Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 33 Bíldshöfða HLÁLEGAR ÁSTIR kom fyrst út 1968 svo að hún er með eldri bókum Kundera. Aftur á móti hefur hún löngum verið með vinsælustu bókum hans. Það kemur ekki á óvart því að bók- in er hreinn skemmtilestur í ágætri þýðingu Friðriks Rafns- sonar sem gert hefur ís- lenskum lesendum þann greiða að færa þeim Kun- dera. Þótt Hlálegar ástir sé kölluð smásagnasafn er bókin eins konar heild, söguefni yfirleitt hið sama, ástir og ýmislegt skoplegt í því sambandi en stutt er í alvöruna. Kundera er það einkar lagið að draga fram hið vandræðalega í fari fólks, tilviljanir sem geta skipt miklu máli og jafnframt sýna þjóðfé- lagið í gagnrýnu ljósi. Í Hlálegum ást- um er það Tékkóslóvakía kommún- ismans sem hann beinir spjótum að. Fyrsta sagan, Enginn mun hlæja, greinir frá raunum háskólakennara sem í fljótfærni sinni er næstum því búinn að leggja líf sitt í rúst. Með því að hirða ekki um að skila umsögn um fræðilega ritgerð sem honum er ekki að skapi, telur raunar fánýta, kallar hann yfir sig atburði sem skekja til- veru hans. Inn í þessa sögu, eins og aðrar, berst ástin með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Sögumanni er örlítil huggun í því að saga hans er ekki harmleikur heldur gamanleikur, en spyrja má hver sé afstaða lesandans. Kundera gefur jafnan lesandanum tækifæri til að draga sína ályktun. Sagan Ráðstefnan er vel til þess fallin að rugla lesandann eins og fleiri sögur þar sem Havel læknir er í stóru hlutverki. Þessi saga er gegnumsýrð af kyn- lífi og kynlífshugsunum en í smásög- um sínum gætir Kundera hófsemi. Hann skrifar oftar um skynjanir en gjörðir, hið ósagða leikur stórt hlut- verk. Havel læknir er eins og dauðinn, tekur allt. Að þessu er vikið oftar en einu sinni. En af hverju tekur hann ekki Elísabetu sem sýnir honum áhuga? „Það er eflaust,“ sagði Havel, „vegna þess að hún sýnir löngun sína svo hreint og beint að það er einna lík- ast skipun. Þú segir að ég sé eins og dauðinn gagnvart konum. En dauðinn er ekkert hrifinn af því að hlýða skip- unum.“ Náskyld þessu er löngunin til að niðurlægja sem víða kemur fram. Með niðurlægingunni vex löngun söguhetjanna og stundum er hún beinlínis nauðsynleg. Dæmi eru sög- urnar Ferðaleikur og Eðvarð og Guð. Í fyrrnefndu sögunni gefur ósæmilegt orð- bragð tilfinningunum vængi og kveikir nauð- synlegan losta. Í hinni síðarnefndu er það hefndin sem verður afl- vaki milli ungs manns og eldri konu. Eðvarð og Guð er hnyttinn samfélags- spegill eins og Enginn mun hlæja. En söguefn- ið er fyrst og fremst ástin eða þörfin fyrir ástina hversu vonlaus sem hún getur verið. Eðvarð verður reynslunni ríkari því að málin taka óvænta stefnu. Hann þarf að vísu að afneita sjálfum sér en hvað gerir það til þegar fram- tíðin er tryggð. Jafnvel depurðin yfir því að Guð sé ekki til verður sætt- anleg. Ein líflegasta sagan er Gullepli ei- lífrar löngunar. Söguhetjan segir frá Marteini sem getur ýmislegt sem hún getur ekki: „Til dæmis farið á fjörur við hvaða konu sem er úti á hvaða götu sem er“. Söguhetjan nýtur góðs af þessum hæfileikum Marteins en gerir sér grein fyrir að hann gerir sér áleitnina að æfingu í snilld og lítur svo á að hún hafi tilgang í sjálfu sér og oft sé ástæðulaust að ganga lengra. Í sögunni segir frá broslegri ferð tveggja félaga þar sem snilld annars þeirra við að fara á fjörur við konur er í hámarki. En einmitt þegar leikurinn á að hefjast fyrir alvöru virðist ástæðulaust að ganga lengra. Kundera er umhugað um þver- sagnir ástarinnar og lífsins yfirleitt. Gullepli löngunarinnar eru raunveru- leg hjá honum og auka á lystisemdir tilverunnar. Vandræðalegt ástalíf BÆKUR Þýdd skáldsaga Smásögur eftir Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýddi. Oddi prentaði. Mál og menning 2002 – 203 síður. HLÁLEGAR ÁSTIR Milan Kundera Jóhann Hjálmarsson LEIKHÓPURINN Skjall- bandalagið hefur undanfarnar vikur unnið að tökum á stuttum gamanatriðum fyrir Skjá einn, undir stjórn Reynis Lyngdal kvik- myndagerðarmanns og Maríu Reyndal. Í lok ágúst mun Skjall- bandalagið svo frumsýna Beyglur með öllu, nýtt leikverk byggt á spunavinnu hópsins, en hann skipa fjórar leikkonur ásamt leik- stjóranum Maríu Reyndal, hönn- uðinum Snorra Frey Hilmarssyni og Ástu Hafþórsdóttur leikgerva- höfundi. Leikkonurnar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Arndís Egils- dóttir, Jóhanna Jónas og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Hópurinn hefur hist vikulega undanfarið ár og spunnið ýmsar sögur sem mynda undirstöðu leiksýningarinnar sem framundan er. „Þetta eru stutt grínatriði úr daglegu lífi kvenna, svolítið í anda Smack the Pony-þáttanna bresku sem hafa verið í sjónvarp- inu,“ segir María. Sjónvarpsatriðin verða á dag- skrá í sumar og hefjast útsend- ingar í júní. María segir að leiksýningin og sjónvarpsgrínið séu sitthvor hlut- urinn þótt sprottin séu úr sama jarðvegi. „Við höfum verið að æfa undanfarið ár með sýninguna í huga, en hún verður byggð á spuna leikhópsins. Mig hefur allt- af langað til að vinna svona en aldrei haft tækifæri til þess fyrr en núna,“ segir María, sem hefur leikstýrt ýmsum leiksýningum á undanförnum árum. „Við fengum styrk frá menntamálaráðuneytinu í vetur til að setja upp sýninguna og fórum á fullt um miðjan mars með æfingar. Leiksýningin verður byggð upp á sögum fjögurra kvenna þar sem leikkonurnar bregða sér í ýmis hlutverk við að segja sögurnar. Ég legg sérstaka áherslu á að við erum ekki að búa til hádramatíska sýningu um krís- ur kvenna. Við reynum heldur að finna kómísku hliðarnar á þeim,“ segir María Reyndal. Morgunblaðið/Jim Smart Leikhópurinn Skjallbandalagið. Grín úr lífi kvenna BRAHMS samditvo lagaflokka, sem bera heitið Liebeslieder, op. 52 og Neue Liebeslieder op. 65. Sem ungur maður vann Brahms fyrir sér með því að útsetja og leika alls kon- ar skemmtitónlist, m.a. með Alster Pavilion, lítilli hljómsveit, sem faðir hans lék í og má kenna það, að Brahms hafði aldrei neina fordóma gagnvart svonefndri léttri tónlist og kunni þá list að leika „alla zinga- rese“ með tilheyrandi „rubato“, sem fiðluleikarinn Edvard Hoffmann (Reményi) mun hafa kennt honum á tónleikaferðum þeirra. Tónleikarnir hófust á Ungversk- um dansi nr. 1 sem leikinn var fjór- hent og átti þessi forleikur góða samleið með Ástarljóðunum, er nutu sín í skemmtilegri sviðsuppsetningu kórsins. Söngur kórsins var mjög vel mótaður og stemmningsríkur og lestur Margrétar Vilhjálmsdóttur á ástarljóðum átti vel við, þó nokkuð hafi farið um karlpeninginn meðal tónleikagesta þegar hún las upp sér- lega fáránleg ástar- og bónorðsbréf, rituð um aldamótin og í eyrum okk- ar karlagreyjanna glumdi við hæðn- ishlátur kvennanna. Af þessu var samt góð skemmtan, er náði drama- tískum hápunkti í lestri smásögunn- ar Bréf í stað rósa eftir ritsnilling- inn Stefan Zweig. Það má segja, að allt verkið hafi verið sérlega vel flutt, bæði píanóleikur og söngur kórsins og einsöngsatriðin voru fal- lega framfærð, þó ljóst væri, að sönglega væru söngkonurnar skammt komnar í raddlistinni. Sér- lega vill undirritaður merkja við nr 10, sem er fallegur kanón í yfirsjö- und. Þá var eitt af frægari lögum þessa lagaflokks, nr. 11 og einnig 12, mjög vel flutt. Fínleikinn blómstraði í nr. 13, 14 og 15, og treginn í nr. 16, svo nokkuð sé sér- staklega tiltekið. Sigrún Eðvalds- dóttir lék fjögur lög, Rómönsu eftir Sibelíus, Intermezzo eftir Atla Heimi Sveinsson, Ungverskan dans nr. 5 eftir Brahms og Söng Ástu eft- ir Þórarin Guðmundsson, sem hún auðvitað lék með miklum bravúr og tilþrifum. P.S. Smá skot til þeirra er hönn- uðu efnisskrá. Þrátt fyrir að hönn- unin kunni að þykja sniðug, er hún ekki tónleikavæn, eða 88 sm langur renningur sem þvældist fyrir, svo að ýmsar upplýsingar voru vandfundn- ar, nema með miklu skrjáfi. Þrátt fyrir þetta raus er rétt að árétta það enn frekar, að Vox feminae, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, söng af glæsibrag og miklu öryggi og annað innslag setti skemmtilegan heildarsvip á tónleikana, með þeim dramatíska hápunkti, sem smásag- an eftir Stefan Zweig var og mót- tekin af tónleikagestum í athyglis- djúpri þögn. Ástarsöngvar og bónorðsbréf TÓNLIST Ýmir Vox feminae, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, flutti Ástarljóð op. 52 eftir Johannes Brahms. Píanóleikarar voru Arnhildur Valgarðsdóttir og Ástríður Har- aldsdóttir, fiðluleikari; Sigrún Eðvalds- dóttir, einsöngvarar; Guðrún Árný Guð- mundsdóttir og Guðný Jónsdóttir, lesari; Margrét Vilhjálmsdóttir, er las ljóð og úr gömlum bónorðsbréfum og einnig smá- söguna Bréf í stað rósa eftir Stefan Zweig, í þýðingu Þórarins Guðnasonar. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson SÖGURNAR um Bangsímon eða Winnie the Pooh eins og hann heitir á frummálinu eru einkennilega lítt fallnar til leiks á leiksviði. Söguþráð- ur er lítill og atburðarásin snýst um veigalitla atburði í daglegu lífi bangsans og vina hans í skóginum. Engu að síður hafa þessar persónur átt greiða leið að hjörtum barna í nokkrar kynslóðir og kannski ein- mitt vegna þess að persónurnar með sín skrýtilegheit eru svo elskulegar og auðskildar að börnin hrífast af þeim sjálfum en ekki því sem þær taka sér fyrir hendur. Lykillinn að vel heppnaðri leik- sýningu á þessu efni er því fólgin í því að leggja sérstaka alúð við per- sónusköpunina og samskiptin þeirra á milli en gera ekki þau reginmistök að reyna að lappa upp á atburðaleys- ið með skrölti og hamagangi. Leik- hópurinn Búkolla hefur fundið réttu leiðina að þessu viðkvæma efni undir skilningsríkri stjórn leikstjórans. Persónurnar eru hver með sín sér- stöku einkenni vel uppteiknuð; Eyr- naslapur er niðurdreginn eins og vera ber, Kaninka skynsöm og ráða- góð, Gríslingur skelfingu lostinn yfir öllu sem fyrir ber, Tígri kátur og for- vitinn eins og kettlingi sæmir og Bangsímon hægur og elskulegur eins og honum er einum lagið. Allt er þetta á sínum stað og gjört í gull- fallegri umgjörð Gunnhildar Ingólfs- dóttur þar sem á litla sviðinu í Ljós- vetningabúð er skapaður raunveru- legur skógur sem ilmar af birki og greni. Vissulega hefði verið upplyfting að tónlist í sýningunni þó kannski megi líta á það sem stílhugmynd leikstjór- ans að persónurnar raula frum- samda texta hans við einhvers konar lagleysur. Áheyrilegur undirleikur af einhverju tagi hefði þó verið til bóta. Falleg sýning og vel unnin af öll- um sem að koma. Vinirnir í skóg- inum LEIKLIST Búkolla í Aðaldal Eftir sögum A.A. Milne í leikgerð Peters Snickars. Þýðendur: Sigríður Karlsdóttir og Hanna Lára Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Ljósvetn- ingabúð 7. apríl. BANGSÍMON Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.