Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 13

Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 13 GARÐABÆJARLISTI – S- listi – við bæjarstjórnarkosn- ingar í Garðabæ 25. maí nk. var samþykktur á fundi fé- lagsins 10. apríl sl. Listann skipa: 1. Sigurður Björgvinsson skólastjóri, 2. Lovísa Einarsdóttir íþrótta- kennari, 3. Björn Rúnar Lúð- víksson læknir, 4. Steinþór Einarsson markaðsstjóri, 5. Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólastjóri, 6. Þóra Kemp félagsráðgjafi, 7. Árdís Ýr Pétursdóttir nemi, 8. Ólafur Gunnar Þórólfsson vélvirki, 9. Stella Hrafnkelsdóttir hjúkr- unarfræðingur, 10. Þorkell Jóhannsson kennari, 11. Bjarni Sæmundsson pípu- lagningameistari, 12. Erna Aradóttir leikskólastjóri, 13. Gizur Gottskálksson læknir og 14. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir alþingiskona. Skipan Garðabæj- arlistans ákveðin LANDSSÍMINN hefur skilað grein- argerð til Póst- og fjarskiptastofnun- ar vegna erindis Tals hf. um meint eignatengsl fyrirtækisins og Íslands- síma í gegnum ríkissjóð. Þar kemur fram meðal annars að erindið sé fyr- irtækinu óviðkomandi þar sem það eigi ekki hlut í Íslandssíma hvorki með beinum eða óbeinum hætti. Ríkissjóður á 98% hlut í Land- símanum og 68% hlutafjár í Lands- bankanum, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Íslandssíma. Fram kemur hjá Heiðrúnu Jóns- dóttir, upplýsingafulltrúa Landssím- ans, að erindi félaganna snúi þess vegna eðli málsins samkvæmt að eig- endum félaganna. Íslenska ríkið sé eigandi u.þ.b. 98% hlutafjár í Lands- síma Íslands, en muni á þeim tíma sem rekstrarleyfið hafi verið gefið út hafa verið 100% eigandi að félaginu. Engin breyting hafi því orðið á eign- arhaldi á Landssíma Íslands hf., sem máli skipti í þessu sambandi, frá því að rekstrarleyfi félagsins hafi verið gefið út. Þá sé ljóst að Síminn hafi ekki eignast hlut í öðrum fjarskipta- fyrirtækjum á sviði þjónustu þar sem fjöldi leyfishafa sé takmarkaður sbr. 4. gr. starfsleyfis. Hafi Lands- sími Íslands hf. því ekki á nokkurn hátt brotið gegn rekstrarleyfi sínu. Hafi hins vegar orðið breytingar á eignaraðild að Íslandssíma hf. frá út- gáfu fjarskiptaleyfis Landssíma Ís- lands hf. verði athugasemdum þar að lútandi væntanlega að beina til Ís- landssíma hf. eða eigenda þess fé- lags, ef við eigi. Þá vísaði Heiðrún einnig til þess að lögmætisreglur stjórnsýsluréttar mæli gegn því að leyfishöfum í leyf- isbundinni starfsemi séu sett skilyrði eða kostir sem þeir hafi ekki tök á að fara eftir eða hafa áhrif á, nema að slíkt hafi sérstæka lagaheimild. „Af þessum sökum verður ekki talið að eignarhald ríkisins að Íslandssíma, sem eru tilkomin án nokkurs til- verknaðar fjarskiptafyrirtækis Landssíma Íslands hf., geti að lögum leitt til þess að útgefið fjarskiptaleyfi viðkomandi falli niður eða því séu settar skorður öðrum hluthöfum til tjóns.“ Greinargerð Landssímans til Póst- og fjarskiptastofnunar Erindi Tals Landssímanum óviðkomandi ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, segir að endurskoða verði deiliskipulag lóða við Laugar- nestanga í framhaldi af nýlegum úr- skurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Var hann á þá leið að ógilt var ákvörðun borgar- ráðs um að fella úr gildi heimild til byggingar vinnustofu á Laugarnes- tanga 65 þar sem hús Hrafns Gunn- laugssonar stendur. Rök nefndarinnar m.a. þau að réttur Hrafns sé skertur Rök úrskurðarnefndarinnar eru m.a. þau að réttur Hrafns sé skert- ur með því að meina honum að byggja umrædda vinnustofu og að jafnræðis hafi ekki verið gætt með honum og eigendum nágrannalóða hvað varðar nýtingarhlutfall lóðar- innar. Formaður skipulags- og bygg- inganefndar segir að í framhaldi af þessum úrskurði muni hann leggja til á fundi nefndarinnar í næstu viku að deiliskipulag lóðanna nr. 60, 62 og 65 við Laugarnestanga verði endurskoðað. Árni Þór segir Laug- arnestangann öðrum þræði eiga að vera almennt útivistarsvæði og hafi það verið skoðun nefndarinnar að ekki yrði um frekari byggingar að ræða á umræddum lóðum. Efnisleg rök væru fyrir lægra nýtingarhlut- falli vegna útivistarsvæðisins í Laugarnestanga. Ráðist var í framkvæmdir sem ekki var leyfi fyrir Þá sagði Árni Þór að hann hefði óskað eftir að byggingafulltrúi gerði athugasemdir við framgöngu Hrafns Gunnlaugssonar á lóð sinni. Þar hefði verið ráðist í framkvæmd- ir sem ekki væri leyfi fyrir, m.a. jarðvegur fluttur á lóðina og að hluta á lóð borgarinnar, stækkað hús og torveldað aðgang að göngu- stíg í fjörunni. Í frétt Morgunblaðsins á þriðju- dag af úrskurði nefndarinnar mis- ritaðist nýtingarhlutfall lóðar Hrafns en það er 0,15. Er það helm- ingi lægra en nýtingarhlutfall lóða nágranna Hrafns og undir lægri mörkum í Aðalskipulagi Reykjavík- ur. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Vill endur- skoða deili- skipulag í Laugar- nestanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.