Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 19

Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 19 landi vorið 1968. Um svipað leyti hóf félagið að kynna olíumöl sem vænleg- an valkost í stað malarveganna sem þá voru allsráðandi. Í dag er olíumöl algengasta bundna slitlagið á þjóð- vegum landsins. Hagtrygging og FÍB-trygging „Árið 1962 hóf félagið að reka vega- þjónustu og margir landsmenn muna enn eftir bláu og hvítu Land Rover jeppunum sem veittu vegfarendum margháttaða aðstoð á misjöfnum mal- arvegum landsins á sínum tíma og veittu vegfarendum öryggi. Árið 1965 barðist félagið fyrir lækkun trygging- ariðgjalda á bíla, þannig að sú saga er bæði gömul og ný. Tryggingafélögin daufheyrðust þá við óskum og kröfum félagsins eins og svo oft síðar og varð niðurstaðan sú að fyrir frumkvæði FÍB var stofnað tryggingafélag, Hag- trygging. Meðal nýmæla í rekstri þess var bónuskerfið. Það var hugsað þannig að góðir ökumenn sem sjaldan urðu valdir að óhöppum og slysum í umferðinni nytu góðs af því í lægri ið- gjöldum. Hagtrygging olli miklu um- róti og uppstokkun á tryggingamark- aðnum sem allir landsmenn nutu góðs af. Hið sama gerðist svo aftur árið 1997 þegar FÍB bauð út bílatrygging- ar félagsmanna. Þar var farin önnur leið en áður, því ekki var um stofnun tryggingafélags að ræða. Við töldum það ekki á verkefnasviði FÍB að reka slíkt félag, en buðum þess í stað út tryggingar félagsmanna undir merkj- um FÍB tryggingar. Íslensku trygg- ingafélögin sendu inn gjaldskrár sín- ar og buðu þar með öll með tölu nánast sömu kjör. En tilboð frá vá- tryggjanda á Lloyd́s tryggingamark- aðinum reyndist hagstæðast. Aftur varð mikið umrót á tryggingamark- aðinum og íslensku tryggingafélögin sem öll höfðu boðað miklar iðgjalda- hækkanir, lækkuðu iðgjöld sín veru- lega,“ segir Árni. „FÍB er viðurkennt af stjórnvöld- um sem ráðgefandi aðili um hvers- konar lagasetningu sem tengist bif- reiðum og umferðaröryggi og hefur átt drjúgan þátt í mótun þess lagaum- hverfis. Þetta er eitt þeirra verkefna sem aldrei taka enda og áður hefur verið minnst á. Það mál af þessu tagi sem nú ber hæst í þessum málaflokki er barátta félagsins fyrir afnámi þungaskatts á dísilbifreiðar og í stað þungaskatts verði tekið upp olíugjald. Það er löngu tímabært að dísilknúnir fólksbílar verði valkostur fyrir venju- legt fjölskyldufólk, enda hafa fram- farir í smíði dísilvéla verið miklar síð- ustu ár og nýjar dísilvélar eru ótrúlega sparneytnar, hljóðlátar og mengunarlitlar en jafnframt öflugar og endingargóðar,“ segir Árni. Hann segir að skatta eigi að nota með jákvæðum hætti til að umbuna þeim sem markvisst draga úr elds- neytiseyðslu, t.d. með kaupum á minna mengandi og nýtnari ökutækj- um. Til að ná raunhæfum markmið- um þurfi stjórnvöld að sjá fyrir heild- aráhrifin af sanngjörnum breytingum á skattaumhverfinu. Breytingar úr þungaskatti í olíugjald geta haft áhrif á tekjur ríkissjóðs en á móti kemur verulegur ávinningur: Minni olíu- notkun, hagstæðari vöruskiptajöfn- uður við útlönd, minni útlosun á gróð- urhúsalofttegundum, minni mengun og orkusparnaður í stað orkusóunar. Álfheimastrætó í kafaldsbyl. FÍB hóf að reka vegaþjónustu árið 1962. gugu@mbl.is AÐALFUNDUR Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, þriðjudag- inn 21. maí 2002 kl. 17.15. Fundarefni: 1. Skýrsla sjóðstjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Fjárfestingarstefna kynnt. 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12. 2001 – skýrsla tryggingafræðings sjóðsins. 5. Breytingar á samþykktum. 6. Kosning tveggja manna í stjórn og eins til vara. 7. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna. 8. Önnur mál. Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins, ásamt skýrslu tryggingafræðings, munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Reykjavík, 5. maí 2002. Stjórnin. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.