Morgunblaðið - 05.05.2002, Side 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg-
ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheim-
ilis mánudag kl. 13.
Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma
saman mánudag kl. 20 í kirkjunni.
Lokafundur. Margrét Scheving sálgæslu-
þjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í
textavarpi.)
Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14.
Öll börn í 1. bekk velkomin.TTT-starf
(10-12 ára) mánudag kl. 16:30. Öll
börn í 4. og 5. bekk velkomin. Bæna-
stund kl. 18 í kapellu. Alfa II kl. 18:30.
Lokasamveran. Litli kórinn, kór eldri
borgara, þriðjudag kl. 16:30. Stjórnandi
Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir.
Reykjavíkurprófastsdæmin: Hádegis-
verðarfundur presta í Bústaðakirkju
mánudag kl. 12.
Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðs-
fundur kl. 20. Mánudagur: TTT-klúbb-
urinn frá kl. 17-18.
Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl-
skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánu-
dag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10-
12 í umsjón Lilju djákna. Samvera,
spjall og kaffi. Opið hús fyrir fullorðna í
safnaðarheimilinu kl. 13:30-16. Sam-
vera og bænastund. Umsjón hefur Lilja
G. Hallgrímsdóttir djákni. Þeir sem vilja
fá akstur til og frá kirkjunni láti vita fyrir
hádegi á mánudag. Starf fyrir 11-12 ára
stúlkur kl. 17-18. Starf fyrir 9-10 ára
drengi kl. 17-18. Unglingastarf á mánu-
dagskvöldum kl. 20:30.
Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna-
hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum
alla virka daga frá kl. 9-17 í síma
587 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlk-
ur 9-12 ára kl. 17:30-18:30. KFUM
yngri deild í Borgaskóla kl. 17-18.
Kirkjukrakkar fyrir 7-9 ára í Korpuskóla
kl. 17:30-18:30. TTT (10-12 ára) kl.
18:30-19:30 í Korpuskóla.
Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðs-
félag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.
Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur
fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl.
17:15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni.
Allar stelpur velkomnar.
Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf
fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á
mánudögum kl. 17:30 í umsjón KFUM.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld
kl. 20-22 eldri félagar.
Lágafellskirkja. Síðasta stund sunnu-
dagaskólans er í dag. Við fáum flautu-
tríó í heimsókn úr Tónlistarskóla Mos-
fellsbæjar, þær Hörpu, Snæfríði og
Krístínu Dagbjörtu ásamt kennara
þeirra, Kristjönu Helgadóttur. Komum
og eigum góða stund saman í kirkjunni.
Við minnum á ferð barnastarfsins í Hús-
dýragarðinn laugardaginn 11. maí, rúta
fer frá safnaðarheimilinu, Þverholti 3,
kl. 10:15. Skráning í kirkjunni. Allt frítt.
Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni
kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum
í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakka-
fundur í Varmárskóla kl. 13:15-14:30.
TTT-fundir í safnaðarheimili kl. 16-17.
Fundir í æskulýðsfélaginu Sánd kl. 17-
18.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu-
dag, kl. 19:30.
Hvammstangakirkja. KFUM&K starf
kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl.
17:30.
Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16:30. Allir velkomnir.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánu-
dagur: Kl. 17 æskulýðsstarf fatlaðra,
báðir hópar saman í lokasamverunni.
Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Vörður L. Traustason. Al-
menn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður
Tom Bremer. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu
leiðir söng. Barnakirkja fyrir 1-9 ára
börn meðan á samkomu stendur. Allir
hjartanlega velkomnir.
KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnudag-
ur: Samkoma kl. 16:30. Ræðumaður
Björg R. Pálsdóttir. Bænastund fyrir
samkomu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir.
Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins
árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl.
20:30. Miðvikud.: Samverustund unga
fólksins kl. 20:30. Mikil lofgjörð og orð
guðs rætt. Allir velkomnir.
Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11.
Skipt í deildir. Léttur hádegisverður að
samkomu lokinni. Bænastund kl.
19:30. Samkoma kl. 20. Högni Valsson
prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir, brotning
brauðsins og samfélag. Allir hjartanlega
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Fundur í æskulýðs-
félaginu kl. 17.
Safnaðarstarf
FARIÐ verður í hina árlegu vorferð
Safnaðarfélags Grafarvogskirkju
nk. mánudag, 6. maí. Lagt verður af
stað frá Grafarvogskirkju kl. 20. Í
þetta sinn verður hin gamla Reykja-
vík skoðuð í fylgd Guðjóns Friðriks-
sonar, sagnfræðings og rithöf-
undar.
Í lok ferðar verður drukkið
kvöldkaffi í safnaðarheimili Dóm-
kirkjunnar við Lækjargötu. Allir
velkomnir.
Stjórnin.
Vorfagnaður barna-
starfs Landakirkju
NÚ er komið sumar, gleðjast gumar
og meyjar. Í tilefni af komu vors og
sumarblessunar fer Sunnudagaskól-
inn út í vorið 5. maí. Með í þeirri för
verða krakkar og foreldrar úr
Sunnudagaskólanum, Kirkjuprökk-
urum, TTT og Æskulýðsfélagi fatl-
aðra. Við byrjum klukkan 14 í kirkj-
unni, börn úr Kirkjuprökkurum og
Litlum lærisveinum syngja, hjúkr-
unarfræðingur kemur í heimsókn
og tekur heilsupúlsinn á fólki áður
en við förum út í guðsgræna náttúr-
una í árlegt fótboltamót, strákar á
móti stelpum og Gylfi Sigurðsson
dómari er fastur fyrir. Þeir sem
ekki kjósa fótbolta fara í leiki og síð-
an fá allir grillpylsur og svaladrykk.
Dagskráin hefst í Landakirkju kl.
14, þaðan verður farið með rútu til
uppskeruhátíðarinnar. Rútan fer
aftur að Landakirkju þegar fólk er
orðið endurnært til anda, sálar og
líkama.
Prestarnir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grafarvogskirkja
Vorferð Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju
KIRKJUSTARF
Mig langar með
nokkrum orðum að
kveðja og þakka fyrir
að hafa haft tækifæri til
að kynnast og umgang-
ast Ástu Rögnu á mínum unglings-
árum og fram á fullorðinsár. Ég
kynntist Ástu í Vogaskóla. Við urðum
fljótt góðar vinkonur og eyddum
miklum tíma saman næstu árin. Við
vorum saman í unglingavinnunni í
Laugardalnum og þar skemmtum við
okkur konunglega þótt ekki hafi mik-
ið verið unnið. Í 9. bekk stundaði Ásta
nám á Laugarvatni en við töluðum
saman í síma og hittumst um helgar
þegar hún kom í bæinn. Á næstu ár-
um unnum við saman í Íslenska-
franska eldhúsinu og í eldhúsinu í
Seljahlíð. Við fórum saman í Fjöl-
braut í Breiðholti og bjuggum báðar í
Breiðholtinu þótt vinirnir hafi flestir
verið úr Vogahverfinu. Vinahópurinn
var stór og Ásta naut sín vel því hún
var félagslynd og opin persóna.
Þótt við Ásta höfum að lokum farið
ólíkar leiðir í lífinu þá voru fréttir af
andláti hennar mikið áfall. Ég taldi
alltaf að Ásta mundi sigra að lokum.
Sjálfsbjargarviðleitni hennar var
mikil og hún var úrræðagóð. Hún var
sjálfstæð og hafði yfirleitt skoðanir á
hlutunum. Ég minnist þess ekki að
hafa heyrt Ástu barma sér. Hún tók
hlutunum eins og þeir komu fyrir og
eyddi ekki tíma sínum í að velta sér
upp úr þeim. Hún var mér mikil stoð
ÁSTA RAGNA
JÓNSDÓTTIR
✝ Ásta Ragna Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 1. apríl
1968. Hún lést á
heimili sínu, Klepps-
vegi 38, þriðjudag-
inn 9. apríl. Útför
Ástu Rögnu var gerð
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudag-
inn 22. apríl sl.
og stytta þegar ég var
barnshafandi og hún
var viðstödd fæðingu
dóttur minnar.
Hún átti auðvelt með
nám og hafði yfirleitt
ekki mikið fyrir að fá
góðar einkunnir.
Á stundu sem þessari
streyma fram í hugann
minningarbrot um vin-
áttu okkar: Þær ótal-
mörgu stundir sem við
eyddum á rúntinum á
Trabantinum hans afa
hennar, við skömmuð-
ust okkar ógurlega til
að byrja með að keyra um á Trabant
en bíllausar vildum við ekki vera.
Þeir tímar sem við þræddum video-
leigurnar til að leita að þáttunum
Falcon Crest og sátum svo heima hjá
afa og ömmu hennar og gláptum á
hvern þáttinn á fætur öðrum. Við sát-
um iðulega inni í herbergi Ástu, fyrst
á Langholtsveginum og svo í Rjúpu-
fellinu og ræddum málin, þar krufð-
um við lífið og tilveruna, plönuðum
framtíðina og höfðum það gott. Ég
minnist útihátíða, þjóðhátíða, frá-
bærra kvölda eftir að hún lauk vinnu
á kvöldin á Ítalíu, fyndinna atriða frá
skemmtistöðum og erfiðu tímanna
einnig. Minningarnar eru margar og
ég mun geyma þær í huga mér um
ókomna tíð. Minning hennar lifir í
hugum allra sem hana þekktu. Ég
þakka Ástu fyrir að vera vinkona mín
í ótalmörg ár. Við töldum alltaf að við
mundum ætíð vera nánar vinkonur
en hlutirnir fara ekki alltaf eins og
búist er við. Hún var mikil og góð vin-
kona og hún var og verður stór hluti
af lífi mínu. Líf mitt hefði verið fátæk-
legra ef hún hefði ekki verið hluti af
því. Hvíl í friði.
Móður hennar, föður, stjúpföður,
afa, börnum hennar og Smára og öðr-
um aðstandendum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
veri með ykkur og minnist góðra
stunda.
Vilborg (Bogga).
Mig langar að minnast æskuvin-
konu minnar, hennar Ástu Rögnu,
með nokkrum orðum.
Minningarnar hrannast upp í huga
mér, þær góðu og skemmtilegu
stundir sem við áttum saman. Þótt
leiðir okkar lægju ekki saman síðustu
árin mun ég alltaf sakna þín. Þú varst
góður vinur. Mest af öllu vildi ég að
stundirnar hefðu verið fleiri sem við
áttum saman. Við vorum alltaf eins
og systur þegar við vorum litlar og
var alltaf verið að spyrja okkur hvort
við værum tvíburar eða systur, svo
líkar vorum við. Við horfðum oft á
hvor aðra og sögðum við erum bara
vinkonur. Oft var sagt þið eruð ekki
að segja satt þið eruð svo líkar, þið
hljótið að vera skyldar.
Ég kveð þig, elsku Ásta mín, með
söknuð í hjarta og vona að þér líði vel
þar sem þú ert núna. Ég mun aldrei
gleyma þér, ég vil þakka þér fyrir
þær stundir sem við áttum saman.
Kallið er komið
komin er nú stundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund
vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð
margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Elsku Thelma Lind og Aron Elí, ég
veit að söknuðurinn er mikill en megi
algóður Guð geyma ykkur og varð-
veita í þessari miklu sorg.
Sjöfn, Tryggvi, Kristín, Rósa, Elli,
Hreiðar og Sigurbjörn og aðrir að-
standendur, Guð veri með ykkur í
þessari sorg.
Þín æskuvinkona,
Rósa.
Ég þekkti Börk best
sem ungan dreng en
hitti hann sjaldnar hin
síðari ár. Og nú á þess-
ari kveðjustundu er það
minningin um hann sem barn sem
stendur mér fyrir hugskotssjónum.
BÖRKUR HRAFN
VÍÐISSON
✝ Börkur HrafnVíðisson fæddist
í Danmörku 27. nóv-
ember 1972. Hann
lést í vélhjólaslysi í
Taílandi 9. apríl síð-
astliðinn. Útför
Barkar Hrafns Víð-
issonar fór fram frá
Langholtskirkju 26.
apríl.
Mikil vinátta hefur ríkt
milli fjölskyldna okkar,
allt frá því að foreldrar
hans voru búsettir í
Danmörku um árabil.
Við bjuggum í næsta
húsi við þau í Vedbæk,
fyrst foreldrar mínir og
síðan ég sjálfur þegar
ég var kominn með eig-
in fjölskyldu. Þá voru
bjartir tímar hjá okkur
öllum.
Ég minnist Barkar
sérstaklega frá þessum
árum, hann var ljós yf-
irlitum með liðað hár,
yndislegur og hlýr drengur sem naut
mikils ástríkis og var sjálfur kær-
leiksríkur og gefandi. Ég sé hann fyr-
ir mér umvafinn birtu og geislum sól-
ar.
Nú þegar hann er horfinn okkur
eru sársauki og söknuður ríkjandi.
Sorgin er vissulega mest hjá hans
nánustu – sorg sem virðist aldrei
munu linna.
En Börkur mun lifa áfram innra
með okkur og alltaf af og til stíga
fram fyrir hugskotssjónum okkar og
á þann veg verða förunautur okkar í
framtíðinni. Við munum skynja návist
hans á nýjan hátt, en samt nána og
dýrmæta. Er sárustu sorginni léttir
og hverfulleiki lífsins færist úr for-
grunni hugans, þá mun þessi fagra
nærvera hans verða okkur huggun.
Ég mun sjá Börk fyrir mér sem
ljóshært og elskulegt barn, blíðan og
þróttmikinn dreng umvafinn geislum
sólar.
Ég votta fjölskyldu hans innilega
samúð.
Joakim Hoffmeyer.
Ég tala til þín, frá
mér, elsku Gunna mín,
þakka þér allt það nota-
lega í minn garð á erf-
iðum tíma sem ég átti.
Einstakur er orð,
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi
eða sólarlagi
GUÐRÚN
HÉÐINSDÓTTIR
✝ Guðrún Héðins-dóttir fæddist á
Húsavík 20. janúar
1925. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Þing-
eyinga 14. apríl síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Húsavíkurkirkju 20.
apríl.
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
Einstakur lýsir fólki,
sem stjórnast af rödd síns
hjarta
og hefur í huga hjörtu
annarra.
Einstakur lýsir fólki,
sem er dáð og dýrmætt
og skarð þess verður
aldrei fyllt.
Einstakur er orð
sem best lýsir þér.
Takk fyrir að hafa verið til.
Elsku Stjáni frændi, Guðný
Helga, Þórunn Ósk, Óskar og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðjur
Guðný Ósk.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minningar-
greina