Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjördís Bjart-marsdóttir fæddist á Sandi í Aðaldal 1. maí 1941. Hún lést á líknar- deild Landspítalans aðfaranótt laugar- dagsins 13. apríl. Foreldrar hennar voru Bjartmar Guð- mundsson, bóndi og alþingismaður á Sandi, f. 7.6. 1900, d. 17.1. 1982, og Hólmfríður Sigfús- dóttir frá Múla í sömu sveit, f. 25.7. 1911. Systkini Hjördísar eru: Guð- rún, f. 3.7. 1939, d. 13.9. 1988; Bryndís Halldóra, f. 17.4. 1944; Hólmfríður, f. 3.2. 1947; Guð- mundur, f. 6.10. 1949; Hlaðgerð- ur, f. 13.7. 1951; og Sigfús, f. 19.5. 1955. Hinn 25.12. 1965 giftist Hjör- dís eftirlifandi eiginmanni sín- um, Þórði Jónassyni vélfræðingi, f. 19.5. 1944. Börn Hjördísar og Þórðar eru: 1) Þórunn, f. 8.11. 1966, hennar sonur er Andri Þór Arnarson; 2) Hólmfríður, f. 8.11. 1966, maki hennar er Sigurjón Kjartansson, f. 20.9. 1968, þeirra synir eru Þórður Ingi, Kjartan Logi og Egill Gauti; 3) Jónas, f. 24.1. 1970, maki hans er Helga Gunnarsdóttir, f. 26.4. 1969; 4) Bjart- mar, f. 25.9. 1979. Hjördís tók lands- próf frá Héraðs- skólanum á Laug- um í Þingeyjarsýslu árið 1957 og próf frá húsmæðraskól- anum Ósk á Ísafirði 1959. Handavinnu- kennarapróf frá Kennaraskóla Ís- lands 1961 og vefn- aðarkennarapróf frá sama skóla 1963. Lærði jurta- litunarfræði hjá Matthildi Hall- dórsdóttur í Garði í Aðaldal. Kenndi við ýmsa skóla í Reykja- vík 1963–4, Húsmæðraskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu 1964–5. Kenndi við Húsmæðra- skólann á Hallormsstað 1971–3. Árin 1974–87 kenndi hún við Húsmæðraskólann á Akureyri auk Lundaskóla og vann á barnaheimilum. Hélt jurtalitun- arnámskeið í Reykjavík og víð- ar. Hún var handavinnuleiðbein- andi á Hrafnistu í Reykjavík árin 1988–1995 og síðan hjá Fé- lagsþjónustunni í Bólstaðarhlíð 43 í Reykjavík. Útför Hjördísar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Elsku mamma mín er dáin, sigruð af krabbameini. Þessi sterka, djúp- vitra og blíða mamma, sem hafði allt- af réttu svörin á reiðum höndum, stýrði hlutunum af einskærri mildi og var alltaf til staðar ef til hennar var leitað. Hún var alla tíð sú sem stapp- aði stálinu í mannskapinn ef eitthvað bjátaði á og í lokataflinu við dauðann hélt hún því áfram. Hún fyllti sálir allra þeirra sem heimsóttu hana und- ir það síðasta þeim mikla styrk og hlýju sem hún átti aflögu og efldi þannig mörg lítil, sorgmædd hjörtu, sem slegin voru yfir þessum nýju óvæntu fregnum, hjörtu vina og vandamanna sem mættir voru til að veita henni styrk. Krabbameinið hafði einnig bankað á dyrnar tíu árum áður og því var mamma ekki að glíma við sjúkdóminn í fyrsta skipti. Það sem var hins vegar einkennandi fyrir lífssýn hennar og persónuleika allan var það, að eftir seinni sjúkdómsgreininguna leit hún ekki á þessi síðustu tíu ár lífs síns sem gálgafrest, heldur sem bónus á lífið, aukagjöf að ofan. Bjartsýnismann- eskjan mamma í hnotskurn, sem til- kynnti mér kankvís að hennar hlut- verk hérna niðri væri líklega búið og væntanlega tæki annað við á nýjum stað. Mamma, sem sagði mér einnig að hún gæti dáið án eftirsjár því að hún væri sátt við líf sitt, uppeldishlut- verki hennar væri lokið, hún væri stolt af börnum sínum og sæi ekki eft- ir neinu. Á banabeði sínum kenndi hún mér að ég ætti að lifa lífinu lifandi og æðrulaus, hvergi betur meðtekið en í návist dauðans, og mun ég reyna að fylgja því eins vel og ég get. Elsku mamma. Ég get ekki á nokk- urn hátt gert 22 ára sambandi okkar og hinum stóra, sérstæða persónu- leika þínum skil í örfáum orðum á prenti. Það er hins vegar í lagi, því þú lifir í hjarta mér í milljónum orða og mynda sem ég á fyrir mig einan og get borið með mér hvert á land sem er. Þér heppnaðist að vera yndisleg móðir sem gafst mér besta veganesti sem ég gat hugsað mér á þeirri leið sem ég á eftir að ganga. Þótt kveðju- stund sé nú runnin upp trúi ég því að þú takir á móti mér að einhverjum tíma liðnum á góðum og friðsælum stað, þar sem þú flýgur núna um og vakir yfir okkur hinum sem eftir stöndum. Þinn sonur, Bjartmar. Nú er vor. Ég sit við borðstofu- gluggann heima og horfi út. Úti er sina á túninu að koma undan snjó. Þó sé ég fyrir mér hálfþurran flekk fyrir löngu og tvær ljóshærðar unglings- stúlkur, systur mínar, að snúa. Í glugganum er ferðaútvarp og Hauk- ur Morthens að syngja. Allt í einu hendir önnur stúlkan frá sér hrífunni og stekkur til hinnar. Haukur er far- inn að syngja rokk og stelpurnar dansa í flekknum. Ég sný mér við og það er komið haust. Í borðstofunni er lampaljós, á borðinu handsnúin saumavél og við þar sitja systur mín- ar, Guðrún og Hjördís, og eru að út- búa sig að heiman. Þær brosa til mín. Frammi í eldhúsi er mamma eitthvað að dunda því annað slagið kalla þær eftir aðstoð. Ég stend þarna full af öf- und og aðdáun því saumaskapur er galdur og tískuföt dásamleg. Og sem ég hugsa þetta er ég lögð af stað út í Tengur að taka upp net með Hjördísi því pabbi er slæmur í mjöðminni. Það er morgunsól, kríugarg og stelka- söngur. Við ýtum bátnum á flot. Hjördís tekur að sér að róa, en ég sit á þóftunni og horfi á fjallahringinn af- lagast við öldurnar á bátnum á speg- ilsléttu vatninu. En þegar ég hef dregið fyrsta netið lít ég á eldri syst- ur mína sem horfir að því er virðist skelfingu lostin á stóra spriklandi hrúgu af bleikju. Síðan segir hún vandræðalega: „Veistu það, Fía, ég get ekki drepið silung.“ Nei, Hjördís gat ekki drepið silung en var snillingur í handavinnu. Ég man þegar hún kom heim úr litunar- námi hjá Matthildi frænku í Garði, hvað ég dáðist að þessu bandi sem var litað úr jurtum og jafnvel keytu. Svo man ég þegar hún dreif sig til Ísafjarðar með strandferðaskipi til að komast í húsmæðraskólann sem hún vildi. Síðan fór hún í handavinnu- kennaranám og loks í vefnaðarkenn- aradeild Handíðaskólans. Það hafði án efa áhrif á námsval mitt. En nú ætla ég í minningarskrepp í Laugar á ball í íþróttahúsinu Þróttó. Ég er fimmtán ára og læðist með veggjum. Ég finn mér sæti á bekk upp við rimlana því allir eru að dansa og varla býður nokkur svona smá- stelpu í dans. En meðan ég sit þarna feimnisleg, gengur þá ekki Hjördís í salinn, smart og hress í hópi fólks úr Vaglaskógi, en sest þó hjá mér. En það stendur ekki lengi því óðara er einhver gæi búinn að bjóða henni í dans og þau vanga. Þetta var Þórður. Í jólaveislunni heima hjá honum og Dísu síðustu jól tók ég myndir. Á myndunum standa þau brosandi eins og alltaf í hópi barna, tengdabarna og barnabarna. Ég horfi á myndirnar og finnst þau ótrúlega lítið hafa breyst síðan ég var heimagangur hjá þeim í Grænugöt- unni á Akureyri, þar sem vel mátti borða af gólfunum, eftir því sem pabbi sagði, af því þau voru svo hrein. Svo man ég eftir kjallaranum í Reykjavík og tvíburunum Þórunni og Hólmfríði sem voru svo ólíkar að önn- ur vakti alltaf þegar hin svaf. Það var lítill friður til að borða kökuna sem var alltaf skilin eftir handa barnapí- unni. Loks sé ég fyrir mér húsið í Kringlumýrinni þar sem ég kom svo oft af því að þá stóð svo á að við Dísa vorum einar úr okkar fjölskyldu sem bjuggum fyrir norðan. Og ekki leidd- ist sonum mínum við að leika sér við þá Jónas og Bjartmar þegar þau komu til okkar á sumrin. Alpaþyrnirinn úr garðinum í Kringlumýrinni sem Dísa bað mig að geyma fer að koma upp hérna sunnan undir veggnum. Ég klippi hann á hverju hausti og bý til úr honum vönd. Sá vöndur missir aldrei litinn og mun framvegis minna mig á Dísu. Þegar ég kom á Landspítalann núna fyrir páska var ég búin að kvíða fyrir alla leið að norðan. En mér létti ótrúlega þegar ég kom. Þarna lá Hjördís falleg og róleg að sjá eins og alltaf. „Menn bregða bara við,“ sagði hún brosandi. Og ég gleymdi öllu sem ég ætlaði að segja. En það kom ekki að sök. Hún sá um umræðurnar og gerði mér ljósa stöðuna æðrulaus. Hún sagðist hafa átt gott líf. Við skröfuðum margt þessa daga en átt- um þó margt ósagt. „Við hittumst aft- ur einhvers staðar,“ sagði hún. Ekki veit ég hvar, hugsa ég núna, en all- tént í minninganna landi. Í minninganna landi er himinninn svo heiður, hæg er sunnangolan og liturinn er skær. Þangað liggur vegurinn alltaf beinn og breiður, þar búum við í fortíð, sem alltaf var í gær. Þar geng ég oft í huganum og hugsa stundum mikið ef hentar mér að flýja þá stund, er skugga á ber. Því hvenær sem ég vil get ég í sólskininu setið í sófanum með kaffi í stofunni hjá þér. (Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi.) Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi. Aðfaranótt 13. apríl sl. fékk Guð til sín nýjan engil þegar tengdamóðir mín, Hjördís Bjartmarsdóttir, kvaddi þennan heim. Því miður kynntist ég Hjördísi ekki fyrr en seint á hennar lífsleið en þessi fáu ár eru mér dýr- mæt í endurminningunni. Hún kom fyrir sem skynsöm og góð kona sem ekki fór mikið fyrir en á sinn hógværa hátt var hún mér oft góður vegvísir þegar á reyndi. Hún átti vanda til að segja margt í fáum orðum. Á þeim fáu vikum sem liðu milli þess að hún greindist með sitt ban- væna mein og þar til yfir lauk eyddi hún dýrmætum stundum með sinni nánustu fjölskyldu og það er lýsandi fyrir styrk hennar hvað hún bjó okk- ur vel undir það sem koma skyldi. Á þessum síðustu vikum talaði hún um að okkur væri ætlaður ákveðinn tími í þessu lífi og við vorum sammála um að tilviljanir væru kannski ekki alltaf tilviljanir. Hún notaði síðustu daga ævi sinnar í að tala opinskátt við sína nánustu og miðla af visku sinni. Fyrir það verðum við ávallt þakklát. Hún óttaðist ekki dauðann og var þakklát fyrir að geta talað við okkur öll „í botn“, eins og hún sagði, áður en hún kvaddi. Ég tel mig heppinn að hafa kynnst þessari merkilegu konu. Minning hennar lifir og hún vakir yfir okkur. Sigurjón Kjartansson. Þær eru áleitnar þessa dagana, minningar frá löngu glötuðum tíma, minningabrot frá bernsku og æsku norður við Skjálfanda. Sólskinsdagur. Ég stend sunnan við garð, pabbi við hlið mér, pallbíll í hlaði. Stóru systur mínar tvær, sem nú eru báðar horfnar, koma hlaup- andi ásamt mömmu út úr Gamla- Sandi, bjarthærðar og léttfættar með splunkunýjar berjafötur í höndum, önnur fatan blá, hin rauð. Mamma lyftir þeim upp á pall bílsins og ég horfi á eftir þeim suður veg á vit hins óþekkta, í berjamó upp í heiði. Skafrenningur. Ég, litla systir, á milli þeirra tveggja hlaupandi suður þennan sama veg leidd traustum hlýjum höndum og fullkomlega örugg þótt ég viti hvorki erindið né hvert ferðinni er heitið. Dísa, á leið sunnan úr Lind með mjólkurbrúsa í hendi, hallar eilítið undir flatt og sólin í gullnu hárinu eins og geislabaugur. Dísa í eldhúsinu að þvo upp, skúra gólf, baka, eða úti við snúru að hengja upp þvott. „Nei,“ sagðirðu mér löngu síðar og brostir út í annað. Þú hafðir ekkert sérstak- lega gaman af heimilisstörfum og þú hafðir heldur ekki verið sett í þessi verk en þér blöskraði að sjá mömmu vinna fram á allar nætur. Stóru systur mínar tvær að tjútta eða rokka á stofugólfinu við lög unga fólksins í útvarpinu og borðstofu- borðið komið út í horn. Báðar í svört- um gallabuxum, „rokkbuxum“, og skyrtum, sem hnýttar voru saman í mittinu. Eða að búa sig á ball við spegilinn á ganginum, stífuð „skjört“, hringskorin pils, hælaháir skór, krull- ur í ljósu hári svo fínar og fallegar að mér virtist næstum sem Grace Kelly og Marilyn Monroe hefðu stigið út úr leikaramyndunum sem þær söfnuðu. Svo skilur leiðir. Rúna og Dísa fara að heiman í ýmsar áttir til náms og sumarstarfa en koma heim í leyfum með spennandi hluti. Föt af nýjustu tísku, bækur og tímarit; angan frá framandi veröld. Oftast saman og í mínum huga óaðskiljanlegar. Svo verða þáttaskil í ævi okkar allra þeg- ar fjölskyldan flytur til Reykjavíkur, en þær tvær eru enn fyrirmyndin sem litla systur lítur upp til með að- dáun og virðingu og kannski líka ör- lítilli öfund. En tíminn líður og aldursmunur þurrkast út. Rúna verður Guðrún, Dísa verður Hjördís. Hjördís lýkur námi frá handavinnukennaraskólan- um og vefnaðarkennaradeild. Fer til starfa, trúlofar sig Þórði, þau gifta sig og brosa til mín á brúðkaupsmynd- inni svo ung og glæsileg. Þau koma sér upp heimili, fyrst á Akureyri, svo í Reykjavík, austur á Héraði, aftur á Akureyri og loks í Reykjavík. En hvar og hvernig sem Hjördís og Þórður bjuggu; í þröngri kjallara- íbúð, hálfbyggðu raðhúsi eða rúm- góðu einbýli, réð snyrtimennska og smekkvísi ávallt ríkjum, samheldni, hlýja og gestrisni. Fyrir austan og norðan stóð hús þeirra ávallt opið flökkukindum að sunnan. Borð hlaðið veitingum, uppbúin rúm eða flatsæng á gólfi, allt eftir aðstæðum. Ilmandi nýstrokinn rúmfatnaður og tími, hvernig sem á stóð, til að setjast nið- ur, spjalla, njóta stundarinnar og jafnvel taka lagið við undirleik Þórð- ar. Hjördís var dagfarsprúð kona og barst lítið á en föst fyrir ef þess þurfti. Hún var ekki aðeins iðjusöm og vandvirk húsmóðir og fær í sínu fagi heldur báru verk hennar list- rænu auga vitni. Hún var afbrags uppalandi, stóð alla tíð sem klettur á bak við og við hlið barna sinna og maka og tók á hverjum vanda með æðruleysi. Vandamál voru til að leysa og áföll til að takast á við og læra af en ekki fárast yfir, hvað þá kenna öðrum um. Eftir að þau Þórður fluttu til Reykjavíkur gerist Hjördís smátt og smátt eins konar sameiningartákn stórfjölskyldunnar og þrátt fyrir að eiga sjálf við heilsubrest að stríða stóð hún þéttast okkar allra systk- inanna við hlið móður okkar þegar hún missti heilsuna. Hjördís greindist fyrst með krabbamein fyrir tæpum tíu árum. „Þá bað ég um tvennt,“ sagði hún mér fyrir örfáum vikum, helsjúk: „Að fá tíma til að ljúka uppeldi barnanna minna eftir bestu getu og deyja með reisn.“ Hún fékk þann tíma. Hún taldi uppeldishlutverkið sitt helsta ævi- starf. Því lauk hún með glæsibrag og svo sannarlega dó hún með reisn. Varla er hægt að deyja með meiri reisn en vera veitandi í banalegunni. Hún fékk þrjár vikur til að kveðja og hún kvaddi okkur hvert af öðru, ótta- laus og sátt. „Ég hefði viljað fá lengri tíma,“ sagði hún, „en hafi mér aðeins verið ætluð þessi rúm sextíu ár verð ég að taka því. Tilgangurinn hlýtur að vera einhver þótt ég skilji hann ekki. Ekki trúi ég á tómar tilviljanir og ekki þýðir að deila við skaparann.“ Þessi orð stóru systur vil ég gera að mínum og þakka henni fyrir að auðvelda mér eins og hægt er að taka slíkum missi. Hafi hún kæra þökk fyrir samfylgdina. Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir. Haustið 1959 lágu leiðir okkar saman þegar við hófum nám í handa- vinnudeild Kennaraskólans. Í erli hversdagsins, skini og skúr- um lífsins, bundumst við vináttu- böndum sem styrktust gegnum árin. „Hvenær eigum við að hittast í kaffi?“ var vinsæl spurning. Þá hittumst við í notalegu umhverfi heima hjá ein- hverri okkar eða á kaffihúsi, ræddum vítt og breitt um lífið og tilveruna. Að deila gleði og sorg með vinum í gagnkvæmu trausti og einlægni er dýrmæt gjöf. Nú þegar Hjördís vin- kona okkar hefur kvatt þökkum við enn þessar samverustundir, þær lifa og ylja í minningunni. Að njóta sam- fylgdar Hjördísar Bjartmarsdóttur var okkur vinkonum hennar lífslán og styrkur. Á kveðjustund fylla þakk- læti og söknuður hugann. Hún var listrænn náttúruunnandi og einstaklega hagvirk. Jurtalitunin og myndvefnaðurinn bera þessum eiginleikum gleggst vitni. Hjördís var handavinnu- og vefnaðarkennari og nutu nemendur ríkulegra hæfileika hennar á þessum sviðum. Á skilnaðarstund minnumst við kærrar vinkonu með hlýhug og virð- ingu. Aðstandendum Hjördísar vott- um við dýpstu samúð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Herdís Heiðdal, Dómhildur Sigurðardóttir. Tvö um daga og nætur tvö í blíðu og stríðu tvö fyrir löngu orðin eitt Þá í vorblíðunni högg dauðakall lífið sjálft í sundur allt í sundur nema allt sem er í birtu og myrkri tvö í meðlæti og mótlæti tvö tvö saman sem eitt ávallt eitt. (Þorkell St. Ellertsson.) HJÖRDÍS BJARTMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.