Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 34

Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að flytja yfirstjórn varn- arliðsins á Íslandi frá Bandaríkjun- um yfir hafið til Evrópu marki þátta- skil í íslenskum öryggismálum og megi því teljast mikil tíðindi. Sam- hengi íslenskra öryggismála breyt- ist við þessa ákvörðun en eftir eigi að ganga frá því hver staða varnar- stöðvarinnar í Keflavík verði innan Evrópuherstjórnar Bandaríkja- manna. Vera kunni að hún fái aukið vægi. Þá liggur fyrir að herþotur þær sem hér eru staðsettar munu frá 1. október að telja koma frá flug- sveitum í Skotlandi. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu í gær skýrði Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, frá því á miðvikudag að ákveðið hefði verið að ráðast í mjög róttækar breytingar á fyrirkomu- lagi herstjórnar Bandaríkjanna. Ný herstjórn, Norðurherstjórnin, mun frá 1. október annast varnir Banda- ríkjanna, Kanada, Mexíkó og hluta Karíbahafs. Ákvörðun þessi hefur það m.a. í för með sér að yfirstjórn varnarliðsins á Íslandi, sem heyrir nú undir svonefnda Sameinaða her- stjórn Bandaríkjanna („Joint Forc- es Command“), flyst frá Norfolk í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum til Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna. Höfuðstöðvar hennar eru tvískiptar og er þær að finna í Stuttgart í Þýskalandi og í Mons í Belgíu. „Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að endurskipuleggja allt sitt her- stjórnarkerfi með sérstöku tilliti til heimavarna hlýtur að teljast stór og mikilvæg. Það á einnig við um þann lið ákvörðunar þeirra, sem lýtur að myndun Norðurherstjórnarinnar nýju og þeirrar tilfærslu, sem felst í því að Evrópa öll verður nú undir sömu herstjórninni,“ segir utanrík- isráðherra. Má í samhengi íslenskra öryggis- mála tala um að þessi ákvörðun Bandaríkjamanna valdi þáttaskil- um? „Já, hún gerir það. Íslensk stjórn- völd hafa fyrir sitt leyti talið að rétt væri að Atlantshafið yrði hluti af Norðurherstjórninni nýju. Þessu sjónarmiði komum við á framfæri við Bandaríkjamenn. Þeir vilja hins vegar að Norðurherstjórnin annist eingöngu varnir sjálfra Bandaríkj- anna. Hins vegar er ófrágengið hvernig háttað verður stjórn Atl- antshafsherstjórnar Atlantshafs- bandalagsins,“ (ACCLANT). Í Morgunblaðinu í dag er eftirfar- andi haft eftir þér: „Ef þessi verður niðurstaðan þá þýðir þetta miklar breytingar á okkar stöðu.“ Er sem sagt einhver vafi á því að þessi verði niðurstaðan? „Bandaríkjamönnum er kunnugt um áhyggjur okkar. Breytingin á herstjórnarfyrirkomulaginu hefur hins vegar verið kynnt fyrir okkur sem ákvörðun og nú hefur varnar- málaráðherrann bandaríski greint frá henni. Þá er yfirstjórn ACCL- ANT undanskilin en hún skiptir máli í þessu viðfangi.“ Þetta er með öðrum orðum alfarið bandarísk ákvörðun, sem tekur til banda- rískrar herstjórnar? „Þetta er bandarísk herstjórn og banda- rísk ákvörðun en því er ekki að neita að ég hafði vonast eftir því að niðurstaða Banda- ríkjamanna yrði önn- ur.“ Þú hafðir sem sagt vonast til þess að varn- arliðið á Íslandi yrði undir hinni nýju Norð- urherstjórn? „Já“. Breytir þetta ekki samhengi íslenskra ör- yggismála að því marki sem þau hafa hingað til tengst beinlínis meg- inlandi Bandaríkjanna? „Jú, þetta breytir því samhengi. Að vísu þarf að hafa í huga að her- stjórn Bandaríkjamanna í Stuttgart í Þýskalandi og Mons í Belgíu er vit- anlega bandarísk stjórnstöð en ekki evrópsk. Þar er yfirmaður Joseph Ralston en ég átti m.a. viðræður við hann um breytingar á yfirstjórn varnarliðsins í febrúarmánuði.“ Er hætt við því að rödd Íslend- inga innan þessarar risastóru her- stjórnar sem Evrópuherstjórnin óneitanlega er verði ekki sérlega sterk eða eftir henni verði ekki tek- ið? „Það á eftir að skipuleggja nánar hvernig ákvörðun Bandaríkjamanna verður útfærð hvað Keflavíkurstöð- ina varðar. Hugsanlegt er að hún fái aukið vægi innan þessa skipulags sem Evrópuherstjórnin er en eins og áður sagði á eftir að ganga frá þeim þætti málsins.“ Hefur ákvörðun Bandaríkja- manna áhrif á þær óformlegu við- ræður og þreifingar, sem fram hafa farið um fram varnarsamnin lands og B anna og hern búnað hér á la „Nei. Við m verið sagt að ekki. Joseph gerir sér m grein fyrir Keflavíkurstö ar. Hann þek vel til á Íslan höfum átt m samskipti vi Hann þekkir anir og áhe lenskra stjór sviði öryggis- armála hvað varðar lágm búnað á Íslandi.“ Og þær skoðanir og áhe óbreyttar? „Já, þær eru óbreyttar hálfu.“ Er hreyfing komin á stjórnvalda á Íslandi og í B unum um fyrirkomulag va landi og framkvæmd tvíhli ingsins? „Nei. Þreifingar hafa fa um þessi mál á undanförnum Þær hafa ekki skilað niðurs Getur verið að sú ákvö færa yfirstjórn varnarliðsin ópu hafi áhrif á þann veg a búnaður, sem hér verður, v um á annað borð viðhaldið „evrópsku samhengi“ ef sv orði komast? Mun hinga vopnabúnaður frá Evróp Bandaríkjanna eftir að yfi flytur yfir hafið? „Fyrir liggur að sú á Bandaríkjamanna að bre stjórnarkerfi sínu hefur í för að orrustuflugsveitin, sem verður á Íslandi, verður hlu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um flutni „Þáttas íslensku yggismá Herþotur frá Skotlandi kom hugsanlegt er að Keflavíkurs Halldór Ásgrímsson utanríkisráðh Ásgeir Sverrisson hvaða þýðingu s manna að flytja yfirstjórn varnarlið til Evrópu hefur fyrir Íslendinga Halldór Ásgrímsson Orrustuþota af gerðinni F-15. Sú breyting verður á að slíkar vélar munu koma ti GAGNKVÆMIR HAGSMUNIR OG SKYLDUR Í VARNARSAMSTARFI Ákvörðun Bandaríkjamanna um aðfæra yfirstjórn varnarliðsins áKeflavíkurflugvelli frá Banda- ríkjunum til Evrópuherstjórnar sinnar ýfir þann lygna sjó, sem segja má að varnarsamstarf Íslands og Bandaríkj- anna hafi siglt undanfarin ár. Hins veg- ar er of snemmt að segja til um hvort eingöngu er um að ræða gárur á yfir- borðinu eða verulegan og langvarandi öldugang. Í ýtarlegri fréttaskýringu Ásgeirs Sverrissonar, fréttastjóra erlendra frétta á Morgunblaðinu, um stöðu varn- armálanna í blaðinu í gær kemur fram að við þennan tilflutning breytist sá strengur milli íslenzkra og bandarískra stjórnvalda, sem legið hefur um Atl- antshafsherstjórn NATO og Sameinuðu herstjórnina (JFC) í Norfolk í Banda- ríkjunum. „Breyting verður því á hefð- bundnu samhengi íslenskra öryggis- og varnarmála við meginland Norður-Am- eríku. Því má halda fram að sérstaða Ís- lands verði ekki sú sama og áður þótt tengslin gagnvart Bandaríkjunum hald- ist vitanlega í gegnum Evrópuher- stjórnina. Ef til vill má orða það svo að rödd Íslands muni tæpast hljóma af sama þunga innan Evrópuherstjórnar- innar og innan JFC með þeim einföldu rökum að undirstjórnir hinnar fyrr- nefndu eru fjölmargar en hinnar síðar- nefndu fáar. Alltjent er ljóst að boðleið- ir verða aðrar og við nýtt fólk verður að eiga fyrir íslensk stjórnvöld,“ segir í grein Ásgeirs. Ljóst er að íslenzk stjórnvöld hefðu kosið að staða Keflavíkurstöðvarinnar yrði önnur og hún heyrði undir hina nýju Norðurherstjórn Bandaríkjanna. Annars vegar hafa menn áhyggjur af hinu nána og sérstaka tvíhliða sambandi Íslands og Bandaríkjanna í varnarmál- um og hins vegar af tengslum Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu innan Atl- antshafsbandalagsins eins og ráða má af ummælum Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Bandaríkin hafa ekki tekið tillit til þessara sjónarmiða Íslands við breyt- ingar á herstjórnarkerfi sínu en í máli utanríkisráðherra kemur fram að eftir sé að útfæra stöðu Keflavíkurstöðvar- innar innan Evrópuherstjórnarinnar og útilokar hann ekki að hún geti fengið þar aukið vægi. Þá kemur fram hjá ut- anríkisráðherra að eitt af því, sem fylgi því að heyra undir Evrópuherstjórnina sé að orrustuþoturnar sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli muni framveg- is koma frá Skotlandi en ekki frá Banda- ríkjunum. Alltof snemmt er að fullyrða að eitt- hvað í þessum breytingum hafi ein- hverja úrslitaþýðingu fyrir varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna. Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær kemur hins vegar fram að enn á ný eru á kreiki innan bandaríska stjórnkerfisins hug- myndir um að draga mjög verulega úr varnarviðbúnaði á Íslandi og í raun að svipta landið trúverðugum loftvörnum með því að færa orrustuþoturnar af landi brott og nota þær þar sem banda- ríski flugherinn telur sig hafa brýnni þörf fyrir þær. Í umfjöllun Morgun- blaðsins í gær kemur skýrt fram að vestra, einkum innan varnarmálaráðu- neytisins, gera menn lítið úr því hættu- mati íslenzkra ráðamanna, sem þeir byggja á þá afstöðu sína að ekki megi draga úr varnarviðbúnaði í Keflavík frekar en þegar er orðið. Viðmælendur blaðsins telja sumir hverjir hættumat Íslendinga gamaldags og í anda kalda stríðsins og að það taki ekki mið af breyttum aðstæðum í alþjóðamálum. Þessi sjónarmið bera vott um full- komið skilningsleysi á íslenzkum hags- munum og á gagnkvæmum skyldum Ís- lands og Bandaríkjanna samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Bandarík- in hafa tekið að sér að tryggja landvarn- ir Íslands. Varnarviðbúnaðurinn er háð- ur samþykki beggja aðila og þar af leiðandi sameiginlegu mati þeirra á varnarþörfinni. Sjálfstætt ríki hlýtur að vilja halda uppi trúverðugum vörnum. Í engu vestrænu ríki hefur mönnum dott- ið í hug að leggja niður loftvarnir þótt ógnin af Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra heyri sögunni til. Raunar hefur komið í ljós að ekki er hægt að afskrifa rússneska loftherinn og umsvif hans á Norður-Atlantshafi eins og fyrirhugað- ar flugheræfingar Rússa sl. haust sýndu. Þá hafa hryðjuverkin í Banda- ríkjunum 11. september síðastliðinn gert þörfina fyrir virkar og trúverðugar varnir augljósari. Þau sýndu að margt það, sem mönnum kann að virðast fjar- lægt og fráleitt, getur orðið að ógnvæn- legum veruleika eins og hendi sé veifað. Varnarsamstarfið hefur byggzt á gagnkvæmum hagsmunum og skyldum. Bandaríkin hafa tryggt varnir Íslands og sú aðstaða, sem Ísland hefur látið í té, hefur stuðlað að því að tryggja varn- ir Atlantshafsbandalagsins í heild og ekki sízt Bandaríkjanna. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefur minnkað eftir lok kalda stríðsins en það getur með skömmum fyrirvara aukizt á nýjan leik, t.d. vegna óróa í Rússlandi eða vegna þess að Bandaríkin þyrftu að flytja mik- inn liðsafla og birgðir yfir Atlantshafið vegna hernaðaraðgerða í stríði sínu gegn hryðjuverkum víða um heim. Viðræður Íslands og Bandaríkjanna um endurskoðun varnarviðbúnaðar í Keflavík hafa frestazt um ár, m.a. vegna stjórnarskipta í Bandaríkjunum og hryðjuverkanna sl. haust, en gera má ráð fyrir að þær hefjist innan tíðar. Þar má gera ráð fyrir að Bandaríkin setji a.m.k. fram kröfu um enn frekari sparn- að og hagræðingu í Keflavíkurstöðinni og að Ísland axli stærri hluta kostnaðar en hingað til. Það væri ekki rétt af íslenzkum stjórnvöldum að fara fram á algera kyrrstöðu í varnarviðbúnaði á Keflavík- urflugvelli í þessum viðræðum. Þótt ekki sé hægt að una við annað en að loft- vörnum verði áfram viðhaldið liggur fyrir að varnirnar í Keflavík taka ekki nema að litlu leyti mið af nýjum hættum í hinu alþjóðlega umhverfi, ekki sízt ógninni af hryðjuverkum. Morgunblaðið hefur áður lagt til að í viðræðunum við Bandaríkjamenn taki íslenzk stjórnvöld upp að gerðar verði breytingar á samsetningu og búnaði varnarliðsins, sem geri ráð fyrir hætt- unni á hryðjuverkum og viðbrögðum við henni. Hins vegar er blaðið þeirrar skoðunar að Íslendingar geti ekki ætl- azt til að Bandaríkin og önnur banda- lagsríki okkar standi straum af öllum kostnaði við varnir landsins. Ef Bandaríkin þurfa að auka viðbún- að sinn og kostnað á einhverjum sviðum, getum við þurft að létta af þeim kostn- aði á öðrum sviðum, t.d. hvað varðar rekstur flugbrauta í Keflavík og leitar- og björgunarstörf fyrir varnarliðið. Við getum sömuleiðis þurft að efla löggæzlu okkar, landamæraeftirlit og annan við- búnað vegna hugsanlegra hryðjuverka. Við þurfum ekki síður en Bandaríkin að hafa í huga að varnarsamstarfið byggist á gagnkvæmum hagsmunum og skyld- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.