Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 35
líkingu við þína túlkun og þinn
skilning er ekki von á góðu úr þeirri
átt.
Markaðsráðandi staða er ekki
bönnuð samkvæmt samkeppnislög-
um. Misnotkun á markaðsráðandi
stöðu er hinsvegar bönnuð. Vanda-
málið er sönnunarbyrðin. Olíufélög-
in liggja undir grun um samráð og
fákeppnis- eða einokunartilburði.
Líkurnar á að verð geti hækkað eða
lækkað um sömu krónu og auratölu
pr. lítra af bensíni eða olíu á nánast
sömu klukkustund trekk í trekk eru
stjarnfræðilegar. Nægja slíkar til-
viljanir til áfellisdóms? Greinilegt er
að samkeppnisyfirvöld vilja frekari
sannanir. Þetta dæmi sýnir einungis
það vandamál sem blasir við a.m.k.
flestum.
Hagfræðikenningarnar
Tvær stærstu hagfræðikenning-
arnar, sem frekar mætti nefna
stefnur, eru sósíalismi annarsvegar
og kapítalismi hinsvegar. Báðar
þessar kenningar eða stefnur voru
hugsaðar á sínum tíma í þeim til-
gangi að efla hagsæld fjöldans.
Grundvallarmunur er hinsvegar á
áherslum og leiðum að sama mark-
miði. Sósíalisminn hefur gengið sér
til húðar víðast hvar og fleiri og
fleiri þjóðir hafa tileinkað sér mark-
aðshagkerfið (kapítalismann). Vest-
rænar þjóðir hafa flestar kosið að
tileinka sér markaðshagkerfi í við-
skiptum. Lykilatriði í slíku hagkerfi
er að hagfræðikenningar sem tengj-
ast þessari stefnu séu virkar þannig
að klukkuverkið starfi eðlilega.
Þarna er átt við peningahagkerfið
(eðli og hlutverk peninganna sé rétt
skilgreint og virt), lögmál heiðar-
legrar samkeppni og að framboð og
eftirspurn fái að stilla sig af miðað
við eðlilegar aðstæður. Auk þessa er
frelsið grunnþáttur þar sem mark-
aðshagkerfið á að fá notið sín.
Frelsið
Frelsið er takmörkunum háð.
Frelsi einstaklingsins miðast við að
hann gangi ekki á rétt annars ein-
staklings. Lögin, siðfræðin og al-
mennur skilningur fólks á réttu og
röngu er sá rammi sem frelsinu er
sniðinn. Frelsið felur ekki í sér lög-
brot, virðing fyrir rétti annarra ein-
staklinga verður að vera fyrir hendi.
Frelsið er eins og lítill fugl sem
flögrar um loftin blá. Frelsið er
horfið þegar fuglinn er veiddur í háf
veiðimannsins. Frelsið er ekki lög-
mál hins sterka.
Í viðskiptum felst frelsið í sjálf-
stæðri ákvarðanatöku aðila á mark-
aði, til frjálsrar álagningar og tján-
ingar. Skerðing á frelsi verður
þegar stórir aðila kúga hina smáu.
Fákeppni og einokun skerða frelsi
mjög margra og hindra að hægt sé
að ná fram sem bestri nýtingu á
framleiðsluþáttum þjóðfélagsins.
Stór tré með miklar laufkrónur
koma í veg fyrir að sólarljósið nái til
nýgræðlinga og sprota. Einhæfni og
úrkynjun verður staðreynd.
Rétta uppskriftin
Ráðleggingar Ragnars sem felast
í því að allir ættu að versla í Bónus
eru tálsýnir. Sú staðreynd að kaup-
maðurinn á horninu er horfinn segir
sína sögu. Eitt fyrirtæki, Baugur, er
komið með um 50-60% markaðshlut-
deild á dagvörumarkaði. Það er skil-
greining á fákeppnisaðstöðu sem
gæti endað með einokun. Þetta er
ekki sú skilgreining sem ég hef á
frjálsri verslun í eðlilegu markaðs-
hagkerfi. Kaupendastyrkur og hag-
kvæmni stærðar ásamt misnotkun á
þessum aðstæðum í samstarfi við
bankakerfið hefur fært gamla versl-
unarstjóranum og syni hans þessa
stöðu á kostnað þeirra birgja sem
komu undir þá fótunum á sínum
tíma. E.t.v. er kominn tími á þessa
birgja að snúa sér eitthvað annað og
byggju upp eðlilega og heiðarlega
samkeppni við hinn markaðsráðandi
aðila og sjá svo til hvort markaður-
inn aðlagast ekki á nýjan leik þann-
ig að til verði SAMKEPPNI. Til
þess að almenningur fái notið þess
hagræðis sem samkeppnin býður
upp á verður að vera eitthvert mót-
vægi eða aðrir valkostir. Frelsið
verður að fá notið sín.
Höfundur er kaupmaður.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 35
Yoga Studio,
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560. www.yogastudio.is
Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og
hágæða ilmkjarnaolíur og grunnolíur frá Oshadhi.
www.yogastudio.is
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni
4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu,
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar
breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast
aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið
á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður,
öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og
heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá 1994.
Hefst 14. maí - Þri. og fim. kl. 20.00.
Sumarönn opinna jógatíma hefst mánudaginn 6. maí.
WWWW.XR.IS • XR@XR.IS
Ágæti Reykvíkingur
Undanfarin átta ár hefur Reykjavíkurlistinn gert fla› a› forgangsverkefni a› bæta fljónustu og fjárfestingu í
flágu fjölskyldnanna í borginni. Allt okkar starf hefur mi›a› a› auknum lífsgæ›um og fjölbreytileika í borgarlífinu.
Á fleim grunni sem lag›ur hefur veri› munum vi› byggja hi› reykvíska samfélag framtí›arinnar.
Nú um helgina munum vi› bera í hvert hús borgarinnar bækling sem s‡nir flær grí›arlegu breytingar sem or›i›
hafa á ás‡nd borgarinnar, fljónustu hennar og rekstri undanfarin átta ár. Vi› hvetjum flig til a› kynna flér efni
hans og erum stolt af fleim árangri sem ná›st hefur.
Frambjó›endur Reykjavíkurlistans
FRÉTTIR
PÁLMI Gunnarsson, annar leigu-
taka Litluár í Kelduhverfi, sagði í
samtali við Morgunblaðið að fyrsta
veiðidaginn, 1.maí, hefðu veiðst um
80 sjóbirtingar á fjórar stangir við
hin alverstu skilyrði. Menn stóðu
vaktina í stórhríð og hefði farið betur
að þeir hefðu haft snjóþrúgur til að
komast með ánni.
„Þetta er eitthvað sem maður
gleymir ekki í bráð, stórhríð og snjó-
hengjur að brotna úr bökkum fyrir
aftan mann. Við vorum fjórir saman,
veiddum í samtals í 4–5 tíma með
hléum vegna veðursins og aflinn var
um 80 fiskar sem er miklu betra en
aðstæður gáfu fyrirheit um. Vegna
veðursins frestuðum við merkingun-
um, en ætlum að láta sverfa til stáls
með þær um miðjan mánuðinn.
Þetta var nánast allt mjög vænn
fiskur og vænni heldur en í fyrra. Við
teljum að meðalþyngdin hafi ekki
verið minni en 4,5 til 5 pund og
stærstu fiskarnir voru um 8 pund.
Við misstum nokkra hrikalega fiska,
það er bara hluti af landslaginu,
maður ræður ekkert við þá. Engil-
bert Jensen missti t.d. einn sem
stökk fyrir framan nefið á okkur og
það var ekki undir 20 punda fiskur.
Sjálfur missti ég annan sem ég sá
ekki, en sleit sterkan tauminn eins
og tvinna,“ sagði Pálmi. Tveir félaga
hans hafa verið að veiðum af og til
síðan á miðvikudaginn og hafa veitt
vel og nú er veður batnandi.
Vötnin góð
Vel hefur veiðst í Vífilsstaðavatni,
mest bleikja frá rétt undir pundi upp
í 1,5 pund. Síðustu helgi voru t.d. þrír
félagar saman með 13 fiska á tveim-
ur tímum og á sama tíma voru menn
um allt vatn að slíta upp fiska og fisk-
ur vakti víða um vatn.
Í Elliðavatni hefur mest veiðst
urriði og allt að 3 punda fiskar, en
flestir þó 1 til 1,5 pund. Lítið veiðist
enn af bleikju. Í umræddum vötnum
hafa menn m.a. verið að taka fiska á
Peacock, Brassa og rauðan blóðorm
svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað eru
menn og farnir að fá í Þingvallavatni,
ágæta bleikju, gjarnan um 2 pund.
Killer og Watson púpur hafa verið
nefndar þar eystra.
Einnig fréttist af hörkuafla í
Minnivallalæk sem opnaði 1. maí
eins og vanalega, mest 2–5 punda
urriði.
Til stóð að opna Vestmannsvatn
og Hópið norðan heiða á miðviku-
daginn, en það var varla að nokkur
stæði vaktirnar þar, enda veður hið
versta.
Morgunblaðið/Einar Falur
Bleikja háfuð í Vífilsstaðavatni í vikunni.
Mok í hríðinni í
Kelduhverfi
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?