Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu 16. febrúar birtist ómerki- leg áróðursgrein eftir Ragnar Tómasson lög- mann. Fyrst og fremst er það skilningsleysi hans á markaðshag- kerfinu og frelsinu sem fer fyrir brjóstið á mér. Áður en menn ráðast fram á ritvöllinn með fullyrðingar og leið- beiningar fyrir aðra verða þeir sjálfir að bera skynbragð á við- fangsefnið og skil- greina það og að lokum að draga réttar álykt- anir. – Viðskiptaumhverfið. – Markaðshagkerfið. – Hagfræðikenningarnar. – Lögin. – Frelsið. Þessir fimm þættir skipta trúlega mestu þegar lagt er mat á verslun og viðskipti hér á landi sem annars staðar. Allir þessir þættir eru meira og minna af sama meiði. Viðskiptaumhverfið Verslun og viðskipti hér á landi eru að mörgu leyti kraftmikil (dyn- amisk) þó að markaðurinn sé agn- arsmár í samanburði við önnur lönd. Vegna smæðar sinnar í samanburð- inum er afskaplega undarleg sú ár- átta margra að halda því fram að hagkvæmni stærðar sé eitthvert lausnarorð sem öllu á að bjarga. Stefna sem miðar að hagkvæmni stærðar á ákaflega illa við hér á landi. Fyrirmyndin er trúlega amer- ísk og miðar oftast að miklum magninnkaupum verslana, stóru plássi og miklum vegalengdum fyrir viðskiptamenn að fara því plássfrek- ar verslanir rýmast illa í íbúða- byggðum eða nálægt viðskipta- mönnunum. Að mínu viti getur hagkvæmni smæðar verið fullt eins hagkvæm við okkar aðstæður. Í því tilfelli eru viðskiptin færð nær við- skiptamönnunum, áhersla er lögð á per- sónuleg kynni, góða nýtingu og mikla framleiðni. Góð blanda af þessu hvorutveggja getur verið mjög góð en þá verða hin mark- aðsráðandi fyrirtæki að kunna sér hóf. Viðskiptaumhverfi verður að vera heiðar- legt og leikreglurnar skýrar. Í stjórnarsátt- mála núverandi ríkis- stjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er lykilorðið samkeppni þar sem fjallað er um viðskipti. Einn af öflugustu hornsteinum Sjálfstæðisflokksins er markaðshag- kerfið. Markaðshagkerfið miðar að því að virkja heiðarlega samkeppni þjóðfélaginu til hagsbóta. Frelsið gegnir þar einnig lykilhlutverki. Samkeppnislög sem er í raun túlkun löggjafarvaldsins á hagfræðikenn- ingu sem kennd er við Adam Smith gegnir þar veigamiklu hlutverki og undirstrikar vilja löggjafarvaldsins. Aðra hagfræðikenningu sjáum við síðan í lögum um Seðlabanka Ís- lands. Eðli og hlutverkum pening- anna er lýst í kennslubókum um hagfræði. Vilji löggjafarvaldsins er skýr og ekki er að undra að Davíð Oddsson vilji standa vörð um þann vilja og þær stefnur sem hann er fulltrúi fyrir. Markaðshagkerfið Markaðslögmálið er eins og áður hefur komið fram hagfræðikenning með heiðarlega samkeppni að leið- arljósi. Samkeppnislög og hagfræði eru þar lykilorð. Leikreglurnar eru skýrðar í Samkeppnislögum. Nú er nýlokið Evrópumóti í handbolta þar sem strákarnir okkar stóðu sig frá- bærlega. Hefur einhver heyrt talað um handboltaleik þar sem enginn er dómarinn. Í viðskiptum verður að sjá til þess að farið sé að leikreglum á sama hátt og í íþróttum. Ragnar minnist á uppgang Bón- usfeðga og talar um að vörubirgjar sem þekktu gamla verslunarstjór- ann að góðu einu, samþykktu að lána honum eina afgreiðslu gegn því að fá þá næstu staðgreidda. Hvernig var síðan framkoma gamla verslun- arstjórans gagnvart þessum sömu birgjum, sem komu undir hann fót- unum, eftir að hann náði markaðs- ráðandi stöðu með sitt fyrirtæki? Krafan er 20-50% afsláttur umfram aðra annars mega þeir éta það sem úti frýs. Þetta getur hann leyft sér í krafti kaupendastyrks. Dæmi um brot á samkeppnislög- um geta falist í undirboðum (dump- ing) á markaði sem aftur leiða til tjóns fyrir samkeppnisaðilana. Stór fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu geta beitt þessari aðferð til að hindra samkeppni eða komið í veg fyrir hana. Síðar þegar samkeppnin hefur verið útilokuð eða síður er von á henni hættir hið markaðsráðandi fyrirtæki undirboðunum, hækkar verðið á nýjan leik og nær sínu til baka og vel það. Annað dæmi um brot á sam- keppnislögum getur falist í því að neyða fram betri kjör frá birgjum en öðrum gefst kostur á vegna bág- inda eða veikrar stöðu birgjans. Lögin Löggjafarvaldið hefur sett ramma um ýmsar hagfræðikenning- ar. Vilji löggjafarvaldsins er skýr í þessum lögum. Það sem hinsvegar ber að óttast er skilningur og túlkun dómsvaldsins á lögunum. Þekkt er að námsmenn sem ekki treysta sér til náms í raungreinum þ.e. verk- fræði, stærðfræði, hagfræði eða í annað viðskiptanám velja gjarnan lögfræðina þegar að háskólanámi kemur. Ef túlkun dómsvaldsins og skilningur á viðskiptum er eitthvað í ÓMERKILEG- UR ÁRÓÐUR Sigurður Lárusson Eitt fyrirtæki, Baugur, er komið með um 50–60% markaðs- hlutdeild á dagvöru- markaði, segir Sigurður Lárusson. Það er skil- greining á fákeppn- isaðstöðu sem gæti endað með einokun.                             !"#!$        %     &         %                '        ( &                   '   '    %       !"#"$))*       + ,      % )-.       !"#!$    .**. /  $'  "      "  ' 0     !"#!$            1)*2.**           !"   # $%   !&  $ !$$ !'    ()     * ! ## + ) % !, ) *      -$  .  (    (   )  .  %   TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler árgerð 2000 vél 4,0 l., upphækkaður um 2“ (ekinn 28 þús. mílur) á 32“ dekkjum, Chevrolet Step Van árgerð 1985 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 7. maí kl. 12-15. VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í G.M.C. vöruflutningabifreið árgerð 1983, 2. tonna með ál-flutningakassa. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.