Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 53

Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 53 PÁLL Agnar Þórarinsson hafði tryggt sér sæti í landsliðsflokki fyr- ir lokaumferðina í aukakeppni áskorendaflokks. Hann gerði stutt jafntefli við Snorra Guðjón Bergs- son í lokaumferðinni sem tefld var á miðvikudagskvöld. Mikil spenna ríkti hins vegar um úrslit hinnar viðureignarinnar í síðustu umferð- inni. Þar börðust þeir Sævar Bjarnason og Sigurbjörn Björns- son um hitt sætið sem áskorenda- flokkur á í landsliðsflokki. Sigur- björn stóð betur að vígi, hafði eins vinnings forskot á Sævar. Sævar gat hins vegar haldið möguleikum sínum opnum áfram með sigri á Sigurbirni. Sigurbjörn, sem hafði lengst af leitt keppnina, sigraði hins vegar í skákinni og fylgir því Páli Agnari upp í landsliðsflokk, sem verður tefldur á höfuðborgar- svæðinu í haust. Lokastaðan í aukakeppninni varð þessi: 1.–2. Páll Agnar Þórarinsson og Sigurbjörn Björnsson 4 v. 3.–4. Snorri Bergsson og Sævar Bjarnason 2 v. Það kom ýmsum á óvart þegar það var greint frá því hér í skák- þættinum, að FIDE hygðist birta skákmenn með allt niður í 1.000 stig á alþjóðlega skákstigalistan- um. Eftir að FIDE fór að skoða málið í meiri smáatriðum sáust ým- is tormerki á því að fara jafnhratt í málið og fyrirhugað var. Hins veg- ar er fyrirhugað að taka skref í þessa átt frá og með næsta stiga- lista, sem birtur verður í júlí. Þá stendur til að teygja listann niður í 1.800 stig. Sem stendur eru um 40.000 skákmenn á listanum og neðri mörkin eru við 2.000 skákstig. Mið- að við forsendur FIDE má jafnvel reikna með að 400.000 skákmenn verði á listanum þegar hann fer niður í 1.000 stig. Jafnframt má bú- ast við að reikna þurfi 30–40.000 skákmót á hverju ári. Þessi mikla fjölgun hefur auðvitað ýmis vanda- mál í för með sér og vekur ýmsar spurningar. T.d. þarf að lengja „kennitölu“ skákmanna frá því sem nú er. Þá er útreikningur á öllum þessum fjölda skákmóta ómögu- legur nema Netið verði nýtt til hins ýtrasta og nauðsynlegt verður fyrir skáksamböndin að skrá alla sína skákmenn í kerfið. Þá þarf einnig að velta fyrir sér hvort og þá hvernig t.d. íslensku stigin verða yfirfærð í FIDE-kerfið. Erfiðasta vandamálið sem FIDE stendur hins vegar frammi fyrir er útfærsla stigakerfisins til þess að það endurspegli raunverulegan styrkleika skákmanna í mikilli framför. Ekki hafa enn sést tillögur um breytingar á stigakerfi FIDE til að bregðast við þessu vandamáli. Í núverandi kerfi FIDE, og sér- staklega meðan stigalágmarkið var 2.200, var þetta ekki vandamál. Geurt Gijssen: Hannes – Stefán ½–½ Á vefsíðu Chess Cafe er ítarleg umfjöllun um hið merkilega atvik í skák Hannesar Hlífars og Stefáns Kristjánssonar á Reykjavíkurskák- mótinu. Þetta atvik var rakið í skákþætti Morgunblaðsins, en keppendur sömdu um jafntefli eftir að klukka Hannesar féll. Skákdóm- ararnir töldu að klukkan gilti og óheimilt væri að semja um jafntefli eftir að hún fellur. Niðurstaða Geurt Gijssen, eins mesta sérfræð- ings heims í skáklögunum, er hins vegar sú að úrslitin sem standa á skorblaðinu ráði, en keppendur höfðu þar skráð úrslit skákarinnar sem jafntefli. VN-mótaröðin Hefst á laugardag kl. 14. Þátt- tökurétt hafa allir skákmenn. Teflt verður á Grandrokk, Smiðjustíg 6. Íslandsmót stúlkna 2002 Íslandsmót stúlkna (grunnskóla- mót) fyrir árið 2002 verður haldið sunnudaginn 21. apríl í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 13. Voratskákmót Hellis Hið árlega voratskákmót Tafl- félagsins Hellis hefst mánudaginn 22. apríl. Því verður svo fram hald- ið mánudaginn 29. apríl. Umhugs- unartími er 25 mínútur á skák. Mótið er öllum opið. Teflt verður í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Sami inngangur og hjá SPRON. Páll Agnar og Sigurbjörn Björnsson í landsliðsflokk SKÁK Skáksamband Íslands ÁSKORENDAFLOKKUR – AUKAKEPPNI 10.–17. apríl 2002 Daði Örn Jónsson VORFERÐ barnastarfs Seljakirkju verður næstkomandi laugardag 20. apríl og er ferðinni heitið í Hafn- arfjörðinn. Haldin verður barna- guðsþjónusta í Hafnarfjarð- arkirkju. Barnakórar Seljakirkju syngja við guðsþjónustuna og að sjálfsögðu tökum við vel undir. Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 11. Ef veður leyfir munum við finna okkur stað á leiðinni til baka og bregða þar á leik. Allir fá óvænt- an glaðning og í lokin verður hin rómaða pylsuveisla við Seljakirkju. Reiknað er með að ferðinni ljúki milli kl. 14 og 15. Allir krakkar eru velkomnir í ferðina og foreldrar með þeim. Þessar ferðir hafa ekki síður verið skemmtiferðir fyrir foreldrana. Ferðin og veitingar eru í boði safn- aðarins. Munið viðeigandi klæðnað eftir veðri. Hittumst við Seljakirkju laug- ardaginn 20. apríl kl. 11 og eigum saman góðan dag. Kaffihúsamessa í miðborginni KAFFIHÚSAMESSA verður í Ömmukaffi, Austurstræti 20 (Gamli Hressingarskálinn) laugardags- kvöldið 20 apríl kl. 21. Hinn eini sanni Þorvaldur Hall- dórsson tónlistarmaður (sem söng „Á sjó“ hér forðum) ætlar að leiða lofgjörðina ásamt þeim sem sækja kaffihúsið heim. Bjarni Karlsson sóknarprestur mun predika, en Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur og Þorvaldur Hall- dórsson leiða stundina að öðru leyti. Ömmukaffi er bjart og reyklaust kaffihús í hjarta borgarinnar og það er vel þess virði að líta þangað inn, en ekki síst á laugardags- kvöldið þar sem hægt er að kaupa eðalkaffi og taka þátt í upp- byggilegri samverustund. Ömmukaffi og miðborgarstarf KFUM/K. Morgunblaðið/Jim Smart Seljakirkja Vorferðalag barnastarfsins í Seljakirkju Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10–18. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Samlestrar- og bænastund á föstudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn- ir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Sam- lestrar og bænastund í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Biblíu- rannsókn/bænastund á miðvikudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn- ir. Safnaðarstarf FRÉTTIR Úrslitakeppni í málmsuðu ÚRSLITAKEPPNI framhaldsskól- anna í málmsuðu verður haldin föstu- daginn 19. apríl í Borgarholtsskóla kl. 10 á vegum Iðnmenntar, samtaka iðn- og starfsmenntaskóla á Íslandi, Málmsuðufélags Íslands og Fræðslu- ráðs málmiðnaðarins. Forkeppni hefur þegar farið fram í framhaldsskólum sem kenna málm- suðu. Hver skóli sendir í úrslita- keppni tvo keppendur og munu þeir keppa sem einstaklingar og sem keppnissveit síns skóla. Baldur Gíslason skólameistari, for- maður stjórnar Iðnmenntar, setur keppnina kl. 9.50. Keppt er í þremur mismunandi suðuaðferðum, pinna- suðu (MMA), suðustaða PB; logsuðu, suðustaða PA, og hlífðargassuðu (MAG), suðustaða PA. Verðlaunaaf- hending er áætluð í sal Borgarholts- skóla kl. 14. Allir eru velkomnir. Bókasafn Hafn- arfjarðar flutt og stækkað Í DAG, föstudaginn 19. apríl, kl. 16 verður tekið í notkun nýtt húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar í Strand- götu 1. Húsnæðið er alls um 1.500 fer- metrar. Húsið er á fjórum hæðum og gert ráð fyrir að skjalasafn Hafnar- fjarðar verði einnig þar til húsa. Jarð- hæðin á Austurgötu 4 verður enn- fremur tengd við bygginguna og stækkar tónlistardeild safnsins til muna við það. Nýja húsnæðið er um 1.700 ferm. en núverandi húsnæði í Mjósundi 12 er 536 ferm. Knútur Jeppesen arki- tekt var ráðinn til að hanna húsnæðið í samstarfi við Pétur Örn Björnsson en Verkþjónusta Kristjáns ehf. hafði yfirumsjón með verkinu. Aðalverk- taki framkvæmda var Háberg ehf. Aðalfundur og ráðstefna FENÚR AÐALFUNDUR FENÚR, Fagráðs um endurnýtingu og úrgang, verður haldinn í Veislusalnum Turninum, Hafnarfirði, föstudaginn 19. apríl 2002 og hefst kl. 11:00. Í framhaldi af aðalfundi eða kl. 13:00 verður haldinn ráðstefnan Endurvinnsla og úrgangsmál; For- tíð, nútíð og ný tækifæri. Á ráðstefn- unni verða flutt fjölmörg erindi en dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu Fenúr www.fenur.is Frumkvöðlaviðurkenning Fenúr verða veitt í byrjun ráðstefnunnar og er það í fyrsta sinn sem Fenúr heiðrar fyrirtæki eða einstakling sem hefur sýnt framsýni og þor inn- an greinarinnar. Meðal þeirra erinda sem flutt verða á ráðstefnunni eru erindi um nýtt fyrirkomulag umhverfismála í Reykjavík og breytt sorphirðukerfi; framtíðarhugsun í umhverfissið- fræði; förgun og endurnýtingu úr- gangs 1970 – 2020; urðunartilskipun ESB og lífrænan úrgang; og líftíma- greining (LCA) úrgangslausna. 3.500 kr fyrir félagsmenn Fenúr, 5.000 kr fyrir aðra. Keppt í skólaskák ÍSLANDSMÓT framhaldsskóla- sveita í skák 2002 hefst í félagsheim- ili Taflfélags Reykjavíkur að Faxa- feni 12 í dag , föstudaginn 19. apríl kl. 19.30. Keppninni lýkur laugardag 20. apríl. Hver sveit skal skipuð fjór- um nemendum á framhaldsskóla- stigi (f. 1981 og síðar), auk 1-4 til vara. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti munu sveitirnar tefla einfalda skák fyrir hvern keppanda. Rætt um mannlífið í miðbænum Í LAUGARDAGSKAFFI Kjör- dæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík á morgun, laugardaginn 20. apríl, kl. 11, fjallar Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur um mannlífið í miðbænum frá sínum bæjardyrum. Hún er jafnframt í 12. sæti á Reykjavíkurlistanum. Að því loknu verður stefna Reykjavíkurlist- ans í miðborgarmálum rædd. Kynningar- fundur 40–60 KLÚBBURINN 40–60 er hópur fólks á aldrinum 40–60 ára sem vill lifa lífinu lifandi, hittast og fara sam- an í óvissuferðir. Klúbburinn heldur kynningarfund um starf klúbbsins og hvað er framundan mánudaginn 22. apríl kl. 21:00 í skátaheimili Garðbúa, Hólmgarði 34, Reykjavík. Allir áhugasamir eru velkomnir. Laugardagskaffi VG í Reykjavík ÞAÐ verður heitt á könnunni og ný- bakað meðlæti á Torginu, Hafnar- stræti 20 á laugardaginn frá klukkan 11 til 13. Óformlegt spjall um borg- armál, landsmál og ekki sízt heims- málin. Félagar eru hvattir til að mæta og allir eru velkomnir. Athugasemd frá Sólheimum í Grímsnesi FRAMKVÆMDASTJÓRN Sól- heima hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemd: „Framkvæmdastjórn Sólheima mótmælir fréttaflutningi af drög- um að skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun á starfseminni. Samkvæmt stjórn- sýslulögum eiga Sólheimar rétt á því að koma á framfæri athuga- semdum og skýringum áður en slík skýrsla er birt opinberlega. Ályktanir og vangaveltur ríkisend- urskoðanda í drögunum byggjast á hæpinni lögfræðilegri túlkun um að þjónustusamningur milli Sól- heima og félagsmálaráðuneytisins sé í fullu gildi enda þótt honum hafi verið sagt upp í samræmi við ákvæði hans og enginn nýr samn- ingur hafi tekið gildi. Framkvæmdastjórn Sólheima á ekki í neinum vandræðum með að gera grein fyrir ráðstöfun fjár- muna sem sjálfseignarstofnunin hefur fengið frá hinu opinbera til þjónustu við fatlaða einstaklinga sem þátt taka í samfélaginu á Sól- heimum. Fyrirliggjandi drög út- heimta fjölþættar athugasemdir og leiðréttingar af hálfu fram- kvæmdastjórnar Sólheima sem unnið verður að því að taka saman á næsturnni. Telur framkvæmda- stjórn Sólheima útilokað annað en að fyrirliggjandi drög eigi því í lokagerð eftir að breytast í grund- vallaratriðum frá fyrirliggjandi drögum. Sú staðreynd að brotinn hefur verið trúnaður milli aðila að málinu og andmælaréttur Sól- heima þannig vanvirtur, er til vitn- is um að tilgangurinn með því að leka drögum ríkisendurskoðanda í fjölmiðla er að koma höggi á starf- semina. Framkvæmdastjórnin vekur at- hygli á því að á 71 ára starfsferli Sólheima hefur framkvæmdavaldið gert ítrekaðar tilraunir til þess að vega að hugmyndafræði og sjálf- stæði Sólheima til þess að fylgja henni fram. Tilraunir þessar hafa snúist um að fella Sólheima inn í sama munstur og gildir almennt hjá hinu opinbera í þjónustu við fatlaða. Takist það lokast sá val- kostur að gefa fötluðum einstak- lingum kost á að vera jafngildir þátttakendur í samfélagi sem byggist á lífrænni ræktun og sjálf- bærri þróun. Samfélagið á Sól- heimum hefur vakið heimsathygli og er talið í hópi 14 helstu sjálf- bærra byggða í heiminum. Framkvæmdastjórn Sólheima harmar að svo hrapallega skuli staðið að málum, eins og hér er að framan lýst, í þann mund sem und- irbúningur að 100 ára ártíð Sessel- íu Sigmundsdóttir, frumkvöðuls og stofnanda Sólheima, stendur sem hæst.“ SAGT var í frétt blaðsins 12. apríl að notuð fíkniefnasprauta hefði fundist á lóð leikskólans Sæborgar við Star- haga. Sprautan var utan lóðarmark- anna og leiðréttist það hér með. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangt nafn Rangt var farið með nafn Sighvats Arnarssonar hjá Fasteignastofu Borgarverkfræðings í frétt af fram- kvæmdum við Hlíðaskóla í blaðinu í gær. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.