Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 50

Morgunblaðið - 19.04.2002, Side 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Auðunssonfæddist í Hafnar- firði 16. mars 1924. Hann lést á St. Jós- efsspítala 13. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Auðunn Níelsson og Guðrún Hinriksdóttir. Pétur var yngstur tíu systk- ina, sem öll eru nú látin. 28. júlí 1945 kvæntist Pétur Petru Þóru Jónsdóttur, hún lést 21. nóv. 1996. Þau eignuðust átta börn, fjögur dóu stuttu eftir fæð- ingu. 1) Guðrún Óla, f. 10. maí 1947, hún á tvö börn, Pétur og El- ínu; 2) Þorsteinn Auðunn f. 18. maí 1949, kvæntur Ragnheiði Pálsdóttur, þau eiga fjögur börn, Emilíu, Örvar, Aron og Auðun Þór; 3) Hinrik, f. 6. des. 1950, d. 19. júní 2001. Hann átti þrjú börn, Hildi, Helga og Gísla Pétur; 4) Pétur, f. 2. mars 1959, d. 21. febr. 1960. Barna- barnabörnin eru fimm. Pétur lærði vél- virkjun, hann stofn- setti Vélsmiðju Pét- urs Auðunssonar árið 1959 og er hún starfrækt enn í dag. Hann var félagi í frí- múrarastúkunni Hamri, Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, Golf- klúbbnum Keili, Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar, Iðnaðarmannafélagi Hafnarfjarð- ar og Sjálfstæðisfélaginu Fram. Hann sinnti ýmsum trúnaðar- störfum innan þessara félaga í gegnum árin. Pétur verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda, og æ um æviveg hvert andvarp honum senda. Hann er það mark og mið, er mæni ég sífellt á. Með blessun, bót og frið hann býr mér ætíð hjá. Ef Jesú ég æ hef, um jörð ég minna hirði, um heimsins glys ei gef og glaum hans einskis virði. Mitt bætir Jesús böl, mér byrðar léttir hann. ef hann á hjá mér dvöl, mig hrella neitt ei kann. Af allri sál og önd mig allan þér ég færi, mitt hjarta, tungu og hönd þér helga ég, Jesú kæri. Ó, tak það, Guð minn, gilt og gef ég æ sé þinn. Gjör við mig sem þú vilt, þinn vilji æ sé minn. (Ziegler – Þýð. V. Briem.) Elsku afi Pétur. Nú kveðjum við þig elsku afi, lang- þráð hvíld er þín núna. Kominn ertu í faðm ömmu Petru, pabba og hinna barna þinna. Við varðveitum og heiðrum minn- ingu þína um ókomna tíð. Þín Helgi, Bryndís og Breki Þór. Afi minn var stórkarl. Hann vals- aði um golfvöllinn með vindil og keypti sér svo golfbíl og rúntaði um völlinn. Svo hætti hann að reykja en margir muna eftir honum með vindil milli varanna rúntandi um Hafnar- fjörð. Ég man svo vel þegar ég var bara fimm ára og fór að rúnta með honum í rosalega flottum og stórum Lincoln-bíl. Ljósbrúnum að innan og utan með alls kyns tökkum og tækj- um og mýkstu sætum í heimi. Síð- ustu árin átti hann stóran jeppa og á hverjum degi fór hann á rúntinn, nið- ur á höfn og spjallaði við karlana á bryggjunni. Þegar hann var of slapp- ur til að rúnta sjálfur síðasta sumar fór pabbi með honum og ég veit að núna rúnta þeir saman á himnum. Hann og amma fóru til Kanarí eða Mallorca á hverju ári og komu heim með alls konar dót handa okkur krökkunum, vasadiskó og myndavél, ótal vekjaraklukkur og úr. Hann var svo sannarlega stórkarl og núna hefur hann fengið hvíldina, kominn til ömmu, Péturs litla og pabba. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Þín Hildur. Þegar ég upphaflega kom í Lions- klúbb Hafnarfjarðar tóku þar, meðal annarra, á móti mér bræðurnir Pét- ur og Kalli Auðuns, eins og þeir voru ávallt nefndir. Það var notalegt, enda voru þeir náfrændur konu minnar. Þetta var árið 1982. Við hjónin fluttum þá heim frá Noregi og úr Oslo/Christiania-klúbbnum í Hafnarfjarðarklúbbinn. Ég tók við formennsku í skemmtinefnd aldr- aðra og sýndi Pétur því áhuga og gaf mér mörg góð ráð. Sjálfur sat hann lengi í þeirri sömu nefnd. Þetta var aðalsmerki hans í öllu Lionsstarfi, að sýna málefnunum áhuga og leggja alltaf eitthvað af mörkum. Þannig reyndist hann ávallt í klúbbnum okk- ar, var einn af þeim sem lögðu ótæpi- lega lið, bæði í starfinu inn á við og ekki síður í starfinu út á við meðal þeirra er nutu í einhverju af störfum okkar. Það var táknrænt fyrir Lionsstarf Péturs Auðuns, að laugardaginn 13. apríl, þegar klúbburinn var að af- henda St. Jósefsspítala ágóðann af Gaflarasölu vetrarins, til góðra verka, fyrir baráttuna við melting- arfærasjúkdóma, lést hann þann dag á þessum sama spítala. Pétur hafði átt við ýmsa erfiðleika að etja á undanförnum árum, bæði varðandi eigin heilsu og auk þess misst bæði konu sína og son. Góð vinkona okkar hjóna sagði einhverju sinn við okkur: „Það er fátt erfiðara en að þurfa að lifa börnin sín.“ Þetta kom mér í hug þegar Pétur missti son sinn ekki fyrir löngu. Þau skipti sem við lágum saman á St. Jósefs- spítala á síðustu árum var hann alltaf sami hlýi Lionsmaðurinn, sem gott var að ræða við. Þau voru reyndar ekki svo fá til- fellin, sem Pétur var ekki ferðafær sökum sjúkleika, þegar klúbburinn okkar var að fara í ferðir eða heim- sóknir í aðra klúbba. Hann var hins vegar mikið veikur ef hann fékk ekki son sinn eða einhvern til að aka sér upp að Lionsskrifstofu til að óska okkur góðrar ferðar. Þannig var hann líka búinn að mæta, þótt hann kæmist í raun alls ekki lönd eða strönd. Hann var alltaf með okkur í starfinu, í huganum ef líkaminn bar hann ekki, og sýndi með því hvernig á að „leggja lið“. Lionsklúbbbur Hafnarfjarðar vottar börnum hans og fjölskyldum þeirra samúð og kveður í honum góðan mann og félaga. Sigurður H. Þorsteinsson. PÉTUR AUÐUNSSON INGUNN SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Ingunn Sigur-björg Guð- mundsdóttir, síðast til heimilis á Kópa- vogsbraut 1a, Álf- hólsvegi 52, fæddist á Bjargarstíg 14 í Reykjavík 8. septem- ber 1906. Hún lést í Landspítala í Foss- vogi 26. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 4. apríl. og skrúbbaðir á mér andlitið en sagðir svo: „Nú, ertu bara svona?“ Þetta eru ljúfar minningar um heim- sóknir mínar til þín, bæði á Kópavogs- brautina og í sumarbú- staðinn þar sem þið afi hafið verið frá því að prentarabústaðirnir voru byggðir árið 1942. Amma, þú hafðir svo gaman af að segja mér frá æskuárunum á Eskifirði, hvað það var gaman að alast þar upp, og þar átt- irðu þínar bestu vinkonur. Og hvað þú varst áhugasöm að vita hvað við hér fyrir austan vorum að gera. Alltaf vildirðu vita hvort Fiddi væri á sjó og hvort það væri eitthvert fiskirí. Og hvenær við kæmum næst til Reykjavíkur. Þegar við komum til þín bauðstu okkur svo alltaf eitt- hvert góðgæti. Við söknum þín óskaplega mikið, elsku amma okk- ar. Hvíldu í friði. Rigmor, Friðþór, Benedikt Albert, Ingunn Sigurbjörg og Sigurður Þór. Elsku amma mín, nú ertu farin og hvíldin sem þú talaðir svo oft um við mig síðustu árin er komin en minningin um bestu ömmu lifir. Fyrsta minning mín um þig var þegar ég var lítil stelpa í heimsókn á Álfhólsvegi 52. Þegar ég kom í Kópavoginn fékk ég bestu fiskibollur sem til eru. Svo bakaðirðu stóran stafla af klöttum handa mér og Sigurjóni frænda. Svo man ég þegar ég var í heimsókn hjá þér þegar ég var 10 ára og auga- brýrnar á mér voru farnar að dökkna en þú hélst að þetta væru bara óhreinindi og tókst þvottapoka Fjórði bekkur G, ár- gangur 1998 úr Menntaskólanum á Akureyri, var einstakur bekkur. Við vorum fá og Lilja var ómissandi hluti af bekknum. Hún var alltaf fremst í flokki þegar gera átti eitt- hvað skemmtilegt, hvort sem það var hópskróp, fara á útsölu í mjólk- urbúðinni, leigja saman sumarbú- stað uppi í miðju fjalli eða klæða okkur upp sem 16 litlir Sverrir Her- mannssynir fyrir dimmission. Af mörgu er að taka og minningarnar eru margar og góðar. Lilja Kristín kom eins og sól í heiði, broshýr, hlát- urmild og glaðlynd, á þriðja ári inn í bekkinn en okkur finnst sem hún hafi alltaf verið hluti af honum. Hún náði alltaf að hressa okkur við með léttleika sínum, húmor og skemmti- legum uppátækjum. Þegar við út- skrifuðumst vorið 1998 áttum við allt lífið framundan, framtíðin var óskrifað blað og við gátum ekki beð- ið eftir að takast á við það sem beið okkar. En að missa eina úr okkar hópi svona snemma vorum við ekki undirbúin fyrir. Fyrst þegar við heyrðum um veikindi hennar var okkur öllum mjög brugðið. En Lilja tók þessu með sinni alvönu bjart- sýni, það var hún sem hughreysti okkur en ekki öfugt Elsku Lilja, takk fyrir allar stund- irnar sem við fengum að eyða með þér. Það er margs að minnast og margt að þakka. Við komum alltaf til með að minnast aðdáunarverðs hug- rekkis þíns í baráttu þinni við þenn- an skæða sjúkdóm og það á örugg- lega eftir að veita okkur styrk á erfiðum stundum. Við trúum því að þú sért núna á góðum og friðsælum stað þar sem vel sé tekið á móti þér. Með þessu ljóði viljum við kveðja þig að sinni og biðja guð að geyma þig. LILJA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR ✝ Lilja Kristín Jón-asdóttir, Tungu- síðu 11, fæddist á Akureyri 7. júlí 1977. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerár- kirkju á Akureyri 12. apríl. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Missir fjölskyldunnar og allra sem Lilju tengdust er mikill og óbætan- legur. Við viljum votta foreldrum hennar og systrum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja fjölskyldu og vini í sorginni. 4G. Það var í fyrsta bekk í Síðuskóla sem við Lilja hittumst fyrst og urð- um við fljótt góðar vinkonur. Lilja var róleg en í senn svo hress og skemmtileg að við gátum spjallað og hlegið tímunum saman. Það var ekki ósjaldan sem við lágum uppi í rúmi heima hjá henni og hlustuðum á Belindu; töluðum um lífið og til- veruna, hlógum, þögðum og jafnvel grétum saman. Þegar líða fór á skólagöngu okkar í Síðuskóla var farið að spjalla um unga sveina. Lilja hafði alltaf miklar áhyggjur af mér í þeim efnum því að henni þótti enginn nógu góður, gekk einu sinni svo langt að hún kom og bankaði á svefnherbergisdyrnar þegar ég fór heim með ungum herramanni sem ég hafði haft auga- stað á. Þetta var líklega eitt af vand- ræðalegustu augnablikum á ævi minni, en við gátum hlegið endalaust að þessu. Það fóru blendnar tilfinningar í gegnum huga okkar er við útskrif- uðumst úr Síðuskóla og vorum við stressaðar, en jafnframt spenntar að byrja framhaldsskólagöngu okkar. Við byrjuðum saman í Verkmennta- skólanum á Akureyri, en Lilja stoppaði stutt. Hún ákvað að fara yf- ir í Menntaskólann á Akureyri og var það góð ákvörðun þó svo að ég hafi saknað hennar. Í menntaskól- anum lenti Lilja í mjög samheldnum og góðum bekk og sagði hún mér oft skemmtilegar sögur af afrekum bekkjarins; hún hreinlega blómstr- aði þar. Við hittumst ekki eins oft og áður því við vorum báðar mjög upp- teknar, en það virtist ekki hafa áhrif á vináttu okkar. Það liðu oft margar vikur á milli þess að við hittumst, en í hvert sinn sem við gerðum það var alltaf jafngaman hjá okkur og virtist sem ekkert hefði breyst. Sumarið 1997 fórum við þrjár vin- konur saman til Benidorm og skemmtum við okkur konunglega þó svo að hitinn hafi ekki farið mjög vel í okkur Lilju. Í þessari ferð kom- umst við Lilja meðal annars að því að við þekktum hvor aðra of vel til þess að geta nokkurn tíma leigt saman eins og við höfðum oft talað um. Eftir útskrift fórum við svo hvor í sína áttina. Lilja var hérna fyrir norðan en ég fór suður og svo austur og þegar ég kom loksins til baka fór Lilja suður. Svo var það haustið 1999 að við héldum saman kveðju- partí því við vorum báðar að fara á vit ævintýranna. Lilja fór til Spánar í spænskunám, en ég fór til Banda- ríkjanna í sálfræðinám. Það leið ekki á löngu þar til ég fékk þær fréttir að Lilja væri orðin alvarlega veik. Þetta var mjög erfiður tími fyrir mig þar sem ég var svo langt í burtu en ég mun alltaf sjá eftir því að hafa ekki reynt að hafa meira samband við hana þegar hún þurfti á mér að halda. Síðustu mánuði vorum við þó í mjög góðu tölvusambandi og var ég spennt að hitta hana er ég kom til landsins föstudaginn 5. apríl, en af þeirri heimsókn varð aldrei. Ef ég þyrfti að lýsa Lilju í nokkr- um orðum þá dettur mér fyrst í hug hversu heimakær hún var. Hún átti alltaf einstaklega gott samband við foreldra sína og systur. Lilja var einnig einstaklega smekkleg á öllum sviðum. Hún var alltaf vel klædd, bar sig vel; var hreinlega glæsileg. Lilja var einnig fæddur innanhús- arkitekt og var hún ósjaldan búin að sýna mér nákvæmar teikningar af draumahúsinu sínu, var jafnvel búin að ákveða innbú. Síðast en ekki síst var Lilja mjög hreinskilin. Alveg sama hvers ég spurði Lilju, hún sagði mér alltaf það sem henni fannst, jafnvel þó svo að það hafi ekki verið svarið sem ég var að von- ast eftir því hún vildi manni alltaf það besta. Stundum vildi ég að ég hefði oftar fylgt ráðum hennar í stað þess að reka mig á. Lilja, ég mun ávallt sakna þín og ber ég minningu þína í hjarta mér. Elsku Jónas, Sigrún, Sóley og Hanna Rós, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð blessa ykkur. Kolbrún Sveinsdóttir. Góð vinkona er horfin frá okkur, langt um aldur fram. Þrátt fyrir erfið veikindi sýndi Lilja Kristín ótrúlegan styrk og bar- áttuvilja. Þannig var hún, vildi aldrei heyra neina vorkunn. Það sýndi hún kannski best þegar hún studdi mig á erfiðum tíma, þrátt fyrir að vera mjög veik sjálf. Þær eru margar og góðar, minn- ingarnar sem við eigum, því margt var brallað, utanlandsferð, útilegur, matarboð og fleira. Þín verður sárt saknað í árlegum matarboðum okk- ar vinkvennanna, þar sem gamlir tímar voru alltaf rifjaðir upp og rætt það sem okkur lá helst á hjarta. Þú varst vön að láta þína skoðun á mál- unum í ljós, varst ætíð hreinskilin, með húmorinn í lagi og það var alltaf stutt í brosið. Þú fékkst mig til að líta öðrum augum á lífið og þakka fyrir það sem ég hef. Fyrir það verð ég þér æv- inlega þakklát. Þú átt eftir að vera mér ofarlega í huga um ókomin ár. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góða vinkonu. Elsku Sigrún, Jónas, Sóley og Hanna Rós, megi Guð vera með ykk- ur í sorginni og framtíðinni. Erna Lind Rögnvaldsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.