Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Þorberg Bergsson sýnir tuttugu og fjögur málverk og sjö vatnslita- myndir í Listasafni ASÍ, við Freyjugötu. Það eru fimm ár síðan Vilhjálmur Þorberg sýndi síðast hér á landi. Nú fylgir hann eftir verkum sínum með tölvuverki í gryfju listasafnsins. Það er samstarfsverkefni hans, Baldurs sonar hans, sem er tölvufræðingur, og Inga Þórs, ungs tón- skálds sem finnur sér farveg í takt við him- intungl listmálarans. Ekki er hægt að tala um stökkbreytingar í myndlist Vilhjálms Þorbergs. Sem fyrr fjalla verk hans um óljós mörk lífrænnar smáver- aldar og alheimsins með öllum sínum plánetum, böðuðum ójarðnesku sólarljósi. Þótt eðliskjarn- inn í þessum sérstæða myndheimi sé býsna fút- úrískur og minni sumpart á nýlega útvarps- umfjöllun um Bjarna geimfara og lýsingar hans á útsýninu úr geimferjunni sem flutti hann á braut um jörðu virkar norrænn endurreisn- arblærinn sem hvílir yfir málverkum Vilhjálms Þorbergs jafngamall og áran kringum Krist þar sem hann svífur upp úr gröfinni í Issenheim- töflu meistara Grünewald í Colmar. Það er ómögulegt að höndla framtíðina í olíu- málverkum sem unnin eru með dæmigerðri chi- aroscuro- og sfumato-tækni. Útkoman vísar ætíð til þess tíma þegar viðkomandi tækni var tekin í notkun. Því hljóma málverk Vilhjálms Þorbergs rétt eins fútúrismi í þátíð – eða mætti ef til vill tala um myndræna þáskildagatíð? Þegar hann setti fram verk sín af þessum toga í fyrsta sinn hljómuðu myndir hans sem fullkomin andstæða alls þess sem módernískir málarar fengust við. En eftir upplausn hins formræna málverks og plúralismans sem fylgdi í kjölfarið virka málverk Vilhjálms ekki nærri eins framandi og þau gerðu í öndverðu. Póst- módernismi áttunda og níunda áratugarins hafa fært okkur hliðstæð dæmi þótt ekkert þeirra hljómi nákvæmlega eins og þessi sérkennilega kosmísku verk. Hins vegar fer það ekki milli mála að ákveð- inn skyldleiki er milli málverka Vilhjálms Þor- bergs og metafýsískra abstraktmynda Finns heitins Jónssonar frá þriðja áratugnum. Sama ljóðræna afstaðan gagnvart alheiminum virðist einkenna myndir beggja málara. Það er afstaða einfara, heimspekilega þenkjandi geimfara gagnvart himinhvolfinu sem birtist honum sem frumspekilegur óendanleiki. Og líkt og Finnur er Vilhjálmur Þorberg algjörlega sér á báti í myndrænum pælingum sínum. Sér á báti Verk á sýningu Vilhjálms Þorbergs Bergs- sonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 21. apríl. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. MÁLVERK VILHJÁLMUR ÞORBERG BERGSSON Halldór Björn Runólfsson LEIKRITIÐ Veislan varfyrst sýnt í Þýskalandi fyr-ir tveimur árum og hefursíðan verið sett upp í ýms- um útfærslum víða í Evrópu. Verkið er byggt á dönsku kvikmyndinni Festen eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov, en leikgerðin er unn- in út frá kvikmyndahandritinu af Bo Hansen. Verkið lýsir heljarmikilli veislu sem efnt er til á óðalssetri mið- aldra athafnamanns og fjölskyldu hans í tilefni af sextugsafmæli fjöl- skylduföðurins. Veislan fer af stað samkvæmt settum reglum, en brátt taka brestir í tilfinningalífi fjölskyld- unnar að gera vart við sig. Kvikmyndin vakti sem kunnugt er mikila athygli er hún var sýnd árið 1998 en hún er gerð samkvæmt að- ferðum dogma-reglunnar sem Lars Von Trier var einn upphafsmanna að. Þar er fylgt ströngum reglum sem margir vilja kalla sérviskulegar, en að baki þeim liggur m.a. sú hugmynd að sú list að segja sterka sögu og miðla veruleikanum náist ekki fram með ofuráherslu á gljáfægða áferð og fullkomna tæknivinnslu. Stefán er í fyrstu spurður að hvort leikgerð Veislunnar byggist að ein- hverju leyti á nálgunaraðferðum kvikmyndarinnar. „Nei, í raun ekki,“ segir Stefán. „Leikgerðin byggist fyrst og fremst á kvikmyndahandrit- inu eftir þá Vinterberg og Rukov, og í því sem slíku er ekkert að finna sem kallar á dogma-útfærslu. Það er bara ákveðin hrá aðferð sem kosið er að nota. Þannig hefur Bo Hansen, höf- undur leikgerðarinnar, í raun breytt sáralitlu og má því segja að unnið sé með handritið nær óbreytt. En eitt af því helsta sem kvikmyndin hefur til að bera er gífurlega sterk saga sem gefur leikurunum mikið tækifæri til túlkunar. Þannig er um að ræða efni- við sem hentar mjög vel til uppfærslu á sviði. Við tökumst því á við þetta handrit eins og hvert annað leikhandrit sem hægt er að útfæra á hundrað mis- munandi vegu. Og í okkar nálgunar- leið höfum við ekkert verið að láta myndina trufla okkur, helst höfum við bara reynt að gleyma henni. Við erum vitanlega að leika söguna af þessu fólki í sýningunni, en förum bara okkar leikhúsleið við það. Ég er að vona að sýningin geti lifað alveg sjálfstæðu líf sem leiksýning óháð kvikmyndinni,“ segir Stefán. – Og hvernig myndirðu lýsa þess- ari leikhúsleið sem farin er í Veisl- unni á Smíðaverkstæðinu? „Leikhúsið verður auðvitað að beita öðrum aðferðum en kvikmynd- in. Ef við nefnum túlkun leikara sem dæmi, þarf Hilmir Snær að fara allt aðra leið við túlkun elsta sonarins en danski leikarinn Ulrich Thomsen gerði á sinn frábæra hátt. Í kvik- myndinni er hann leikinn næstum „apathískur“ eða mjög sljór og til- þrifalaus. Þetta er hægt vegna þess að tökuvélin getur alltaf dregið fram nærmyndir af honum sem sýna hvað hann er að hugsa undir niðri. Það yrði hins vegar heldur daufleg leiksýning ef Hilmir Snær sæti bara aðgerðar- laus allt kvöldið. Persónan verður því mun tilfinningaríkari í leikritinu, og á það við um allar persónur sögunnar, þær eru ekki sama fólkið og í mynd- inni, heldur lifa alveg nýju lífi í gegn- um þá sviðsleikara sem þá túlka.“ – Sviðsmyndin í uppfærslunni er mjög athyglisverð. Svo virðist sem persónur og áhorfendur leikritsins renni næstum saman þar sem setið er við stórt veisluborð? „Já, í mörgum uppfærslum af leik- ritinu sem við höfum séð eða skoðað upptökur af, hefur verið farin sú leið að leika söguna á stóru sviði í hefð- bundinni fjarlægð frá áhorfendum. Okkur langaði hins vegar að skapa talsvert meiri nálægð við áhorfendur og þess vegna fórum við með verkið inn á Smíðaverkstæðið. Þannig er að- alleiksviðið stórt veisluborð, sem leik- ararnir sitja oft við og – hluti af áhorf- endum sem keypt hafa miða við „háborðið“ svokallað. Þessir gestir leggja til ákveðna nærveru í leiksýn- ingunni, og taka þátt í veisluhöldun- um og borðhaldinu, án þess að nokk- urs annars sé krafist af þeim. Tilfinningin fyrir því að áhorfendur séu staddir mitt í veislu og aðstæðum sem eiga sér stað hér og nú, meðal persóna af holdi og blóði, er líka und- irstrikuð með því að flestar persón- urnar eru á sviðinu allan tímann. Þannig eru áhorfendur í mjög mikilli nálægð við þá tilfinningaþrungnu at- burði sem þarna eru að eiga sér stað. Til að koma til móts við þá áhorf- endur í salnum sem sjá ef til vill að- eins bakið á einhverjum leikurum sem sitja við borðið höfum við síðan varpað kvikmyndatöku af völdum persónum, og vekur þessi aðferð kannski upp ákveðnar spurningar um ólíka möguleika leikhúss og kvik- myndar sem miðlunarforms því auð- vitað kallast þessir tveir miðlar alltaf á,“ segir Stefán að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldufaðirinn Helgi (Arnar Jónsson) ásamt eiginkonunni (Tinna Gunnlaugsdóttir) í Veislunni. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Elsti sonurinn tekur til máls við veisluborðið. EFTIR THOMAS VINTERBERG, MOGENS RUKOV OG BO HANSEN. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Erling- ur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Yapi Donatien Achou, Kjartan Guðjónsson, Stefán Jónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, María Pálsdóttir og Frið- rik Friðriksson. Þýðandi: Einar Kárason. Tónlist/píanóleikur: Jóhann G. Jóhannsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir og Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Leikmynd: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. VEISLAN Setið við sama borð Leikritið Veislan, sem byggt er á dönsku kvikmyndinni Festen, verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við leikstjórann, Stefán Baldursson, um Veisluna sem leikrit. heida@mbl.is EINS og undanfarin tvö ár verður haldið á Hofsósi námskeið í skapandi skrifum undir leiðsögn vestur-ís- lensku rithöfundanna Bills Holm og Davids Arnason. Fram að þessu hafa þátttakendur á námskeiðum þessum verið frá Norður-Ameríku en í ár er Íslendingum boðið að vera með. Helgast það m.a. af því að auk föstu kennaranna munu bæði bandarískt og íslenskt skáld leiðbeina, þeir Ro- bert Bly og Einar Már Guðmunds- son. Robert hefur í 40 ár verið álitinn eitt helsta ljóðskáld og bókmennta- þýðandi Bandaríkjanna. Meðal nýj- ustu verka hans eru þýðingar á verk- um Jacobsens og Transtromers en hann hefur einnig þýtt verk eftir Hamsun. Námskeiðið stendur frá 12. til 17. júní. Um skráningu og skipulag hér á landi sér Wincie Jóhannsdóttir, menningar- og fræðslustjóri Vestur- farasetursins á Hofsósi, vestur- @hofsos.is. Skapandi skrif á Hofsósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.