Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 30
LISTIR/KVIKMYNDIR
30 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLDI stórleikara tekur þátt í
kvikmyndinni John Q., sem er nýj-
usta mynd bandaríska leikstjórans
Nicks Cassavetes. Aðalhlutverkið er
í höndum Óskarsverðlaunaleikarans
nýbakaða Denzel Washington, sem
m.a. er frægur fyrir leik sinn í Train-
ing Day, Philadelphia, Cry Freedom
og The Hurricane svo fáeinar séu
nefndar til sögunnar. Í öðrum hlut-
verkum eru stjörnur á borð við Ro-
bert Duvall, James Woods, Anne
Heche, Eddie Griffin, Kimberly
Elize og Ray Liotta.
Denzel Washington leikur John Q.
Archibald, verkamann í fjárhags-
vandræðum vegna skertrar yfir-
vinnu í verksmiðjunni sem hann
vinnur í. Þegar ungur sonur hans,
Michael að nafni, fær áfall á hafna-
boltaleik, er þeim hjónum tjáð að
barnið þarfnist hjartaígræðslu hið
snarasta. Þó svo að fjölskyldan hafi
sjúkratryggingu, er honum tilkynnt
af yfirmanni spítalans, Rebeccu
Payne (Anne Heche) að tryggingin
nái ekki yfir svo umfangsmikla að-
gerð. Þar sem John Q. sér ekki fram
á að geta aflað sér svo hárrar fjár-
upphæðar, sem upp er sett til bjarg-
ar syninun, reynir hann að höfða til
betri samvisku hjartaskurðlæknisins
Raymond Turner (James Woods) og
fær hann til að lækka upphæðina.
Það dugir heldur ekki til og John er
tilkynnt að hann verði að fara með
son sinn heim til að deyja. En John
er ekkert á því að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana. Hann dregur upp
byssu og grípur til þess ráðs að taka
stafsfólk sjúkrahússins og sjúklinga
í gíslingu á bráðadeildinni. John
verður fljótlega hetja fjölmiðla og
vekur athæfið mikla athygli og sam-
úð samborgaranna. Það léttir lög-
regluforingjanum Gus Monroe (Ray
Liotta) og gíslasamningaviðræðu-
fulltrúanum Frank Grimes (Robert
Duvall) ekki störf sín. Þeir vilja leysa
málið áður en athæfið leiðir til blóð-
baðs.
Fjöldi þekktra einstaklinga kemur
fram í myndinni. Nefna má hinn ný-
látna leikstjóra Ted Demmee og
spjallþáttakóngana Jay Leno og
Larry King.
Auk þess að hafa leikstýrt mynd-
um á borð við She’s So Lovely (1997),
hefur leikstjórinn Nick Cassavetes,
sem er sonur Hollywodd-goðsagn-
anna John Cassavetes og Genu Row-
lands, leikið í fjölmörgum kvikmynd-
um. Nefna má Panic (2000), The
Astronaut’s Wife (1999), Face/Off
(1997) og Mask (1995). Eins fram-
leiðir hann myndir og leikur gesta-
hlutverk í sjónvarpsþáttum. Cass-
avetes studdist við gerð mynd-
arinnar John Q. við eigin lífsreynslu
þar sem dóttir hans þurfti að fara í
aðgerð vegna hjartasjúkdóms fyrir
ófáum árum.
Leikarar: Denzel Washington (Training
Day, Malcolm X, Crimson Tide); Robert
Duvall (Godfather, Falling Down); Anne
Heche (Six Days Seven Nights, Wag the
Dog); James Woods (The Virgin Suici-
des, Any Given Sunday); Kimberley Elise
(Belowed, Bait); Ray Liotta (Blow,
Hannibal); Eddie Griffin (Double Take,
Deuce Bigalow: Male Gigalo). Leikstjóri:
Nick Cassavetes.
Faðir grípur
til örþrifaráða
Háskólabíó og Sambíóin Álfabakka
frumsýna John Q. með Denzel Wash-
ington, Robert Duvall, Anne Heche,
James Woods, Kimberley Elise, Rey
Liotta og Eddie Griffin.
John Q. (Washington) þarf að bregðast skjótt við veikindum sonar síns.
„ÆVINTÝRIN enn gerast“, söng
stórsöngvarinn okkar á sínum tíma
og til allrar guðslukku eru þetta orð
að sönnu – þó slíkt henti einkum í
Hollywood. Myndin um Kate og
Leopold er ekki aðeins í klassískum
fantasíustíl heldur kemur hún svo
þægilega á óvart að það er dálítið
ævintýri út af fyrir sig. Hollywood
tekst allt of sjaldan að láta róm-
antískar gamanmyndir ganga upp –
án þess að sökkva þeim í væmni,
hvað þá ef þær eru vísindaskáld-
sögulegar í bland. En hér helst í
hendur óvenju skemmtilegt og
skynsamlegt handrit, lipur leik-
stjórn og hárfínn gamanleikur Meg
Ryan, sem kemur ekki á óvart. Hún
þekkir hlutverk einstæðu framakon-
unnar og orðháksins úr myndum
einsog Sleepless in Seattle og
You’ve Got Mail. Engu að síður er
það Ástralinn Hugh Jackman sem
stelur myndinni í bragðmiklu hlut-
verki sem hann leysir óaðfinnan-
lega.
Efnisþráðurinn er vitaskuld
glórulítill, en Manigold lætur okkur
hafa um nóg annað að hugsa svo
þversagnirnar skipta litlu máli.
Myndin hefst í veislu hjá aðlinum á
Manhattaneyju árið 1876. Meðal
gesta er hans hágöfgi, Leopold
(Jackman), hertoginn af Albany. Á
ekki bót fyrir boruna á sér, for-
eldrar hans dánir, en bráðsnjall,
glæstur og hoffmannlegur, með bláa
blóðið svellandi í æðakerfinu, svo
frændi hans og fjárhaldsmaður hef-
ur góða von um að hann finni sér
ríkt kvonfang, en til þess er sam-
kvæmið haldið. Það gengur eftir en
á annan hátt en frændann grunar. Í
veislunni er náungi, undarlegur í
háttum, sem Leopold eltir að lokum
útá nýreista Brooklynbrúna. Þar
segist sá framandi vera Stuart (Liev
Schreiber), uppfinningamaður og
gestur úr framtíðinni, hafi fundið
tímagat við brúna, sem opnist í viku
á 20 ára fresti. Ekki tekst betur til
en svo að hertoginn lendir með Stu-
art í gatinu, í New York borg ársins
2001, en finnur þar það sem hann
leitar, í hinni heillandi Kate (Ryan).
Hún er gallhörð nútímakona og
reyndar fyrrum kærasta Stuarts, en
þeim er ætlað að ná saman, Kate og
Leopold, því Stuart kemst að því að
hann er afkomandi þeirra! Hann
verður því að taka til sinna ráða og
senda forfeður sína aftur til fortíðar.
Tímagatið er velþekkt fyrirbrigði
í skáldskap, gott ef sýningar standa
ekki enn yfir í borginni á nýjustu út-
gáfu Tímavélarinnar eftir H.G.
Wells. Þeir sem að henni standa
hafa klassíska vísindaskáldsögu að
moða úr en verður lítið úr verki.
Veldur hver á heldur. Manigold
leggur áherslu á samanburðinn á
hegðun herramanna 19. aldar og
hins almenna nútímamanns röskri
öld síðar. Kurteisi og siðfágun gagn-
vart hræsni, blekkingum og yfir-
borðsskap. Manigold hefur gott vald
á málinu og tekst á fyndinn og orð-
fimann hátt að láta breska aristó-
kratann slá New Yorkbúa 21. ald-
arinnar gjörsamlega útaf laginu
þegar kemur að mannlegri reisn og
mannasiðum.
Sem fyrr segir standa þau Ryan
og Jackman sig óaðfinnanlega í
stykkinu, sem kemur nokkuð á
óvart hvað Jackman snertir. Hann
bar sig vissulega vel í X- Men, og
sýnir hér að það er mikils af hon-
mum að vænta í ólíkum hlutverkum.
Schreibner, sem uppfinningamaður-
inn og Bresckin Meyer (Rat Race),
sem bróðir Kate, koma einnig á
óvart með trúverðugri persónusköp-
un og góðu skopskyni. Gamli góði
Philip Bosco og Spalding Grey
krydda svo félagsskapinn.
Tónlistin (Sting tekur sitt Ósk-
arstilnefnda „Until“ í lokin), takan,
útlitið og leikstjórnin er langt yfir
meðallagi, þó það sé leikurinn og
létt og lipurt handritið sem er aðal
myndarinnar. Láttu þér líða vel og
kíktu á þessa vel gerðu afþreyingu..
Einu sinni var...KVIKMYNDIR Smárabíó
Leikstjóri: James Manigold. Handrit:
Manigold og Steven Rogers. Kvikmynda-
tökustjóri: Stuart Dryburgh. Tónlist:
Rolfe Kuit. Aðalleikendur: Meg Ryan,
Hugh Jackman, Liev Schreiber, Breckin
Meyer, Natsha Lyonne, Bradley Whitford,
Philip Bosco, Spalding Grey. Sýning-
artími 120 mín. Bandaríkin. Miramax
2001.
KATE AND LEOPOLD (KATA OG LEÓPOLD)
Sæbjörn Valdimarsson
MITCH Preston (Robert De Niro)
er roskinn lögreglumaður af guðs náð
sem tekur starf sitt alvarlega. Gam-
ansemi er ekki áberandi þáttur í hans
persónuleika. Trey Sellars (Eddie
Murphy) er algjör andstæða hans.
Einn þúsunda Bandaríkjamanna sem
er að finna í nánast öllum stéttum á
vinnumarkaði Los Angelesborgar,
vongóðir um að verða uppgötvaðir
sem kvikmyndaleikarar. Hann er
betri leikari en lögreglumaður og
verður því stjarnan er örlögin leiða þá
Preston saman í „raunveruleika“-
sjónvarpsþætti um störf löggunnar á
götum Los Angeles. Ástæðan er geð-
illskan í Mitch, sem skýtur myndavél
úr höndum sjónvarpstökumanns þeg-
ar honum finnst hann of aðgangs-
harður. Til að firra lögregluna mál-
sókn og skaðabótakröfum fallast
borgarfirvöld á samstarf við stöðina
um gerð þáttanna. Umsjónarmaður
hans er Chase Renzi (Rene Russo),
sem sér þarna möguleika á að ná vin-
sældum. Hún velur myndræna kjaft-
askinn Sellars sem félaga Prestons í
átökunum við glæpalýðinn.
Enn ein löggufélagamyndin og inn-
takið lofar góðu. En ef einhver hefur
vænst ádeilu á hið ofurleiðigjarna
„raunveruleikasjónvarp“, sem tröll-
ríður heiminum nú um stundir, þá
verður sá hinn sami fyrir vonbrigð-
um. Því er nú ver og miður. Renzi
böðlast við að koma skikki á fé-
lagsskapinn og útsendinguna, þeir
Preston og Sellars ná að sjálfsögðu
saman hægt og bítandi en afrakstur-
inn virkar sem ósköp venjuleg gam-
anmynd en enganveginn sem satíra
um útsendingarformið. Seinni hluti
myndarinnar af forhertum glæpa-
manni (af suður-amerískum ættum að
sjálfsögðu) er klisjukennd tugga sem
við höfum séð milljón sinnum. Það er
alltaf gaman að sjá til þeirra frábæru
leikara, De Niro og Murphy, og vissu-
lega ein af góðum hugmyndum höf-
undanna að leiða þá saman. Þrátt fyr-
ir nokkrar ágætar senur þeirra á milli
í fyrri hluta Showtime, eru hlutverkin
einfaldlega ekki hæfileikum þeirra
samboðin. Tilgerðarleg sjónvarps-
konan hentar hinsvegar ágætlega
hinni lítilhæfu Russo sem er alltaf
sami tréhesturinn. Átakaatriðin eru
mjög vel unnin en þrátt fyrir allt og
alla ber fátt nýtt fyrir sjónir og út-
koman meðalafþreying.
Fátt nýtt
KVIKMYNDIR
Sambíóin Reykjavík, Keflavík,
Akureyri
Leikstjóri: Tom Dey. Handrit: Keith Shar-
on, Alfred Gough og Miles Millar. Kvik-
myndatökustjóri: Thomas Kloss. Tónlist:
Alan Silvestri. Aðalleikendur: Robert De
Niro, Eddie Murphy, Rene Russo, William
Shatner, Pedro Damián, Dante Beze.
Sýningartími 95 mín. Warner Bros.
Bandaríkin 2002.
SHOWTIME(FJÖRIÐ BYRJAR!) Sæbjörn Valdimarsson
PÉTUR Pan sýr aftur í þessari
litlu og fallegu mynd, sem gerist ein-
um tuttugu til þrjátíu árum eftir fyrri
myndina, eða í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Og það er ekki hún Vanda sem
ratar með honum og týndu drengj-
unum í ævintýri þetta skiptið, heldur
er það dóttir hennar hún Jóna. En sú
er ólík móður sinni. Jóna er jarðbund-
in og á stríðstímum sem þessum hef-
ur hún hvorki tíma né löngun til að
hlusta á og lifa sig inn í jafn óraunsæ
ævintýri og sögurnar sem mamma
segir litla bróður hennar af þessum
fljúgandi strák Pétri Pan sem aldrei
vill verða stór. Þvílík vitleysa!
Myndin hefur fallegan boðskap að
bera. Börn eiga að vera börn og njóta
þess að lifa sig inn í fallegar sögur og
ævintýri. Þau eiga að trúa á álfa og
aðra fagra hluti. Þau eiga að trúa á,
sjá og upplifa hluti sem fullorðna fólk-
ið er of leiðinlegt til að taka þátt í. Og
breiða út fagnaðarerindið meðal
barna og fullorðinna.
Það verður þó ekki sagt að þessi
punktur sé tekinn föstum tökum í
myndinni, og ég held að hann komist
ekki til krakkanna. Það sem þeir sjá
er eltingarleikurinn við Kobba krók,
busl í sjó og bardagi við kolkrabba,
hlaup og leikur við fljúgandi stráka í
sætum búningum. Og til að kóróna
allt; hinn óviðjafnanlegi húmor þar
sem vondi karlinn dettur á rassinn!
Þetta er ekki mikil mynd, en hún er
meinlaus og skemmtir krökkunum.
Íslenska talsetningin er hin fínasta í
öllum tilfellum og aðstandendur eiga
hrós fyrir skilið. Lítil börn og stærri
hafa gaman af þessari mynd, en for-
eldrunum mun líklega leiðast. En
hvaða máli skiptir það?
Lítil og
saklaus
Hildur Loftsdóttir
KVIKMYNDIR
Sambíóin og Háskólabíó
Leikstjórn: Robin Budd og Donovan
Cook. Handrit: J.M. Barrie, Carter Crock-
er og Temple Mathews. 72 mín. USA.
Buena Vista Pictures 2002.
AFTUR TIL HVERGILANDS Pétur Pan.
Í REYND er spennumyndin Roller-
ball, sem frumsýnd verður í dag í leik-
stjórn John McTiernan, byggð á sam-
nefndri mynd frá árinu 1975 sem þá
var í leikstjórn Norman Jewison.
Þetta er þó ekki í fyrsta og eina skipt-
ið sem McTiernan endurgerir mynd
Jewisons, því sömu lögmál giltu um
The Thomas Crown Affair sem end-
urgerð og frumsýnd var fyrir ekki
margt löngu. Auk sjálfs leikstjórans,
sem m.a. leikstýrði Die Hard, eru
framleiðendur Rollerball Charles Ro-
ven og Beau St. Clair, en handritið
samdi William Harrison.
Jonathan Cross (Chris Klein) er
bæði frægur og vinsæll línuskautari
auk þess að vera hinn mesti keppn-
ismaður. Hann lifir hátt á frægðinni
ásamt liðsmönnum sínum í sportinu,
þeim Marcus Ridley (LL Cool J) og
Auroru (Rebecca Romijn-Stamos)
sem sömuleiðis fá að baða sig í frægð-
arljómanum. En ýmislegt fer að fara
úrskeiðis þegar hinn rússneskættaði
og spillti eigandi liðsins Petrovich
(Jean Reno) uppgötvar að auka megi
á vinsældir íþróttagreinarinnar og
áhorf með alvarlegum slysum á
keppnisbrautinni með þeim afleiðing-
um að Jonathan og félagar eiga fótum
sínum fjör að launa. Nú standa þau
frammi fyrir því að þurfa að berjast
fyrir lífi sínu. Félagarnir ungu eru
flæktir í neti, sem lítil peð í nýjum
leik, sem hefur engar reglur.
Aðalleikarinn Chris Klein segir að
íþróttakappleikir og slys eigi ýmislegt
sameiginlegt. „Þegar einhver sýnir
stórkostlegan leik í íþróttum, er sá
kafli endursýndur í sjónvarpi hvað
eftir annað. Það sama á við þegar ein-
hver meiriháttar slys verða. Nær-
myndir eru teknar og atburðum lýst
eins nákvæmlega og hægt er. Og þeg-
ar svo búið er að ná sem flestum
áhorfendum fyrir framan sjónvarps-
kassann, er allt í einu klippt á fyrir
auglýsingar. Við getum t.d. litið á vin-
sældir Survivor-þáttanna þar sem
áhorfendur eru gagnteknir af fólki,
sem hagar sér eins og villimenn. Í
Rollerball eru uppi svipaðar spurn-
ingar. Áhorfendur fá að sjá hvað get-
ur gerst þegar íþróttir verða spilltar.“
Þó svo virðist sem hinn gjörspillti
þorpari Petrovich sé eins konar föð-
urímynd aðalsöguhetjunnar í fyrstu,
er svo alls ekki þegar upp er staðið.
Töffarinn Jean Reno leikur hinn svik-
ula Petrovich, sem einnig er eigandi
liðsins og fyrrum KGB-maður. Svik-
samlegt athæfi af ýmsum toga hefur
fært honum auð og völd. Hann hefur
unun að því að leika sér með fólk enda
hefur hann allt og alla í hendi sér.
Leikarar: Chris Klein (American Pie, We
were Soldiers, Here on Earth); Jean Reno
(Mission Impossible, The Professional,
Just Visiting); LL Cool J (Any Given
Sunday, Deep Blue Sea, Kingdom Come);
Rebecca Romijn-Stamos (X-Men, Austin
Powers 2); Naveen Andrews (The English
Patient, Mighty Joe Young, Karma
Sutra). Leikstjóri: John McTiernan.
Leikur á
línuskautum
Smárabíó og Borgarbíó Akureyri frum-
sýna Rollerball með Chris Klein, Jean
Reno, LL Cool J, Rebecca Romijn-
Stamos og Naveen Andrews.
Úr kvikmyndinni Rollerball.