Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 31 ENGUM að óvörum er það illskilj- anleg ljóðræn fegurð sem umlykur súrrealíska tilvistarkreppu Tenen- baum-fjölskyldunnar. Wilson og And- ersen skila hér þriðju kvikmynd sinni þar sem sári treginn ríkir undir oft al- gerlega órökrænum samtölum og af- stæðum aðstæðum sem eru samt eitt- hvað svo mannlegar og trúverðugar persónur lenda í. Tenenbaum-fjölskyldan er sérstök að því leytinu til að öll börn Tenen- baum-hjónanna voru snillingar á sínu sviði í æsku, en eru nú fullorðin og á niðurleið. Höfuð fjölskyldunnar, fað- irinn Royal Tenenbaum, yfirgaf þau fyrir meira en áratug, en vill nú búa undir sama þaki og þau á meðan hann bíður dauðans. Fjölskyldumeðlimirn- ir eru mjög alvarlegir á svip allan tím- ann. Enda ekkert gamanmál að vera barnasnillingur sem hefur klúðrað lífi sínu, og þurfa að takast á við föður sinn sem maður hatar. Andersen og Wilson tekst að skapa dásamlegar persónur með ótrúlega ríkt tilfinn- ingalíf undir alvarlegum andlitssvip. Og það gerir allan gæfumuninn. Mað- ur skilur hvernig þeim líður, og finnur til með þessum verum sem yfirnátt- úrulegar kröfur hafa verið gerðar til. Þeir gera grín að uppeldi og sálfræði- bulli, og komast að kjarna málsins. Og úr verður bráðfyndin gamanmynd. Og var það ekki Gosford Park sem vann af þeim Óskarinn fyrir besta frumsamda handritið? Royal Tenen- baums er nefnilega miklu meira en hún lítur út fyrir að vera, en Gosford Park miklu minna en hún heldur sig. Valið hefur verið sérstaklega vel í hlutverkin, en bestur er Gene Hack- man sem Royal sjálfur, ólýsanlegur sjarmur en algert skítmenni um leið. Allir aðdáendur hans verða að sjá þessa mynd, þar sem hann sannar endanlega hversu ótrúlega fjölhæfur og frábær leikari hann er. Bill Murray fer með lítið hluverk í mynd- inni, en hann lék stærra hlutverk í myndinni Rushmore og maður veltur fyrir sér hvers vegna hann fékk ekki hlutverk Royal, enda mjög hæfur leikari einnig. Aðrir fastaleikarar eru Kumar Pallana sem hefur leikið í öll- um kvikmyndunum þeirra, og það er sérstök skemmtun að fylgjast bara með honum í hlutverki Pagoda. Og svo Íslandsvinurinn Seymour Cassel, sem er alltaf góður. Stórstjörnurnar standa sig allar vel, enda er leikstjórn Andersens sérlega styrk. Það er kannski helst að Wilson sjálfur í hlut- verki fjölskylduvinarins Eli Cash hafi verið smáleiðinlegur. Ætli Andersen hafi nokkuð ráðið við hann? Það vekur sérstaka athygli mína hversu áreynslulega skrifuð og leik- stýrð myndin er, frábær heildræna í leiknum og hreinlega mjög smekkleg á allan máta. Hún einhvern veginn flýtur áfram. Tónlistina flytja pönk- arar eins og Joe Ramone og öll hans fjölskylda, Nick Drake og Joe Strum- mer. Fersk notkun á tónlist og þótt undalegt megi virðast, alls ekki á skjön við myndina. Það er yndislegt að koma út af þessari mynd og eiga ekki orð ein- hvern veginn. Vera sleginn af fersk- leikanum, sanna undirtóninum undir alvarlegu yfirborðinu sem samt er fyndið. Draga að sér ferskt loftið, hrista hausinn, glotta og finna nota- lega tilfinningu í brjóstinu. Dekrið nú við sjálf ykkur, kynnist Tenenbaum- fjölskyldunni og upplifið eitthvað nýtt. Það gefast allt of sjaldan tæki- færi til þess í bíó. KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka Leikstjórn: Wes Anderson. Handrit: Owen Wilson og W.A. Kvikmyndataka: Robert P. Yeoman. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Angelica Huston, Owen Wil- son, Luke Wilson, Gwyneth Paltrow, Ben Stiller, Danny Glover og Bill Murray. 109 mín. USA. Buena Vista Pictures 2001. THE ROYAL TENENBAUMS/TENENBAUM FJÖLSKYLDAN 1/2 Ljóðræn fegurð? Alltaf gaman hjá Tenenbaum- fjölskyldunni. Hildur Loftsdóttir T FYRIR HANN NÝI ILMURINN FRÁ TOMMY HILFIGER Útsölustaðir: Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Spönginni, Lyfja Smáralind, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðabæ, Lyfja Setbergi, Lyfja Grindavík. Kynnum nýjan ilm T fyrir hann frá Tommy Hilfiger debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 75 02 04 /2 00 2 LJÓMANDI Endurspeglaðu nýja ímynd. Fljótandi farði í föstu formi, HYDRO-LIQUID COMPACT. Hér sameinast ferskleiki og þægindi, útkoman er hámarks raki og fallegt, ferskt útlit. Ljóminn kemur í ljós, mýktin endist og árangurinn er lýtalaus húð. Shiseido og Debenhams bjóða þig velkomna á dekurdaga 18. - 30. apríl. Persónuleg ráðgjöf í vali á kremum og í förðun. Spennandi tilboð og kaupauki.* *Á meðan birgðir endast. The Makeup LANDSBÓKASAFN Íslands – há- skólabókasafn auglýsir eftir mynd- listarmönnum til að taka þátt í op- inni hugmyndasamkeppni um gerð útilistaverks fyrir framan Þjóðar- bókhlöðuna að sunnanverðu. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögu að verki sem útfæra má í fullri stærð. Senda skal inn frumdrög að verkinu á A4-blöðum sem meðal annars sýni verkið frá ólíkum hliðum. Einnig skal fylgja stutt greinargerð um hugmyndina að baki verkinu, efnisval og upp- byggingu. Að samkeppni lokinni verður tek- in ákvörðun um hvaða eitt verk verður valið til útfærslu og uppsetn- ingar, samkvæmt nánara samkomu- lagi við viðkomandi listamann. Að auki verða veitt önnur og þriðju verðlaun svo og viðurkenningar fyr- ir frumlegar tillögur eftir því sem efni standa til. Ef dómnefnd telur enga tillögu koma til greina til útfærslu áskilur hún sér rétt til að hafna öllum inn- sendum tillögum. Þegar úrslit sam- keppninnar liggja fyrir verða til- lögur sem verðlaun eða viðurkenningu hljóta almenningi til sýnis í húsakynnum Þjóðarbókhlöð- unnar. Fimm manna dómnefnd skipuð fulltrúum Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns og Sambands ís- lenskra myndlistarmanna sér um framkvæmd samkeppninnar, sem fram fer samkvæmt samkeppnis- reglum Sambands íslenskra mynd- listarmanna, og keppnislýsingu, sem unnt er að fá hjá trúnaðar- manni keppninnar. Tillögum skal skila inn undir dul- nefni og skulu A4-blöðin merkt dul- nefninu í hægra horni neðst. Jafn- framt fylgi með ógegnsætt umslag merkt dulnefninu er hafi að geyma upplýsingar um rétt nafn höfundar eða höfunda verksins, ásamt kenni- tölu, heimilisfangi og síma. Trúnaðarmaður samkeppninnar er Ásmundur G. Vilhjálmsson hdl. Tillögur í samkeppnina þurfa að berast trúnaðarmanni í síðasta lagi kl. 16 hinn 3. júní, í A4-umslagi merktu: Útilistaverk við Þjóðarbókhlöðu: Grant Thornton endurskoðun ehf. Ásmundur G. Vilhjálmsson hdl. Suðurlandsbraut 20, 101 Reykjavík. Samkeppni um útilistaverk við Þjóðarbókhlöðu Bossakremið frá Weleda – þú færð ekkert betra Fæst í: Þumalínu, Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyf og heilsu og Apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.