Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 1
90. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. APRÍL 2002 LÍTIL flugvél af Piper-gerð skall síðdegis í gær á skýjakljúf í Mílanó á Ítalíu með þeim afleiðingum að fjórir týndu lífi auk flugmannsins. Um 60 manns slösuðust. Rétt áður hafði flugmaðurinn sent frá sér neyðarkall og tilkynnt, að hann hefði misst stjórn á vélinni. Talsmaður ítalska innanrík- isráðuneytisins sagði ekkert benda til annars en að um slys hefði verið að ræða og ekkert hefði komið fram, sem ýtti undir getgátur um hryðjuverk. Verðfall varð á hluta- bréfum er fréttir bárust af atburð- inum á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum þar eð margir ótt- uðust að um hryðjuverk af sama tagi og 11. september væri að ræða. Flugvélin lenti á 25. hæð Pirelli- turnsins en þar eru aðalskrifstofur yfirvalda í Langbarðalandi. Urðu miklar skemmdir á allri hæðinni en slökkviliðsmenn, sem komu strax á vettvang, voru fljótir að slökkva eldinn, sem kviknaði í flugvél- arflakinu. „Við héldum helst, að sprengja hefði sprungið,“ sagði Signý Kol- beinsdóttir í viðtali við Morg- unblaðið, en hún stundar iðnhönn- unarnám við Listaháskólann í Mílanó. Býr hún ásamt vinkonu sinni á sjöundu hæð í blokk skammt frá Pirelli-turninum. „Ég fór út svalir en sá ekki neitt á jörðu niðri og fór því inn aftur. Þá heyrðum við í þyrlum og aðvífandi sjúkrabílum og þustum út á svalir en með sama árangri og fyrr. Göm- ul kona í næstu íbúð benti okkur þá á að líta upp en ekki niður og þá sáum við flugvélina standa út úr miðjum turninum,“ sagði Signý. Fabio Sunik blaðamaður, sem sá flugvélina lenda á turninum, sagði, að eldur hefði verið í henni áður en hún lenti á honum. Er það einnig haft eftir öðrum vitnum. Celerissimo De Simone, yfirmað- ur í lögreglunni í Mílanó, sagði í gær, að áður en flugmaðurinn sendi frá sér neyðarkallið, hefði hann haft samband við flugturninn á Lin- ate-flugvellinum í borginni og sagst eiga í erfiðleikum með lending- arbúnaðinn. Ítölsk flugmálayfirvöld segja, að flugmaðurinn hafi verið sviss- neskur, Luigi Fasulo að nafni, 75 ára að aldri. Hann var einn í vél- inni. Pirelli-turninn í Mílanó er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Er hann 32 hæðir og 120 metra hár. Þar starfa að jafnaði um 1.300 manns. Helsta járnbrautarstöð Míl- anó er skammt frá húsinu og var henni lokað af ótta við að hryðju- verkamenn hefðu verið á ferð. Á innfelldu myndinni sjást borgar- búar í grennd við Pirelli-turninn í gærkvöldi. Logaði er hún lenti á turninum Mílanó. AP, AFP. Reuters NORSKI vísindamaðurinn Thor Heyerdahl lést í gær á Ítalíu, 87 ára að aldri. Hann varð frægur um allan heim árið 1947 fyrir að sigla á balsa- flekanum Kon Tiki yfir Kyrrahaf ásamt fimm öðrum Norðurlandabú- um. Heyerdahl var skorinn upp í fyrra en í ljós kom í apríl sl. að hann var með ólæknandi heilakrabbamein. Ákvað hann þá að hætta að matast og neyta lyfja til að geta þannig dáið á friðsælan hátt. Voru eiginkona hans Jacqueline, og flest börn hans hjá honum á dauðastundinni í gær. Heyerdahl var einkum þekktur fyrir ævintýralegar siglingar sínar á frumstæðum farkostum. Er hann var barn munaði minnstu að hann drukknaði og sagðist hann hafa ver- ið vatnshræddur fram yfir tvítugt. Heyerdahl látinn Ósló. AP.  Ævintýramaðurinn/25 EF danska landsliðið í knatt- spyrnu vinnur heimsmeistaratitil- inn á næsta móti sem verður í Jap- an og Suður-Kóreu í sumar fá leikmenn dágóðan skilding fyrir frammistöðuna: alls 24 milljónir danskra króna, nær 280 milljónir íslenskra króna, að sögn Berl- ingske Tidende. Leikmennirnir í hópnum sem fer á mótið eru 23 og fær því hver þeirra rúma milljón eða nær 12 milljónir ísl. kr. Ekki er gert upp á milli manna eftir því hvort þeir spila eða sitja á bekknum. Titillinn borgar sig PALESTÍNUMENN í Jenín leituðu í gær að ættingjum sínum og eigum í húsarústum þrátt fyrir náþefinn af líkum sem grafist hafa undir braki og ekki verið fjarlægð. Terje Rød- Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í gær harka- lega hernað Ísraela í Jenín. „Ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta slíkar aðgerðir og ægi- legar þjáningarnar sem þeim fylgja,“ sagði Rød-Larsen og taldi borgina helst minna á jarðskjálfta- svæði. „Þetta er skelfilegra en orð fá lýst.“ Hann sagði að um 300 hús hefðu verið jöfnuð við jörðu og um 2.000 manns væru heimilislaus. Hvatti Rød-Larsen Ísraela til að draga heri sína þegar frá borginni og leyfa þjálfuðu fólki að hefja leit að lif- andi fólk undir brakinu. Fundist hafa um 30 lík en óljóst er hve margra er saknað, leiðtogar Pal- estínumanna saka Ísraela um fjölda- morð í borginni. Ísraelar fullyrða að reynt hafi verið að forðast eftir mætti mannfall og sprengjugildrur vígamanna hafi valdið mestu af tjón- inu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vísaði á bug tillögu Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, um að sent yrði alþjóðlegt gæslulið til að stilla til friðar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að för Colins Powells utanríkisráðherra til Mið-Austur- landa hefði ekki verið árangurslaus. Powell hefði meðal annars tekist að gera deiluaðilum ljóst að hryðjuverk myndu ávallt draga úr líkum á því að friður næðist. Sharon hefði staðið við loforð um að draga heri á brott frá ákveðnum svæðum og tímaáætlanir í þeim efnum hefðu staðist. Forsetinn sagðist skilja kröfur Sharons um að Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, framseldi meinta morðingja ísraelsks ráðherra og sagði Sharon vera „mann friðar- ins“. Saeb Erakat, helsti samninga- maður Palestínustjórnar, sagði um- mælin jafngilda því að Bush verðlaunaði ríkisstjórn fyrir að stunda hryðjuverk. Árásir á Jenín fordæmdar Bush Bandaríkjaforseti segir Sharon vera „mann friðarins“ Washington, Jenín. AP, AFP.  Stjórn/24 ÞÚSUNDIR íbúa Afganistans tóku á móti fyrrverandi konungi sínum, Mohammed Zaher Shah, þegar hann sneri aftur til landsins frá Ítalíu í gær í fyrsta skipti í næstum þrjátíu ár. Lýstu margir þeirri von að heimkoma Zahers Shah boðaði friðsamlegri tíð en segja má að stöðug átök hafi geis- að í Afganistan frá því að Zaher Shah var steypt af stóli árið 1973. Zaher Shah, sem er 87 ára gam- all, varð konungur Afganistans ár- ið 1933. Frændi hans, Mohammed Daoud, rændi hins vegar völdum árið 1973 þegar Zaher Shah var staddur á Ítalíu. Hefur konung- urinn fyrrverandi dvalist þar æ síðan, eða þar til hann sneri aftur til Kabúl í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur hingað,“ sagði kon- ungur í samtali við ítalska sjón- varpsfréttamenn en hann sagðist einnig vera orðinn tengdur Ítalíu. „Tvenns konar tilfinningar bærast með mér, annars vegar togar mitt eigið land í mig, hins vegar tengsl- in við ykkar land, hvað sem öðru líður eru 30 ár langur tími.“ Gert hafði verið ráð fyrir að Zaher Shah myndi snúa aftur til Afganistans í mars en af því varð ekki fyrr en nú vegna gruns um að uppi væru áform um að ráða kon- unginn fyrrverandi af dögum. Var mikil öryggisgæsla í Kabúl í gær. Er konungur var spurður um lík- urnar á varanlegum friði í Afgan- istan hóf hann hendurnar í átt til himins og sagði: „Um það verðum við að spyrja Guð.“ Margir telja, að þar sem Shah hefur lengi verið í útlegð sé hann rétti maðurinn til að sameina hina sundruðu afgönsku þjóð. Aðrir segja hins vegar útilokað að Zaher Shah fái pólitískt hlutverk enda hafi hann verið of lengi fjarver- andi. Í samræmi við samkomulag sem náðist í Þýskalandi í desem- ber mun það þó falla í hlut Zahers Shah að opna loya jirga, hið afg- anska þjóðþing, í júní nk. en á þinginu er gert ráð fyrir að skipuð verði ný þjóðstjórn fyrir Afganist- an. Reuters Mohammad Zaher Shah við kom- una til Kabúl-flugvallar í gær. Zaher Shah fagnað í Kabúl Kabúl. AP. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.