Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 43 ÞAÐ var í fréttunum eitt kvöldið nú rétt fyr- ir páska að ég heyrði, að Landhelgisgæslan fengi ekki undanþeg- inn virðisaukaskatt af nætursjónaukum sem stórauka allt öryggi við björgunarflug vegna þess að Landhelgis- gæslan og þyrlusveit gæslunnar þá meðtal- in, teljist ekki björgun- arsveit. Ég varð satt að segja nærri orðlaus. Mér komu í hug orð Halldórs Laxness, þar sem hann segir einhvers staðar á góð- um stað, að það sé venja Íslendinga að stunda orðhengilshátt, en þegar kom- ið sé að kjarna málsins þá stingi menn höfðinu í sandinn og enginn viti neitt. Mér finnst þessi frétt minna ótrúlega og má segja óþægilega mikið á þetta. Auðvitað er Landhelgisgæslan og þá þyrlusveitin sérstaklega björgun- arsveit. Hvað er þá björgunarsveit? Mætti ég fá skilgreiningu á hugtakinu. Um páskana opnaði maður varla svo blað að ekki væri frétt um björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á ferð og flugi til þess að bjarga fólki og fljúga með slasað fólk á sjúkrahús eða þá að leita að fólki, enda heita þær björgunarþyrlur. Í fersku minni eru hrikalegar aðstæður við Snæfellsnes, þegar vélbáturinn Svanborg SH fórst þar með þrem mönnum í byrj- un desember sl. Þann- ig eru aðstæður víða hér við Íslandsstrend- ur í hafátt og brimi, en þyrlusveit á frá varn- arliðinu á Keflavík vann þarna afrek og sigmaður þyrlunnar alveg sérstaklega, þeg- ar bjargað var einum sjómanni við þessar erfiðu og hættulegu aðstæður. Það er fullyrt að ekki hefði verið unnt að standa að þessari erfiðu björgun á þyrlunni, í suðvestan stormi yfir skipi sem lamdist við klettana í stórsjó, nema af því að flug- mennirnir voru með þessa fullkomnu nætursjónauka, sem er algjör bylting við björgunaraðgerðir að næturlagi. Kostnaður við að búa báðar björg- unarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og TF-LÍF, nætursjónauk- um er um 36 milljónir króna, en í Nætursjónaukasjóði Gæslunnar eru nú um 22 milljónir. Úr Björgunarsjóði Stýrimanna- skólans hefur verið afhent ein milljón króna til Nætursjónaukasjóðs Land- helgisgæslunnar og verður það von- andi upphaf að átaki til söfnunar þess- ara tækja. Björgunarsjóður Stýrimannaskól- ans var stofnaður á Kynningardegi skólans árið 1988 og var stofnfjárhæð sjóðsins, kr. 100.000 sem voru sölu- laun nemenda og þeir létu renna til þessa málefnis. Síðan hafa fjölmargir fórnfúsir aðilar lagt sjóðnum lið og hann verið ávaxtaður á sem bestan hátt. Síðastliðið ár afhenti sjóðurinn kr. 13 milljónir til kaupa á nætursjón- aukunum, en samtals hefur sjóðurinn afhent síðan 1993, rúmlega 28,6 millj- ónir króna til slysavarna- og öryggis- mála (28.659.605 kr.) þar af til þyrlu- sveitarinnar 27,2 milljónir króna. Markmið Björgunarsjóðsins og okkar allra á að vera, að hér á Íslandi sé ætíð best búna björgunarþyrlan við Norður-Atlantshaf og á það auð- vitað bæði við toppþjálfaða áhöfn og útbúnað. Við höfum þarna miklum skyldum að gegna. Nætursjónauka handa þyrlusveit Guðjón Ármann Eyjólfsson Landhelgisgæzla Við höfum, segir Guðjón Ármann Eyjólfsson, miklum skyldum að gegna. Höfundur er skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík. STUNDUM langar stjórnmálamenn og aðra minni spámenn að gera þau fyrirtæki sem þeir eru í forsvari fyrir vellauðug veldi á Íslandi og nota til þess peninga okkar skattborgara. Þessi fyrirtæki eru minnisvarðar. Þau eru oftar en ekki minnis- varðar um hve illa fjár- munum okkar skatt- borgara hefur verið varið. Íslandssími varð bjargvættur Stærsta verkefni borgarfyrirtækisins Línu.Net er að leggja ljósleiðara í jörð. Það er í sjálfu sér ekki merkilegt að leggja ljósleið- ara í jörð. Kaplar hafa verið lagðir í jörð og hengdir á staura í áratugi og á síðari árum hefur fáum þótt mikið til koma. Ljósleiðarinn er góð uppfinn- ing, tæknin auðveldar samskipti og magn samskipta sem getur farið um kapalinn á sama tíma. Þessi tækni var til dæmis grunnurinn að viðskipta- hugmynd Íslandssíma á sínum tíma. Forsvarsmenn hans töldu sig geta sett fleiri aðila en einn á hverja línu og þannig boðið upp á ódýrari símtöl. Ís- landssími varð svo bjargvættur Línu.Net. Stóra „ríka“ hug- myndin á bak við Línu.- Net var gagnaflutning- ur í gegnum rafdreifikerfið í gegnum innstungurnar á heimil- unum okkar. Helga Hjörvar og Alfreð Þor- steinssyni bárust fréttir frá Manchester þess efnis að stórfyrirtækið Nor.web, dótturfyrir- tæki í eigu Northern Telecom, væri, að þeirra eigin sögn, búið að þróa þessa tækni og tilraunatengingar hefðu verið settar upp í allmörgum borgum. Um leið og Helga og Alfreð bárust þessar fréttir til eyrna ákváðu þeir að stofna Línu.Net og samningur lá á borðinu við Nor.web. En Adam var ekki lengi í Paradís og Northern Telecom lokaði Nor.web vegna þess að Nor.web var ekki nálægt tækni- legum lausnum á vandamálum tengd- um gagnaflutningum um rafdreifi- kerfi og aðrar lausnir hagstæðari og áhugaverðari að þeirra mati. Pólitískur minnisvarði á kostnað skattgreiðenda Þar með hafði annar hluti af tveim- ur í starfsemi Línu.Net fallið um sjálf- an sig. Starfsemi Línu.Nets átti nefnilega að standa saman af upp- setningu burðarkerfis (ljósleiðara) í fyrsta lagi og í öðru lagi af gagna- flutningum um rafdreifikerfið þar sem tekjurnar áttu að myndast og þar sem þjónustan við borgarbúa átti að kristallast. Lausnin, það er að segja lausn Alfreðs, fólst í því að bæta við nokkrum hundruðum milljóna króna í Línu.Net enda pólitísk framtíð Al- freðs að veði. Lausnin fólst í samningi við Íslandssíma um lagningu ljósleið- ara á höfuðborgarsvæðinu. Lína.Net lagði leiðarann og sölumenn Íslands- síma töltu sér á eftir gröfunum og gerðu samninga við þau fyrirtæki sem áttu lögheimili við viðkomandi götu. Þessi pólitíski minnisvarði Alfreðs Þorsteinssonar hefur kostað Reyk- víkinga yfir 1,7 milljarða króna og virðist engan endi ætla að taka. Hvers virði eru svo þessar „fjárfestingar“ R- listans? Skýrr, einn fjárfestanna, færði niður gengi Línu.Nets á milli ára úr 6 á hlut niður í 3 á hlut. Þetta þýðir að fjárfesting þeirra fer úr 205 milljónum króna í 101 milljón. Þessi mikla og góða fjárfesting Alfreðs og R-listans hefur að mati fjárfesta skroppið saman um 50% og er vænt- anlega varlega metið hjá stjórnend- um Skýrr. Þessi gjörningur minnir um margt á fjárfestingar víða um kerfið þar sem menn ætla sér að verða „ríkir“ með einni undirskrift og vita ekki hvenær á að hætta eða eru orðnir svo flæktir í klúðrið að pólitísk framtíð þeirra velt- ur á að halda óreiðunni áfram. Og hverjir tapa? Við, skattgreiðendur! Í „viðskiptum“ á kostnað borgarinnar! Sólveig Þórisdóttir Höfundur er grafískur hönnuður. Lína.Net Þessi pólitíski minnisvarði Alfreðs Þorsteinssonar hefur kostað Reykvíkinga yfir 1,7 milljarða, segir Sólveig Þórisdóttir, og virðist engan enda ætla að taka. ÍSLAND hefur um áratugaskeið verið eitt nánasta sam- starfsríki Evrópusam- bandsins. Árið 1972 var undirritaður um- fangsmikill fríverslun- arsamningur milli Ís- lands og Evrópubandalagsins sem varð til þess að liðka verulega fyrir viðskiptum milli Ís- lands og ríkja ESB. Með samningnum um hið evrópska efna- hagsvæði (EES) frá 1994 varð Ísland svo hluti af innri markaði Evrópusambandsins og er því aðili að innsta kjarna evrópskrar sam- vinnu. Í gegnum EES-samninginn hefur Ísland til að mynda verið fullgildur aðili að samstarfi ESB á sviði rannsókna, mennta og menn- ingarmála og hefur íslenskum að- ilum gengið býsna vel í því sam- starfi. Í fyrra varð svo enn einn áfanginn í farsælu samstarfi Ís- lands og ESB þegar Ísland gerðist, ásamt Noregi, aðili að svokölluðu Schengen-samstarfi ESB um af- nám landamæraeftirlits innan svæðisins. Fastanefnd ESB fyrir Ísland Staða Íslands í evrópsku sam- starfi hefur verið töluvert til um- ræðu í íslensku samfélagi mörg undanfarin misseri og ár. Evrópu- sambandið hefur enga skoðun á þeirri umræðu enda alfarið um málefni Íslendinga sjálfra að ræða, en mikilvægt er að slík umræða, sem önnur, byggist á réttum upp- lýsingum. Framkvæmdastjórn ESB heldur úti fastanefndum, sem hafa réttarstöðu sendiráðs, í 120 ríkjum. Fastanefndin fyrir Ísland og Noreg var sett á laggirnar árið 1987 og er staðsett í Osló, en bæði sendiherrann dr. Gerhard Sabathil og aðrir starfsmenn bera jafnar skyldur gagnvart bæði Íslandi og Noregi. Stöðu sérstaks upplýsinga- fulltrúa fyrir Ísland var komið á árið 1997. Meðal verkefna fasta- nefndarinnar er að veita upplýs- ingar um uppbyggingu, starfsemi og stefnumál Evrópusambandsins. Annað mikilvægt verkefni er að miðla upplýsingum til höfuðstöðv- anna í Brussel um afstöðu og hags- muni Íslands í málum sem snerta samstarf Íslands og ESB og um stjórnmál og efna- hagslíf á Íslandi – og að liðka fyrir sam- starfi Íslands og Evr- ópusambandsins. Fastanefnd ESB rekur margvíslega upplýsingaþjónustu á íslensku. Skömmu fyr- ir áramót var til að mynda opnaður nýr upplýsingavefur á slóðinni http:// www.esb.is. Vefurinn er þungamiðjan í upp- lýsingaveitu Evrópu- sambandsins á ís- lensku. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um stofnanir og stefnumál ESB auk nýjustu frétta af vettvangi Evrópusambandsins. Þeim málum, sem efst eru á baugi hverju sinni, er gefinn sérstakur gaumur í sér- dálki. Nú eru þar meðal annars upplýsingar um upptöku evrunnar, greining á sjávarútvegsstefnu ESB, þýðing á nýrri réttindaskrá ESB og yfirlit yfir Schengen-sam- starfið. Jafnframt gefur fasta- nefndin út fréttabréf á íslensku, bæði á rafrænu- og í pappírsformi, auk þess sem tilfallandi efni er gef- ið út eftir tilefni hverju sinni. Upplýsingaveita ESB á íslensku Eiríkur Bergmann Einarsson Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg. ESB Fastanefnd ESB, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, rekur margvíslega upplýs- ingaþjónustu á íslensku. Viðskiptabankar högnuðust um 6,8 millj- arða á síðasta ári eftir framlög í afskriftar- sjóði fyrir milljarða og gjaldfærðu tapi vegna lækkunar á hlutabréf- um. Lækkun hluta- bréfa má rekja til hárra vaxta að einhverju leyti, svo að því leyti hefur skrattinn hitt ömmu sína. Vaxtakostnaður fyr- irtækja hérlendis er langtum hærri kostn- aðarliður en almennt erlendis. Skýring er að- allega tvíþætt. Í fyrsta lagi eru vextir mun hærri hérlendis. Í öðru lagi, sem vill oft gleym- ast, er veltuhraði í vöruveltu fyrirtækja mun hægari hér, vegna smæðar okkar mark- aða. Ef vextir eru t.d. 18% hérlendis en 8% erlendis í sambæri- legum lánaflokki, er munurinn 225%, eða 2,25. Sé veltuhraði lag- ers í dæmigerðu fyrir- tæki hérlendis þriðj- ungi hægari en almennt erlendis, þá verður heildarmunur á fjármagns- kostnaði 2,25x3 = 6,75, eða 675%. Við þetta bætist svo lág eiginfjár- staða íslenskra fyrirtækja sem gerir þetta enn verra. Það sem er fræðilega rétt úr virt- um hagfræðibókum er auðvitað jafn rétt hérlendis – en einungis þegar búið er að „heimfæra“ eða laga um- rædd fræði að þeim séríslensku að- stæðum sem taka þarf tillit til. Sér- íslenskar aðstæður eru: Lítill veltuhraði smárra fyrirtækja – með lága eiginfjárstöðu – á litlum við- kvæmum mörkuðum. Þessar sérís- lensku aðstæður gera það að verkum að háir vextir hérlendis hafa langt- um meiri áhrif á verð neysluvöru en talið hefur verið. Bankamenn eru ekki „bara í bissness“, þeir hafa líka skyldur. Í miklum hraða breytinga í viðskipta- lífinu síðustu ár hefur viljað gleym- ast að góð viðskipti eru gerð, þegar saman fer að aðilar rækja skyldur sínar samfara því að gera góð við- skipti. Slík viðskipti eru farsælust til lengri tíma litið. „Einnota bissnes- menn“ eru þeir sem vaða um á skít- ugum skónum, fara illa með aðra – og enginn vill skipta við þá aftur. Viðskiptasiðferði hefur farið hningandi hérlendis með vaxandi hörku og ósveigjanleika í viðskiptum síðustu ár. Bankar eiga þar veru- legan þátt. Háir vextir eiga auðvitað líka þátt í vaxandi verðbólgu. Stjórn- endur banka á Íslandi þurfa að end- urmeta hverjar eru þessar sérís- lensku aðstæður, sem hér er reynt að minna á. Ef takast á að vinna bug á verð- bólgu, verða bankar líka að taka þátt í því. Auðvitað þurfa bankar að hagn- ast eðlilega – en það þurfa líka önnur fyrirtæki – líka þau mörgu smáu fyr- irtæki sem gegna mikilvægu hlut- verki í íslensku viðskiptalífi. Það sem einu sinni var sagt gildir enn: Rænið ekki varpið, ef þið ætlið að nýta dún- inn. Rænið ekki varpið Kristinn Pétursson Vextir Háir vextir, segir Krist- inn Pétursson, eiga auð- vitað líka þátt í vaxandi verðbólgu. Höfundur er fiskverkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.