Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 33
fyrir eða hafa aldrei náð neinum árangri þar.
Tillaga, sem hefur skotið upp kollinum af og til
í ýmsum myndum, snýr þó að því að reyna í senn
að rétta af lýðræðishallann og auka áhuga al-
mennings á störfum Evrópuþingsins, en hún fel-
ur í sér að bæta við þingið efri deild, sem yrði
skipuð fulltrúum þjóðþinganna, helzt áberandi
stjórnmálamönnum. Ýmsir vankantar eru þó á
þessari hugmynd, t.d. efast margir um að stjórn-
málamenn hafi tíma og orku til að sitja á tveimur
löggjafarsamkundum og ekkert samkomulag er
um hvert valdsvið eða áhrif slíkrar efri deildar
ætti að vera.
Lýðræðishallinn
fluttur inn
Evrópusambandið
stendur hér frammi
fyrir talsverðum
vanda, sem hætt er við
að ágerist heldur eins og forseti Íslands bendir á,
nema spyrnt verði við fótum. Hins vegar er það
líka rétt, sem Ólafur Ragnar Grímsson vekur at-
hygli á, að þetta er ekki bara vandi Evrópusam-
bandsins og aðildarríkja þess. Ísland hefur í raun
flutt inn lýðræðishalla Evrópusambandsins með
því að fallast á að löggjöf stofnana þess gildi jafn-
framt hér á landi á þeim sviðum, sem EES-samn-
ingurinn tekur til. Það má jafnvel færa rök fyrir
því að á hinu afmarkaða en þó harla víðtæka
sviði, sem samningurinn nær til, halli enn meira á
lýðræðið í EFTA-ríkjunum en í ríkjum ESB.
Ákvarðanir stofnana ESB, einkum ráðherra-
ráðsins, verða hér um bil sjálfkrafa að lögum á
Íslandi. Þeir, sem taka þessar ákvarðanir, eru
fulltrúar ESB-ríkjanna og sækja umboð sitt ekki
á nokkurn hátt til íslenzkra kjósenda. Þau tak-
mörkuðu áhrif, sem íslenzk stjórnvöld geta haft á
þessar ákvarðanir á undirbúningsstigi, eru eink-
um í gegnum embættismenn, sem ekki hafa beint
lýðræðislegt umboð, þótt auðvitað beri þeir
ábyrgð gagnvart lýðkjörnum fulltrúum. Og þótt
Alþingi geti samkvæmt bókstaf samningsins
synjað nýrri löggjöf frá ESB um samþykki, er
það ekki raunhæfur kostur vegna þess að slíkt
myndi þýða endalok EES-samningsins með öll-
um þeim miklu kostum, sem hann hefur fyrir ís-
lenzkt efnahagslíf og samfélag.
Lýðræðishalli Evrópusambandsins er því líka
okkar lýðræðishalli að hluta til. Við réttum hann
hvorki af með því að kasta EES-samningnum
fyrir róða né með því að ganga í ESB. Þessi staða
ætti þó a.m.k. að verða okkur tilefni til að fylgjast
vel með þeim umræðum, sem fram fara um þessi
mál á vettvangi Evrópusambandsins, m.a. á Ráð-
stefnunni um framtíð Evrópu, sem sumir hafa
viljað kalla stjórnlagaþing sambandsins. Þar eiga
sæti fulltrúar allra aðildarríkja ESB og jafn-
framt þeirra ríkja, sem sótt hafa um aðild að
sambandinu. Ráðstefnan hóf störf í marz sl. og á
að skila tillögum á næsta ári, áður en næsta ríkja-
ráðstefna ESB um breytingar á stofnsáttmála
þess hefst árið 2004.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur
gert þessi mál að umtalsefni, m.a. á ráðstefnu ut-
anríkisráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga
í febrúar sl. Ráðherra sagði í ræðu sinni þar „at-
hyglisvert að fylgjast með þróun umræðunnar
innan ESB þessa dagana þar sem menn velta nú
fyrir sér hvort og þá með hvaða hætti löggjaf-
arþing einstakra aðildarríkja geta komið að mót-
un þeirrar löggjafar er varðar borgara ESB svo
miklu í þeirra daglega lífi. Er vissulega spurning
hvort og þá með hvaða hætti slíkt yrði tengt
EES-samstarfinu“.
Halldór ræddi jafnframt möguleika á því að
hafa meiri áhrif á löggjöf innan ESB: „Í ljósi þess
að Ísland tekur yfir um 80% af allri löggjöf ESB,
hvort heldur það er á grunni EES-samningsins
eða Schengensamningsins, hlýtur það að vekja
okkur Íslendinga til umhugsunar þegar ESB
stefnir í þá átt að auka hlutverk fulltrúa borgara
aðildarríkjanna í allri ákvarðanatöku. Í raun er
það svo að rekstur og mótun EES-samningsins
hér á landi er að stórum hluta í höndum embætt-
ismanna ríkisvaldsins. Í of takmörkuðum mæli
koma Alþingi og sveitarstjórnir að mótun þess-
ara reglna og í of litlum mæli hafa fulltrúar sveit-
arfélaga komið að þróun mála. Það er skylda
stjórnvalda hér á landi að vinna gegn þessu eftir
því sem kostur er innan þess ramma sem okkur
er settur í okkar stjórnskipan og í EES-samn-
ingnum.“
Það er engan veginn ljóst hvernig þetta gæti
komið til, en sjálfsagt að vera vakandi fyrir öllum
tækifærum til að auka áhrif lýðkjörinna fulltrúa
á ákvarðanir í EES-samstarfinu.
Áhrif alþjóða-
samninga
Lýðræðisvandinn í al-
þjóðlegu samstarfi er
alls ekki takmarkaður
við ESB eða EES; líkt
og forseti Íslands vakti máls á í áðurnefndri ræðu
þrengja alls konar alþjóðasamningar á ýmsum
sviðum æ meir að valdi einstakra ríkisstjórna.
Þessir samningar hafa oft rík áhrif á löggjöf ein-
stakra ríkja, en löggjafarsamkundur þeirra hafa
þó í raun engin tækifæri til að hafa nein afger-
andi áhrif á gerð þeirra. Alþjóðlegir samningar
verða til á löngum og flóknum samningafundum
og ráðstefnum, þar sem embættismenn sitja dög-
um, mánuðum og jafnvel árum saman og reyna
að berja saman samkomulag þar sem oft næst
hárfínt jafnvægi milli hagsmuna hinna ýmsu
ríkja. Þeir hafa vissulega umboð frá ríkisstjórn-
um sínum, sem aftur sækja umboð sitt til lýðkjör-
ins þings. En það er orðið harla langt úr ráð-
stefnusalnum til kjósandans í slíkum viðræðum.
Þegar alþjóðasamningar koma síðan til stað-
festingar hjá þjóðþingum, hafa þau enga mögu-
leika á að breyta þeim og jafnvel ekki á að hafna
þeim – ríki, sem stendur utan mikilvægra al-
þjóðasamninga getur átt á hættu að vera snið-
gengið og að hagsmunir þess verði fyrir borð
bornir.
Rifja má upp í þessu samhengi að alþjóðlegir
mannréttindasáttmálar, sem Ísland hefur stað-
fest, vógu þungt í dómi Hæstaréttar í öryrkja-
málinu seint á árinu 2000, sem hleypti hér öllu í
uppnám um tíma. Þessi áhrif viðkomandi samn-
inga voru ekki fyrirséð á sínum tíma, en spyrja
má hvort Alþingi hefði talið sér fært að hafna
þeim, jafnvel þótt menn hefðu séð afleiðingar
þeirra fyrir.
Prófsteinn
á lýðræðið
Er ástæða til svart-
sýni í þessum efnum?
Mun alþjóðleg þróun
grafa undan lýðræð-
inu? Það fer ekki sízt eftir því hvernig menn nálg-
ast viðfangsefnið. Líkt og Carl Bildt segir, er
ekki hægt að snúa aftur til þröngt skilgreinds
þjóðlýðræðis og neita að horfast í augu við hina
alþjóðlegu þróun. Hnattvæðingin þýðir einfald-
lega að við verðum að takast á við fjölda vanda-
mála á öðrum vettvangi en innan þjóðríkjanna.
Lýðræðisríki hafa aldrei verið fleiri en nú. Um
það ríkir æ víðtækari samstaða í heiminum að
lýðræði sé eina lögmæta stjórnarfyrirkomulag-
ið. Þau ríki, sem hafa tekið upp lýðræðislega
stjórnarhætti, eru líka flest eða öll á þeirri skoð-
un að þau vandamál og viðfangsefni, sem hnatt-
væðingin hefur í för með sér, verði ekki leyst
öðruvísi en með alþjóðlegu samstarfi. Hnattvæð-
ingin fer ekki burt, hún ágerist ef eitthvað er. Þá
liggur beint við að menn reyni að finna leiðir til
þess að ákvarðanir alþjóðasamstarfs lúti lýðræð-
islegu aðhaldi líkt og ákvarðanir ríkisstjórna.
Menn þurfa þá líka að vera reiðubúnir að horfa
út fyrir ramma þjóðríkisins og velta fyrir sér
hvernig skipta megi verkum milli lýðræðislegra
stofnana á ýmsum stigum eftir því hvar verkefn-
unum er bezt fyrir komið; í sveitar- og héraðs-
stjórnum, á vettvangi ríkisins og í alþjóðlegu
samstarfi.
Það er óhófleg bjartsýni að tala um að eitt-
hvað, sem kalla má alþjóðlegt lýðræði, geti orðið
til á einum mannsaldri þegar stór hluti ríkja
heims býr enn við ólýðræðislega stjórnskipan.
Tækifærin geta hins vegar verið fyrir hendi í fé-
lagsskap eins og Evrópusambandinu og sam-
starfsríkjum þess á Evrópska efnahagssvæðinu,
þar sem öll aðildarríkin aðhyllast lýðræðislegt
stjórnskipulag. Alþjóðavæðingin þarf því ekki
endilega að vera ógnun við lýðræðið, en hún er
svo sannarlega prófsteinn á það.
Morgunblaðið/Golli
Vorstemmning í Reykjavík.
„Lýðræðishalli Evr-
ópusambandsins er
því líka okkar lýð-
ræðishalli að hluta
til. Við réttum hann
hvorki af með því að
kasta EES-samn-
ingnum fyrir róða
né með því að ganga
í ESB. Þessi staða
ætti þó a.m.k. að
verða okkur tilefni
til að fylgjast vel
með þeim um-
ræðum, sem fram
fara um þessi mál á
vettvangi Evrópu-
sambandsins.“
Laugardagur 4. maí