Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 46

Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.bi.is Búnaðarbankinn þakkar Búnaðarbankinn þakkar fyrirlesurum og yfir 400 gestum á ráðstefnu um fjármál eldri borgara í Súlnasal Hótels Sögu 16. apríl síðastliðinn fyrir einstak- lega fróðleg og vel heppnuð erindi um stöðu fjármála eldri borgara á Íslandi og skemmtilegar og líflegar umræður. margra er iðnnám síðri valkostur en stúdents- prófsleið. Stúdentspróf er gott próf en það er fjarri því að vera gull- trygging fyrir áhyggju- lausri framtíð barna okkar. Það veitir t.d. eitt og sér engin starfs- réttindi. Nú er að opnast ný leið við iðn- og verk- menntaskóla landsins sem felst í því að nem- endur ljúki stúdents- prófi og iðnmenntun samtímis. Slíkt próf veitir allt í senn: starfs- réttindi, vel launaða vinnu og rétt til að halda áfram námi á háskólastigi. Þeir sem hafa áhuga á að kanna þessa leið geta kynnt sér ALDREI áður hefur ungt fólk staðið frammi fyrir eins mörgum val- möguleikum eins og nú á tímum. Ekki þarf að fjölyrða um fjölbreytta afþreyingu og kostaboð á hverju horni. Gagnvart neysluframboði nú- tímans þarf sterk bein og vilja til þess að sjá það sem máli skiptir. Erfitt getur verið fyrir ungt fólk að afla sér haldbærra upplýsinga í upp- lýsingaáreiti nútímans. Mikilvægt er að unnt sé að leita sér upplýsinga um menntun sem er í boði og velja síðan með hliðsjón af áhuga og hæfileikum. Atvinnulífið gerir sívaxandi kröfur til starfsfólks vegna þess að störf verða flóknari. En um leið og kröf- urnar aukast vaxa líka möguleikar fólks til að nýta hæfileika sína betur en áður. Er iðnnám síðri valkostur? Hafa foreldrar opnað augu sín og barna sinna fyrir öllum þeim náms- möguleikum sem í boði eru? Í hugum nánari umfjöllun á vef- setrinu www.idan.is sem ætlað er ungu fólki til upplýsingar um nám og störf. Slagsíða er á bátnum Iðnmenntun óx upp úr handverki og vissu- lega bera margar iðn- greinar þessum upp- runa sínum vitni enn í dag. Í því felst m.a. styrkur þeirra. Þær iðngreinar sem skapa mestan arð fyrir fyrir- tækin hafa hins vegar þróast í takt við at- vinnulífið og eru nær því að vera tæknifræði en handverk. Sú þróun átti sér ekki stað vegna þess að ein- hverjum var umhugað um að einstak- ar iðngreinar „fengju“ að lifa af held- ur vegna þess að fyrirtækin þurftu á betur menntuðu og þjálfuðu starfs- fólki að halda. Eins og allir vita hljóta slíkir starfsmenn umbun í betri kjör- um. Á Íslandi er vaxandi fjöldi fyrir- tækja sem reiðir sig á tæknikunnáttu iðnaðarmanna. Össur og Marel eru löngu þekkt dæmi um slík fyrirtæki. Það væri dapurlegt ef skortur á vel menntuðum iðnaðarmönnum kæmi í veg fyrir vöxt á sambærilegum fyr- irtækjum hér á landi. Það er af þess- ari ástæðu sem Samtök iðnaðarins beita sér fyrir því að þörf fyrirtækja fyrir vel menntað og rétt menntað starfsfólk sé sinnt. Opinberar tölur staðfesta að há- skólamenntuðum hefur fjölgað stöð- ugt undanfarna áratugi. Það er gleði- efni. Á sama tíma hefur iðnmennt- uðum fækkað sé tekið mið af fjölda sveinsprófa. Það er slagsíða á menntaskútunni að þessu leyti. Kynnum börnum okkar iðnnám Mannauður er ekki innantómt tískuorð heldur felur það í sér við- urkenningu hagfræðinnar á raun- verulegri auðsæld sem býr í fólki. Þennan auð þurfum við að nýta sem best. Hér er tækifæri fyrir foreldra til að eygja hæfileika barna sinna og beina þeim á námsbraut við hæfi. Það er réttur ungs fólks að fá að njóta hæfileika sinna eins vel og kostur er. Í lokin vil ég benda foreldrum og ungu fólki, sem les þessar línur, á að leita sér upplýsinga um möguleika í iðnnámi. Hvar læri ég grafíska miðl- un? Hvað gerir bakari? Hvar vinna húsasmiðir? Svör við þessum spurn- ingum fást m.a. á upplýsingavefnum www.idan.is. Iðnmenntun er góður valkostur Halla Bogadóttir Höfundur er gullsmiður, kennari og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins. Iðnmenntun Skortur á iðnaðarmönn- um, segir Halla Boga- dóttir, getur hamlað hagvexti. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Stimpil Vefsíða: www.oba.is Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540 Ódýrari orðabækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.