JFC) láti nýrri herstjórn heimavarna, Norður- herstjórninni, m.a. eftir varnir Bandaríkjanna, auk þess sem hún mun taka til Kanada, Mexíkó og hluta Karíbahafsins. Jafnframt mun Evrópu- herstjórnin í Stuttgart taka við hluta aðgerða- stjórnunar á Atlantshafi af JFC og tekur sá gjörningur sem fyrr segir til Íslands og Græn- lands auk Azor-eyja. JFC mun hins vegar ein- beita sér að því að útvega herforingjum um heim allan þann liðsafla og tækjabúnað sem aðgerða- stjórar („Commanders in Chief“) fara fram á og hafa umsjón með endurskipulagningu herafla Bandaríkjanna í ljósi gjörbreyttra aðstæðna. „Evrópskt samhengi“ Breyting sú, sem hér hefur verið leitast við að útskýra, felur í sér að varnarliðið á Íslandi færist undir bandarísku Evrópuherstjórnina í Stutt- gart. Það kemur til sökum þess að yfirstjórn varnarliðsins fellur nú undir JFC í Norfolk, sem nú eftirlætur Evrópuherstjórninni að uppfylla hluta verkefna sinna. Innan JFC hefur Ísland verið sem sérstök undirstjórneining, en þær eru alls þrjár. Nú mun það gerast að yfirstjórn varn- arliðsins á Íslandi verður ein fjölmargra undir- stjórna Evrópuherstjórnarinnar. Evrópuher- stjórnin mun hafa með höndum yfirstjórn alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu og mun einnig ná til meginhluta Afríku og Ísraels. Kaspíahafs- svæðið verður einnig fært undir þá stjórn. Við þennan tilflutning breytist sá strengur milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda, sem legið hefur um Atlantshafsherstjórn NATO (ACLANT) og Sameinuðu herstjórnina (JFC) í Norfolk í Bandaríkjunum. Breyting verður því á hefðbundnu samhengi íslenskra öryggis- og varnarmála við meginland Norður-Ameríku. Því má halda fram að sérstaða Íslands verði ekki sú sama og áður þótt tengslin gagnvart Bandaríkj- unum haldist vitanlega í gegnum Evrópuher- stjórnina. Ef til vill má orða það svo að rödd Ís- lands muni tæpast hljóma af sama þunga innan Evrópuherstjórnarinnar og innan JFC með þeim einföldu rökum að undirstjórnir hinnar fyrr- nefndu eru fjölmargar en hinnar síðarnefndu fá- ar. Alltjent er ljóst að boðleiðir verða aðrar og við nýtt fólk verður að eiga fyrir íslensk stjórnvöld. Í sögulegu tilliti er þessi breyting einnig at- hyglisverð fyrir þær sakir að á árum síðari heimsstyrjaldarinnar kom hingað til lands bandarískt herlið á grundvelli Monroe-kenning- arinnar svonefndu frá 1823 um bandarískt áhrifasvæði á vesturhveli jarðar. Í mjög einföld- uðu máli má því ef til vill halda því fram að Ísland hafi nú verið fært út fyrir þá markalínu og flutt yfir til Evrópu. Gera ber greinarmun á tilflutningi á yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi, sem nú hefur verið ákveðinn, og viðræðum um framkvæmd varnar- samningsins, sem m.a. snúast um þann viðbúnað hvað varðar tæki og mannafla, sem haldið er úti hér á landi. Þessi greinarmunur er nauðsynlegur hvað hið formlega ferli varðar þó svo að segja megi að tilflutningur yfirstjórnar varnarliðsins til Evrópu setji íslensk öryggismál í „evrópskt samhengi“ og vera kunni að það hið sama sam- hengi komi einnig til með að gilda um þann tækjakost, sem hér verður til reiðu verði á annað borð ákveðið að viðhalda honum. „Lágmarksviðbúnaður“ Þau bandarísku sjónarmið varðandi fyrir- komulag varna Íslands og hugsanlegan niður- skurð í Keflavíkurstöðinni, sem rakin hafa verið hér að ofan, eiga einkum við um menn í varnarmálaráðuneytinu. Þó verður þess vart að víðar í stjórnkerfinu telja sumir að „hættumat“ Íslendinga eigi við lítil rök að styðjast og að kyrr- staða hafi ríkt í íslenskum öryggis- og varnar- málum frá lokum kalda stríðsins. Fyrirkomulag varna hér á landi sé enn miðað við ógnina í austri og taki lítt mið af gjörbreyttum aðstæðum. „Engri ríkisstjórna Bandaríkjanna hefur tekist að komast að niðurstöðu um hvernig breytt ástand heimsmála hafi áhrif á stöðu Íslands á vettvangi öryggismála,“ sagði háttsettur banda- rískur embættismaður, sem rætt var við í Washington og vísaði þá til þeirra rúmu tíu ára, er liðin eru frá lokum kalda stríðsins. Hefð er fyrir þessum sjónarmiðum innan varnarmálaráðuneytisins. Einkum hefur yfir- stjórn flughersins í Bandaríkjunum haft auga- stað á orrustuþotum þeim, sem hingað eru flutt- ar frá Bandaríkjunum með reglulegu millibili samkvæmt sérstöku kerfi þar um og á þyrlu- björgunarsveitinni. Yfirstjórn flughersins í Bandaríkjunum („Air Combat Command“ með höfuðstöðvar í Langley í Virginíu) telur þennan búnað hér á landi vannýttan og segir þörf fyrir hann annars staðar. Ef til vill er hér við hæfi að fjalla stuttlega um þann viðbúnað, sem haldið er úti hér á landi og ís- lensk stjórnvöld flokka sem „lágmarksviðbún- að“. Auk kafbátarleitarvéla af gerðinni Orion P-3 er hér að finna orrustuþotur af gerðinni F-15, þyrlubjörgunarsveit, sem þeim fylgir, tvær elds- neytisbirgðavélar fyrir þoturnar og þyrlurnar, hollenska kafbátaleitarvél og eina P-3 Orion-vél, sem notuð er til flutninga. Samkomulag Íslendinga og Bandaríkjamanna kveður á um að hér skuli jafnan vera til taks fjór- ar orrustuþotur. Þessi fjöldi vekur nokkra furðu sérfróðra. Fjórar vélar gefa smæstu starfhæfu æfingareiningu, þ.e. tvær vélar gegn tveimur. Ef þær eru færri fá flugmennirnir ekki þá þjálfun, sem þeir verða stöðugt að stunda. Raunin hefur orðið sú að hér á landi hafa oftast verið til reiðu fimm eða sex herþotur til þess að hafa nægar vél- ar þannig að tveir geti ávallt æft gegn tveimur. Þyrlur þær, sem hér er að finna eru af gerðinni HH-60G Pave Hawk. Þær upplýsingar fengust í Bandaríkjunum að nú séu 64 slíkar þyrlur í dag- legri notkun („active duty“ á ensku) víða um heim. Af þeim eru fimm staðsettar á Íslandi en alls munu Bandaríkjamenn eiga 105 slíkar vélar. Þotur frá Evrópu? Í þessu viðfangi hefur, samkvæmt heimildum greinarhöfundar, þeirri tillögu verið komið á framfæri við Íslendinga að hugsanlega megi færa flugherinn hér á landi undir flugherinn í Evrópu, USAF Europe, sem þá myndi sjá um að útvega þotur til Íslands úr röðum sinna flug- sveita í stað þess að þær kæmu frá Air Combat Command (ACC) í Bandaríkjunum. Þar yrði einnig um að ræða þotur af gerðinni F-15, sem hefðu aðsetur á Íslandi. Með þessu móti mætti ef til vill friða ACC-stjórnina í Bandaríkjunum og koma til móts við kröfur Íslendinga um „trúverð- ugar varnir“ þótt í evrópsku samhengi væru ef svo má að orði komast. Engin niðurstaða liggur fyrir í þessu efni. Valdabarátta og ólík sjónarhorn Frá lokum kalda stríðsins hefur varnarmála- ráðuneytið í Bandaríkjunum orðið undir í þeirri valdabaráttu, sem fram hefur farið við utanrík- isráðuneytið varðandi varnir Íslands. Sérfróðir benda á að nú kunni staðan að vera önnur og vísa til mikilvægis hers og varnarmála í því „hnatt- ræna stríði gegn hryðjuverkaógninni“, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst yf- ir. Er þá m.a. horft til þess að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hafi mikinn skriðþunga inn- an ríkisstjórnar Bush. Rumsfeld hefur raunar beina reynslu af samskiptum við Íslendinga en hann var fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO í þorskastríðinu 1972 líkt og fram kemur í merkri bók dr. Vals Ingimundarsonar „Uppgjör við um- heiminn“. Þar var Rumsfeld fulltrúi stjórnar Richards Nixons forseta, sem Henry Kissinger sat í sem þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráð- herra. Kissinger lýsti í endurminningum sínum viðleitni Íslendinga til að nýta sér varnarstöðina og NATO-aðildina í þorskastríðinu gegn Bretum á þann veg að þar hefðu verið um að ræða „harð- stjórn hinna veiku“. Í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna nálgast menn öryggi og varnir Íslands út frá víðara sjón- arhorni en hinu herfræðilega. Þar ríkir skiln- ingur á hinum pólitísku og diplómatísku þáttum varnarsamstarfsins. Engu að síður varð þess þar vart að „hættumat“ íslenskra stjórnvalda sé talið kalla á frekari spurningar þótt því fari fjarri að því sé hafnað. Hefð er síðan fyrir því að þjóðaröryggisráðið („National Security Council“ á máli innfæddra) miðli málum þegar ráðuneytum utanríkis- og varnarmála tekst ekki að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Greinarhöfundur hefur traust- ar heimildir fyrir því að þjóðaröryggisráðið hafi þegar blandað sér í deiluna innan bandaríska stjórnkerfisins um fyrirkomulag varna Íslands. „Við munum ná landi“ Mun annað ár líða þar til gengið verður frá nýju samkomulagi um fyrirkomulag varnarsam- starfs Íslands og Bandaríkjanna? Viðmælendum í Washington bar saman um að slíkt mætti teljast harla ólíklegt. „Við vitum hvað gera þarf og ég bið menn að halda ró sinni, við munum ná landi,“ sagði einn viðmælandi en treysti sér ekki til að nefna tímamörk í því viðfangi. Annar nefndi að Bandaríkjamenn þyrftu að hraða undirbúnings- vinnu sinni til að unnt yrði á næstunni að leggja samkomulagsdrög fyrir íslensk stjórnvöld. Þótt Bandaríkjamönnum þyki þreifingar í þá átt litlu hafa skilað má telja ólíklegt að ár líði þar til gengið verður frá nýju samkomulagi en einhverj- ir mánuðir kunna að líða. arsamstarf ossgötum? varðandi framkvæmd varnarsamstarfs Íslands og Banda- ar hafa litlu skilað. Ásgeir Sverrisson ræddi í liðinni viku í Washington og freistaði þess að afla upplýsinga um þær erið settar í þessu viðfangi, og þann flutning á yfirstjórn til Evrópu, sem nú hefur verið ákveðinn. Reuters Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greinir frá breytingum á skipulagi her- stjórna Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Washington í gær. asv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.