Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 1
90. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. APRÍL 2002 LÍTIL flugvél af Piper-gerð skall síðdegis í gær á skýjakljúf í Mílanó á Ítalíu með þeim afleiðingum að fjórir týndu lífi auk flugmannsins. Um 60 manns slösuðust. Rétt áður hafði flugmaðurinn sent frá sér neyðarkall og tilkynnt, að hann hefði misst stjórn á vélinni. Talsmaður ítalska innanrík- isráðuneytisins sagði ekkert benda til annars en að um slys hefði verið að ræða og ekkert hefði komið fram, sem ýtti undir getgátur um hryðjuverk. Verðfall varð á hluta- bréfum er fréttir bárust af atburð- inum á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum þar eð margir ótt- uðust að um hryðjuverk af sama tagi og 11. september væri að ræða. Flugvélin lenti á 25. hæð Pirelli- turnsins en þar eru aðalskrifstofur yfirvalda í Langbarðalandi. Urðu miklar skemmdir á allri hæðinni en slökkviliðsmenn, sem komu strax á vettvang, voru fljótir að slökkva eldinn, sem kviknaði í flugvél- arflakinu. „Við héldum helst, að sprengja hefði sprungið,“ sagði Signý Kol- beinsdóttir í viðtali við Morg- unblaðið, en hún stundar iðnhönn- unarnám við Listaháskólann í Mílanó. Býr hún ásamt vinkonu sinni á sjöundu hæð í blokk skammt frá Pirelli-turninum. „Ég fór út svalir en sá ekki neitt á jörðu niðri og fór því inn aftur. Þá heyrðum við í þyrlum og aðvífandi sjúkrabílum og þustum út á svalir en með sama árangri og fyrr. Göm- ul kona í næstu íbúð benti okkur þá á að líta upp en ekki niður og þá sáum við flugvélina standa út úr miðjum turninum,“ sagði Signý. Fabio Sunik blaðamaður, sem sá flugvélina lenda á turninum, sagði, að eldur hefði verið í henni áður en hún lenti á honum. Er það einnig haft eftir öðrum vitnum. Celerissimo De Simone, yfirmað- ur í lögreglunni í Mílanó, sagði í gær, að áður en flugmaðurinn sendi frá sér neyðarkallið, hefði hann haft samband við flugturninn á Lin- ate-flugvellinum í borginni og sagst eiga í erfiðleikum með lending- arbúnaðinn. Ítölsk flugmálayfirvöld segja, að flugmaðurinn hafi verið sviss- neskur, Luigi Fasulo að nafni, 75 ára að aldri. Hann var einn í vél- inni. Pirelli-turninn í Mílanó er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Er hann 32 hæðir og 120 metra hár. Þar starfa að jafnaði um 1.300 manns. Helsta járnbrautarstöð Míl- anó er skammt frá húsinu og var henni lokað af ótta við að hryðju- verkamenn hefðu verið á ferð. Á innfelldu myndinni sjást borgar- búar í grennd við Pirelli-turninn í gærkvöldi. Logaði er hún lenti á turninum Mílanó. AP, AFP. Reuters NORSKI vísindamaðurinn Thor Heyerdahl lést í gær á Ítalíu, 87 ára að aldri. Hann varð frægur um allan heim árið 1947 fyrir að sigla á balsa- flekanum Kon Tiki yfir Kyrrahaf ásamt fimm öðrum Norðurlandabú- um. Heyerdahl var skorinn upp í fyrra en í ljós kom í apríl sl. að hann var með ólæknandi heilakrabbamein. Ákvað hann þá að hætta að matast og neyta lyfja til að geta þannig dáið á friðsælan hátt. Voru eiginkona hans Jacqueline, og flest börn hans hjá honum á dauðastundinni í gær. Heyerdahl var einkum þekktur fyrir ævintýralegar siglingar sínar á frumstæðum farkostum. Er hann var barn munaði minnstu að hann drukknaði og sagðist hann hafa ver- ið vatnshræddur fram yfir tvítugt. Heyerdahl látinn Ósló. AP.  Ævintýramaðurinn/25 EF danska landsliðið í knatt- spyrnu vinnur heimsmeistaratitil- inn á næsta móti sem verður í Jap- an og Suður-Kóreu í sumar fá leikmenn dágóðan skilding fyrir frammistöðuna: alls 24 milljónir danskra króna, nær 280 milljónir íslenskra króna, að sögn Berl- ingske Tidende. Leikmennirnir í hópnum sem fer á mótið eru 23 og fær því hver þeirra rúma milljón eða nær 12 milljónir ísl. kr. Ekki er gert upp á milli manna eftir því hvort þeir spila eða sitja á bekknum. Titillinn borgar sig PALESTÍNUMENN í Jenín leituðu í gær að ættingjum sínum og eigum í húsarústum þrátt fyrir náþefinn af líkum sem grafist hafa undir braki og ekki verið fjarlægð. Terje Rød- Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í gær harka- lega hernað Ísraela í Jenín. „Ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta slíkar aðgerðir og ægi- legar þjáningarnar sem þeim fylgja,“ sagði Rød-Larsen og taldi borgina helst minna á jarðskjálfta- svæði. „Þetta er skelfilegra en orð fá lýst.“ Hann sagði að um 300 hús hefðu verið jöfnuð við jörðu og um 2.000 manns væru heimilislaus. Hvatti Rød-Larsen Ísraela til að draga heri sína þegar frá borginni og leyfa þjálfuðu fólki að hefja leit að lif- andi fólk undir brakinu. Fundist hafa um 30 lík en óljóst er hve margra er saknað, leiðtogar Pal- estínumanna saka Ísraela um fjölda- morð í borginni. Ísraelar fullyrða að reynt hafi verið að forðast eftir mætti mannfall og sprengjugildrur vígamanna hafi valdið mestu af tjón- inu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vísaði á bug tillögu Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, um að sent yrði alþjóðlegt gæslulið til að stilla til friðar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að för Colins Powells utanríkisráðherra til Mið-Austur- landa hefði ekki verið árangurslaus. Powell hefði meðal annars tekist að gera deiluaðilum ljóst að hryðjuverk myndu ávallt draga úr líkum á því að friður næðist. Sharon hefði staðið við loforð um að draga heri á brott frá ákveðnum svæðum og tímaáætlanir í þeim efnum hefðu staðist. Forsetinn sagðist skilja kröfur Sharons um að Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, framseldi meinta morðingja ísraelsks ráðherra og sagði Sharon vera „mann friðar- ins“. Saeb Erakat, helsti samninga- maður Palestínustjórnar, sagði um- mælin jafngilda því að Bush verðlaunaði ríkisstjórn fyrir að stunda hryðjuverk. Árásir á Jenín fordæmdar Bush Bandaríkjaforseti segir Sharon vera „mann friðarins“ Washington, Jenín. AP, AFP.  Stjórn/24 ÞÚSUNDIR íbúa Afganistans tóku á móti fyrrverandi konungi sínum, Mohammed Zaher Shah, þegar hann sneri aftur til landsins frá Ítalíu í gær í fyrsta skipti í næstum þrjátíu ár. Lýstu margir þeirri von að heimkoma Zahers Shah boðaði friðsamlegri tíð en segja má að stöðug átök hafi geis- að í Afganistan frá því að Zaher Shah var steypt af stóli árið 1973. Zaher Shah, sem er 87 ára gam- all, varð konungur Afganistans ár- ið 1933. Frændi hans, Mohammed Daoud, rændi hins vegar völdum árið 1973 þegar Zaher Shah var staddur á Ítalíu. Hefur konung- urinn fyrrverandi dvalist þar æ síðan, eða þar til hann sneri aftur til Kabúl í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur hingað,“ sagði kon- ungur í samtali við ítalska sjón- varpsfréttamenn en hann sagðist einnig vera orðinn tengdur Ítalíu. „Tvenns konar tilfinningar bærast með mér, annars vegar togar mitt eigið land í mig, hins vegar tengsl- in við ykkar land, hvað sem öðru líður eru 30 ár langur tími.“ Gert hafði verið ráð fyrir að Zaher Shah myndi snúa aftur til Afganistans í mars en af því varð ekki fyrr en nú vegna gruns um að uppi væru áform um að ráða kon- unginn fyrrverandi af dögum. Var mikil öryggisgæsla í Kabúl í gær. Er konungur var spurður um lík- urnar á varanlegum friði í Afgan- istan hóf hann hendurnar í átt til himins og sagði: „Um það verðum við að spyrja Guð.“ Margir telja, að þar sem Shah hefur lengi verið í útlegð sé hann rétti maðurinn til að sameina hina sundruðu afgönsku þjóð. Aðrir segja hins vegar útilokað að Zaher Shah fái pólitískt hlutverk enda hafi hann verið of lengi fjarver- andi. Í samræmi við samkomulag sem náðist í Þýskalandi í desem- ber mun það þó falla í hlut Zahers Shah að opna loya jirga, hið afg- anska þjóðþing, í júní nk. en á þinginu er gert ráð fyrir að skipuð verði ný þjóðstjórn fyrir Afganist- an. Reuters Mohammad Zaher Shah við kom- una til Kabúl-flugvallar í gær. Zaher Shah fagnað í Kabúl Kabúl. AP. AFP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.