Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 12

Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FUNDURINN var haldinn að til- stuðlan ÍBR og að loknum framsögu- ræðum voru pallborðsumræður þar sem framsögumenn sátu fyrir svör- um. Starfið ekki metið að verðleikum Í máli Reynis Ragnarssonar, for- manns ÍBR, kom fram að þetta væri í annað sinn sem ÍBR héldi fund með frambjóðendum flokkanna skömmu fyrir kosningar. Tilgangurinn væri ekki að etja saman frambjóðendum til að ná fram yfirboðum heldur fyrst og fremst að upplýsa stjórnmálamenn um hvað helst brynni á íþróttahreyf- ingunni. Taka yrði tillit til hennar og frambjóðendum gæfist tækifæri til að kynna sig og stefnu síns framboðs. Hann gat þess að síðan sveitar- félögin hefðu tekið yfir íþróttamálin frá ríkisvaldinu hefðu þau ráðstafað 6 til 9% tekna sinna til æskulýðs- og íþróttamála. Í Reykjavík hefði verið ráðstafað 6 til 7% af heildartekjum. Í fjárhagsáætlun ársins 2002 væru þetta um 1.456 milljónir króna af 24 milljarða tekjum, sem væri ráðstafað til þessa málaflokks eða liðlega 6%. Af þessari fjárhæð væri áætlað að til íþróttahreyfingarinnar færi 521 millj- ón í húsaleigu og æfingastyrki og byggingastyrki. Reynir Ragnarsson sagði að breyt- ing á styrktarkerfinu 1990 hefði verið algjör bylting en það hefði að stofni til verið óbreytt síðan og nú hefðu flest sveitarfélög tekið það upp og bætt um betur. Auknar styrkveitingar, eins og t.d. í Garðabæ, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ, hefðu gjörbreytt rekstri íþróttafélaganna í viðkomandi bæjar- félögum. „Forystumenn íþróttamála í Reykjavík hafa margoft bent á að það þurfi að bæta núverandi styrktar- kerfi, það þurfi að meta það mikla uppeldis- og forvarnarstarf, sem fram fer á vegum íþróttafélaganna, sem að miklu leyti er unnið í sjálfboðavinnu,“ sagði hann. „Þetta er starf sem íþróttafélögunum hefur fundist borg- aryfirvöld ekki hafa metið af verðleik- um. Íþróttafélögin hafa margoft kall- að eftir breytingum sem meðal annars væru í þá veru að borgin greiddi laun eins starfsmanns hjá hverju hverfafélagi, og greiddi niður barna- og unglingastarfið til dæmis með beinum styrkjum sem rynnu til ákveðinna verkefna.“ Í júlí 2000 kom út skýrsla um út- tekt ÍTR og ÍBR á rekstrarumhverfi íþróttafélaganna í borginni og fram- tíðarsýn til 2010. Reynir Ragnarsson gerði niðurstöður skýrslunnar að um- talsefni sínu og gat þess að margt í henni væri í vinnslu en meira þyrfti til. Öll íþróttafélögin ættu í fjárhags- vandræðum og nauðsynlegt væri að tryggja fjárhagslegan grundvöll þeirra, t.d. með því að gera við þau þjónustusamninga um ákveðna þjón- ustu í hverfunum. Íþróttaskóli félag- anna væri í lausu lofti og líta yrði á hann sem hluta af almenna skólakerf- inu sem borgin greiddi að fullu. Ef hlutdeild íþrótta- og æskulýðsmála í heildartekjum borgarinnar hækkaði um eitt prósentustig hefði málaflokk- urinn 240 milljónum kr. meira að spila úr sem þýddi að hægt væri að greiða a.m.k. 10 þús. kr. á hvern iðkanda yngri en 12 ára til félaganna. Fyrir þann pening væri hægt að halda úti öflugum íþróttaskóla í öllum skóla- hverfum borgarinnar. Hreyfingin þyrfti að fá hærra hlutfall af heildar- tekjunum. „Þessir fjármunir myndu nýtast vel í því mikla uppeldis- og for- varnarstarfi sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar í borginni.“ Félögin vilja meira frá borginni Theodór Sigurbergsson, foreldri barns í íþróttum, sagði að gríðarlega öflugt íþróttastarf væri rekið hjá mörgum félögum í borginni en að- staðan væri misjöfn. Miklar kröfur væru gerðar til þeirra en tilfinnanlega vantaði heildarstefnumörkun sem tæki tillit til skólans, íþróttaskólans sem gæti fallið inn í heilsdagsskólann, og sumarskólann. Til að geta staðið undir þessu öllu þyrfti meira fjár- magn í barna- og unglingastarfið og það þyrfti að fá meiri athygli. Rúnar Geirmundsson, formaður Íþróttafélagsins Fylkis, sagði að kraf- an væri að borgin kæmi meira til móts við íþróttafélögin til að halda ut- an um innra starf þeirra, því með góð- um framkvæmdastjóra og íþróttafull- trúa löðuðust fleiri að starfinu. Ekki pólitískur ágreiningur Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi og efsti maður á lista Frjáls- lyndra og óháðra, sagði að ekki ríkti pólitískur ágreiningur um íþróttamál- in heldur hefðu stuðningsmenn hinna ýmsu félaga frekar tekist á innan borgarstjórnarflokkanna um fjárveit- ingar til íþróttafélaganna, þó þeir ættu að vera hafnir yfir slíkt. Kynni sín af tómstundastarfi ÍTR væru ákaflega jákvæð en öll tómstunda- og íþróttaiðkun barna í Reykjavík gæti orðið enn betri og öflugri ef samstarf skólanna, ÍTR og íþróttafélaganna yrði aukið enn frekar þannig að starf- semin gæti spannað lengra tímabil en nú væri mögulegt og það yrði vonandi hægt með lengingu skólaársins. Í máli Ólafs kom fram að þverpóli- tísk samstaða ríkti um að halda uppi öflugu íþróttastarfi í borginni og þá ekki bara með hliðsjón af árangri í keppni heldur einnig til að auka fé- lagsþroska unglinga og vitund al- mennings um gildi hreyfingar og holls og reglusams lífernis. Forvarn- argildi íþróttanna væri mikið og reka þyrfti beittan áróður gegn reykingum og áfengisneyslu og hvað þá fíkni- efnaneyslu á þessum vettvangi. Myndarlega væri staðið að uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og nýrisin knattspyrnuhöll í Grafarvogi væri glæsilegt dæmi þar um. Víðtæk sam- staða virtist ríkja um þá framkvæmd sem og um uppbyggingu frekari keppnis- og líkamsræktaraðstöðu í Laugardalnum og almennt tæki hann undir flest það sem fram hefði komið hjá Reyni Ragnarssyni. Innra starfið forgangsverkefni Björn Bjarnason, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, sagði að nauðsyn- legt væri að líta til málefnanna með nýjum hætti með hliðsjón af öflugu starfi íþróttafélaganna og með hlið- sjón af því að skólastarfið hefði tekið á sig nýja mynd með einsetningu skól- anna. Hann sagði að afreksstefnan sem hann hefði unnið að sem mennta- málaráðherra með forystumönnum íþróttahreyfingarinnar mætti sín lít- ils nema grasrótin væri góð. Hann vísaði til stefnuskrár Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarinnar, sem bæri nafnið betra íþrótta- og æskulýðsstarf, en þar kæmi fram að Sjálfstæðisflokkurinn vildi efla íþróttastarfið í Reykjavík og virkja sem flesta til þátttöku með aukinni samvinnu við íþróttafélögin í borginni. Stefnan væri í takt við fram- komin sjónarmið á fundinum um nauðsyn þess að efla innra starfið í fé- lögunum. Hann greindi síðan frá stefnunni, sem var birt í heild sinni í Morgun- blaðinu 28. mars sl., lagði hana fram fyrir fundarmenn og gat þess m.a. að nauðsynlegt væri að skipuleggja starfið með skýrum markmiðum og viðmiðum, því með íþróttanámskrá væri hægt að mæla árangurinn og miða fjárveitingar við hann. Þriggja ára áætlun Steinunn V. Óskarsdóttir, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans og for- maður ÍTR, sagði að gríðarleg upp- bygging hefði átt sér stað í íþrótta- og æskulýðsmálum á átta ára valdatíma R-listans og sjaldan hefði eins miklu fjármagni verið veitt í málaflokkinn í uppbyggingu og almennan rekstur. Í því sambandi nefndi hún að á valda- tíma D-listans 1986 til 1993 hefði borgin varið 1.922 milljónum í al- mennar íþróttaframkvæmdir og 786 milljónum í félagaframkvæmdir eða samtals 2,7 milljörðum, en sambæri- legar tölur 1994 til 2002 væru 2.601 milljón og 1.900 milljónir eða samtals 4,5 milljarðar. Fjárfest hefði verið í framtíðinni, Reykjavíkurborg hefði látið félagasamtök og fyrirtæki ann- ast ýmsan rekstur mannvirkja, en ÍTR gegndi þar eftirlits- og aðhalds- hlutverki. Hún nefndi dæmi um fram- kvæmdir á tímabili R-listans, gat þess að borgin hefði varið um 200 til 230 milljónum á ári til að koma upp full- búnum íþróttahúsum og annarri að- stöðu hjá félögunum á undanförnum árum, gæðastarf þriggja íþrótta- félaga hefði verið viðurkennt með styrkjum og haldið yrði áfram á markaðri braut. Á næstu þremur árum væri gert ráð fyrir uppbyggingu fyrir um 3,2 milljarða króna en mikilvægt væri að vallargerð, viðhald og innra starf hefðu forgang og sérstakt sparkvalla- átak gerði ráð fyrir 15 til 25 millj- ónum kr. á ári. Á sömu nótum Í umræðunum kom m.a. fram hjá fulltrúa KRR að 20 til 25 battavelli þyrfti í Reykjavík en hver völlur kost- aði 7 til 15 milljónir. Steinunn V. Ósk- arsdóttir sagði að á undanförnum ár- um hefðu verið settar um 15 millj. kr. á ári í þetta verkefni en samkvæmt nýsamþykktri þriggja ára áætluninni væri gert ráð fyrir 25 millj. kr. í það 2003, 20 milljónum 2004 og 28 millj- ónum 2005. Björn Bjarnason tók und- ir það að huga þyrfti að þessari vall- argerð því hún skipti greinilega mjög miklu máli fyrir félögin og grasrót- arstarfið. Ólafur F. Magnússon tók í sama streng. Fram kom hjá fulltrúum flokkanna að íþróttafélögin yrðu að axla sína ábyrgð varðandi uppsafnaðar skuldir og jafnræði yrði að ríkja varðandi styrkveitingar. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að Orkuveitan endurskoðaði hugsanlega taxta gjalda til íþróttafélaganna eða styrkir til þeirra yrðu endurskoðaðir en málið væri til skoðunar og líklega yrði komið til móts við íþróttahreyf- inguna með einum eða öðrum hætti. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði að Reykjavíkurborg hefði ávallt stað- ið sig nokkuð vel varðandi íþrótta- hreyfinguna. Hann þakkaði fram- bjóðendum fyrir þann góða hug sem þeir hefðu sýnt íþróttahreyfingunni og aðalatriðið væri að borgarfulltrúar hefðu skilning á viðhorfum og óskum íþróttahreyfingarinnar, settu sig inn í málin og gerðu sitt besta. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna töluðu á sömu nótum í framsöguræðum sínum og svör þeirra í pallborðsumræðunum báru þess vitni að málaflokkurinn væri þeim hugleikinn. „Ég lít björtum augum til framtíðarinnar,“ sagði enda Reynir Ragnarsson áður en hann sleit fundi. Málaflokkurinn mikil- vægur og framtíðin björt Fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru á opnum fundi um íþróttamál í Reykjavík. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með fundinum í félagsheimili Þróttar í Laugardal sl. þriðjudagskvöld. Morgunblaðið/Golli Frambjóðendurnir Ólafur F. Magnússon, efsti maður á lista Frjáls- lyndra og óháðra, Steinunn V. Óskarsdóttir, Reykjavíkurlista, Kjartan Magnússon, á lista Sjálfstæðisflokks, og Björn Bjarnason, borgarstjóra- efni sjálfstæðismanna, á fundinum um íþróttamál í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, flytur framsöguræðu sína. steg@mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undir höndum læstan peningaskáp, sem fannst nýlega í austurborginni. Sá, sem telur sig eiga skápinn, getur vitjað hans á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Peningaskápur í óskilum VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 16. apríl sl. um flutning mála fyrir óbyggðanefnd, vegna krafna fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur í sveitarfélaginu Horna- firði í Austur-Skaftafellssýslu, og uppkvaðningu úrskurða í þeim mál- um, vill óbyggðanefnd koma eftirfar- andi á framfæri: „Málflutningur mun fara fram í tvennu lagi í sumar og haust. Mál vegna Öræfa og Suðursveitar verða flutt í síðustu viku júní og mál vegna Mýra, Nesja og Lóns í annarri viku september. Ekkert liggur fyrir um það á þessu stigi máls hvenær úr- skurðir verða kveðnir upp.“ Óákveðið með úrskurði óbyggðanefndar HARALDUR Örn Ólafsson hækk- aði sig enn á Everest á þriðjudag og fór upp í aðrar búðir í 6.400 m hæð og er við bestu heilsu. Hann nálgast nú persónulegt hæðarmet sitt í aðlögunarferlinu en til sam- anburðar má nefna að Aconcagua, næsthæsta fjallið af Hátindunum sjö, sem Haraldur kleif fyrr á árinu, er 6.960 m. Haraldur hyggst halda niður í grunnbúðir í dag, fimmtudag og hvíla sig í a.m.k. 2 daga. „Það er gríðarlegt útsýni héð- an og sér til Nuptse og Everest,“ sagði Haraldur við bakvarðasveit sína í Útilífi í Smáralind á þriðju- dag. „Þetta hefur gengið vonum framar og maður er orðinn reynsl- unni ríkari í glímunni við hæðina,“ sagði hann. Haraldur kominn í aðrar búðir á Everest HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði á þriðjudag kröfu Ásgeirs Leví Grétarssonar, sem ákærður er fyrir manndráp, um lokað þinghald. Ásgeir Leví sætir ákæru ríkissak- sóknara fyrir manndráp með því að hafa orðið Finnboga Sigurbjörns- syni að bana við Bakkasel í Breið- holti 28. október 2001. Úrskurður héraðsdóms hefur ver- ið kærður til Hæstaréttar. Kröfu um lokað þinghald hafnað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.