Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hefur þú verið að hrekkja hann Bondevik vin minn, pjakkurinn þinn??? Laxnesshátíð í Mosfellsbæ Sérstaða sem þarf að nýta Mosfellsbær efnir tileigin Laxnesshá-tíðar í tilefni af aldarafmæli Nóbelskálds- ins Halldórs Laxness. Guðný Dóra Gestsdóttir, atvinnu- og ferðamála- fulltrúi Mosfellsbæjar, er í forsvari fyrir Laxnesshá- tíðina og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins í vikunni. – Hvernig bar það til að Mosfellsbær ætlar að setja upp sína eigin Laxnesshá- tíð? „Það hefur í sjálfu sér staðið lengi til að minnast þessara tímamóta og kem- ur m.a. fram í stefnu sem liggur fyrir í atvinnu- og ferðamálum Mosfellsbæj- ar. Svokölluð Laxness- nefnd var sett á laggirnar fyrir tæpu ári og hafa hugmyndir um Laxnesshátíðina verið þróaðar þar. Halldór var náttúrlega Mos- fellingur og því eðlilegt að Mos- fellingar heiðri sveitunga sinn og heiðursborgara með þessum hætti.“ – Segðu okkur aðeins frá Lax- nesshátíðinni, hvernig hún verð- ur? „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í tilefni af þessum tímamótum stofnsamþykkt um Laxnesssetur og lýsir þannig yfir fullum vilja til að koma því á fót í bænum. Ákveðið var að hefjast handa þegar í stað að safna ýms- um munum sem tengdust skáld- inu. Það má geta þess að setrinu hafa borist veglegar gjafir. Ann- ars vegar frá Eddu – miðlun sem færði mjög höfðinglega bókargjöf og svo hins vegar frá fjölskyldu skáldsins. Svo er það auðvitað Laxnesshátíðin sem hefst á af- mælisdegi Halldórs 23. apríl með sérstakri hátíðardagskrá sem Ragnhildur Gísladóttir stýrir. Þar koma fram landsþekktir lista- menn Diddú, Ólafur Kjartan, Ingvar Sigurðsson leikari og Ragga sjálf. Síðan mun hver við- burðurinn reka annan. Leikfélag Mosfellssveitar hefur t.a.m. feng- ið Birgi Sigurðsson til að taka saman dagskrá sem byggist á verkum Halldórs. Umfjöllunar- efnið er Halldór sjálfur sem ungur drengur og hans upplifun sem drengs í umhverfi sínu t.d. þegar hann sá lóuna í fyrsta sinn. Einnig verður brugðið upp myndum af drengjum í verkum Halldórs eins og af Álfgrími í Brekkukotsannál. Dagskráin verður svo flutt í sam- vinnu við Álafosskórinn, en Helgi R. Einarsson, stjórnandi hans, hefur samið sjö ný lög við ljóð Halldórs. Allir leik- og grunnskólar Mos- fellsbæjar taka virkan þátt í hátíð- arhöldunum. Þar hefur verið unn- ið mjög markvisst með þemað „skáldið og sveitin“. Haldin voru námskeið fyrir kennara þar sem áhersla var lögð á tengsl Halldórs við Mosfellsbæ. Í kjölfarið var leitað til Heimis Páls- sonar sem fór yfir hvernig útfæra mætti efni námskeiðsins með nemendum. Á sumardaginn fyrsta munu öll börn í Mosfellsbæ sýna afrakstur þessarar vinnu. Leikskólarnir og grunnskólarnir verða opnir gestum og gangandi. Síðan verður haldið fylktu liði í skrúðgöngu eins og siður er sum- ardaginn fyrsta, niður í íþrótta- miðstöð þar sem skipulögð hefur verið dagskrá með þátttöku barnanna. Þarna munu m.a. öll börnin tæplega 1.200 talsins syngja saman lög við ljóð Hall- dórs.“ – Er gerlegt að hafa „eitthvað fyrir alla“? „Það er auðvitað erfitt að hafa eitthvað fyrir alla! Hins vegar verður margt mjög áhugavert á dagskránni. Svo ég haldi nú áfram að telja upp. Í bókasafni Mosfells- bæjar verður opnuð lítil sýning sem hlotið hefur nafnið „Á Gljúfrasteini“. Þar verður athygl- inni beint að Auði Laxness og má m.a. sjá ritvélina hennar og ýmsa persónulega muni fjölskyldunnar á Gljúfrasteini. Mosfellsbær hefur líka verið þekktur fyrir hvað þar eru margir kórar. Þeir hafa tekið sig saman og ætla að syngja til heiðurs Laxness. Þá hefur verið unninn vefur, www.mos.is/Lax- ness, þar sem áhersla er lögð á tengsl Halldórs við Mosfellsbæ. Bjarki Bjarnason tók saman og ritaði texta þessa vefjar. Göngu- leiðir í Mosfellsdal hafa verið merktar og verða kynntar sér- staklega á hátíðinni. Halldór mun hafa gengið mikið í námunda við Gljúfrastein.“ – Eruð þið með þessu að minna landslýð á að Halldór Laxnes hafi verið Mosfellingur? „Að sjálfsögðu. Halldór ólst upp í Laxnesi í Mosfellsdal og kenndi sig alla tíð við bernskustöðvarnar. Hann settist svo að í Gljúfrasteini þar sem hann starfaði og bjó ásamt fjölskyldu sinni. Í bókum sínum sækir hann líka efnivið í Mosfellssveitina. Við lítum á það sem sérstöðu Mosfellsbæjar að hér bjó Halldór. Hann var fyrstur til að hljóta nafnbótina heiðursborgari Mos- fellssveitar. Þessa sér- stöðu bæjarins þarf að nýta til að byggja upp ferðaþjónustu og að koma bænum á kortið sem slíkum. Svipað hefur verið gert mjög víða, t.d. hafa Írar gert skáld sín mjög sýnileg í allri markaðssetningu á landinu, auk þess sem þeir hafa búið þeim viðeigandi umgjörð í söfnum og setrum. Sömu sögu má segja um Norðurlöndin. Margir þekkja söfn í kringum einstak- linga eins og Strindberg, Ibsen, Karen Blixen, Grieg og fleiri.“ Guðný Dóra Gestsdóttir  Guðný Dóra Gestsdóttir er fædd 20. mars 1961 á Grund í Dalasýslu. Hún er ferðamála- fræðingur með BA-próf frá South Bank University í Lund- únum. Hún er atvinnu- og ferða- málafulltrúi Mosfellsbæjar og auk þess starfsmaður Lax- nesshátíðarnefndar í Mosfellsbæ. Hún er gift Þórði Sigmundssyni geðlækni og eiga þau tvær dæt- ur, Ásgerði og Helgu. Athyglinni beint að Auði Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.