Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ hryggði mig meira en tárum
taki að fletta sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins 28.4. og reka augun í opið
bréf þitt til mín. Ekki vegna þess
sem þú sagðir, sem var allt satt og
rétt, heldur vegna þess að með til-
litleysi mínu neyddi ég þig til þess að
segja það. Að hafa það sem sannara
reynist er kannski full djúpt í árinni
tekið því ekki var ég að fara með
ósannindi – frekar að ég hafi nefnt
Roger en gleymt Hammerstein.
Hvernig gat ég gleymt þér? Þú ert
á C.V.-inu mínu!
Ég hef þúsund afsakanir og ég hef
enga afsökun. En að vissu leyti veit
ég hvernig þér líður. Fyrir nokkrum
árum var gerður sjónvarpsþáttur
um teiknimyndagerð á Íslandi og
þeir gleymdu mér – þrátt fyrir að ég
hannaði langlífustu teiknimyndaper-
sónu Íslandssögunnar.
Ég gæti kennt um streitu vegna
þess að þetta var símaviðtal – þetta
gerðist fyrir 23 árum – tökumað-
urinn sem ég hef unnið með síðast-
liðið ár, Snorri B. Jónsson, var ekki
fæddur – en blaðamaðurinn hafði
hringt í mig deginum áður svo ég gat
undirbúið mig – og þetta var hið
skemmtilegasta spjall.
Það fyrsta sem mér datt í hug
þegar blaðamaður minntist á „hvar
eru þau nú“ var verðlaunaritgerð
sem ég skrifaði í Lesbók Morgun-
blaðsins 1963 um árið 2013. Var
hann að þjófstarta? Árið 2003 eru 40
ár liðin og tíu ár eftir og kannski
tímabært þá að rifja upp gamlar
framtíðarsýnir.
Þá er það spurningin um að muna
og gleyma eða „hverju á að segja
frá“ og „hverju á að sleppa“. Ég
hafði rifjað upp í huganum hvað
gerðist í stórum dráttum á þessu
tímabili og ákvað að ræða ekki um
tölvumál, þó að ég væri síðasti
keyrslustjóri stóru tölvanna sem
gengu fyrir gataspjöldum og hafði á
orði þegar ég hætti í tölvudeildinni
að í framtíðinni ætlaði ég að vinna
teiknimyndir í tölvu – og þá var hleg-
ið að mér.
Ég ætlaði að ræða um handritið
sem bar nafið Dísa og var samtíma-
saga þess tíma. Seinna – í Mad Max
útgáfunni sem er spennandi leyni-
lögreglusaga – fékk það nafnið 2013
því mér líkaði talan. Það er ekki ofan
í skúffu, heldur í möppu upp í hillu
og ég ætti eflaust að fara að líta á
það aftur.
Ég ákvað líka að vera ekki bitur
þótt ég væri að jafna mig eftir upp-
skurð á öxl sem ég gekkst undir í lok
mars, er hjá sjúkraþjálfara og var
bannað að nota tölvuna í sex vikur –
en geri það nú samt af og til.
Ég ákvað að minnast ekki á erf-
iðleikana í Riga í Lettlandi né heldur
penigaplokkið í DAUKA kvik-
myndaverinu sem jók kostnaðinn við
Djáknann.
Það er skrýtið hvað maður er allt-
af að læra allt sitt líf, en þegar upp
er staðið kann maður ekki neitt. Í
Riga gerði ég samning um gerð
teiknimyndar, en varð síðar að
greiða aukalega fyrir glærur og liti
af því það var ekki nefnt í samn-
ingnum. Í fyrra pantaði ég svalahurð
hjá trésmiðju og greiddi út í hönd til
að fá staðgreiðsluafslátt. Þegar ég
sótti hurðina vantaði glerið í hana en
glerið var um 80% af hurðinni. Þegar
ég innti eftir hverju þetta sætti, var
mér sagt að ég hefði ekki beðið um
að glerið fylgdi. Glerið var síðan dýr-
ara en sem nam afslættinum.
Hvað kemur þetta málinu við?
Alls ekki neitt.
En ef þú hefur gleymt því eitt
andartak á meðan á lestrinum stóð
um hvað málið fjallar þá er tilgangn-
um náð og ég veit að þú fyrirgefur
mér.
Ég bið þig innilegrar afsökunar.
JÓN AXEL EGILSSON,
teikni- og
kvikmyndagerðarmaður,
grafíker og margmiðlungur.
Fyrirgef oss
vorar skuldir…
Frá Jóni Axeli Egilssyni:
ÞÓTT ég hafi búið erlendis um ára-
raðir er ég borinn og barnfæddur
Reykvíkingur, Vesturbæingur og
101-verji fram í fingurgómana. Því
hefur það glatt mitt gamla reykvíska
hjarta að borgarbúar hafa um nokk-
urt skeið notið forystu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur. Hún er glæsi-
legur leiðtogi sem hefur hið náttúru-
borna átórítet er prýða á forystu-
menn í lýðræðisríkjum. Stefna
hennar er áræðin og nútímaleg,
sumpart er hún meiri frjálshyggju-
kona en Davíðsmenn, sumpart góður
jafnaðarmaður. Hún geldur keisar-
anum það sem keisarans er, Guði það
sem Guðs er. Frjálshyggjumenn
ættu að fylkja sér um Ingibjörgu,
hún berst fyrir markaðsfrelsi, ekki
frelsi til handa fáeinum auðkýfing-
um. Femínistar ættu að kjósa hana
því hún er fyrirmynd ungra, metn-
aðargjarnra kvenna. Vinstrimenn
ættu að kjósa hana því hún er brjóst-
vörn gegn íhaldsöflunum. Lýðræðis-
sinnar verða að kjósa hana því sú
saga gengur fjöllunum hærra að nú-
verandi valdsmenn á Íslandi ógni
lýðræðinu.
Reykvíkingum er því einboðið að
veita Ingibjörgu brautargengi, kjós-
ið R, kjósið rétt!
STEFÁN SNÆVARR,
Lillehammer, Noregi.
Kjósið r(étt)
Frá Stefáni Snævarr: