Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í LIÐINNI viku var ár liðið frá því að bók- un um framkvæmd varnarsamnings Ís- lands og Bandaríkjanna rann út. Nefnd bókun var gerð 9. apríl 1996 og var til fimm ára. Nú er útlit fyrir að hreyfing komist á samningaviðræður stjórnvalda á Íslandi og í Bandaríkjunum um fyrirkomulag íslenskra varna í samræmi við tvíhliða samning ríkjanna frá árinu 1951. Af samtölum, sem greinarhöf- undur átti við ýmsa háttsetta embættismenn í Bandaríkjunum í liðinni viku, er ljóst að þreif- ingar hafa leitt í ljós að enn fer því fjarri að Ís- lendingar og Bandaríkjamenn hafi nálgast sam- komulag í þessu efni. Þá er þess að geta að greint var frá því í gær að ákveðið hefði verið að færa yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi frá Bandaríkj- unum yfir til Þýskalands. Taka ber fram að hefð er fyrir því að varn- armálaráðuneytið bandaríska, utanríkisráðu- neytið og þjóðaröryggisráðið tali ólíkri röddu þegar um er að ræða varnarsamvinnu Íslendinga og Bandaríkjamanna. Kemur það til af því að á þessum stöðum í stjórnkerfi Bandaríkjanna nálgast menn þetta viðfangsefni með ólíkum hætti og hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Hafa þarf þetta í huga þegar t.a.m. gerð er grein fyrir skoðunum, sem uppi eru innan varnarmálaráðu- neytisins, þar sem nokkur hefð hefur skapast fyrir því sjónarmiði að gerlegt sé að tryggja varnir og öryggi Íslands með öðrum hætti en nú er gert. Vert er að leggja á það áherslu að innan bandaríska stjórnkerfisins er engar þær raddir að finna, sem binda vilja enda á varnarsamstarf ríkjanna. Bandaríkjamenn taka varnarsamning- inn frá 1951 alvarlega og eru ákveðnir í að standa við þær skuldbindingar, sem hann kveður á um. „Íslendingar eru vinir okkar og traustir banda- menn og við ætlum okkur að leysa þetta mál,“ sagði háttsettur embættismaður, sem rætt var við í Washington. Íslendingar vilja óbreytt ástand „Þetta mál“ lýtur að sjálfri framkvæmd varn- arsamningsins og þeim viðbúnaði, sem talinn er nauðsynlegur til að tryggja öryggi og varnir Ís- lands. Formleg afstaða Bandaríkjamanna liggur ekki fyrir í því efni en þreifingar og óformlegar viðræður hafa leitt í ljós að Íslendingar leggjast gegn því að gerðar verði breytingar á þeim við- búnaði, sem viðhafður er í varnarstöðinni í Kefla- vík. Í Bandaríkjunum telja hins vegar ýmsir áhrifamiklir menn og hagsmunaaðilar innan stjórnkerfisins að tímabært sé að skera enn frek- ar niður þann tækjabúnað, sem er að finna í varnarstöðinni. Þar ræðir einkum um orrustu- þotur af gerðinni F-15 og björgunarþyrlur þær, sem þeim flugvélum fylgja. Hvað þoturnar varð- ar er meiri niðurskurður óhugsandi; „frekari fækkun“ myndi þýða að hér á landi yrðu engar slíkar vélar staðsettar. „Hættumat“ Til grundvallar þeirri ólíku nálgun, sem ein- kennir afstöðu íslenskra stjórnvalda og manna, sem einkum er að finna innan hersins og í varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna, er hugtakið „hættumat“ (á ensku „threat assessment“). Inn- an herafla Bandaríkjanna og í ráðuneyti varn- armála eru auðfundnir þeir menn, sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna. Þessir viðmælendur sögðu að þeir fengju enga þá hættu greint, sem steðjaði að Íslandi og ógnaði öryggi landsmanna. Lúsaleit í því efni dygði ekki einu sinni til. Kalda stríðinu væri lokið, ógnin af Rúss- landi (áður Sovétríkjunum) heyrði sögunni til og hvorki til lengri né skemmri tíma væri unnt að halda því fram að öryggi Íslendinga væri með einhverju móti ógnað. Þeir, sem eru þessarar hyggju, telja fært að tryggja varnir og öryggi Ís- lands þó svo að enn verði fækkað orrustuþotum á Íslandi. Viðbragstíminn yrði ávallt nægilegur til að unnt yrði að senda herflugvélar og jafnvel liðsafla ef nauðsynlegt reyndist til Íslands ann- aðhvort frá Bandaríkjunum eða Evrópu snögg- breyttist ástand heimsmála eða öryggisstaðan á norðurslóðum. Þeir, sem þessu halda fram, segja efnislega að „hættumat“ íslenskra stjórnvalda heyri til lið- innar tíðar. Það taki ekki mið af gjörbreyttum aðstæðum og breytingum á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins (NATO). „Það NATO sem var við lýði árið 1996 er ekki lengur til,“ sagði einn viðmælandi og vísaði þar með til þess að viðbún- aður aðildarríkjanna væri ekki lengur miðaður við stórfellda árás úr austri. „Sameiginleg varnarstöð“ Íslenskir ráðamenn hafa látið óvenju afdrátt- arlaus ummæli falla um nauðsyn þess að viðbún- aður í varnarstöðinni verði ekki skorinn frekar niður og að þar verði hið minnsta tryggt óbreytt ástand. Davíð Oddson forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið 5. maí í fyrra þegar gef- ið var út aukablað í tilefni af 50 ára afmæli varn- arsamningsins: „Hér á ekki að vera varnarstöð ef hún þjónar eingöngu eftirlits- og forvarnahlut- verki fyrir Bandaríkjamenn vegna hugsanlegrar hættu á svæðinu og þjónar ekki því sem við skil- greinum sem varnir Íslands. Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmunum beggja verður hún einfaldlega lögð niður. Flóknara er þetta ekki og í þessu felst engin hótun. Banda- ríkjamenn skilja þetta vel þótt til séu Íslendingar sem ekki gera það. Hér er um sameiginlega varnarstöð að ræða, hún ver hagsmuni beggja þjóðanna. Við munum á næstu árum þurfa að hafa svip- aðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lágmarks- fjölda flugvéla. Stöðin getur ekki verið minni en hún er.“ Í Washington er mönnum kunnugt um þessi ummæli forsætisráðherra. Í sama aukablaði Morgunblaðsins sagði Hall- dór Ágrímsson utanríkisráðherra er hann var spurður hvort hann teldi að tryggja mætti áfram varnir Íslands án þess að hér á landi væru stað- settar bandarískar herþotur: „Íslensk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti metið það svo að við núver- andi aðstæður sé sá viðbúnaður sem er fyrir hendi í varnarstöðinni á Miðnesheiði, lágmarks- viðbúnaður. Að öðrum kosti verði ekki talað um trúverðugar varnir fyrir Ísland og Norður-Atl- antshaf. Um þetta, eins og svo margt annað, gild- ir að slíkt mat fer vitanlega eftir því hvort horft er frá Íslandi og Bandaríkjunum. Að okkar mati er ekki nóg að horfa til þessa einvörðungu frá ströndum Bandaríkjanna.“ Afstaða íslenskra stjórnvalda kemur skýrlega fram í þessum ummælum utanríkisráðherra og forsætisráðherra og athygli vekur að báðir sjá ástæðu til að minna efnislega á að samningurinn frá árinu 1951 sé tvíhliða og kalli því á að tekið sé tillit til sjónarmiða Íslendinga þegar ræðir um framkvæmd og útfærslu hans. Ekkert hefur komið fram frá því þessi viðtöl voru tekin fyrir tæpu ári, sem gefur til kynna að breyting hafi orðið á afstöðu íslenskra stjórn- valda. Raunar hefur sá, sem þetta ritar, traustar heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi kom- ið því á framfæri við Bandaríkjamenn að þau leggist eindregið gegn frekari niðurskurði við- búnaðar á Miðnesheiði. Kemur það tæpast á óvart þegar höfð eru í huga orð forsætisráðherra hér að ofan. Áhrif 11. september Árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september síðastliðinn sýnist að ýmsu marki hafa orðið til þess að skerpa enn frekar þá ólíku nálgun, sem einkennir „hættumat“ íslenskra stjórnvalda og tiltekinna aðila innan stjórnkerfis Bandaríkjanna þegar varnir Íslands eru annars vegar. Í Bandaríkjunum hefur þegar náðst sátt um að árásin kalli á mikið endurmat á öryggis- hagsmunum Bandaríkjanna, og endurskipulagn- ingu hvað varðar yfirstjórn, samsetningu og við- búnað herafla þessa mikla veldis. Af hálfu íslenskra ráðamanna hefur árásin 11. september verið höfð til marks um nauðsyn þess að hér á landi sé fyrir hendi viðbúnaður, sem kleift geri að mæta mögulegum ógnunum „af hafi og úr lofti“ svo vísað sé efnislega til ummæla Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. Ráðherra sagði á stjórnmálafundi í Reykjavík í október í fyrra: „Við eigum mikið undir því sem lítil þjóð að skapa öryggi. Við höfum ekki nægan mannafla til þess að ráða við stríðsástand sem upp getur komið. En það er freistandi fyrir svona hryðju- verkamenn að geta tekið heilt þjóðfélag í gísl- ingu. Við skulum ekki útiloka að það geti gerst. Því verðum við að hugsa okkar öryggis- og varn- armál í nýju ljósi.“ Rök utanríkisráðherra og stjórnvalda á Ís- landi þar með eru því þau að árásin á Bandaríkin 11. september geri að verkum að áfram verði þörf á hergögnum og viðbúnaði hér m.a. til að unnt verði að bregðast við ógnunum af hálfu hryðjuverkamanna. Viðbragðstími og loftvarnir Í Bandaríkjunum þarf ekki að leita lengi til að finna menn, sem draga þessi rök í efa. Einn við- mælandi benti á að vera orrustuþotna á Íslandi væri á engan hátt trygging fyrir því að unnt reyndist að bregðast við hryðjuverkaárás úr lofti. Þessi viðmælandi fullyrti að ógerlegt hefði í raun verið að bregðast við árásinni 11. septem- ber jafnvel þótt herþotur hefðu verið á ferð í ná- grenni New York og Washington. Viðbragðstím- i v y s h þ b a t Í m a u r a m s u a h g v m n e a v m u l h h s l m a u s s j l u g n s L e y Varna á kro Ár er nú liðið frá því að bókun v ríkjanna rann út og þreifinga við háttsetta embættismenn í hugmyndir, sem fram hafa v varnarliðsins KJÖR ALDRAÐRA Nær helmingur eldri borgara tel-ur sig ekki hafa nægjanlegt fétil framfærslu að því er kemur fram í markaðskönnun, sem Gallup vann fyrir Búnaðarbankann og var kynnt á fundi um fjármál eldri borgara í fyrra- dag. Í könnuninni kom fram að ráðstöf- unartekjur fólks á aldrinum 60 til 80 ára væru að meðaltali 86.770 krónur á mán- uði. Aldraðir eru að verða mun öflugri hagsmunahópur en áður og er það ekki síst vegna þess að þar hafa valist í for- ystu menn, sem hafa mikla reynslu af hagsmunabaráttu og umsvifum á opin- berum vettvangi. Eldri borgarar hafa haldið fundi til að krefjast betri kjara og tekið sér mótmælastöðu fyrir utan Al- þingi með kröfuspjöld. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, fjallaði um hrörnun almannalífeyriskerfisins á ráðstefnunni og benti á, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, að kaup- máttur lífeyrisgreiðslna hefði vaxið miklu hægar frá árinu 1997 en kaup- máttur lágmarkslauna verkafólks og raunar lækkað frá miðju árinu 1999. Hann benti á að lífeyrir og tekjutrygg- ing með eingreiðslu hefði verið rúm 79% af lágmarkslaunum verkakarla árið 1991 en hefði farið hríðlækkandi síðan og hlutfallið verið komið niður í 63% árið 2000. Hækka þyrfti lífeyri og tekju- tryggingar um 18% til þess að halda hlutfallinu frá 1991 óbreyttu. Þær tölur, sem Benedikt nefnir, eru sláandi, enda nemur rýrnunin um fimmtungi. Það er ekkert leyndarmál að mikið bil er milli manna í lífeyrismálum um þessar mundir og ræður þar mestu hvort viðkomandi hafi unnið hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumark- aði. Hin sterku lífeyrisréttindi takmark- aðs hóps endurspegla síður en svo rétt- indi hins almenna borgara. Reyndar hefur lífeyrismálum almennt verið kom- ið í nokkuð góðar skorður, en það eru breytingar, sem munu koma komandi kynslóðum til góða. Nú býr hins vegar stór hópur eldri borgara við það að hafa vart til hnífs og skeiðar þrátt fyrir að hafa unnið hörðum höndum á langri starfsævi. Bág kjör aldraðra má rekja til margra þátta, en þar ber ekki síst að nefna tekjutengingu, sem miðast við mun lægri tekjur en eðlilegt má teljast og gerir að verkum að skerðing hefst fyrr en ella. Í umfjöllun um fátækt í Morgun- blaðinu 7. apríl var vitnað í samantekt Kristins Karlssonar hjá Hagstofu Ís- lands frá því í október 1999, um útgjöld Norðurlandanna til félags- og heilbrigð- ismála. Þar kemur fram að útgjöld til fé- lags- og heilbrigðismála aldraðra og ör- yrkja, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru langlægst á Íslandi, eða tæp 8%, á meðan þau er rúm 17% í Svíþjóð, tæp 15% í Danmörku, tæp 14% í Finnlandi og rúm 12% í Noregi. Það er augljóst að við þetta ástand verður ekki unað og krefjast málefni aldraðra rækilegrar endurskoðunar með það að markmiði að rétta kjör þeirra. Kerfið á ekki að vinna á móti fólki heldur með því og taka mið af raun- verulegum aðstæðum þess. Eldri borg- arar kvarta sjaldan og þegar nær helm- ingur kveðst ekki hafa nægilegt fé til framfærslu er óhjákvæmilegt annað en að taka mark á því. MEÐFERÐ NAUÐGUNARMÁLA Skýrsla starfshóps ríkissaksóknaraum meðferð nauðgunarmála hjá lög- reglu og ákæruvaldi, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, staðfestir a.m.k. að hluta til ýmsa þá gagnrýni, sem sett hefur verið fram á meðferð þessara mála, ekki sízt hjá lögreglu, á undanförnum ár- um. Skýrslan dregur það reyndar skýrt fram að nauðgunarmál eru einkar erfið viðfangs. Oft eru ekki aðrir en meintur þolandi og gerandi til frásagnar, oft hef- ur verið kunningsskapur eða vinátta á milli aðila máls og oft hefur áfengi verið með í spilinu þegar meint brot hafa verið framin. Stundum er ekki vitað hver meintur gerandi er. Sönnunarfærsla get- ur verið erfið og þolendur tregir til að halda kæru til streitu. Þessir þættir kunna að varpa ljósi að hluta til á þá staðreynd að á fjögurra og hálfs árs tímabili sættu 124 kærumál vegna nauðgunar ekki ákæru, en á sama tíma var ákært í 23 málum. Af málunum 124 hætti lögregla rannsókn í 71 máli en 53 mál voru felld niður af ríkissaksókn- ara. Hins vegar finnur starfshópurinn að mörgum atriðum vegna lögreglurann- sóknar þessara viðkvæmu mála. Þar á meðal er að oft líði nokkur tími frá því að kæra berst og þar til skýrsla sé tekin af kæranda, oft líði langur tími þar til sá kærði sé yfirheyrður, oft sé „óútskýrður og óþarfa dráttur“ frá því kæra berst og þar til rannsókn hefst. Lögreglurann- sókn þykir oft taka of langan tíma, óút- skýrð hlé verði milli rannsóknaraðgerða, yfirheyrslur fari fram með vikna eða jafnvel mánaða millibili án skýringa. Þá sé vettvangsrannsókn oft ábóta- vant eða hún jafnvel engin. Rannsókn sé hætt vegna þess að kæra sé dregin til baka, jafnvel þótt lögregla hafi vísbend- ingar um að glæpur hafi verið framinn. Gerðar eru athugasemdir við yfir- heyrslutækni og sett út á að málum, þar sem lögregla hefur haft afskipti af mál- um vegna meintra kynferðisbrota, t.d. með því að aka meintum þolanda á neyð- armóttöku, sé ekki fylgt eftir. „Ekki er hægt að útiloka að niðurstaða hefði í ein- hverjum tilvikum getað orðið önnur ef fyrr hefði verið brugðizt við, t.d. með vettvangsrannsókn og tæknirannsókn í beinu framhaldi af kæru eða þegar grun- ur vaknar um brot,“ segir í skýrslunni. Þetta eru athugasemdir, sem fyllsta ástæða er til að taka alvarlega. Reyndar virðast þær aðallega beinast gegn smærri lögregluembættum, þar sem sér- hæfing og reynsla í meðferð nauðgunar- mála er takmörkuð, en Lögreglan í Reykjavík fær hrós fyrir að standa vel að málum. Þetta vekur spurningar um hvort smærri embættin verði ekki að fá sér- stakan stuðning, t.d. frá embætti ríkis- lögreglustjóra, til að taka faglegar á þessum málum. Tillögur starfshópsins til úrbóta, m.a. drög hans að verklags- reglum um rannsókn nauðgunarmála, eru mjög til bóta og geta vonandi stuðlað að því að beina þessum erfiðu málum í betri farveg. Nauðgun er alvarlegur og andstyggi- legur glæpur, sem getur haft djúpstæð og langvarandi áhrif á fórnarlambið. Það er einkar mikilvægt að löggæzlan í landinu leggi sig í framkróka við að sýna meintum þolendum nauðgunar ýtrustu tillitssemi, veiti málum þeirra forgang og geri allt það, sem í hennar valdi stendur, til að koma lögum yfir meinta brotamenn. Líkt og vikið er að í skýrslu starfshópsins eru forvarnir mikilvægar og brýnt að hamla gegn því virðingarleysi í kynferðislegum samskiptum, sem virðist fara vaxandi, ekki sízt hjá litlum hópi ungra karla. En þegar brot eru framin, er mikilvægt að tekið sé þannig á þeim að það megi verða til þess að sem fyrst grói um heilt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.