Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 17
Sturtuklefar heilir með 4 hliðum,
sturtubotni og sturtusetti.
Stærðir 70x70, 80x80,
90x90 og 72x92
Bæði ferkantaðir og
bogadregnir.
Heilir
sturtuklefar
Ármúla 21, sími 533 2020
1966. Formennskan leiddi til þess að
hann gaf kost á sér í prófkjöri fyrir
borgarstjórnarkosningarnar árið
1970 og hlaut bindandi kosningu í
þriðja sæti en samþykkti að víkja og
taka áttunda sætið sem var baráttu-
sætið.
„Við unnum þessar kosningar og
það varð upphafið af tólf ára ferli mín-
um í borgarstjórn,“ sagði hann. „Ég
kynntist störfum í borgarstjórn ansi
vel því fyrstu fjögur árin sat ég í borg-
arráði, næstu fjögur var ég forseti
borgarstjórnar og síðustu fjögur árin
sat ég sem óbreyttur borgarfulltrúi í
minnihluta. Ég fékk því góða heild-
armynd af því hvernig borgarstjórn
starfar. Það eru óneitanlega viss for-
réttindi að fá að starfa í stjórn sveitar-
félags og kynnast mörgum mála-
flokkum. Það er nú svo, að fyrir
flestum vakir velferð síns sveitarfé-
lags þannig að mikill hluti mála í
sveitarstjórn er afgreiddur sam-
hljóða. Það er svona í stóru megin-
málunum sem menn greinir á og þau
eru auðvitað mjög veigamikil. En ég
er þeirrar skoðunar að það sé ekki
allra að sitja í óskaplega langan tíma
heldur eigi reglulega að kalla inn nýja
menn með ný viðhorf eins og gert er
hjá mínum flokki, Sjálfstæðisflokki.
Ég hef sagt að þeir sem ekki komi því
að sem þeir vilja á tólf árum, þeir gera
það ekki eftir það en vissulega þarf
vissa kjölfestu manna sem gera
stjórnmál að ævistarfi.“
Umskiptin ekki erfið
Ólafur hætti afskiptum af stjórn-
málum árið 1982 í kjölfar breytinga,
sem átt höfðu sér stað við fráfall Bald-
vins Einarssonar, stjórnarformanns
Almennra trygginga hf. „Baldvin var
mikill vinur minn og mín skylda var
sannarlega við mitt félag þá og gekk
ég heilshugar til þeirra starfa,“ sagði
hann. Og nú tæpum fjörutíu árum frá
því að hann hóf störf hefur hann
ákveðið að hætta afskiptum af dag-
legum rekstri. „Fram til þessa hafa
umskiptin ekki reynst mér erfið.
Sennilega vegna þess að ég er þeirrar
skoðunar að menn eigi að draga sig til
baka þegar komið er á minn aldur.
Sjóvá-Almennar er stórt, flókið félag í
samkeppni og þá eiga menn að hleypa
yngri mönnum að rekstrinum,“ sagði
Ólafur. „Ef menn vilja nýta sér
reynslu og þekkingu þeirra sem eru
eldri þá stendur það til boða. Ég setti
mér þá reglu strax við sameiningu fé-
laganna að svona skyldi þetta vera og
hef gengið að því með opnum hug að
starfslok yrðu um þetta leyti og mið-
aði við að sitja ekki lengur en til 65
ára aldurs en þeim aldri næ ég seinna
á árinu. Ég er því mjög sáttur.“
Hann bendir á að nú gefist einnig
tækifæri til að eyða lengri frístundum
í sumarbústaðnum á Þingvöllum.
„Kona mín, Jóhanna Jórunn, hefur
verið mín stoð og stytta í lífinu,“ sagði
Ólafur. „Við eigum einn son, Hilmar,
sem kvæntur er Hlíf Arnlaugsdóttur
og eitt barnabarn, einn lítinn Ólaf B.
og eitt af tilhlökkunarefnunum er að
nú getum við eytt meiri tíma saman á
Þingvöllunum.“
Auk daglegra starfa og þátttöku í
stjórnmálum hefur Ólafur haft af-
skipti af félagsmálum og átt sæti í
stjórnum ýmissa fyrirtækja og sam-
taka og meðal annars haft afskipti af
Vesturfarasetrinu á Hofsósi og þeirri
vinnu sem hefur átt sér stað við að
treysta böndin vestur um haf. Hann
hefur verið ræðismaður Japan á Ís-
landi í 20 ár og sagði hann að í því
starfi hafi honum gefist gott tækifæri
til að kynnast áhugaverðum mönnum
og málefnum.
„Stóru áhugamálin í lífinu tengjast
þó tónlist,“ sagði hann. „Ég hef fengið
tækifæri til að starfa á því sviði bæði í
stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands
en þar var ég stjórnarformaður um
tíma og eins með Sinfóníuhljómsveit
æskunnar þegar hún starfaði og nú
síðast vann ég sem formaður sam-
starfsnefndar ríkis og borgar að
framgangi þess að hér rísi tónlistar-
hús í tengslum við ráðstefnumiðstöð
og nýtt hótel í Reykjavík. Ég er að
vona að tónlistarhúsið sé eitt af þeim
verkefnum, þar sem undirbúnings-
tíminn er langur og framkvæmdatím-
inn stuttur. Nefndin sem ég veitti for-
ustu starfaði frá ársbyrjun 1999 og
þar til skrifað var undir samkomulag
11. apríl síðastliðinn. Nú færist þetta
mál á næsta stig sem er að leita eftir
áhugasömum fjárfestum meðal ann-
ars á Evrópska efnahagssvæðinu,
sem vilja koma að framkvæmdinni
því þetta á að vera einkaframkvæmd.
Síðan fer fram forval og í kjölfar þess
útboð á framkvæmdum.
Það eru margir sem bíða eftir þeim
degi að húsið opni og einn af þeim
ágætu mönnum er Vladimir Ashken-
azy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Hann er reiðubúinn til
að stjórna hljómsveitinni þann dag og
ég hef bent á bæði í gamni og alvöru
að Ashkenazy er ákaflega eftirsóttur
listamaður og þótt ekki væri nema
vegna annríkis hans er ástæða til þess
að fara bráðum að tímasetja opnunar-
tónleikana.“
Morgunblaðið/Þorkell
„Frumskylda vátryggingafélags er að hagnast, byggja sig upp og styrkjast, því hver vill trúa veikburða vátryggingafélagi
fyrir aleigu sinni?“ spyr Ólafur sem starfaði hjá Sjóvá-Almennum í hartnær fjóra áratugi.
FRÉTTIR
mbl.is