Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 51 ingum sínum. Það glaðnaði þó ætíð yfir honum þegar börn voru annars vegar, hvort sem það voru barna- börnin, barnabarnabörnin eða önnur börn enda hændust þau að honum. Oftar en ekki lumaði hann á ein- hverju góðu til að stinga upp í litla munna, sem geymt var uppi í skáp eða jafnvel í hólfi undir vörubílspall- inum. Síðustu mánuðir voru Hafsteini vafalaust erfiðir, meðan líf og heilsa fjaraði út, en allir lögðust á eitt við að hjúkra honum sem best. Ekki síst hún Sigga, hans góða kona, sem alla tíð stóð við hlið hans eins og klettur. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir allt sem Hafsteinn gerði fyrir mig og fjölskyldu mína og áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Hvíli hann í friði. Garðar. Mér finnst tilvalið að byrja á að minnast elsku afa með því að vitna í orðatiltækið „Margt smátt gerir eitt stórt“ því hann skildi það manna best. Litlir hlutir, eins og að borða sleikipinna og McDonalds með mér, þar sem við vorum á ferðalagi um Þýskaland ásamt ömmu og foreldr- um mínum, gerðu meira fyrir mig en orð fá lýst. Ég var unglingur þá og afi kunni að setja sig í mín spor. Hann var alltaf til staðar, bæði þegar vel gekk en einnig þegar eitthvað bjátaði á. Ég minnist þess þegar móðuramma mín dó, þá var ég 13 ára. Ég barðist hetjulega við tárin í jarðarförinni en að því kom að þau brutust út og þá stóð afi mér við hlið. Hann tók í hönd mína og leiddi mig út kirkjuna og að gröf hennar. Án þess að vera beðinn vissi hann hvað skyldi gera. Pabbi er sjómaður og þegar hann var í landi fór ég oft með honum nið- ur í skip. Ef skipið lá í Sundahöfninni þá kom það stundum fyrir að við hitt- um afa. Hann var nefnilega vörubíl- stjóri hjá Þrótti og keyrði m.a. út skipavarning. Þegar rólegt var í keyrslunni leyfði hann mér að koma með sér í sendiferðir. Það var æð- isleg tilfinning að sitja í stóra vöru- bílnum hans, hærra en allir hinir, og aka um götur Reykjavíkur. En þess- um ferðum fylgdi líka smáábyrgð, afi lét mig passa bílinn þegar hann fór út. Toppurinn við þær var þó þegar hann tók upp flotta álnestisboxið sitt og saman gæddum við okkur á klein- unum hennar ömmu. Á vörubílnum kom hann einnig ófáar ferðir vestur á Granda til að ná í okkur systkinin. Á leiðinni til baka í Gnoðarvoginn stoppaði hann alltaf í einhverri sjoppunni. Þar keypti hann poka af perubrjóstsykri, sem fældi burtu allar áhyggjur og læknaði sár. Sunnudagsmorgnarnir heima hjá afa og ömmu eru ógleymanlegir. Þá fékk ég að hoppa upp í til afa og borða með honum morgunmat. Ef ég loka augunum get ég enn heyrt sötr- ið í honum þegar hann fékk sér kaffi- sopa. Þetta var ekkert venjulegt sötur, heldur ljúft og vinalegt hljóð...svona „afahljóð“ og lyktin af honum var alltaf svo góð, hún bar keim af kaffi og var sæt og hlý. Oft fékk ég að leggja mig með afa í sófanum í stofunni. Þetta var gamall sófi, hvorki mjúkur né rúmgóður, en þrátt fyrir það fékk ég að vera hjá honum og lá oftar en ekki ofan á hon- um (var örugglega 15–20 kg). Þetta skipti mig öllu máli þá og gerir enn í dag. Ég er honum svo þakklát fyrir að bægja mér ekki í burtu, það gerði hann aldrei, ég man ekki eftir honum öðruvísi en með opinn faðminn. Öllum þessum minningum um afa og mörgum öðrum mun ég aldrei gleyma heldur leita í og nota í fram- tíðinni. Þær eiga eftir að minna mig á að vera þakklát fyrir það sem ég hef og gefa mér von þegar þess er þörf. Þær tilfinningar sem hann skildi eftir í hjarta mínu eru þakklæti, traust, viðurkenning, hlýja og ást. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þennan afa og engan annan, því hann var mér bestur. Ég gat alltaf treyst því að ég væri velkomin til hans og að þar væri ég örugg. Hann tók mér eins og ég var, einnig þegar ég var erfið. Alltaf hlýjaði hann mér á hönd- unum … líka þegar mér var ekki kalt … og þar með hlýjaði hann mér um hjartaræturnar og gaf mér þá ást sem var, er og verður mér alltaf kær. Takk, elsku afi. Eva Hrönn Hafsteinsdóttir. Elsku afi. Okkur langar að kveðja þig með þessu litla ljóði og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og alla hlýjuna sem þú veittir okkur, börnum okkar og mökum. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Elsku amma, þú hefur staðið eins og klettur við hlið afa, nú í veikindum hans sem og alltaf. Nú tekur við ákveðið tómarúm sem við vonum að okkur takist að fylla í sameiningu. Guð veri með þér. Hanna Valdís, Sigrún Eydís, Garðar Már og fjölskyldur. Elsku langafi, ég samdi þessa vísu til þín. Langafi var góður maður. Hann var alltaf glaður. Hann var svo blíðlyndur. Hann var svo hlýr í hjarta. Þín Erla Brá. Elsku afi. Nú ertu farinn eftir langa ævi og það verður skrýtið að geta ekki heimsótt þig framar. Alltaf var jafngott að koma til þín og ömmu inn í Glaðheima og amma búin að baka nóg af kökum og öðrum kræsingum. En það var nú samt mest gaman að fá að gista og hjá ykkur var alltaf besti maturinn. Þegar við vorum lítil og komum í heimsókn og þú varst ekki inni var alltaf hægt að finna þig úti í bílskúr og þar fengum við að búa okkur til flugvél, tálga spýtur eða bara fylgj- ast með því sem þú varst að gera. Þú kenndir okkur líka að tefla. Þau voru ófá skiptin sem við fórum undir sófa að ná í taflið og auðvitað leyfðir þú okkur alltaf að vinna. Einnig var alltaf jafngaman að fara með ykkur upp í kartöflugarð og þar hjálpuðust allir að við að stinga upp kartöflur og við krakkarnir vor- um dugleg við að borða rabarbarann og hjálpa ömmu að tína hann til að búa til graut og sultu og svo tókst þú upp gulrætur og rófur og gafst okk- ur krökkunum. Aðalsportið var nú samt nestisboxið hennar ömmu en í því voru alls konar kökur og annað góðgæti. Eftir að þú varst lagður inn á spít- alann í haust var skrýtið að koma inn í Glaðheima því að þar var enginn afi uppi í rúmi eða í stólnum sínum inni í stofu. Þá fórum við upp á spítala og heimsóttum þig og þér fannst alltaf jafngaman að sjá okkur. Síðast heimsóttum við og pabbi og litli Hörður Þór þig á spítalann á páska- dag. Þar áttirðu súkkulaði ofan í skúffu og Hörður var ekki lengi að þiggja mola og hann vildi endilega að „langi“ fengi sér líka og það gerðir þú. Síðast kom ég til þín eftir að þú kvaddir þennan heim og það ríkti svo mikill friður yfir þér í rúminu á með- an presturinn fór með minningar- bæn með okkur fjölskyldunni. En nú, elsku afi, þegar við kveðj- um þig í hinsta sinni geymum við í hjarta okkar minninguna um besta afa í heiminum. Guð geymi þig. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ömmu í sorg hennar. Anna Rósa, Hafsteinn Þór og Hinrik Þór. Elsku Bubba mín, þá er þessari hetjulegu baráttu þinni lokið og nú ert þú laus við jarðneskt áreiti sem að endingu tók þig frá okkur. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Það eru nú að verða tuttugu ár síðan við kynntumst, svo langt en alltof stutt því við ætluðum okkur svo margt í framtíðinni. Oft þegar erfitt var rifjuðum við upp skemmti- legar minningar til að gleðja okkur en nú verð ég að gera það ein en trúi því að þú sért með mér. Manstu fyrsta námskeiðið okkar? Það var svo gaman að við fórum aftur og síð- an varð ekki aftur snúið. Í gegnum árin var farið á mörg uppbyggileg námskeið en þegar við skráðum okkur í grasalækningar höfðu nú sumir á orði: Er þetta nú ekki einum of langt gengið? En auðvitað vorum við ekki stoppaðar, með grasapok- ana úr gömlu gardínunum hennar mömmu þinnar, „litlu pokana fyrir sjaldgæfu jurtirnar“ bröltum við brekkurnar og tíndum hinar ýmsu jurtir. Og þegar við fórum í útileg- urnar horfðum við á brekkurnar með öðru hugarfari, það mátti fá þar næringu. Jú, ferðalögin í sumarbú- staði og tjaldvagnaútilegur, þú varst alltaf tilbúin að fara hvert sem var. Einu sinni var ákveðin Akureyrar- ferð, en það rigndi svo mikið að ég dró úr, en þú sagðir: Við förum bara þangað sem rignir ekki. Ég lét til- leiðast og við enduðum í Ásbyrgi, en svona varst þú, reyndir alltaf að finna uppstyttu svo hægt væri að gleðjast. Þú varst alltaf svo samviskusöm eins og vinnufélagarnir þínir á skattstofunni geta borið vitni um og vil ég þakka þeim fyrir hvað Bubba fékk að koma og fara eftir hvað AÐALBJÖRG GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Guð-rún Guðmunds- dóttir fæddist í Vog- um 1. mars 1945. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir Guðmundar Jónssonar verkstjóra og vélstjóra í frysti- húsinu í Vogum, og konu hans Guðrúnar Sæmundsdóttur frá Minni-Vogum. Aðalbjörg kynnt- ist eftirlifandi eigin- manni sínum, Einari Bragasyni, 1963, og hófu þau búskap 1964. Þau giftust 4. október 1969. Þau eignuðust einn son 16. júlí 1964, Guðmund Hjört. Kona hans er Hanna Íris Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Útför Aðalbjargar verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. heilsan leyfði, því fólk fær ekki alls staðar að halda reisn sinni þang- að til yfir lýkur. Elsku Einar, Hjört- ur, Íris og börn, „gull- molarnir hennar ömmu“, ykkur sendum við Villi okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, einnig fjölskyldum sem stóðu henni nær. Elsku vinkona, ég hef þá trú að þegar ég ferðast um öll gallerí lífsins sért þú með mér. Hittumst seinna en ég kveð þig núna með söknuði. Margrét Emilsdóttir. Við fjölskyldan í Vogagerði 8 í Vogum kynntumst Aðalbjörgu, eða Bubbu eins og hún var alltaf kölluð, fyrir 26 árum. Við keyptum verslun í Vogum og fylgdu tveir starfskraft- ar með, Bubba var annar þeirra. Fyrri eigandi taldi kostinn góðan og átti það svo sannarlega eftir að koma í ljós. Á þessum tíma var ekið með pantanir á „Ströndina“, þ.e.a.s. fólk úr sveitinni hringdi í „búðina“ og pantaði vörur, sem Guðmundur síðan ók með til þeirra. Ég gleymi aldrei þegar Bubba leiðbeindi mér með pantanirnar í fyrsta sinn. Síminn hringdi, ég svar- aði: „Vogabær góðan dag.“ Á hinum endanum heyrðist karlmannsrödd sem bunaði út úr sér: „Það er mjólk, brauð, kjöt, smjör og rúgbrauð,“ lagði síðan á og ég stóð gapandi og stóreygð með símann í höndunum. Bubba stóð við hliðina á mér, hló sínum dillandi hlátri og sagði: „Þetta hefur verið hann Jói í Hlöðu- nesi,“ eins og ekkert væri eðlilegra. Annað tilvik, sem lifir í minning- unni, er þegar koma skyldi fyrir nýj- um vörum í búðarhillurnar, sem voru fullar fyrir. Bubba brosti þá bara sínu bjarta brosti og bjó til nýtt pláss, sem við hinar höfðum verið að vandræðast yfir. Í bæði þessi skipti og önnur dáðist ég að eftirtektarsemi hennar og röggsemi þá og allar götur síðan. Þann tíma, sem hún vann hjá okkur, lærðum við að meta dugnað hennar, samvisku- semi, hreinskiptni, glaðværð og æðruleysi. Þessi persónueinkenni áttu eftir að nýtast henni í gegnum erfiðleika hennar og veikindi, sem tóku hana í burtu á besta aldri. Þetta eru fátækleg og stutt minn- ingabrot en með þeim viljum við þakka Bubbu samfylgdina. Guð gefi Einari, Hirti og fjölskyldu hans svo og ástvinum öðrum styrk í sorginni. Guð blessi minninguna um hana Bubbu. Sigrún Ósk, Guðmundur og fjölskylda, Vogagerði. Norðurljósin lýsi þann stað hvar líf þitt er á sveimi. Rigning, sólskin sitt á hvað, í sundruðum manna heimi. Með hafsins úfna alda nið ég öldublóm þér sendi það beri heppni og hugarfrið og í hjarta þínu lendi. Háskafullur er heimurinn, hrekkjóttur við okkur menn. Eitt sinn varstu vinur minn. Vonandi ertu það enn. Í þúsund nátta nöprum blæ ég nafn þitt hvísla og vaki. Ég mánagripi góðu næ und gullnu stjörnuþaki. Mánans horn það liggur hér í hendi minni og bíður, ber tímans vott um vin í mér og von sem til þín líður. Háskafullur er heimurinn, hrekkjóttur við okkur menn. Eitt sinn varstu vinur minn. Ég vil að þú sért það enn. Þessu horni hendi ég í heimsins gljúpa myrkur. Það lýsi þér um lífsins veg sem lán og sálarstyrkur. Með þessu vil ég gjalda gjöf og góðmennskuna þína. Þó okkur skilji að heimsins höf þá hljótir þú óskina mína (Hörður Torfason) Hrönn og Eiður Örn. Það voru sorgartíðindi sem biðu okkar er við mættum til vinnu að morgni miðvikudagsins 10. apríl sl. Aðalbjörg Guðrún Guðmundsdóttir, starfsfélagi okkar og vinur til margra ára, hafði látist kvöldið áður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, langt um aldur fram, en hún hafði um alllangt skeið glímt við erfiðan sjúkdóm. Þegar litið er yfir farinn veg koma upp í hugann ljúfar minningar um skemmtilegan starfsfélaga, sem setti sterkan svip á umhverfi sitt með skopskyni sínu og glettni. Bubba, eins og hún var alltaf köll- uð í okkar hópi, hóf störf á Skatt- stofu Reykjanesumdæmis haustið 1990. Í fyrstu starfaði hún að mestu við ritvinnslu en eftir að tölvur fóru að koma á hvert borð breyttist starfsvettvangur hennar smám saman og hún tók að sér margvísleg verkefni er lutu að gagnaskráningu og öðrum undirbúningi við álagn- ingu. Bubba var góður starfsmaður sem vann verk sín af vandvirkni. Hún var einstaklega skemmtileg kona, hreinskiptin og orðheppin og kom skoðunum sínum á framfæri umbúðalaust. Hún var æðrulaus og fátt kom henni úr jafnvægi. Þessir mannkostir reyndust henni vel er hún barðist við erfiðan sjúkdóm. Aldrei heyrðist hún kvarta þó að ef- laust hafi hún oft verið meira þjáð en hún lét uppi. Kom nótt, kom ró, kom heilög hvíld í stað, kom Drottins hönd – kom friðarsól er brotið hefur blað við bjarta strönd. Kom heilög trú að hugga börnin sín, kom helga stund við hinstu sporin þín. (Ingólfur Þórarinsson.) Við vinnufélagar Bubbu þökkum góða samfylgd og óskum henni blessunar á nýjum vegum. Ástvin- um öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk.Elsku Birna frænka.Með okkar fátæklegu orðum viljum við þakka þér fyrir hlýhug þinn í gegnum árin. Það var alltaf svo gott að koma til þín ogþótt ferðirnar hafi ekki verið margar sitja þær ljóslif- andi í hjarta manns, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur. Þótt þú sæir mann kannski ekki vel með augunum þínum, sástu okkur alltaf með hjart- BIRNA GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR ✝ Birna GuðnýBjörnsdóttir fæddist 9. maí 1922 á Kirkjulandi í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Landakotsspít- ala þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn. Útför Birnu fór fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 15. mars sl. anu, það fann maður svo vel. Þú varst alltaf glæsileg kona og heim- ili ykkar Venna, jafn- fallegt og -hlýtt og þú sjálf. Ég veit að nú ertu komin til betri heima. Ég trúi því að nú sé Venni þér við hlið. Ég trúi því að nú sjáir þú allan heiminn. Elsku Binna, við kveðjum þig. Elsku frændfólk okkar. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í gegnum sorgina og söknuðinn. Guð geymi ykkur. Elsku amma. Missir þinn er líka mikill. Við biðjum Guð að styrkja þig og umvefja. Einhvern daginn verð- um við öll sömul saman á ný. Systurnar Erna Sigríður og Alda Jóhanna Ingadætur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.