Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ eru danska
fyrirtækið
Jazzmar og ís-
lenska fyrir-
tækið Mógúll-
inn sem flytja
Shaolin-munk-
ana hingað til
lands og sagði
Helgi Björns-
son, kynningarstjóri sýningarinnar,
að hér væri um að ræða vægt til orða
tekið „óvenjuleg og glæsileg sýning,“
eins og hann komst að orði. „Hér er á
ferðinni ævaforn munkaregla frá
Kína, nánar tiltekið frá Henan-héraði
og það að þeir setja upp leiksýningu
með vestrænum sviðs- og tækni-
mönnum býður upp á ólíklegan
kokkteil, enda þurfti langa ígrundun
og sérstakt leyfi ábótans í Kína,“
sagði Helgi.
Rólegheita kung fu-meistarar
Saga Shaolin-munkanna er æva-
gömul, en upphaf reglunnar er rakið
aftur yfir 1500 ár. Reglan er upp-
runnin í Henan-héraði í Kína eins og
áður sagði og leituðu þessir Zen-
Búddistamunkar öðru fremur eftir
því að lifa í friði og spekt. Vildu fá að
vera í friði og stunda sína trúarlegu
íhugun, en á löngum tíma mátti búast
við ófriði af og til. Óvinveittir ætt-
flokkar og herstjórar sóttust reglu-
bundið eftir því að koma reglunni á
kné, ekki hvað síst vegna auðæfa sem
sem stórfengleg musteri þeirra höfðu
að geyma. Til að mæta þessu and-
streymi gripu hinir friðelskandi
munkar til þess að þróa með sér
sjálfsvarnarlistina kung fu sem var
þekkt sem líkamsrækt allt frá
fimmtu öld fyrir Krist.
Kung fu er í dag bæði stunduð sem
líkamsrækt svo og sem sjálfsvarnar-
list. Upprunalega var kung fu stund-
að án vopna, en síðari tíma útfærslur
eru bæði með vopnum og án. Kung
fu, líkt og karate og tae quon do kall-
ar á samhæfingu líkama og anda í þá
veru að beita líkamanum án „af-
skipta“ tilfinninga og vitsmuna. Ein-
beitingin verður með þvílíkum
endemum, að þeir sem ná fullkomnu
valdi yfir listinni, líkt og Shaolin-
munkarnir, geta látið höggin dynja á
sjálfum sér og hver öðrum, brotið
múrsteina með berum höndum og
fótum og lagst á eggvopn án þess að
kenna sér meins eða á þeim sjái. Þeir
ná auk þess þvílíku valdi yfir líkman-
um að snjöllustu fimleikamenn
myndu vera fullsæmdir af tilþrifun-
um sem þeir geta sýnt í stökkum og
fimi.
Shaolin-munkarnir sem hingað eru
að koma nýta hina stórfenglegu
þekkingu sína til hins ýtrasta á sýn-
ingunni. Að sögn Helga hefur sýn-
ingin, sem ber heitið „Wheel of Life“,
farið sannkallaða sigurför um heim-
inn að undanförnu og virt blöð á borð
við The Times hafa hyllt sýninguna
sem þá bestu á sviði sem sést hefur á
árinu. „Þeir hafa verið í Bandaríkj-
unum, Ástralíu, Bretlandi og hingað
koma þeir frá Finnlandi. Að sýning-
unni koma 25 munkar, en sagan sem
er sögð er af baráttu Shaolin-munk-
Shaolin-munkar sýna
„Lífshjólið“
Farið í loftköstum um sviðið.
Litadýrðin er mikil.
Næstkomandi laugardag, 11.
maí, verður hér á ferðinni
hópur kínverskra munka
sem hafa slegið í gegn með
magnaðri leiksýningu víða
um heim. Þetta eru Shaolin-
munkar sem eru orðlagðir
fyrir næstum yfirnátt-
úrulegan andlegan og lík-
amlegan styrk. Þeir hafa
m.a. náð fágætum tökum á
kung fu-sjálfsvarnarlistinni.
Þeir verða með tvær sýn-
ingar í Laugardalshöllinni.
Þurfti
sérstakt
leyfi
ábótans