Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 1

Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 5. MAÍ 2002 104. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 June Anderson syngur á tvennum tónleikum á Listahátíð, 20. og 22. maí. Í einkasamtali við Bergþóru Jónsdóttur segir hún frá söngnum, ást sinni á Liszt, hlutverkunum sem hafa gefið henni mest, og frá þörfinni fyrir að reyna stöð- ugt fyrir sér á nýjum sviðum. Hún er ákveðin og skýr og skoðanir hennar eru umbúðalausar. Hún er ekkert feimin við að segjast lítið spennt fyrir rómantíkerunum Schubert og Brahms, og hikar ekki þegar hún segist taka Mariu Callas framyfir Joan Sutherland en sumir segja að June Anderson sé einmitt arftaki þessara tveggja stórsöngkvenna.  12 „Ég hlustaði á Callas, – ekki Sutherland“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 5.maí 2002 B Thor Heyerdahl 20 Þurfti sérstakt leyfi ábótans 14 Heildarsýn vantar á höfuðborgina 10 ÓTTAST er að hundruð manna hafi drukknað er ferja sökk í skyndileg- um stormi á Meghna-fljóti í suðaust- urhluta Bangladesh skömmu fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Heimild- armönnum bar ekki saman um fjölda þeirra sem voru um borð, en talið er víst að skipið, sem var um hundrað tonn, hafi verið ofhlaðið og jafnvel að þar hafi verið um 300–400 manns. Slysstaðurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg landsins, Dhaka. Nær hundrað manns tókst að synda til lands eða var bjargað um borð í aðra báta en talið var að marg- ir hefðu borist með straumum og roki niður eftir fljótinu. Einnig var talið að margir hefðu lokast inni í skipinu. Að sögn sjónvarpsstöðvar- innar CNN var óttast að fjöldi fórn- arlambanna gæti numið hundruðum. CNN hafði eftir fólki sem komst af að ferjan hefði lent í árekstri við ann- að skip og sokkið skömmu síðar. Ferjan hét Salauddin-2 og var á leið frá Dhaka á næsta áfangastað í borg- inni Satnal og fannst flakið að morgni laugardags. Skipinu hafði hvolft skammt frá borginni Chandp- ur og var flakið á um 15 metra dýpi, að sögn opinbers eftirlitsmanns með fljótasiglingum, Shaidul Islam Chowdurys. Ekki voru tiltækir flotkranar og önnur öflug björgunar- tæki í grenndinni en von var á þeim frá borginni Barisal síðdegis í gær. Tvö lík höfðu fundist um hádegið í gær og fjöldi angistarfullra ættingja safnaðist saman í Satnal-borg og beið frétta af afdrifum farþeganna. Þrjú helstu fljót landsins renna saman skammt frá slysstaðnum og falla síðan út í Bengalflóa. Skyndi- legt rok er algengt um þetta leyti árs í Bangladesh og ferjuslys einnig mjög tíð enda slíkir farkostir algeng samgöngutæki þar sem mörg fljót renna um svæðið. Munu um 3.000 skip annast fólksflutninga, þar af nær 300 í eigu ríkisins. Bangladesh er eitt fátækasta land heims og þar búa um 130 milljónir manna. Lítil ferja sekkur í slæmu veðri á fljóti í suðausturhluta Bangladesh Talið að hundruð hafi farist Chandpur í Bangladesh. AFP. KONA í Toulouse gengur framhjá kosningaspjöldum með myndum af Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, og keppinaut hans, Jean- Marie Le Pen. Seinni umferð for- setakosninganna fer fram í dag og er niðurstöðunnar beðið með mik- illi eftirvæntingu. Þótt flestir geri ráð fyrir að Chir- ac sigri með yfirburðum gæti það styrkt mjög stöðu Le Pens og þjóð- ernisöfgaflokks hans í næstu þing- kosningum ef frambjóðandinn fengi mun meira fylgi en í fyrri um- ferðinni en þá fékk hann nær 17%. Chirac hlaut hins vegar tæp 20% en hann var kjörinn í embætti forseta árið 1995. Um 41 milljón manna er á kjör- skrá en kjörsókn var óvenju léleg í fyrri umferðinni. Öll helstu dagblöð Frakklands birtu í gær hvatningu undir stórum fyrirsögnum til kjós- enda um að taka Chirac fram yfir Le Pen. Vinstriblaðið Liberation, sem lengi hefur gagnrýnt Chirac harkalega, sagði að kosningarnar væru „þjóðaratkvæðisgreiðsla“ um grundvallargildi lýðveldisins. Le Parisien sagði að kosið væri á milli lýðræðissinna og öfgamanns. „Höf- um ekki lýðræðið að leiksoppi. Greiðum atkvæði – og kjósum lýð- ræðið,“ sagði blaðið. Kommún- istablaðið L’Humanité hvatti einnig fólk til að kjósa hægrimanninn Chirac fremur en Le Pen. Á forsíðu France-Soir var fyrirsögnin aðeins eitt orð í ofurstærð: „Kjósið!“ Kosningabaráttunni lauk á föstu- dag og sagði Chirac þá meðal ann- ars að hann liti á Le Pen sem „per- sónulegan óvin“ sinn. Andstæð- ingurinn kvartaði á hinn bóginn undan því að hafa sætt óeðlilegum andróðri og sagði að beitt yrði víð- tækum kosningasvikum til að hafa af sér sigurinn. AP Hvetja Frakka til að kjósa Chirac Gáfuleg fegurð Bangkok. AP. ÚTLITIÐ er aðeins yfirborð og þess vegna verður einnig reynt að mæla greind og andlega heilsu þeirra sem komast í úr- slit í næstu fegurðarsamkeppni kvenna í Taílandi. Wajeeporn Raviwanpong, sem stjórnar keppninni, segir að 20% af heildarstigatölu hvers keppanda muni ráðast af mælingunum. Munu sérfræð- ingar mæla greindarvísitöluna með prófum, einnig verður til- finningagreind könnuð og geð- læknar munu leggja spurning- ar fyrir stúlkurnar. Hvalveiðar stöðvaðar Seattle. AP. ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjun- um hefur mælt fyrir um tímabundið bann við að Makah-indíánar á Kyrrahafsströndinni megi veiða allt að fimm hvali á ári í samræmi við hefðir sínar. Um er að ræða tegund- ina sandlægju og telja umhverfis- verndarsamtökin Dýrasjóðurinn í New York að stofninn sé í hættu. Makah-indíánar minna á samning ættbálksins við stjórnvöld árið 1855 um réttinn til hvalveiða. Tegundin sandlægja, öðru nafni gráhvalur, var árum saman talin vera í mikilli hættu eins og fleiri hvalategundir en var loks tekin af al- þjóðlegum lista yfir hvali í útrýming- arhættu árið 1996. Makah-indíánar fengu þá leyfi til að veiða fimm hvali á ári. Niðurstaða rannsóknar á veg- um stjórnvalda í fyrra var að veið- arnar myndu ekki valda tjóni enda væru um 26.000 dýr í stofninum. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur sett á laggirnar nefnd sem á að fara yfir stjórnsýslu heima- stjórnarinnar með umbætur og end- urreisn í huga. Einn af ráðherrum hans, Nabil Amr, sagði af sér á stormasömum fundi í gær vegna deilna um mannaskipti í stjórninni. Stjórn Arafats, sem tók við 1994, hef- ur árum saman legið undir þungu ámæli vegna spillingar. Amr sagðist hafa lagt til að skipuð yrði stjórn til bráðabirgða til að kljást við helsta vandann eftir herferð Ísr- aela gegn stöðvum Arafats og vildi Amr bíða með að fá til liðs við hana hæft fólk úr röðum Palestínumanna sem búsettir eru utan hernumdu svæðanna. Meir Sheetrit, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í gær að Ariel Sharon forsætisráðherra myndi verða fulltrúi landsins á væntanlegri alþjóðaráð- stefnu í sumar um frið í Mið-Aust- urlöndum „jafnvel þótt Arafat verði andspænis honum. Þess verður ekki krafist að þeir takist í hendur“. Viðræðunefnd Palestínumanna, sem reynt hefur að semja við Ísraela um lausn þráteflisins í Fæðingar- kirkjunni í Betlehem, sleit fundum í gær í mótmælaskyni við afstöðu Ísraelsstjórnar. Enn eru um 200 Pal- estínumenn, þar af allmargir vopnað- ir, í kirkjunni sem er umsetin her- mönnum. Hörð átök í stjórn Yassers Arafats Einn af ráðherr- unum segir af sér Ramallah, Betlehem. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.