Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 19.04.2002, Síða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Svein- björnsson, bæjar- fulltrúi Framsóknar- flokksins í Garðabæ, birti grein í Morgun- blaðinu um síðastliðna helgi um stjórnsýslu í Garðabæ sem nauðsyn- legt er að gera nokkrar athugasemdir við. Í grein Einars segir að undirrituð hafi, sem forseti bæjarstjórnar, upp á sitt eindæmi gert ráðningarsamning við núverandi bæjarstjóra í Garðabæ. Þetta er al- rangt eins og Einar þekkir vel. Eins og lög gera ráð fyrir var ráðning bæjarstjóra tekin fyrir í bæjarstjórn og samþykkt í ágúst 2000. Í samræmi við langa hefð sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur mót- að hefur forseta bæjarstjórnar verið falið að annast samningsgerð við bæjarstjóra en þeir hafa síðan verið kynntir í bæjarráði. Samningurinn við núverandi bæj- arstjóra var efnislega sambærilegur og samningur við fyrri bæjarstjóra, að því frátöldu að ekki var samið um sérstakar greiðslur fyrir mánaðar- legra risnu. Samningurinn var í kjöl- farið kynntur í bæjarráði þar sem engar athugasemdir voru gerðar við hann. Eins og Einar þekkir vel er starfandi bæjarráð innan Garða- bæjar sem hefur lögbundnar heim- ildir samkvæmt 39. gr. sveitarstjórn- arlaga til þess að taka fullnaðarákvarðanir um ýmis málefni þess. Einar Sveinbjörns- son óskaði síðar eftir því að samningurinn yrði lagður fyrir bæjar- stjórn og var það gert. Allir bæjarfulltrúar fengu samninginn af- hentan og engar at- hugasemdir komu fram við hann. Einar sat þennan bæjarstjórnar- fund og tók sérstaklega fram að hann gerði engar athugasemdir við samninginn. Í ljósi þessa er sérkennilegt að sjá bæjar- fulltrúann fullyrða að einhver leynd hafi verið yfir samningnum og ,,ráðningarsamningurinn sé læstur ofan í skúffu“. Eins og sjá má af þessu er ljóst að það var á allan hátt staðið löglega að gerð ráðningarsamningsins. Lögleg stjórn- sýsla í Garðabæ Laufey Jóhannsdóttir Höfundur er forseti bæjarstjórnar í Garðabæ. Garðabær Ljóst er, segir Laufey Jóhannsdóttir, að löglega var staðið að gerð samningins. Sjálfstæðisflokkur- inn vill setja 20 millj- arða af skattfé okkar að veði fyrir einhvern mesta áhættuatvinnu- veg sem finnst. Fyrir því kunna að vera rök, þótt margan undri svo einstæðar aðgerðir fyr- ir eitt erlent fyrirtæki. Sami flokkur vill ráðast í stærstu sósíalísku framkvæmd allra tíma á Íslandi, Kárahnjúka- virkjun, þar sem skattfé okkar verður sett að veði fyrir meira en 100 milljörðum. Þar af stærstur hluti skrifaður á Reyk- víkinga. Sólginn í áhættu með okkar fé Í fjarskiptamálum virðist þessi flokkur sólginn í áhættu sem al- menningur borgar fyrir. Upplýst er að undir forystu sjálfstæðisráðherra hafi Landssíminn keypt eða fjárfest í 40 fyrirtækjum á fjarskiptasviði, og munu fæst skila arði. Verðið á þess- ari „ríkisvæðingu“ er 2.300 milljónir króna. Þá er ótalið erlent áhættufyr- irtæki sem Landssíminn tapaði 500 milljónum króna á. Enn er ótalin lítil sjónvarpsstöð sem sjálfstæðismenn hafa komið sér upp í Landssímahús- inu og endursendir erlent gervi- hnattasjónvarp í samkeppni við aðra fjölmiðla á Íslandi. Þetta „mini“ rík- issjónvarp kallast Breiðvarp, og fer um dreifikerfi sem ótalinn fjöldi milljarða króna hefur farið í að byggja upp. Ekki hefur verið upplýst hvenær það kerfi á að skila arði. Ég hef skrifað fjölda blaðagreina og flutt pistla um það án þess að fá und- irtekir þeirra sem berjast gegn hinu raunverulega Ríkisútvarpi. Og auð- vitað engin svör um arð á Breiðvarpi og tapið á dreifikerfi þess. Samanburður við Línu.net Þegar þetta er talið sést að munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Reykjavíkurlistan- um felst ekki í því að annar er á móti opin- berum afskiptum af at- vinnulífi og hinn ekki. Lína.net Reykjavíkur- listans þjónar almenn- um markmiðum um styrka innviði atvinnu- lífs; það gagnast fyrir- tækjum og menntakerfi og aflar tekna. Þótt ljóst sé að enn standi það ekki undir sér er tilgangurinn ljós, eignin gerir gagn og mun væntan- lega greiða upp fjárfestingu og gott betur. Um verkefni Sjálfstæðis- flokksins gegnir öðru máli. Um sum þeirra væri fróðlegt að fá svör Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráð- herra áður en hann heldur því oftar fram að hið opinbera „eigi ekki að standa í áhætturekstri“. Er Sjálfstæðis- flokkurinn áhættufíkill? Stefán Jón Hafstein Reykjavík Lína.net Reykjavík- urlistans þjónar al- mennum markmiðum, segir Stefán Jón Haf- stein, um styrka innviði atvinnulífs. Höfundur er frambjóðandi Reykja- víkurlistans til borgarstjórnarkosn- inga í vor. INNRA starf skóla er til umræðu við þess- ar sveitarstjórnarkosn- ingar. Í Reykjavík hafa R-listi og sjálfstæðis- menn ákveðið að gera eflingu grunnskóla borgarinnar að kosn- ingamáli. En hvaða framtak hefur Kópa- vogsbær sýnt til að efla fræðslu yngstu skóla- nemenda? Hvað hefur núverandi meirihluti gert frá 1995 þegar bæjarfélagið fékk for- ræði yfir menntamál- um barnanna með nýj- um grunnskólalögum? Ekki mikið og sinnuleysi er alvarleg afglöp þegar framtíð barnanna okk- ar er í húfi. Athugum þetta aðeins betur. Munar um menntun Menntun er algert grundvallarat- riði í lífi hvers einstaklings. Nýtt al- þjóðlegt umhverfi tækni og hraða sem Íslendingar færast hratt inn í, skapar ómenntuðum einstaklingum lítið svigrúm og setur þá skör lægra öðrum bæði efnahagslega og fé- lagslega. Athyglin hefur því beinst að öflugri símenntun fyrir fullorðið fólk og bættum og fjölbreyttari grunnskóla fyrir börnin. Sinnuleysi í menntamálum er eitt það versta sem við getum gert okkur sjálfum (sækjum því símenntunarnámskeið) og börnunum okkar (menntum þau betur í grunnskóla). Þessi nýja „menntunarhugsun“ einkennir hinn vestræna heim í aukn- um mæli. Skutlum börnun frá skóla Það er eins og nú- verandi meirihluti vilji una glaður við afrek sitt að hafa verið til- tölulega fljótur að ein- setja skólana. En kannski hefur bæjar- stjórnarmeirihlutinn gleymt því að einsetn- ing átti aðeins að vera einn liður í bættu grunnskólastarfi. Margir sáu fyrir sér heilsdagsskóla með auknu námsvali og félagslífi eftir há- degi. Í Kópavogi? Nei, við foreldrar skutlum börnunun burtu frá skól- anum, í áttina að íþróttafélögum úti í bæ og sérskólum af ýmsu tagi. Víða erlendis er íþróttaþjálfun og öflugt hljóðfæra- og söngnám þættir í grunnskólastarfi. Í Kópavogi virð- ist þróunin stundum öfug. Þannig var tónlistarkennsla við Digranes- skóla til dæmis einfaldlega lögð nið- ur. Gömlu úrræðin á glapstigum Ýmsar spurningar vakna. Hví er svona lítið hugað að auknu sjálf- stæði skóla og bættri stjórnun þeirra? Hvers vegna er sérfræði- þjónustu við grunnskóla í Kópavogi ekki betur sinnt? Hvað er t.d. gert fyrir börn í erfiðleikum af ýmsu tagi? Ég hef kynnst fjölda úrvals- kennara við foreldarstarf mitt í skóla. Ég hef einnig tekið eftir því að þeim er oft búin takmörkuð að- staða til að sinna starfi sínu. Sér- úrræði fyrir nemendur í erfiðleikum skortir og virðist sálfræðiaðstoð sem koma átti frá skólaskrifstofu bæj- arins takmörkuð. Á meðan er gripið til „gamalla“ en ekki góðra ráða. Börn í erfiðleikum færð milli bekkja. Börn færð milli skóla. Þessi úrræði hef ég reyndar aldrei skilið og þau virðast alltaf jafn mikið út í í loftið. Sinnuleysi uppalandans Á tuttugustu og fyrstu öld þurfum við nýja og ferska hugsun í mennta- málum grunnskólabarna. Vörum okkur. Sinnuleysi er illt við uppeldi og uppfræðslu barna og unglinga. Takmarkið á að vera betri grunn- menntun, fjölbreyttara námsval og betri nýting þeirra heilu tíu ára sem bæjarfélagið ber ábyrgð á menntun ungra Íslendinga. Grunnskóli, Kópavogur og sinnuleysi Sigmar Þormar Kópavogur Á tuttugustu og fyrstu öldinni, segir Sigmar Þormar, þurfum við nýja og ferska hugsun í menntamálum grunn- skólabarna. Höfundur skipar 6. sæti á lista Vinstri grænna í Kópavogi til sveit- arstjórnarkosninganna í vor. ÁÐUR en ég kem að efni þessarar greinar langar mig að lýsa of- urlítið fyrir ykkur ytri aðstæðum mínum. Ég er ósköp venjuleg, 28 ára gömul, langskóla- gengin, einstæð móðir með barn á leikskóla. Ég er ekki eyðslusöm og hef jafnvel verið tal- in óvenjulega nægju- söm. Ég er atvinnu- laus. Þarna liggur vandinn. Þegar ég braut- skráðist síðastliðið vor með kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla og toppeinkunnir, hélt ég að ég væri aldeilis á grænni grein. Svo fór þó að ég fékk aðeins kennslu í afleysingum í eina önn haustið eftir. Nú, ég var hæstánægð með það, fullt starf, mannsæmandi laun, a.m.k. fram að jólum. Mér fannst ég fá svo mikla peninga um hver mánaðamót að ég vissi varla hvað ég átti að gera við þá. Ég brá á það ráð að borga niður skuldir við vini og ættingja og leggja að auki svolítið fyrir, annars vegar fyrir framtíðina og hins vegar fyrir námslánunum. Skynsamlegt. Eina staðan sem mér bauðst svo að sækja um fyrir þessa önn var 37,5% staða í afleysingum í eina önn. Ég dró umsóknina til baka vegna þess að mér reiknaðist svo að ég gæti ekki lifað af laununum sem ég fengi fyrir það og ákvað að freista þess að finna fullt starf annars stað- ar. Það reyndist erfiðara en ég hélt. Ég er á skrá hjá sjö ráðningarstof- um og hef sótt um hátt á fjórða tug starfa síðan í janúar (og þar til í byrj- un apríl). Ekkert gengur. Hver skyldi vera ástæðan? Ýmist er ég of menntuð til að geta sinnt ákveðnum störfum eða ekki með rétta mennt- un. Stundum hentar vinnutíminn ekki, því ég hef bara tíma til að vinna milli átta og fimm alla virka daga. Ég velti því líka fyrir mér hvort sú stað- reynd að ég er einstæð móðir hefur áhrif á ákvörðun vinnuveit- enda, meðvitað eða ómeðvitað. En látum erfiðleika mína við að finna vinnu liggja milli hluta í bili og snúum okkur að að- alefni þessarar greinar: rétt minn til að lifa af atvinnuleysisbótum eins og aðrir. Fullar bætur eru 73.765 krón- ur á mánuði. Ég gæti lifað af þessu auk barnabótanna, vegna þess að ég er alveg einstaklega nægjusöm, ef ég væri svo heppin að fá fullar bætur. Til þess að öðlast rétt til að fá þessa stórkostlegu upphæð þarf við- komandi að hafa verið í fullri vinnu undanfarna 12 mánuði. Ég var í fullu námi á vorönn í fyrra, sem er að minnsta kosti 150% vinna. Síðan fór ég að kenna og hélt ég hefði fengið 100% starf, en svo kom í ljós að það var ekki nema 95%. Ég fékk þær upplýsingar hjá Vinnumiðlun höfuð- borgarsvæðisins að ég ætti að bíða með að sækja um bætur þar til ég væri búin að fá síðustu útborgun. Nú fékk ég borgað orlof 1. febrúar, svo ég beið þangað til með að sækja um bætur. Þegar ég skilaði inn gögnum frá vinnuveitanda var mér sagt að orlof gilti ekki sem laun og að ég hefði get- að komið mánuði fyrr. Nám er metið til jafns við 25% starf. Afleiðingin er sú að ég fæ 65% bætur, sem eru 24.803 krónur fyrir hálfan mánuð, með barnadagpeningum og eftir að dregið hefur verið af í lífeyrissjóð. Sú upphæð lækkar auðvitað í febrúar og um páskana. Barnabæturnar voru 57.349 krónur fyrir þrjá mánuði, eða 19.116 krónur á mánuði. Ráðstöfun- artekjur mínar eru því á bilinu 63.283 til 67.794 krónur á mánuði. Ég hefði átt að taka 37,5% starfi … Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig í ósköpunum stóð á því að mér voru gefnar upp rangar upplýs- ingar hjá Vinnumiðlun höfuðborgar- svæðisins. Og ég hef margsinnis spurt mig spurninga eins og: Hvers vegna er mér refsað fyrir að vera í námi? Og hvers vegna skiptir starfs- hlutfallið máli? Ef ég kem úr 70% starfi er ég þá bara 70% atvinnulaus? Ég skil ekki alveg hugsunina á bak við þetta. Kannski getur einhver út- skýrt hana fyrir mér. Eins og málið kemur mér fyrir sjónir núna get ég ekki annað séð en verið sé að mis- muna fólki og þá sérstaklega náms- mönnum sem þræla sér út til að öðl- ast betri framtíð en fá prófið sitt og stritið einskis metið þegar kreppir að. Ekki beinlínis hvatning til að fara í nám. Væri ég kannski betur stödd án háskólaprófs nú þegar vinnu- markaðurinn er í lægð? Og ég dauðsé eftir að hafa sóað peningun- um mínum í að borga niður skuldir og leggja fyrir inn á lokaða bók! Að lokum má geta þess, svona til gamans, að fasteignagjöldin af íbúð- inni minni hækkuðu um 60% frá því í fyrra. Nokkur orð um atvinnuleysisbætur Þuríður Björg Þorgrímsdóttir Höfundur er spænskukennari. Kerfið Ef ég kem úr 70% starfi, spyr Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, er ég þá bara 70% atvinnulaus?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.