Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hefur þú verið að hrekkja hann Bondevik vin minn, pjakkurinn þinn???
Laxnesshátíð í Mosfellsbæ
Sérstaða sem
þarf að nýta
Mosfellsbær efnir tileigin Laxnesshá-tíðar í tilefni af
aldarafmæli Nóbelskálds-
ins Halldórs Laxness.
Guðný Dóra Gestsdóttir,
atvinnu- og ferðamála-
fulltrúi Mosfellsbæjar, er í
forsvari fyrir Laxnesshá-
tíðina og hún svaraði
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins í vikunni.
– Hvernig bar það til að
Mosfellsbær ætlar að setja
upp sína eigin Laxnesshá-
tíð?
„Það hefur í sjálfu sér
staðið lengi til að minnast
þessara tímamóta og kem-
ur m.a. fram í stefnu sem
liggur fyrir í atvinnu- og
ferðamálum Mosfellsbæj-
ar. Svokölluð Laxness-
nefnd var sett á laggirnar
fyrir tæpu ári og hafa hugmyndir
um Laxnesshátíðina verið þróaðar
þar. Halldór var náttúrlega Mos-
fellingur og því eðlilegt að Mos-
fellingar heiðri sveitunga sinn og
heiðursborgara með þessum
hætti.“
– Segðu okkur aðeins frá Lax-
nesshátíðinni, hvernig hún verð-
ur?
„Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
samþykkti í tilefni af þessum
tímamótum stofnsamþykkt um
Laxnesssetur og lýsir þannig yfir
fullum vilja til að koma því á fót í
bænum. Ákveðið var að hefjast
handa þegar í stað að safna ýms-
um munum sem tengdust skáld-
inu. Það má geta þess að setrinu
hafa borist veglegar gjafir. Ann-
ars vegar frá Eddu – miðlun sem
færði mjög höfðinglega bókargjöf
og svo hins vegar frá fjölskyldu
skáldsins. Svo er það auðvitað
Laxnesshátíðin sem hefst á af-
mælisdegi Halldórs 23. apríl með
sérstakri hátíðardagskrá sem
Ragnhildur Gísladóttir stýrir. Þar
koma fram landsþekktir lista-
menn Diddú, Ólafur Kjartan,
Ingvar Sigurðsson leikari og
Ragga sjálf. Síðan mun hver við-
burðurinn reka annan. Leikfélag
Mosfellssveitar hefur t.a.m. feng-
ið Birgi Sigurðsson til að taka
saman dagskrá sem byggist á
verkum Halldórs. Umfjöllunar-
efnið er Halldór sjálfur sem ungur
drengur og hans upplifun sem
drengs í umhverfi sínu t.d. þegar
hann sá lóuna í fyrsta sinn. Einnig
verður brugðið upp myndum af
drengjum í verkum Halldórs eins
og af Álfgrími í Brekkukotsannál.
Dagskráin verður svo flutt í sam-
vinnu við Álafosskórinn, en Helgi
R. Einarsson, stjórnandi hans,
hefur samið sjö ný lög við ljóð
Halldórs.
Allir leik- og grunnskólar Mos-
fellsbæjar taka virkan þátt í hátíð-
arhöldunum. Þar hefur verið unn-
ið mjög markvisst með þemað
„skáldið og sveitin“. Haldin voru
námskeið fyrir kennara þar sem
áhersla var lögð á tengsl Halldórs
við Mosfellsbæ. Í kjölfarið var
leitað til Heimis Páls-
sonar sem fór yfir
hvernig útfæra mætti
efni námskeiðsins með
nemendum.
Á sumardaginn
fyrsta munu öll börn í Mosfellsbæ
sýna afrakstur þessarar vinnu.
Leikskólarnir og grunnskólarnir
verða opnir gestum og gangandi.
Síðan verður haldið fylktu liði í
skrúðgöngu eins og siður er sum-
ardaginn fyrsta, niður í íþrótta-
miðstöð þar sem skipulögð hefur
verið dagskrá með þátttöku
barnanna. Þarna munu m.a. öll
börnin tæplega 1.200 talsins
syngja saman lög við ljóð Hall-
dórs.“
– Er gerlegt að hafa „eitthvað
fyrir alla“?
„Það er auðvitað erfitt að hafa
eitthvað fyrir alla! Hins vegar
verður margt mjög áhugavert á
dagskránni. Svo ég haldi nú áfram
að telja upp. Í bókasafni Mosfells-
bæjar verður opnuð lítil sýning
sem hlotið hefur nafnið „Á
Gljúfrasteini“. Þar verður athygl-
inni beint að Auði Laxness og má
m.a. sjá ritvélina hennar og ýmsa
persónulega muni fjölskyldunnar
á Gljúfrasteini. Mosfellsbær hefur
líka verið þekktur fyrir hvað þar
eru margir kórar. Þeir hafa tekið
sig saman og ætla að syngja til
heiðurs Laxness. Þá hefur verið
unninn vefur, www.mos.is/Lax-
ness, þar sem áhersla er lögð á
tengsl Halldórs við Mosfellsbæ.
Bjarki Bjarnason tók saman og
ritaði texta þessa vefjar. Göngu-
leiðir í Mosfellsdal hafa verið
merktar og verða kynntar sér-
staklega á hátíðinni. Halldór mun
hafa gengið mikið í námunda við
Gljúfrastein.“
– Eruð þið með þessu að minna
landslýð á að Halldór Laxnes hafi
verið Mosfellingur?
„Að sjálfsögðu. Halldór ólst upp
í Laxnesi í Mosfellsdal og kenndi
sig alla tíð við bernskustöðvarnar.
Hann settist svo að í Gljúfrasteini
þar sem hann starfaði og bjó
ásamt fjölskyldu sinni. Í bókum
sínum sækir hann líka efnivið í
Mosfellssveitina. Við lítum á það
sem sérstöðu Mosfellsbæjar að
hér bjó Halldór. Hann var fyrstur
til að hljóta nafnbótina
heiðursborgari Mos-
fellssveitar. Þessa sér-
stöðu bæjarins þarf að
nýta til að byggja upp
ferðaþjónustu og að
koma bænum á kortið sem slíkum.
Svipað hefur verið gert mjög víða,
t.d. hafa Írar gert skáld sín mjög
sýnileg í allri markaðssetningu á
landinu, auk þess sem þeir hafa
búið þeim viðeigandi umgjörð í
söfnum og setrum. Sömu sögu má
segja um Norðurlöndin. Margir
þekkja söfn í kringum einstak-
linga eins og Strindberg, Ibsen,
Karen Blixen, Grieg og fleiri.“
Guðný Dóra Gestsdóttir
Guðný Dóra Gestsdóttir er
fædd 20. mars 1961 á Grund í
Dalasýslu. Hún er ferðamála-
fræðingur með BA-próf frá
South Bank University í Lund-
únum. Hún er atvinnu- og ferða-
málafulltrúi Mosfellsbæjar og
auk þess starfsmaður Lax-
nesshátíðarnefndar í Mosfellsbæ.
Hún er gift Þórði Sigmundssyni
geðlækni og eiga þau tvær dæt-
ur, Ásgerði og Helgu.
Athyglinni
beint að Auði
Laxness