Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 18
18 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI Sigfússon segir aðframsýni og áræðnistofnenda FÍB hafi veriðumtalsverð. Félagið erstofnað 1932, í miðri
kreppunni miklu, eftir hrunið á fjár-
málamörkuðum Wall Street 1929.
Fyrsta starfsárið gengu eitthundrað
bíleigendur í félagið. Nú eru fé-
lagsmenn orðnir 19 þúsund.
„Stofnendur félagsins voru fram-
sýnir menn. Þeir sáu fyrir sér það
frelsi sem bíllinn veitir til hvers konar
athafna; vinnu, ferðalaga og skemmt-
unar. Bílar voru vissulega ekki al-
menningseign árið 1932. Alls voru
skráðir bílar á landinu þá 1.561, eða
einn bíll á hverja 70 landsmenn. Í dag
er bifreiðaeign landsmanna um 150
þúsund bílar, þ.e. að tveir landsmenn
eru um hvern bíl! Líklega eru þó um
130 þúsund bílar í notkun. Á 70 árum
hefur vegakerfið fimmfaldast að
lengd, vaxið úr torfærum 2.500 kíló-
metrum í 13.000 kílómetra af vel fær-
um akvegum. Það er merkilegt að
hugsa til þess að þegar félagið er
stofnað er það ein meginforsenda
stofnunar þess að gera eigendum
einkabifreiða mögulegt að ferðast
með bíla sína til útlanda og þeir geti
ferðast um á erlendri grundu á eigin
bílum. Til að undirstrika þetta, gerist
félagið strax árið eftir aðili að AIT,
Alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda-
og ferðaklúbba, til að gera fé-
lagsmönnum mögulegt að ferðast á
eigin bílum yfir landamæri þjóð-
ríkja,“ segir Árni.
Styrkir frá FÍB til vegagerðar
Fyrstu baráttumál félagsins voru
þau að akfærir vegir yrðu lagðir um
landið og að sómasamlegt vegasam-
band kæmist á milli allra helstu þétt-
býlisstaða og byggða í landinu. Jafn-
framt yrði komið upp þjónustu-
stöðum við bíleigendur sem víðast og
að eldsneyti yrði fáanlegt um allt
land. Það var einnig strax í upphafi
mörkuð sú stefna að auka umferðar-
öryggi og umferðarmenningu sem
enn í dag er eitt af meginmarkmiðum
félagsins.
„Í þessum tilgangi veitti FÍB rík-
inu styrki til vegagerðar og vegabóta,
m.a. á veginum um Kópavogsháls.
Ennfremur kostaði félagið að hluta
uppsetningu umferðarskilta við vegi
og götur.
FÍB er á hinn bóginn alfarið rekið á
félagsgjöldum og hefur ekki þegið op-
inbera styrki í starfsemi sinni.“
Um fjórir áratugir eru frá því að
fyrst var byrjað að ræða um að koma
upp akstursgerði til æfingaaksturs.
Það var FÍB sem fyrst kynnti þetta
mál og vakti almennan áhuga á því.
Félagið gerði svo enn betur og lét
hanna og teikna slíka æfingaaksturs-
braut og gaf síðan umferðaryfirvöld-
um teikningarnar og útvegaði auk
þess land fyrir brautina í nágrenni
höfuðborgarinnar. Engu að síður hef-
ur slík braut enn ekki orðið að veru-
leika. Árni segir að það sé brýnt ör-
yggismál að af þessu verði sem fyrst.
Ferðamál, vegamál og öryggismál
umferðarinnar voru þannig strax
meðal meginbaráttumála félagsins.
En félagið hefur einnig látið neyt-
endamálefni tengd bifreiðaeign mjög
til sín taka.
Af eldri málum má nefna baráttu
FÍB fyrir hægriumferð en auk þess
baráttuna fyrir afnámi sérstaks af-
notagjalds á útvarpstæki í bifreiðum.
Það gjald var afnumið árið 1970. Loks
má geta þess að félaginu tókst að gera
yfirvöldum það ljóst á sjötta áratugn-
um að stefnuljós á bifreiðum væru
mikilvægt öryggistæki. Fram til þess
tíma höfðu yfirvöld krafist þess að
stefnuljós á nýjum bílum skyldu fjar-
lægð til að þeir fengjust skráðir. Loks
var það fyrir frumkvæði FÍB að um-
ferðarútvarp hófst þar sem tilkynn-
ingum um umferð, ástand vega o.fl.
var komið á framfæri við almenning.
Umferðarútvarp hófst í fyrsta sinn
árið 1953.
Bíllinn auðvelt skotmark álagna
„Félagið barðist frá upphafi fyrir
því að hömlum yrði aflétt af innflutn-
ingi og verslun með bifreiðar og vara-
hluti og vann sigur í því máli 1961
þegar innflutningur á bifreiðum var
loks gefinn frjáls og þessi mál komust
í eðlilegt horf. Segja má að frelsið hafi
komið vonum seinna þar sem rekstur
bifreiða var afar erfiður meðan höml-
ur voru á innflutningi þeirra og vara-
hluta í þær, þar sem bilanir voru tíðar
vegna lélegs vegakerfis og einnig
vegna þess að bílar voru mun bilana-
gjarnari en þeir eru nú. Bíllinn er
nauðsyn en ekki lúxus í strjálbýlu
landi. Það hefur ætíð verið eitt verk-
efna FÍB að gera mönnum þetta ljóst,
ekki síst þeim sem með landstjórnina
fara hverju sinni. Vegna þess hve bíll-
inn er nauðsynlegur almenningi þá er
hann einnig auðvelt skotmark hvers-
konar álagna og skatta. FÍB hefur
alla tíð lagt sig fram um að verjast
stöðugri skattaásælni á hendur bíleig-
endum og hefur ýmislegt áunnist. Má
þar nefna þegar núverandi ríkisstjórn
breytti álagningu vörugjalda á nýjar
bifreiðar. Gjaldflokkarnir voru alls
sex og réð m.a. vélarstærð og vélar-
gerð prósentuupphæð þessa gjalds
ofan á innkaupsverð. Að frumkvæði
FÍB var þessari sérkennilegu opin-
beru neyslustýringu að mestu hætt
og gjaldflokkunum fækkað í tvo,“ seg-
ir Árni.
Hann segir að margt framfaramál-
ið hafi átt upphaf sitt innan FÍB, bor-
ist þaðan út í samfélagið og orðið að
veruleika. Má þar nefna atriði eins og
hægriumferð sem tekin var upp á Ís-
F é l a g í s l e n s k r a b i f r e i ð a e i g e n d a 7 0 á r a
Bíllinn er nauðsyn í
strjálbýlu landi
Félag íslenskra bifreiða-
eigenda fagnar 70 ára
afmæli sínu 6. maí nk.
Af því tilefni ræddi
Guðjón Guðmundsson
við Árna Sigfússon for-
mann um sögu félagsins
og framtíð.
Frá stjórnarfundi í FÍB árið 1962. F.v.: Guðmundur Karlsson, K. Haukur Pétursson, Bárður Daníelsson, Magnús Höskulds-
son, Arinbjörn Kolbeinsson, Valdimar Magnússon, Gísli Sigurðsson og Ólafur Þorláksson.
Eitt af baráttumálum FÍB var að taka upp hægri umferð. Hér eru þjónustubílarnir á H-daginn á Skúlagötu vorið 1968.
Morgunblaðið/Sverrir
Árni Sigfússon, formaður FÍB. Á stjórnarfundi 1967 var Arinbjörn
Kolbeinsson, fyrir miðju, kosinn for-
maður FÍB. Honum á hægri hönd er
Sveinn Torfi Sveinsson og á vinstri
hönd Aron Guðbrandsson, sem báðir
hafa gegnt formennsku í FÍB.