Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHreinn tryggði KA sigur á Nesinu / B3 Rakel Ögmundsdóttir sleit krossband / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í STÓRSÝNINGIN Matur 2002 hefst í dag og stendur fram á sunnudag, 21. apríl. Kaupstefnuhluti Matar 2002 er í dag og gefst almenningi kostur á að skoða sýninguna á morgun, föstudag, frá klukkan 16 og um helgina. Á annað hundrað aðilar sem tengj- ast mat, matargerð eða brúðkaupum kynna starfsemi sína á sýningunni sem er í nýju knatthúsi Kópavogs- bæjar. Húsið sjálft er 9.000 fermetr- ar og er sýningarsvæðið á 2⁄3 hlutum þess. Sýnendur og sýningarstjórn hafa boðið fjölda kaupenda að mat og matvöru og vörum tengdum mat- vælaiðnaði á Mat 2002 og er gert ráð fyrir að boðsgestir verði á sjöunda þúsund. Búist er við 30.000 gestum á sýninguna. Samskip er aðalstyrktaraðili Mat- ar 2002. Morgunblaðinu í dag fylgir 16 síðna blaðauki um sýninguna Matur 2002. Búist við 30.000 gestum á Mat 2002 HAGKAUP lækka í dag verð á yfir 700 vöruteg- undum í verslunum sínum og er um varanlega verðlækkun að ræða, að sögn Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. Hefur meðal annars verið ákveðin umtalsverð verðlækkun á rúmlega 300 tegundum af mat- vörum, sem lækka að meðaltali um 8%. Einnig lækkar verð um 10–40% á um 350 teg- undum af nýjum fatnaði, auk verðlækkunar á rúmlega 50 vörutegundum af heimilisvöru. Með þessari aðgerð vilja Hagkaup undir- strika mikilvægi stöðugleika í íslensku efna- hagslífi eftir 1. maí og hins vegar bjartsýni og tiltrú á þann árangur, sem náðst hefur í barátt- unni við verðbólgu undanfarna mánuði, að sögn Finns. ,,Við erum náttúrlega að styrkja okkar stöðu á þessum markaði varanlega. Verðið skiptir í ríkara mæli máli fyrir okkar viðskipta- vini,“ segir hann. Verð á geisladiskum lækkar um 10% Sem dæmi um verðlækkanir sem taka gildi í dag benti Finnur á að pakki af Pampers bleium, sem kostaði 2.099 kr. í desember, lækkar í 1.949 kr., heimilisbrauð frá Myllunni, sem kostaði 239 kr., kostar núna 195 kr., Cocoa Puffs pakki lækkar úr 443 kr. í 389 kr., smjörlíki fer úr 163 kr. í 145 kr. og Ritz kexpakki lækkar úr 97 kr. í 77 kr. Þá hefur verð á öllum geisladiskum, eða á fimmta hundrað titlum, verið lækkað um 10%. Einnig munu fjölmargar valdar sérvörur lækka í verði, m.a. ýmsar tegundir af leikföngum, film- um o.fl. Forsvarsmenn Hagkaupa benda á að til við- bótar þessum verðlækkunum hafi verslunin frá áramótum lækkað verð á rúmlega 1.400 mat- vörutegundum. Unnið hafi verið markvisst með birgjum að því að ná fram verðlækkun, samhliða styrkingu íslensku krónunnar. Árangur af þess- ari samvinnu hafi gengið beint til lækkunar vöruverðs í verslunum Hagkaupa. Hagkaup lækka verð á yfir 700 vörutegundum frá deginum í dag 300 matvörutegundir munu lækka að meðaltali um 8% Á LEIKSKÓLANUM Víðivöllum í Hafnarfirði dvelja daglega rúm- lega 100 börn á fjórum deildum. Mörg þeirra eru systkini en óvenjulegt þykir að þar er að finna sjö tvíbura. Tvíburarnir eru á öllum aldri, þeir yngstu eru á þriðja ári og þeir elstu byrja í grunnskóla í haust. „Við teljum þetta nú frekar óvenjulegt þó að hér hafi oft verið margir tvíbur- ar,“ segir Margrét Brandsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Víðivöll- um. „Við sáum í blöðunum frétt um að fimm tvíburar væru á leik- skóla á Ísafirði, en hér er gert enn betur og tvíburarnir sjö, sem er kannski met.“ Margrét segir að í samráði við foreldra sé oft séð til þess að tví- burar séu hvor á sinni deildinni, það auki sjálfstæði þeirra og hin börnin líti þá á þá sem ein- staklinga frekar en tvíbura. „Það hefur reynst vel hér hjá okkur,“ segir Margrét. „Eins þegar um systkini er að ræða, þá fer það auðvitað mikið eftir aldursmun- inum. En oft vill það verða að eldra systkini taki ósjálfrátt að sér „foreldrahlutverkið“ og gæti yngri systkina sinna ef þau eru á sömu deild.“ Margrét segir að tvíburar og systkini hittist líka daglega úti í garðinum svo og á sal, en þar koma börnin saman í viku hverri, syngja og skemmta sér. Morgunblaðið/Golli Tvíburar eru ekki alltaf saman á deild á leikskólanum Víðivöllum en hittast daglega úti í garði. Sjö tvíburar á einum leikskóla ÖNUNDUR Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á Ísafirði, segir að það komi ekki til greina að jeppafólk, sem ætl- aði að aka um Hornstrandir og ofan í Hornvík, fái til þess leyfi. „Það er al- gjörlega bannað að aka þarna um á vélknúnum ökutækjum og það á jafnt við um sumar sem vetur,“ sagði hann. Jeppafólkið hyggst ekki fara í stríð við yfirvöld. Fimm sérútbúnir fjallajeppar lögðu af stað frá Reykjavík á þriðju- dag í fimm daga ferð frá Hornvík á Ströndum yfir hálendið til Hafnar í Hornafirði. Leiðangursmenn gistu í tjöldum á Drangajökli í fyrrinótt og ætluðu sér að fara niður í Hornvík í gær. Jeppum ekki hleypt í Hornvík ÞRÍR AF hverjum fjórum eða 75% Íslendinga eru á móti því að de- CODE verði veitt tuttugu milljarða króna ríkisábyrgð. Mest er andstaðan í Reykjavík en þar voru 83% á móti því að ábyrgðin yrði veitt. Andstæðingar eru fleiri en meðmælendur í öllum kjördæm- um og öllum stjórnmálaflokkum. Þetta kemur fram í könnun sem Talnakönnun hf. gerði fyrir vef- svæðið heimur.is kvöldið 16. apríl en spurt var: Er það rétt að veita de- CODE 20 milljarða króna ríkis- ábyrgð? Af þeim sem tóku afstöðu voru 75% á móti ríkisábyrgðinni. Niður- stöður byggjast á svörum 438 ein- staklinga og þar af tóku 316 afstöðu. Óákveðnir voru 28% og vikmörk miðað við 95% eru +/-4,9%. Mest var andstaðan í Reykjavík eða 83% en minnst í Norðaustur- kjördæmi eða 56%. Ekki reyndist vera marktækur munur á afstöðu kynjanna, en 74% karla og 76% kvenna eru á móti ábyrgðinni. Andstaðan reyndist vera minnst í Samfylkingunni eða 63% en mest hjá vinstrigrænum eða 94%. Af sjálfstæðismönnum voru 72% á móti því að veita ábyrgðina og hjá fram- sóknarmönnum voru 68% á móti. Andstaða er við tillöguna í öllum aldurshópum og er ekki marktækur munur á hópum. Í tilkynningu á heimur.is segir að þessi niðurstaða veki athygli í ljósi þess að framsóknarmenn, sjálfstæð- ismenn og formaður Samfylkingar- innar hafa lýst stuðningi við tillög- una á þingi. 75% á móti ríkisábyrgð 136 umsóknir bárust um nám í ný- stofnaðri lagadeild Háskólans í Reykjavík áður en fyrri umsóknar- frestur rann út, 15. apríl sl., en 75 nemendur geta hafið nám við deild- ina í haust. Síðari umsóknarfrestur um nám við Háskólann í Reykjavík rennur út 5. júní nk. Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar HR, segir þessar viðtök- ur betri en hann þorði að vona. „Þetta eru framúrskarandi viðtökur. Við eigum von á mun fleiri umsókn- um áður en síðari umsóknarfrestur- inn rennur út. Reynslan er sú að margar umsóknir berast á síðustu dögunum.“ Þórður segir umsóknarfyrirkomu- lagið svipað og þekkist víða í Banda- ríkjunum. Mikil aðsókn að nýrri laga- deild HR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.