Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ein af mínum fyrstu minningum er frá því þegar ég var agnarlítill patti að leika mér í fót- bolta við þig, pabbi minn, á ganginum heima á Marbæli. Oft var mikill has- ar í þessum leik þarna á ganginum, enda þráðum við systkinin þessar stundir meira en nokkuð annað. Allt- af gastu gefið þér smástund til að leika þér við okkur, þótt mikið væri að gera við bústörfin. Síðar þegar við bræðurnir byrjuð- um að stunda bæði frjálsar og fót- bolta studdir þú okkur af heilum hug. Keyrðir með okkur á æfingar og keppnir án þess að nefna nokkurn tímann að mikið væri að gera, að ekki væri tími til að sendast með okkur. Frá því að ég man eftir mér fékk ég að fylgjast með og „aðstoða“ þeg- ÞÓRÐUR STEFÁNSSON ✝ Þórður Stefáns-son fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal 26. ágúst 1926. Hann lést á sjúkrahúsi Sauðárkróks 2. apríl síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju 13. apríl. ar dytta þurfti að ein- hverju, enda var það fátt sem þú náðir ekki að laga með hugviti og næmi. Án nokkurs vafa mótaði þetta mig sem polla, ég fékk óbilandi áhuga á að smíða og laga hvers kyns hluti. Þetta voru dásamlegar stundir sem aldrei gleymast. Fleiri atriði koma upp í hugann þegar litið er til baka. Eitt er mjög ofarlega í minningunni, það er þegar þú varst að slá á gömlu Deutz-dráttarvélinni með greiðusláttuvélinni. Það jafnað- ist ekkert á við að sitja í farþegasæt- inu tímunum saman og fylgjast af áhuga með því hvernig bera átti sig að við þetta vandasama verk. Oft varstu líka með mér í huganum í vélsleðaferðalögum. Þegar ég kom heim eftir vel heppnaðar ferðir voru kortin jafnan dregin upp og farið yfir ferðina með bros á vör. Oft barst í tal að við yrðum að fara saman í svona ferðir, því miður varð aldrei neitt af því. Frá því ég fyrst man eftir mér varst þú, pabbi minn, til staðar, þú varst alltaf tilbúinn að leggja þitt af mörkum svo okkur öllum liði vel. Þær dásamlegu stundir sem þú gafst okkur munu lifa í minningunni um góðan föður. Guð gefi þér frið. Haukur. Þórður frá Marbæli er búinn að ljúka sínu jarðvistarlífi. Ég kynntist honum þegar ég kom á heimili hans, bróður hans og föður 1953. Næstu tíu árin var hann þar til heimilis svo ég fékk kynni sem aldrei rofnuðu. Hann varð ekki einungis mágur minn, bróðir manns míns og föður- bróðir barna minna, heldur líka ein- lægur vinur okkar allra. Þegar hann festi svo ráð sitt með eftirlifandi konu sinni fluttu þau og hófu búskap á Hofi í Hjaltadal. Þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu síð- an að Marbæli í Óslandshlíð og hafa búið þar síðan. Samstilling hjónanna var aðdáun- arverð við að hlúa að búi og börnum. Því var ævinlega mikil tilhlökkun hjá fjölskyldu minni að heimsækja þau þar sem hlýja, nærgætni og glað- værð ríkti og bera börn þeirra þetta fangamerki frá þeim, sem er tryggð, reglusemi og heiðarleiki í ríkum mæli. Þórður var laghentur og nutu bæði vélar og annað sem til þurfti lagni hans á Marbæli. Þórður hafði gott skopskyn og var vinafastur en var – eins og kona hans – meira fyrir að hlúa að heimilinu en að vera í fé- lagsmálum. Ég reyni ekki að telja upp einstak- ar minningar því þær eru svo marg- ar, góðar og samofnar margra ára sambandi okkar að ég þakka bara hverja og eina. Um leið bið ég Rósu og afkomendum þeirra allrar guðs- blessunar um ókomin ár og vona og veit að vináttan við þau mun ekki blikna þótt eitt úr hópnum kveðji. Þórður, þökk fyrir allt, kæri vinur, hittumst seinna, hress að vanda. Fjóla Kr. Ísfeld. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H. I. H.) Elsku Þórður frændi, að kveðja þig er óskaplega erfitt og einhvern- veginn er það svo að þegar einhver hefur verið fastur punktur í tilver- unni frá því að maður man eftir sér þá er óraunverulegt að þér sé kippt í burt, ég vil bara geta komið til ykkar Rósu út á Marbæli og þú segir: ,,Nei, ert þú komin, sæl og blessuð frænka,“ með hlýja viðmótið þitt og brosið sem alltaf var til staðar. Að koma til ykkar var alltaf svo gott, maður var kominn ,,heim“, þið bæði einstaklega gestrisin, góð, hlátur- mild og hægt að spjalla um allt, já skrítið verður að koma í Marbæli án þín, en þó hláturinn þinn heyrist ekki lengur verður hann alltaf skýr í hug- um okkar sem eftir stöndum og söknum þín mikið. En kannski er þetta frekja að vilja hafa þig alltaf, þú lifðir 75 ár, áttir yndislega konu þér við hlið, þið voruð svo einstak- lega samhent hjón, komuð upp fjór- um góðum og duglegum börnum og áttuð myndarbú sem þú naust þín í. Við frændsystkini, vinir þínir og fjöl- skylda eigum ótal góðar og skemmti- legar minningar um þig sem við get- um yljað okkur við. En þakklæti er mér samt efst í huga, þakklæti fyrir góðan frænda og félaga, þakklæti fyrir það hvað þú varst góður við mig og börnin mín. Strákarnir kölluðu þig afa, Tómas kom alltaf sæll og glaður úr sveitinni eftir dvölina á sumrin, ég vona bara og veit að þú ert kominn á góðan stað, laus við kvalirnar. Hafðu þökk fyrir allt, kæri frændi. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Elsku hjartans Rósa, Kolla, Hjalti, Haukur, Edda og fjölskyldur. Þórður fór allt of fljótt frá ykkur. Ég sendi ykkur mína innilegustu samúðarkveðjur, guð veri með ykk- ur. Sæunn Guðmundsdóttir.              1=7 787  5< 5 -&   (&(,(E      / ; 5!      "  !       <         !  # "# '(# 1<&($%&& .!&((1<&(! ,9(16 $%&& 0  0+!,0  0  0+/             '7 87 /    5/% &%25 (%    /              "  !       ;        =  !  " "# )&*20  $%&&   $( ?(,(! 20+,(! 2   $%&& , ,((+(!,'*  $(20  ?/ - .                     $5 9- (+              3       !  + ## ,*(%$%&& ,9(, &G$%&& @ $*  $%&&  , ! '(0+,  $%&& H % -   ! ,0+,'(%$%&&   &&%  !  '/  $%&& !, + ? $(/ - .     (    .   6&#:I 6(5 ,+&(:J: ? 5*         "  !              >      !  " "# &      '  ( ;   /      * ((  /  ,0+,/'&$%&&  $%./ ! ,*('/ $%$%&& $%@/'(-($! '&( $%! & /2$%&& ,# $%! !,?& 0+/ - .              1    (,+&(JB &?9% -          ;  '      1#  !    + ## &      '   ;  '   ;  ? ) ')    (,16 $%&&   16 $%&& .!0,(",! ,( ,#& 16 $%&& %  %$%&& )&6$<! .!5 $( " 16 !   9  $    0  0+!,0  0  0+/            ' '7 ' 7  ' )%,0  E ? 5*  / %     !             =  !  " "#  ,'&!,0,!  / &$%&& ? 5* ,0,$%&& ,#,K%!  L9,0,$%&& ,# - L9  $ ,0,$%&& !,0  0+/ @  %      6    ) '6'    )       6; /  '       * ($ / - .                 '. )   6 $;G *@&-  ?(-      (     <   %     !        0    <      1#  !  + ## '(#5  (,$ 0+&,$ 0+!,0  0+/  .                @' /  )  -#  -&   <%,(-:E ? 5*                  !  " "# &      '        '      '(# ,#$%&&/ @,$*@,$%&&  .% ! 5*M@,! $ ?@,!  $ ?% $%&&  $  *@, !, * /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.