Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 10
10 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ heyrist meðal ann-
ars í umræðunni að
það sé löngu tímabært
að breyta Reykjavík
úr bæ í borg og
tryggja þurfi að
Reykjavík standist
kröfur um alþjóðlega samkeppni. Til
þess að svo geti orðið þurfi miðborgin
að vera aðlaðandi bæði fyrir fjárfesta
og þá sem þangað sækja þjónustu og
vilja búa þar.
Talað er um að styrkja þurfi mið-
borgina og jaðarbyggðir hennar þá
bæði með því að þétta þá byggð sem
fyrir er og skapa möguleika til ný-
bygginga. Þau svæði sem einkum eru
talin koma til greina sem framtíðar
byggingarsvæði eru Laugavegur,
hafnarsvæðið, Vatnsmýri, Skugga-
hverfið og uppfylling við Ánanaust.
Uppbygging í stað ofverndunar
Undanfarin ár hefur hópur innan
borgarkerfisins unnið við mat á nú-
verandi byggð og deiliskipulagi við
Laugaveg og Bankastræti. Loka-
hnykkurinn í þeirri vinnu var þegar
borgarstjóri skipaði í vetur starfshóp
sem var falið að fara yfir fyrirliggj-
andi tillögur að deiliskipulagi við göt-
urnar. Það er mat þeirra sem hafa
komið að þessari vinnu í gegnum árin
að unnt sé að skapa verulegt svigrúm
nýrra bygginga við Laugaveg án
þess að fórna byggingasögulegum
sérkennum götunnar.
Ýmsar tegundir af húsum eru við
Laugaveg og Bankastræti. Hópurinn
endurmat húsin út frá sjónarmiði
verslunar.
Við Laugaveg eru stór og stæðileg
hús frá fyrri hluta 20. aldar með
verslun á jarðhæð og fallega skreytt.
Segir í „þemahefti“ sem fylgdi aðal-
skipulagi 1996–2016 að þessi hús hafi
ótvírætt gildi fyrir menningarsögu
og umhverfi og lagt er til að þau verði
gerð upp á faglegan hátt. Starfshóp-
urinn leggur minni áherslu á að varð-
veita leifar af eldri, stakstæðum og
lágreistum húsum við götuna. Yrðu
þau þá annaðhvort rifin eða færð á
nýjar lóðir, þar sem flutningurinn
getur orðið til að styrkja ákveðna
heildarmynd umhverfis.
Í þeirri deiliskipulagsvinnu sem
þegar hefur farið fram er lögð
áhersla á að tryggt sé að nýju bygg-
ingarnar séu fallega hannaðar og falli
að þeirri heild sem fyrir er. Þær þurfi
þó ekki endilega að vera í sama stíl og
gömlu húsin heldur taki tillit til göt-
unnar sem heildar. Gert er ráð fyrir
að húsin myndi samfellda verslunar-
röð meðfram götunni. Búðargólfið sé
á sama fleti og gangstéttin og þar séu
fallegir sýningargluggar. Þá er talað
um möguleika á að byggja á baklóð-
um milli Laugavegar og Hverfisgötu.
Gert er ráð fyrir að byggðin sunn-
an götunnar verði að jafnaði ein
verslunarhæð og ein hæð og ris þar
fyrir ofan við götuhlið. Við norðurhlið
Laugavegar sé hins vegar almennt
gert ráð fyrir hærri og samfelldari
byggingum allt upp í fjórar hæðir.
Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir
að með breyttum áherslum megi
sýna tækifæri til allt að 85 þúsund fm
nýbygginga í stað 60 þúsund fm.
Leggur hópurinn til að bílastæðahús
við Laugaveg verði forgangsverkefni
í bílastæðamálum.
Dennis Jóhannesson arkitekt hef-
ur hugleitt það sem gerir Laugaveg-
inn sérstakan. Segir hann götumynd-
ina einkennast af fjölbreytileika og
sundurgerð. Þar ríki afar sérkenni-
leg blanda af efnum, formum, litum
og stíltegundum. „Það eru þessir
þættir sem setja svo sterkt svipmót á
Laugaveginn og gamla miðbæinn í
heild og gera hann sérstakan,“ segir
hann. „Ég myndi vilja varðveita
þennan karakter og tel varhugavert
að gera öll húsin jafnhá og einsleit.
Það getur verið skemmtilegt að vinna
með mismunandi hæðir og það
hvernig gengið er inn í byggingarnar
af götunni, hvort farið er niður
nokkrar tröppur eða upp tröppur eða
hægt er að ganga beint inn en þannig
eru húsin nú. Ég vil nota fortíðina
sem fordæmi fyrir nýjar byggingar
en útfæra þær á nútímalegan hátt.
Byggja það nýja í anda þess sem fyrir
er án þess að kópera það. Ég tel því
að það megi endurbyggja eða end-
urnýja eitthvað af húsunum við
Laugaveginn en það ber að viðhalda
þeim einkennum sem fyrir eru en það
er einmitt fjölbreytileikinn sem gerir
götuna svo skemmtilega.“
Í þeirri umræðu sem farið hefur
fram um miðborgina að undanförnu
hefur lítið verið rætt um Hverfisgöt-
una og nærliggjandi götur eða götur
eins og Skólavörðustíg. Guðjóni
Bjarnasyni arkitekt finnst einblínt of
mikið á Laugaveginn. „Á Hverfisgötu
og víðar í miðbænum, eins og beggja
vegna Vonarstrætis og við Tryggva-
götu, finnst enn talsvert af auðum
byggingalóðum sem er til lýta fyrir
heildaryfirbragð miðborgarinnar
sem sjálfsagt er að nýta. Þar finnst
mér forgangsatriði að hraða upp-
byggingu einkum íbúðarhúsa og vita-
skuld einnig verslana og þjónustu
sem ættu að fylgja eðlilega á eftir.
Hver auð lóð er ákveðið merki stöðn-
unar sem rétt er að afmá. Nauðsyn-
legt er, fyrst og fremst af menningar-
legum ástæðum, að fólksflutningar
liggi til miðborgarinnar en ekki til
óvirkari jaðarsvæða.“
Guðjón er lítt hrifin af fjölgun líf-
lausra bílastæðahúsa í borginni og
telur að bílageymslur framtíðarinnar
eigi að vera neðanjarðar. „Þegar bíla-
stæðahús var byggt við Hverfisgötu
glataðist mikilvægt tækifæri til að
byggja á þeim reit verslunarhús sem
vegna margfeldisáhrifa hefði flýtt
fyrir uppbyggingu Hverfisgötunn-
ar.“
Guðjóni finnst borgaryfirvöld hafa
miklað fyrir sér bílastæðaþörfina í
miðborginni og að þau líki Reykjavík
við erlendar borgir hvað þetta varð-
ar, þar sem þéttleiki borganna skapi
raunverulegt vandamál í þessum efn-
um. Hér sé þetta hins vegar tilbúið
verkfræðilegt vandamál. „Það er
kostulegt til þess að hugsa að
Reykjavík skuli taka jafnmikið að
flatarmáli og margar höfuðborgir
Evrópu, s.s. Róm þar sem milljónir
manna búa. Byggð býður einfaldlega
af sér þess meiri þokka sem hún er
þéttari. Maður er manns gaman. Í
Reykjavík fara nú 40% lands undir
umferðarmannvirki.“
Íbúðarbyggð þar sem Geirsgata er
Litið er til hafnarsvæðisins, frá
Austurbakkanum og allt að Ána-
naustum og svæðinu upp af höfninni,
sem framtíðarbyggingasvæðis. Það
skal þó tekið fram að alls ekki er rætt
um að útrýma hafnarstarfsemi á
svæðinu. Reitirnir innan þessa svæð-
is sem einkum er rætt um að byggja á
eru Austurbakkinn þar sem tónlist-
ar- og ráðstefnuhús á að rísa ásamt
hóteli, reitir upp af Miðbakkanum,
athafnasvæði Slippsins en starfsemi
hans er á undanhaldi og svo Ána-
naust sem má segja að sé í jaðri mið-
borgarinnar en þar vill R- listinn fylla
upp með grjóti úr Geldinganesi og
byggja upp íbúðahverfi en sjálfstæð-
ismenn hafa mótmælt þeirri ráða-
gerð.
Pétur Ármannsson arkitekt og
fleiri hafa bent á möguleika til ný-
bygginga á svæðinu fyrir neðan Arn-
arhól við Kalkofnsveg á móts við tón-
listarhúsið. „Þar er mikið land sem
fer nú í gatnamót og umferðareyjar
sem mætti útfæra á allt annan hátt,“
segir hann. „Ef menn tækju þá
ákvörðun að setja Geirsgötu í stokk
undir þetta svæði eða undir hafnar-
Heildarsýn vantar
Töluverðar umræður hafa verið um framtíð miðborgarinnar að undanförnu,
bæði í tengslum við nýjar aðalskipulagstillögur og vegna þess að borgar-
stjórnarkosningar eru á næsta leiti. Hildur Einarsdóttir og Guðni Einarsson
ræddu við fagmenn á sviði skipulags og byggingalistar en þeir segja skorta
heildarsýn og stefnumótun við endurnýjun miðborgarinnar.
Hugmyndir eru um að reisa þekkingarþorp í Vatnsmýrinni þar sem verði miðstöð vísinda og rannsókna. Fremst á mynd-
inni til vinstri má sjá í Náttúrufræðahús HÍ og gráu byggingarnar fjærst hægra megin eru byggingar Háskóla Íslands.
SKIPULAG MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR
„Laugavegur og Bankastræti gegna veiga-
miklu hlutverki sem megin verslunargata
borgarinnar. Þær tillögur sem nú liggja fyrir
um deiliskipulag við
Laugaveg/Bankastræti
skapa verulegt svigrúm til
nýrrar uppbyggingar við
Laugaveg án þess að fórna
byggingarsögulegum sér-
kennum götunnar og þeim
lykilbyggingum fyrri tíðar.
Ég tel mikilvægt að
styrkja Laugavegssvæðið,
bæði með þeim skipulags-
tillögum sem nú liggja fyr-
ir á svæðinu og eins með þéttingu byggðar í og
við miðborgina, og þannig treysta Laugaveg-
inn sem aðalverslunargötu borgarinnar.
Kvosin hefur tekið miklum breytingum á
umliðnum árum. Umfangsmiklar endurbætur
hafa verið gerðar á götum og umhverfi hennar.
Auk þess hefur fjölmargt gerst sem auðgar
mannlífið í miðborginni. Má þar nefna flutning
menningarmiðstöðva í miðborgina, s.s. Lista-
safn Reykjavíkur og Borgarbókasafnið, fjölg-
un kaffi- og veitingahúsa, uppbyggingu í Að-
alstræti þar sem nýfundnar fornleifar eiga
eftir að skipa veigamikinn sess, endurupp-
byggingu Ísafoldarhússins, Geysishússins og
Hafnarstrætis 16 sem eru nú til prýði fyrir
borgarmyndina. Breyttar reglur um opnunar-
tíma skemmtistaða hafa einnig stórbætt
ástandið í miðborginni að næturlagi um helgar.
Ég hef verið mjög ósátt við starfsemi nekt-
arstaða í borginni og hjá Reykjavíkurborg höf-
um við beitt okkur fyrir því að setja skilmála í
skipulag til að koma í veg fyrir fjölgun þeirra
staða. Sömuleiðis að starfsemi þeirra séu
skorður settar með nýjum ákvæðum í lög-
reglusamþykkt, þar sem lagt er bann við
einkadansi. Við eigum ekki að sætta okkur við
starfsemi þessara staða í borginni.
Framtíðarsýn Reykjavíkurlistans um
Vatnsmýrina byggist á því að flugvöllurinn víki
eftir árið 2016 og er það í samræmi við vilja
meirihluta borgarbúa. Ég tel að Vatnsmýrin sé
geysilega mikilvægt byggingarland og gegni
lykilhlutverki fyrir þróun miðborgarinnar til
framtíðar litið. Nýting Vatnsmýrar er liður í
því að stækka og styrkja bakland miðborgar-
innar og háskólasvæðið. Uppbygging þekking-
arþorps í Vatnsmýri mun styrkja bæði Há-
skóla Íslands og Landspítalann og stuðla að
vexti rannsókna og þekkingartengdrar starf-
semi. Þar tók Reykjavíkurborg ákveðið frum-
kvæði með því að úthluta Íslenskri erfðagrein-
ingu lóð og láta helming þess gatnagerðar-
gjalds sem hún fékk fyrir lóðina renna til
Háskóla Íslands í þeim tilgangi að hvetja til
áframhaldandi þróunar hugmynda um þekk-
ingarþorp. Borgin vinnur nú náið með háskól-
anum að undirbúningi og skipulagi þeirrar
uppbyggingar. Ég er sannfærð um að í Vatns-
mýrinni liggi tækifæri 21. aldarinnar til að
þróa hér atvinnulíf og borgarmynd sem stenst
alþjóðlega samkeppni.
Gamla höfnin í Reykjavík hefur þýðingar-
miklu hlutverki að gegna sem miðstöð sjávar-
útvegs og fiskvinnslu. Nálægð hennar við mið-
borgina skiptir miklu máli. Þess vegna á að
leggja áherslu á bætt tengsl miðborgar og
hafnarsvæðisins og það hefur raunar verið
gert undanfarin ár. Miðborg Reykjavíkur á að
nýta sér þá sérstöðu sem felst í því að eiga lif-
andi höfn sem næsta nágranna.
Ákveðið hefur verið að halda skipulagssam-
keppni um Mýrargötusvæðið og þar með
Slippsvæðið. Væntanlega verður haldið hug-
myndaþing um skipulag svæðisins strax í júní
og í kjölfarið verður hafist handa við skipulags-
samkeppnina. Sú stefna hefur verið mótuð,
m.a. í aðalskipulagi Reykjavíkur, að svæðið
þróist á næstu árum undir blandaða byggð
íbúða og atvinnustarfsemi. Reykjavíkurhöfn
hefur á umliðnum árum fjárfest í lóðum og
eignum á svæðinu, m.a. í þeim tilgangi að vinna
að breyttu skipulagi svæðisins.
Menningartengd ferðaþjónusta er einn af
mikilvægustu vaxtarbroddum atvinnulífsins.
Ég er þeirrar skoðunar að ráðstefnuhald og
ferðaþjónusta verði stóriðja 21. aldarinnar.
Fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús og hótel
í tengslum við það munu skipta sköpum fyrir
Umfangsmiklar
endurbætur í
miðborginni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
R-lista
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Talsmenn fjögurra framboðslista,
sem kynntir höfðu verið í
Reykjavík um miðja síðustu
viku, voru beðnir að tjá viðhorf
sín til tillagna og hugmynda sem
þegar hafa komið fram um fram-
tíðarskipulag Laugavegar/
Bankastrætis, Kvosarinnar,
Reykjavíkurflugvallar/Vatns-
mýrar og Gömlu hafnarinnar.
Eins hver framtíðarsýn fram-
bjóðendanna er varðandi þessi
svæði. Hvert hlutverk þeirra á að
vera og hvaða starfsemi er æski-
legt að sjá á þessum svæðum?
Bent var á að rætt hefur verið um
skipulag þessara svæða hvers um
sig, en minna um samspil þeirra
og hvernig þau eigi að tengjast.
Voru frambjóðendurnir einnig
spurðir álits á þeim þáttum.