Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMINN og Neyðarlínan hafa tekið
upp samstarf sem á að leiða til auk-
ins öryggis borgara sem hringja í
Neyðarlínuna úr farsímum. Hefur
verið tekin í notkun ný staðsetning-
artækni, sem nefnist Cell-id, er ger-
ir mögulegt að staðsetja þann sem
hringir í Neyðarlínuna með tölu-
verðri nákvæmni.
Forsvarsmenn Neyðarlínunnar
og Símans kynntu samstarfið og
hina nýju tækni á fréttamannafundi
á miðvikudag. Talið er að Íslend-
ingar séu með þessu fyrsta þjóð í
heimi til þess að taka í notkun stað-
setningartækni í neyðarþjónustu.
Er hún til þess fallin að auka ör-
yggi borgara, að sögn Þórhalls
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
Neyðarlínunnar, þar sem hún getur
stytt tímann sem það tekur hringj-
anda að bíða eftir aðstoð og eykur
öryggi á útkalli viðbragðsaðila
hverju sinni.
,,Þetta er sameiginlegt verkefni
Neyðarlínunnar og Landssímans,
sem hefur lagt sig fram um að leysa
þetta fyrir okkur. Verkfræðistofan
Hnit hefur hannað tölvubúnaðinn
hjá okkur,“ segir hann.
2-300 metra nákvæmni á
höfuðborgarsvæðinu
Nákvæmnin í staðsetningunni er
nokkuð mismunandi. Neyðarlínan
fær upplýsingar um í hvaða sellu
(sendi) er hringt, og er nákvæmnin
á höfuðborgarsvæðinu frá 2-300
metrum, en nokkuð mismunandi
eftir svæðum. Í dreifbýlinu er ná-
kvæmnin miklu mun minni, eða
nokkrir kílómetrar.
,,Ef hringt er í Neyðarlínuna frá
Akureyri koma upp á skjáinn helstu
viðbragðsaðilar á svæðinu. Starfs-
maður Neyðarlínunnar getur tengt
símann beint til þeirra þegar hann
er búinn að meta þörfina á aðstoð.
Hann getur kallað út þá hópa sem
hann telur þörf á hverju sinni hvort
sem um er að ræða lögreglu, björg-
unarsveitir, lækna eða hjálparsveit-
ir.
Með Cell-id getur hann afmarkað
leitarsvæði og séð nokkuð nákvæm-
lega hvar sá sem hringir inn er
staddur þegar hann hringir en það
getur t.a.m. stytt þann tíma sem líð-
ur þar til björgunaraðilar koma á
svæðið. Þetta er sérstaklega mik-
ilvægt ef sá sem lendir í nauð er
ekki með á hreinu hvar hann er
staddur,“ segir í lýsingu á notkunar-
möguleikum staðsetningartækni-
nnar.
Kynna samstarf um nýja staðsetningartækni
Neyðarlínu gert kleift
að staðsetja GSM-síma
Morgunblaðið/Golli
Nýja staðsetningartæknin hefur þegar verið tekin í notkun.
UM NÆSTU mánaðamót hefst
48. happdrættisár hjá DAS en
dregið er vikulega og vinningar
eru allt frá fimm þúsund króna
húsbúnaðarvinningum upp í
tuttugu milljóna króna íbúð-
arvinning. Saga DAS er orðin
löng: á fundi fulltrúaráðs sjó-
mannadagsins vorið 1954 var
ákveðið að stofna til flokka-
happdrættis. Stjórnvöld tóku
málaleitan samtakanna ein-
staklega vel og fór þáv. forsætis-
ráðherra Ólafur Thors fremstur
í flokki. Lögin voru afgreidd frá
Alþingi sama dag og þau voru
lögð fyrir sem var einstakt nema
mikið lægi við á þessum tíma.
Fyrsti útdráttur fór fram 3. júlí
1954 og var happdrættinu út-
hlutað sex bifreiðum af níu sem
fluttar voru inn til landsins á þessum
skömmtunartímum.
Mega ekki bjóða
peningavinninga
Stjórnendur Happdrættis DAS
telja samkeppnisstöðu sína hafa far-
ið mjög versnandi á undanförnum
árum og áratugum auk þess sem ný
samkeppnislög hafi gert DAS erfitt
fyrir þar sem fyrirtæki bjóði nú æ
oftar upp á happdrætti með pen-
ingavinningum. En samkvæmt lög-
um um happdrætti og hlutaveltur
frá 1926 er slíkt bannað. Hvorki
Happdrætti DAS né SÍBS hafa leyfi
til að greiða vinninga út í peningum
en Sigurður Ágúst Sigurðsson, for-
stjóri Happdrættis DAS, minnir á að
DAS hafi skilað hátt í þremur millj-
örðum króna í þjóðarbúið á núvirði,
þar af hafi um 400 milljónir farið til
uppbyggingar dvalarheimila þegar
40% af hagnaði DAS hafi runnið í
byggingarsjóð aldraðra. „Og nú
stendur til að reisa 60 rýma álmu við
Hrafnistu í Reykjavík og á teikni-
borðinu er 90 rýma hjúkrunarálma
fyrir Hrafnistu í Hafnarfirði.“
Sigurður telur að landslagið í
öldrunarmálum væri ólíkt því sem
það nú er ef ekki hefði komið til mik-
ilvægt framlag af hálfu DAS.
Sjómannadagsráð, en Happdrætti
DAS er starfrækt á þess vegum, rek-
ur dvalarheimilið Hrafnistu í Laug-
arásnum, í Hafnarfirði og dval-
arheimili að Víðinesi á Kjalarnesi. Á
þessum heimilum dvelja um 700
manns og álíka fjöldi starfar þar.
Nýlega var gerður samningur við
heilbrigðisráðuneytið um rekstur
dvalarheimilisins að Víðinesi og þá
var gerður samstarfssamningur við
Akureyrarbæ um rekstur dval-
arheimilis.
Sigurður segir að mikil þörf sé á
frekari uppbyggingu þar sem öldr-
uðum muni fjölga mjög á næstu ára-
tugum. „En á sama tíma stendur
Happdrætti DAS – og SÍBS raunar
einnig – mjög höllum fæti í mikilli
samkeppni á markaði þar sem við
höfum ekki fengið heimild til þess að
greiða út vinninga í peningum.“
Vöruhappdrætti þrífast
vart lengur
Sigurður leggur áherslu á að
þetta atriði skipti miklu máli. Er-
lendis hafi það sýnt sig að það séu
nær eingöngu peningahappdrætti
sem plumi sig: „vöruhappdrætti
finnast varla lengur á Evrópska
efnahagssvæðinu og þau sem enn
eru til ná engu flugi, það er einfald-
lega staðreynd. Og samkeppnin
hér heima er orðin enn harðari
en áður því nú geta fyrirtæki
sett á laggirnar happdrætti og
greitt vinninga út í peningum
án þess að við það séu gerðar
athugasemdir. Því til viðbótar
er ekkert eftirlit haft með þess-
um svokölluðu happdrættum,
sem stundum eru kallaðir leikir
eða eitthvað annað. Þess er t.d.
hvergi krafist að fram komi að
vinningarnir séu skattskyldir.“
Sigurður bendir á að Sam-
keppnisráð hafi komist að
þeirri niðurstöðu vorið 2000,
eftir að hafa tekið fyrir erindi
Happdrættis DAS um sam-
keppnisstöðu þess, að happ-
drætti sem starfi samkvæmt nú-
gildandi sérlögum, eins og DAS
og SÍBS, ættu að njóta jafnræðis
hvað varðar skilmála fyrir rekstr-
inum þannig að virk samkeppni geti
þróast. „Samkeppnisráð beindi þeim
tilmælum til yfirvalda að beita sér
fyrir að sam keppnisstaða DAS og
SÍBS yrði jöfnuð. En það hefur ekk-
ert bólað á efndum,“ heldur Sig-
urður áfram, „og mér virðist sem yf-
irvöld hafi lítinn sem engan áhuga á
að skapa þessum þjóðþrifa happ-
drættum eðlilegan starfsgrundvöll“.
Sigurður segir að nauðsynlegt sé
að happdrættinu verði gert kleift að
greiða vinninga út í peningum svo
það geti staðið jafnfætis þeim happ-
drættum, leikjum og orðaleikjum
sem hafi skotið upp kollinum á síð-
ustu fimmtán árum eða svo.
Aðspurður segir Sigurður að þótt
mun fleiri bítist nú á markaðinum en
áður var hafi „kakan“ ekki stækkað
mikið. „Við höfum þó reynt að fara
ýmsar leiðir til þess að mæta sam-
drætti sem óneitanlega hefur orðið.
Það er til dæmis gaman að geta sagt
frá því að fyrir nokkrum árum var
frændum okkar Færeyingum boðið
að taka þátt í happdrætti DAS og
þeir hafa verið virkir þátttakendur
síðan. Það má því segja að Happ-
drætti DAS sé eina íslenska happ-
drættið sem skapi gjaldeyristekjur.“
Sigurður Á. Sigurðsson forstjóri Happdrættis DAS
Óviðunandi samkeppnisstaða
Sigurður Ágúst Sigurðsson.
Morgunblaðið/Sverrir
„HERBALIFE hefur
verið notað í fjölda-
mörg ár af hundruðum
þúsunda fólks og höf-
um við aldrei séð neitt
sem bendir til þess að
notkun þess hafi valdið
aukaverkunum.“ Þetta
segir dr. Lawrence
May, bandarískur pró-
fessor í lyflæknisfræði
við UCLA-háskóla í
Kalíforníu, sem einnig
er formaður lækna- og
vísindanefndar Herba-
life.
Á miðvikudag átti
hann fund með Magn-
úsi Jóhannssyni lækni
vegna rannsóknar sem
Magnús gerði ásamt
öðrum um auka- og
milliverkanir náttúru-
lyfja, náttúruvara og
fæðubótarefna og sagt hefur verið
frá í Morgunblaðinu. Niðurstaða
rannsóknarinnar er að auka- og
milliverkanir vegna náttúruefna
virðist vanskráðar hérlendis og að
nauðsynlegt sé að auka fræðslu
um náttúruefni. Í rannsókninni
komu fram upplýsingar um 253
aukaverkanir og 13 milliverkanir
sem taldar voru af völdum nátt-
úruefna og er vöruflokkurinn
Herbalife oftast talinn hafa valdið
aukaverkun. Dr. May segir ástæðu
þess vera hversu útbreiddar vör-
urnar eru hér á landi.
Getgátur aftur í tímann
Hann segir jurtirnar sem not-
aðar eru við framleiðslu Herbalife-
varanna hafa verið taldar öruggar
í mörg ár og aldrei hafi verið sýnt
fram á að notkun þeirra geti haft
aukaverkanir í för með sér.
„Við teljum að varan okkar hafi
ekki valdið þessum aukaverkunum,
við teljum að hefði eitthvað annað
verið skoðað í rannsókninni, eins
og t.d. hvort fólk borðaði einhverja
ákveðna matvöru, hefði allt eins
verið hægt að tengja það við þær
aukaverkanir sem þarna eru
nefndar.“
33% þeirra lækna sem svöruðu
könnuninni höfðu orðið varir við,
eða hugsanlega orðið varir við,
aukaverkun hjá sjúklingi sem þeir
töldu að rekja mætti til neyslu
náttúrulyfja, náttúruvara eða
fæðubótarefna. „Þetta eru getgát-
ur aftur í tímann. Læknar, sem
hafa haft sjúklinga í meðferð sem
hafa samtímis verið á náttúruefn-
um, hafa hugsað með sér að mögu-
lega gæti náttúruefnið verið orsök
vandans. Þeir höfðu engar upplýs-
ingar eða sönnun fyrir því að notk-
un vörunnar hefði valdið þessum
vandamálum.“
Læknar spyrji sjúklinga sína
hvort þeir noti náttúruvörur
Milliverkun er þegar eitthvert
efni eða lyf hefur áhrif á virkni
annars lyfs sem viðkomandi tekur.
„Fræðilega séð er mögulegt að
jurtir í náttúruefnum geti haft
áhrif á virkni annarra lyfja. Því tel
ég að læknar eigi að spyrja sjúk-
linga sína hvort þeir taki inn slík
efni. Vörurnar okkar eru ekki
náttúrulyf, þær eru fæðubótarefni
sem innihalda vítamín og stein-
efni,“ segir dr. May.
Blóðþynningarlyfið warfarín var
oftast greint sem milliverkandi lyf
í rannsókninni og segir dr. May að
ákveðnar matartegundir geti haft
áhrif á verkun lyfsins. Ekki megi
t.d. borða mikið spínat samhliða
lyfinu. Þannig geti milliverkun allt
eins komið fram vegna mataræðis
og inntöku fæðubótarefna.
Í rannsókninni var greint frá
átta tilfellum lifrarbólgu sem voru
talin aukaverkun af notkun Herba-
life. Dr. May telur að tilviljun ráði
því að læknarnir hafi dregið þá
ályktun að lifrarbólgan tengdist
notkun Herbalife. Margir neyti
vara fyrirtækisins og gætu lækn-
arnir hafa dregið þá ályktun að
sjúkdómar væru afleiðing notkun-
ar Herbalife þegar ástæðan gæti
verið allt önnur. Í rannsókninni sé
hvergi fullyrt að Herbalife-vörur
hafi valdið þeim aukaverkunum
sem þarna eru nefndar.
„Við vitum að vörurnar inni-
halda efni sem hefur verið sannað
að eru örugg. Jurtirnar hafa verið
taldar öruggar í mörg ár og hefur
virkni þeirra verið ítarlega rann-
sökuð. Vörurnar hafa verið not-
aðar af hundruðum þúsunda
manna án þess að notkunin hafi
verið tengd þessum læknisfræði-
legu vandamálum,“ segir dr. May.
Hann segir að Herbalife-vörurnar
sem seldar eru á Íslandi innihaldi
ekki efni sem hafi lífeðlisfræðilega
virkni, þau hafi góð áhrif á líkam-
ann og styðji eðlilega og heilbrigða
starfsemi hans.
Fundað með sölumönnum
Dr. May segir að sölumenn fái
leiðbeiningar um að spyrja við-
skiptavini sína alltaf hvort þeir
taki inn einhver lyf, hvort þeir séu
í meðferð hjá lækni og hvort þeir
hafi fengið einhver sérstök fyir-
mæli um mataræði. Hann segist
telja að betur henti að selja
Herbalife í heimahúsum en apó-
tekum þar sem sölumennirnir
myndi persónulegt samband við
viðskiptavininn og hjálpi honum að
breyta um lífsstíl.
Í vikunni átti hann fund með
dreifingaraðilum Herbalife á Ís-
landi, en hér á landi eru um 200
virkir sölumenn Herbalife-varanna
skráðir.
Dr. May segir að tilgangur
fundarins hafi verið að minna sölu-
menn á að segja viðskiptavinum
sínum að láta lækninn sinn vita að
þeir taki inn náttúruefni og mögu-
leikann á milliverkunum með lyfj-
um eins og warfarín. Einnig að
Herbalife sé ekki ætlað börnum og
ófrískum konum, nema í samráði
við lækni, eins og komi fram á öll-
um umbúðum fyrirtækisins.
Hann segir að læknar þurfi að
vera sér betur meðvitandi um að
spyrja sjúklinga sína hvort þeir
taki fæðubótarefni eða náttúru-
vöru. „Einnig þyrfti að leggja
meiri áherslu á það í læknanámi
hvaða árangri megi ná með nátt-
úruefnum,“ segir dr. May.
Formaður lækna- og
vísindanefndar Herbalife
Herbalife hefur
ekki valdið
aukaverkunum
Dr. Lawrence May segir að hundruð þúsunda
manna noti Herbalife um heim allan.
Morgunblaðið/Árni Sæberg