Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 53 PÁLL Agnar Þórarinsson hafði tryggt sér sæti í landsliðsflokki fyr- ir lokaumferðina í aukakeppni áskorendaflokks. Hann gerði stutt jafntefli við Snorra Guðjón Bergs- son í lokaumferðinni sem tefld var á miðvikudagskvöld. Mikil spenna ríkti hins vegar um úrslit hinnar viðureignarinnar í síðustu umferð- inni. Þar börðust þeir Sævar Bjarnason og Sigurbjörn Björns- son um hitt sætið sem áskorenda- flokkur á í landsliðsflokki. Sigur- björn stóð betur að vígi, hafði eins vinnings forskot á Sævar. Sævar gat hins vegar haldið möguleikum sínum opnum áfram með sigri á Sigurbirni. Sigurbjörn, sem hafði lengst af leitt keppnina, sigraði hins vegar í skákinni og fylgir því Páli Agnari upp í landsliðsflokk, sem verður tefldur á höfuðborgar- svæðinu í haust. Lokastaðan í aukakeppninni varð þessi: 1.–2. Páll Agnar Þórarinsson og Sigurbjörn Björnsson 4 v. 3.–4. Snorri Bergsson og Sævar Bjarnason 2 v. Það kom ýmsum á óvart þegar það var greint frá því hér í skák- þættinum, að FIDE hygðist birta skákmenn með allt niður í 1.000 stig á alþjóðlega skákstigalistan- um. Eftir að FIDE fór að skoða málið í meiri smáatriðum sáust ým- is tormerki á því að fara jafnhratt í málið og fyrirhugað var. Hins veg- ar er fyrirhugað að taka skref í þessa átt frá og með næsta stiga- lista, sem birtur verður í júlí. Þá stendur til að teygja listann niður í 1.800 stig. Sem stendur eru um 40.000 skákmenn á listanum og neðri mörkin eru við 2.000 skákstig. Mið- að við forsendur FIDE má jafnvel reikna með að 400.000 skákmenn verði á listanum þegar hann fer niður í 1.000 stig. Jafnframt má bú- ast við að reikna þurfi 30–40.000 skákmót á hverju ári. Þessi mikla fjölgun hefur auðvitað ýmis vanda- mál í för með sér og vekur ýmsar spurningar. T.d. þarf að lengja „kennitölu“ skákmanna frá því sem nú er. Þá er útreikningur á öllum þessum fjölda skákmóta ómögu- legur nema Netið verði nýtt til hins ýtrasta og nauðsynlegt verður fyrir skáksamböndin að skrá alla sína skákmenn í kerfið. Þá þarf einnig að velta fyrir sér hvort og þá hvernig t.d. íslensku stigin verða yfirfærð í FIDE-kerfið. Erfiðasta vandamálið sem FIDE stendur hins vegar frammi fyrir er útfærsla stigakerfisins til þess að það endurspegli raunverulegan styrkleika skákmanna í mikilli framför. Ekki hafa enn sést tillögur um breytingar á stigakerfi FIDE til að bregðast við þessu vandamáli. Í núverandi kerfi FIDE, og sér- staklega meðan stigalágmarkið var 2.200, var þetta ekki vandamál. Geurt Gijssen: Hannes – Stefán ½–½ Á vefsíðu Chess Cafe er ítarleg umfjöllun um hið merkilega atvik í skák Hannesar Hlífars og Stefáns Kristjánssonar á Reykjavíkurskák- mótinu. Þetta atvik var rakið í skákþætti Morgunblaðsins, en keppendur sömdu um jafntefli eftir að klukka Hannesar féll. Skákdóm- ararnir töldu að klukkan gilti og óheimilt væri að semja um jafntefli eftir að hún fellur. Niðurstaða Geurt Gijssen, eins mesta sérfræð- ings heims í skáklögunum, er hins vegar sú að úrslitin sem standa á skorblaðinu ráði, en keppendur höfðu þar skráð úrslit skákarinnar sem jafntefli. VN-mótaröðin Hefst á laugardag kl. 14. Þátt- tökurétt hafa allir skákmenn. Teflt verður á Grandrokk, Smiðjustíg 6. Íslandsmót stúlkna 2002 Íslandsmót stúlkna (grunnskóla- mót) fyrir árið 2002 verður haldið sunnudaginn 21. apríl í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 13. Voratskákmót Hellis Hið árlega voratskákmót Tafl- félagsins Hellis hefst mánudaginn 22. apríl. Því verður svo fram hald- ið mánudaginn 29. apríl. Umhugs- unartími er 25 mínútur á skák. Mótið er öllum opið. Teflt verður í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Sami inngangur og hjá SPRON. Páll Agnar og Sigurbjörn Björnsson í landsliðsflokk SKÁK Skáksamband Íslands ÁSKORENDAFLOKKUR – AUKAKEPPNI 10.–17. apríl 2002 Daði Örn Jónsson VORFERÐ barnastarfs Seljakirkju verður næstkomandi laugardag 20. apríl og er ferðinni heitið í Hafn- arfjörðinn. Haldin verður barna- guðsþjónusta í Hafnarfjarð- arkirkju. Barnakórar Seljakirkju syngja við guðsþjónustuna og að sjálfsögðu tökum við vel undir. Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 11. Ef veður leyfir munum við finna okkur stað á leiðinni til baka og bregða þar á leik. Allir fá óvænt- an glaðning og í lokin verður hin rómaða pylsuveisla við Seljakirkju. Reiknað er með að ferðinni ljúki milli kl. 14 og 15. Allir krakkar eru velkomnir í ferðina og foreldrar með þeim. Þessar ferðir hafa ekki síður verið skemmtiferðir fyrir foreldrana. Ferðin og veitingar eru í boði safn- aðarins. Munið viðeigandi klæðnað eftir veðri. Hittumst við Seljakirkju laug- ardaginn 20. apríl kl. 11 og eigum saman góðan dag. Kaffihúsamessa í miðborginni KAFFIHÚSAMESSA verður í Ömmukaffi, Austurstræti 20 (Gamli Hressingarskálinn) laugardags- kvöldið 20 apríl kl. 21. Hinn eini sanni Þorvaldur Hall- dórsson tónlistarmaður (sem söng „Á sjó“ hér forðum) ætlar að leiða lofgjörðina ásamt þeim sem sækja kaffihúsið heim. Bjarni Karlsson sóknarprestur mun predika, en Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur og Þorvaldur Hall- dórsson leiða stundina að öðru leyti. Ömmukaffi er bjart og reyklaust kaffihús í hjarta borgarinnar og það er vel þess virði að líta þangað inn, en ekki síst á laugardags- kvöldið þar sem hægt er að kaupa eðalkaffi og taka þátt í upp- byggilegri samverustund. Ömmukaffi og miðborgarstarf KFUM/K. Morgunblaðið/Jim Smart Seljakirkja Vorferðalag barnastarfsins í Seljakirkju Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10–18. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Samlestrar- og bænastund á föstudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn- ir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Sam- lestrar og bænastund í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Biblíu- rannsókn/bænastund á miðvikudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn- ir. Safnaðarstarf FRÉTTIR Úrslitakeppni í málmsuðu ÚRSLITAKEPPNI framhaldsskól- anna í málmsuðu verður haldin föstu- daginn 19. apríl í Borgarholtsskóla kl. 10 á vegum Iðnmenntar, samtaka iðn- og starfsmenntaskóla á Íslandi, Málmsuðufélags Íslands og Fræðslu- ráðs málmiðnaðarins. Forkeppni hefur þegar farið fram í framhaldsskólum sem kenna málm- suðu. Hver skóli sendir í úrslita- keppni tvo keppendur og munu þeir keppa sem einstaklingar og sem keppnissveit síns skóla. Baldur Gíslason skólameistari, for- maður stjórnar Iðnmenntar, setur keppnina kl. 9.50. Keppt er í þremur mismunandi suðuaðferðum, pinna- suðu (MMA), suðustaða PB; logsuðu, suðustaða PA, og hlífðargassuðu (MAG), suðustaða PA. Verðlaunaaf- hending er áætluð í sal Borgarholts- skóla kl. 14. Allir eru velkomnir. Bókasafn Hafn- arfjarðar flutt og stækkað Í DAG, föstudaginn 19. apríl, kl. 16 verður tekið í notkun nýtt húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar í Strand- götu 1. Húsnæðið er alls um 1.500 fer- metrar. Húsið er á fjórum hæðum og gert ráð fyrir að skjalasafn Hafnar- fjarðar verði einnig þar til húsa. Jarð- hæðin á Austurgötu 4 verður enn- fremur tengd við bygginguna og stækkar tónlistardeild safnsins til muna við það. Nýja húsnæðið er um 1.700 ferm. en núverandi húsnæði í Mjósundi 12 er 536 ferm. Knútur Jeppesen arki- tekt var ráðinn til að hanna húsnæðið í samstarfi við Pétur Örn Björnsson en Verkþjónusta Kristjáns ehf. hafði yfirumsjón með verkinu. Aðalverk- taki framkvæmda var Háberg ehf. Aðalfundur og ráðstefna FENÚR AÐALFUNDUR FENÚR, Fagráðs um endurnýtingu og úrgang, verður haldinn í Veislusalnum Turninum, Hafnarfirði, föstudaginn 19. apríl 2002 og hefst kl. 11:00. Í framhaldi af aðalfundi eða kl. 13:00 verður haldinn ráðstefnan Endurvinnsla og úrgangsmál; For- tíð, nútíð og ný tækifæri. Á ráðstefn- unni verða flutt fjölmörg erindi en dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu Fenúr www.fenur.is Frumkvöðlaviðurkenning Fenúr verða veitt í byrjun ráðstefnunnar og er það í fyrsta sinn sem Fenúr heiðrar fyrirtæki eða einstakling sem hefur sýnt framsýni og þor inn- an greinarinnar. Meðal þeirra erinda sem flutt verða á ráðstefnunni eru erindi um nýtt fyrirkomulag umhverfismála í Reykjavík og breytt sorphirðukerfi; framtíðarhugsun í umhverfissið- fræði; förgun og endurnýtingu úr- gangs 1970 – 2020; urðunartilskipun ESB og lífrænan úrgang; og líftíma- greining (LCA) úrgangslausna. 3.500 kr fyrir félagsmenn Fenúr, 5.000 kr fyrir aðra. Keppt í skólaskák ÍSLANDSMÓT framhaldsskóla- sveita í skák 2002 hefst í félagsheim- ili Taflfélags Reykjavíkur að Faxa- feni 12 í dag , föstudaginn 19. apríl kl. 19.30. Keppninni lýkur laugardag 20. apríl. Hver sveit skal skipuð fjór- um nemendum á framhaldsskóla- stigi (f. 1981 og síðar), auk 1-4 til vara. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti munu sveitirnar tefla einfalda skák fyrir hvern keppanda. Rætt um mannlífið í miðbænum Í LAUGARDAGSKAFFI Kjör- dæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík á morgun, laugardaginn 20. apríl, kl. 11, fjallar Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur um mannlífið í miðbænum frá sínum bæjardyrum. Hún er jafnframt í 12. sæti á Reykjavíkurlistanum. Að því loknu verður stefna Reykjavíkurlist- ans í miðborgarmálum rædd. Kynningar- fundur 40–60 KLÚBBURINN 40–60 er hópur fólks á aldrinum 40–60 ára sem vill lifa lífinu lifandi, hittast og fara sam- an í óvissuferðir. Klúbburinn heldur kynningarfund um starf klúbbsins og hvað er framundan mánudaginn 22. apríl kl. 21:00 í skátaheimili Garðbúa, Hólmgarði 34, Reykjavík. Allir áhugasamir eru velkomnir. Laugardagskaffi VG í Reykjavík ÞAÐ verður heitt á könnunni og ný- bakað meðlæti á Torginu, Hafnar- stræti 20 á laugardaginn frá klukkan 11 til 13. Óformlegt spjall um borg- armál, landsmál og ekki sízt heims- málin. Félagar eru hvattir til að mæta og allir eru velkomnir. Athugasemd frá Sólheimum í Grímsnesi FRAMKVÆMDASTJÓRN Sól- heima hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemd: „Framkvæmdastjórn Sólheima mótmælir fréttaflutningi af drög- um að skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun á starfseminni. Samkvæmt stjórn- sýslulögum eiga Sólheimar rétt á því að koma á framfæri athuga- semdum og skýringum áður en slík skýrsla er birt opinberlega. Ályktanir og vangaveltur ríkisend- urskoðanda í drögunum byggjast á hæpinni lögfræðilegri túlkun um að þjónustusamningur milli Sól- heima og félagsmálaráðuneytisins sé í fullu gildi enda þótt honum hafi verið sagt upp í samræmi við ákvæði hans og enginn nýr samn- ingur hafi tekið gildi. Framkvæmdastjórn Sólheima á ekki í neinum vandræðum með að gera grein fyrir ráðstöfun fjár- muna sem sjálfseignarstofnunin hefur fengið frá hinu opinbera til þjónustu við fatlaða einstaklinga sem þátt taka í samfélaginu á Sól- heimum. Fyrirliggjandi drög út- heimta fjölþættar athugasemdir og leiðréttingar af hálfu fram- kvæmdastjórnar Sólheima sem unnið verður að því að taka saman á næsturnni. Telur framkvæmda- stjórn Sólheima útilokað annað en að fyrirliggjandi drög eigi því í lokagerð eftir að breytast í grund- vallaratriðum frá fyrirliggjandi drögum. Sú staðreynd að brotinn hefur verið trúnaður milli aðila að málinu og andmælaréttur Sól- heima þannig vanvirtur, er til vitn- is um að tilgangurinn með því að leka drögum ríkisendurskoðanda í fjölmiðla er að koma höggi á starf- semina. Framkvæmdastjórnin vekur at- hygli á því að á 71 ára starfsferli Sólheima hefur framkvæmdavaldið gert ítrekaðar tilraunir til þess að vega að hugmyndafræði og sjálf- stæði Sólheima til þess að fylgja henni fram. Tilraunir þessar hafa snúist um að fella Sólheima inn í sama munstur og gildir almennt hjá hinu opinbera í þjónustu við fatlaða. Takist það lokast sá val- kostur að gefa fötluðum einstak- lingum kost á að vera jafngildir þátttakendur í samfélagi sem byggist á lífrænni ræktun og sjálf- bærri þróun. Samfélagið á Sól- heimum hefur vakið heimsathygli og er talið í hópi 14 helstu sjálf- bærra byggða í heiminum. Framkvæmdastjórn Sólheima harmar að svo hrapallega skuli staðið að málum, eins og hér er að framan lýst, í þann mund sem und- irbúningur að 100 ára ártíð Sessel- íu Sigmundsdóttir, frumkvöðuls og stofnanda Sólheima, stendur sem hæst.“ SAGT var í frétt blaðsins 12. apríl að notuð fíkniefnasprauta hefði fundist á lóð leikskólans Sæborgar við Star- haga. Sprautan var utan lóðarmark- anna og leiðréttist það hér með. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangt nafn Rangt var farið með nafn Sighvats Arnarssonar hjá Fasteignastofu Borgarverkfræðings í frétt af fram- kvæmdum við Hlíðaskóla í blaðinu í gær. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.