Morgunblaðið - 05.05.2002, Qupperneq 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur í dag.
Arnarborg fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Huginn kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 vinnustofa og
leikfimi, kl. 13 vinnu-
stofa, kl. 14 spilavist.
Nýtt jóganámskeið
hefst miðvikud. 7. maí,
kennt verður á þriðju-
og fimmtudögum kl. 9.
Lágmarks þátttaka 10
manns. Farið verður í
Hagkaup í Skeifunni
miðvikud. 8. maí kl. 10.
með viðkomu á Granda-
vegi 47. Skráning í af-
greiðslu eða s. 562 2571.
Hjúkrunarfræðingur
verður í Aflagranda 40
miðvikud. 8. maí. kl. 11–
12. vegna frídagsins 9.
maí.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30–16.30 opin
smíðastofan/útskurður,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
16 myndlist. Hand-
verkssýning verður
föstud. 10. og laugard.
11. maí kl. 13–16.30.
Bingó fellur niður
föstudaginn 10. maí
vegna sýningarinnar.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl.
13.30–14.30 söngur við
píanóið, kl. 13–16 búta-
saumur.
Eldri borgarar Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið Hlaðhömr-
um er á þriðju- og
fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Lesklúbbur kl. 15.30 á
fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl. 11. Kór-
æfingar fimmtudaga kl.
17–19. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586 8014 kl.
13–16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Skrifstofan
Gullsmára 9 er opin á
morgun kl. 16.30–18, s.
554 1226.
Félagsstarfið Seljahlíð.
Sýning á handverki
heimilismanna verður
dagana 11., 12. og 13.
maí kl. 13.30–17.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 9
myndlist, kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10 verslunin op-
in, kl. 11.10 leikfimi, kl.
13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
framhald. Handa-
vinnusýning verður
laugar- og sunnud. 4. og
5. maí kl. 13–17.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 9
böðun.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Á morgun kl.
9 glerskurður kl. 11.15,
12.15 og 13.05 leikfimi,
kl. 13 skyndihjálp,
þriðjud. 7. maí: Spilað í
Kirkjuhvoli – opið hús.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un félagsvist kl. 13.30,
púttæfingar í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30,
þriðjud.: brids, nýir
spilarar velkomnir,
saumur undir leiðsögn
og frjáls handavinna kl.
13.30, spænskukennsla
kl 16.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Sunnud.: Félagsvist kl.
13.30. Dansleikur kl.
20. Mánud.: Brids kl.
13. Söngvaka kl. 20.30.
Fuglaskoðun og sögu-
ferð suður með sjó og á
Reykjanes 11. maí,
skráning á skrifstofu
FEB, s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið sunnu-
daga frá kl. 14–16 blöð-
in og kaffi. Á morgun
kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, handavinna og
föndur, kl. 14 fé-
lagsvist.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Í næstu viku
„Menninngardagar“
m.a. á mánudag opin
handavinnusýning frá
kl. 9–18, sund- og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug kl. 9.30, kl.
11–12 er Herdís Jóns-
dóttir hjúkrunurfræð-
ingur á staðnum, frá
hádegi spilasalur op-
inn, kl. 13.30–14.30
bankaþjónusta kl.
15.30 „kynslóðir saman
í Breiðholti“, þátttak-
endur í upplestri gunn-
skólanna flytja dag-
skrá úr Heimsljósi, á
þriðjudag eftir hádegi
er félagsvist, allir vel-
komnir. Þriðjudagur
kl. 9–18 handa-
vinnusýning opin, kl.
13–15 félagsvist í sam-
starfi við Fellaskóla,
Seljaskóla og Hóla-
brekkuskóla.Veitingar
í Kaffi Berg. Allir vel-
komnir. Önnur dagskrá
kynnt síðar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun kl. 9 handa-
vinna, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl. 11
leikfimi, kl. 13 lomber
og skák, kl. 20 skap-
andi skrif.
Gjábakki og Gull-
smári. Nemendur
Digranesskóla bjóða
eldri borgurum í Kópa-
vogi til fræðslu og
skemmtidagskrár
föstudaginn 10. maí kl.
10.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður,
kl.9.05 leikfimi, kl. 9. 55
róleg stólaleikfimi, kl.
13 brids, kl. 20.30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur, postulíns-
málun og kortagerð, kl.
10 bænastund.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. föndur, kl.
10 boccia, kl. 13 spilað,
kl. 13.30 gönguferð. All-
ir velkomnir. Leik-
húsferð í dag sunnudag
verður farið að sjá
Kryddlegin hjörtu í
Borgarleikhúsinu.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga.
Vesturgata 7. Á morg-
un, kl. 9.15 handavinna,
kl. 10 boccia, kl. 12.15–
13.15 danskennsla, kl.
13 kóræfing.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Sein-
asta opið hús á þriðju-
dag kl. 11. Leikfimi,
matur, sr. Magnús Guð-
jónsson sér um helgi-
stund, heimafólk sér
um samverustund.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13.
Háteigskirkja. Eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15.
Kvenfélagið Heimaey.
Lokakaffið í dag kl. 14 í
Súlnasal Hótel Sögu.
Breiðfirðingafélagið,
Faxafeni 14. Dagur
aldraðra í dag. Sam-
koma sem hefst kl.
14.30.
Félag breiðfirskra
kvenna. Fundur má-
nud. 6. maí kl. 20. Skráð
í sumarferðina.
Kvenfélag Garðabæjar.
Vorfundurinn verður
þriðjud. 7. maí á Garða-
holti kl. 19.30. Fund-
urinn er matarfundur,
félagskonur beðna um
að koma blómum
skrýddar.
Kvenfélag Seljasóknar.
Fundur verður þriðjud.
7. maí í kirkjumiðstöð-
inni kl. 20. Gestur fund-
arins, Héðinn Unn-
steinsson, ræðir um
geðrækt.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar. Fundur verður
þriðjud. 7. maí kl. 20 í
safnaðarheimili Fella-
og Hólakirkju. Konur
úr kvenfélagi Óháða
safnaðarins og úr
Kvenfélagi Háteigs-
sóknar koma í heim-
sókn. Happdrætti. Kon-
ur beðnar um að koma
með hatta.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar. Síðasti
fundur vetrarins er á
morgun, 6. maí, kl. 20 í
safnaðarheimilinu.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi. Á vegum
nefndarinnar verða
farnar tvær ferðir á
þessu sumri: á
Kirkjubæjarklaustri
13.–15. júní örfá sæti
laus, í Skagafjörð
23.–25. ágúst.
Hvíldar- og hressing-
ardvöl á Laugarvatni
24.–30. júní. Innr. í s.
554-0388 Ólöf , s. 554-
2199 Birna frá 18. apr-
íl–10. maí.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar. Farið verður í
gönguferð meðfram
Varmá mánudaginn 6.
maí kl. 20. Kaffi og
meðlæti í Brúarlandi að
göngu lokinni. Mæting
við Brúarland.
Í dag er sunnudagur 5. maí, 125.
dagur ársins 2002. Bænadagur. Orð
dagsins: Sælir eru sorgbitnir, því að
þeir munu huggaðir verða.
(Matt. 5, 4.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI verður að segja einsog er að hann gladdist mjög
þegar Stoke City komst áfram úr
undanúrslitum umspilsins um sæti í
ensku 1. deildinni í knattspyrnu
næsta vetur.
Víkverji hefur tröllatrú á Guðjóni
Þórðarsyni knattspynustjóra Stoke
og vonast til þess að honum takist
ætlunarverkið; að stýra liði sínu til
sigurs í leiknum gegn Brentford í
Cardiff á miðvikudaginn og tryggja
því þar með sæti í 1. deild. Jafnvel þó
tveir íslenskir leikmenn séu í liði
Brentford. Áfram Stoke! Áfram Guð-
jón!
x x x
FYRIR viku nöldraði Víkverji svo-lítið út af orðalagi íþróttafrétta-
manna. Eða kom réttara sagt á fram-
færi kvörtunum vinar síns í þeim
efnis. Lýkur hér bréfi vinarins:
„Úr því að ég er á annað borð kom-
inn í þennan ham má ég til með að
minnast á eitt atriði til viðbótar sem
er mér til mikils ama í lýsingum. Það
er þegar sagt er að mörkin telji. Engu
máli skipti þótt lið A hafi leikið leið-
inlega gegn liði B því það séu jú mörk-
in sem telji. A-liðiðskoraði fleiri mörk
og vann. Síðast var klifað á því á Sýn
eftir leik Barcelona og Real Madrid [í
fyrri viku] að það væru mörkin sem
teldu.
Þrátt fyrir gríðarlegar tækninýj-
ungar og öra þróun á mörgum sviðum
á síðustu árum þá veit ég ekki um eitt
einast mark í heiminum sem kann að
telja, og fylgist ég þó grannt með
knattleikjum. Mörk eru á hinn bóginn
talin og þá af mannskepnunni. Þá vita
menn hvernig kappleikurinn fór,
hverjar lyktir hans voru. Ættu mörk-
in sjálf að sjá um talninguna er alveg
víst að úrslit leikja lægju aldrei fyrir.
Mörkin eru talin, þau telja sig ekki
sjálf.“
x x x
ATHYGLI Víkverja var vakin ágrein Sigurðar Davíðssonar,
vefstjóra stjórnarráðsvefjarins í nýj-
asta tímariti Öryrkjabandalagsins.
Þar segir hann m.a. frá notendakönn-
un sem gerð var meðal nokkurra not-
enda með ólíkan bakgrunn: „Ýmsar
vísbendingar komu fram um það sem
betur má fara á vefnum og koma nið-
urstöður notendaprófananna þannig
til með að leiðbeina ráðuneytum um
áframhaldandi þróun vefsins með til-
liti til þarfa notenda. Gefa þarf sér-
stakan gaum að þörfum blindra og
sjónskertra, heyrnarlausra, hreyfi-
hamlaðra, þroskaheftra og fleiri hópa
og gera vefinn þannig úr garði að ein-
falt sé að nýta sér efni hans. Sannleik-
urinn er sá að flest af því sem talið er
að auðveldi aðgengi fatlaðra að Net-
inu nýtist ekki síður öðrum almenn-
um notendum.“
Sigurður upplýsir að sérstök al-
þjóðleg viðmið hafi verið sett fram
sem vefir þurfi að standast ef þeir eigi
að þjóna þörfum fatlaðra. „Að und-
anförnu hefur verið unnið að því að
stjórnarráðsvefurinn standist þessi
alþjóðlegu viðmið. Þeim er forgangs-
raðað í þrjá flokka eftir mikilvægi og
viðmiðun. Fyrsta flokki er þegar náð
ásamt fjölmörgum úr öðrum og þriðja
flokki. Markmiðið er að sjálfsögðu að
standast öll þessi viðmið en það er
tímafrekt verk þar sem stjórnarráðs-
vefurinn samanstendur af tugþús-
undum síðna og skráa.“
Óhætt er að hrósa aðstandendum
stjórnarráðsvefjarins fyrir fyrir-
myndar vinnubrögð.
Góðæri – fátækt
Á TÍMUM góðæris í okkar
ríka landi hefur verið seilst
æ dýpra ofan í vasa laun-
þega, öryrkja og eldri borg-
ara. Í fyrsta skipti var farið
að leggja skatt á bætur frá
tryggingastofnun.
Fátækt hefur aukist mik-
ið á stuttum tíma og afleið-
ingarnar eru skelfilegar.
Fólk sveltur, getur ekki
staðið í skilum og gjald-
þrotum hefur fjölgað.
Langar biðraðir fyrir utan
hjálparstofnanir segja líka
sína sögu. Einstæðar mæð-
ur heyja harða baráttu til
þess að geta séð fyrir börn-
um sínum.
Það er hart að fullvinn-
andi fólk geti ekki lifað af
launum sínum. Börn sem
alast upp í fátækt verða oft
reiðir og bitrir einstakling-
ar þegar þau fullorðnast.
Það er líka oft þannig að
börn sem alast upp við slík-
ar aðstæður verða oft fá-
tæktinni að bráð.
Núna þegar kosningar
eru framundan í borginni
reyna framboðin eins og
þau geta að veiða atkvæðin.
En hvaða framboð er lík-
legast til að rétta þessu fá-
tæka fólki hjálparhönd?
R-listinn hefur nú ekki
staðið sig nógu vel. Þeir
stofnuðu Félagsbústaði hf.
sem er rekið eins og fyrir-
tæki. Viðskiptavinir þess
eru bláfátækt fólk og ef það
getur ekki borgað húsaleig-
una er farið fram á útburð.
Félagsþjónustan á reyndar
að hjálpa þessu fólki en er
ansi þröngt sniðinn stakk-
ur. Er einhvers að vænta af
D-listanum varðandi þetta
málefni ef þeir sigra í borg-
arstjórnarkosningunum?
Allavega neitaði forsætis-
ráðherra Jóhönnu Sigurð-
ardóttur alþingismanni um
utandagskrárumræðu um
fátæktina á Alþingi.
Við tökum undir þau orð
hennar að það sé ámælis-
vert að ráðherrann skuli
neita þessu.
Stöndum saman í barátt-
unni gegn fátæktinni. Eng-
inn veit hvar hún getur
bankað uppá næst. Það
þarf oft ekki mikið að ske til
þess að fólk lendi í fátækt-
argildrum.
Munum að allir hafa
sama rétt til þess að lifa
með mannlegri reisn.
Hallgrímur Kristinsson.
Hvar er
„Pigen með barnet“?
FYRIR rúmum 27 árum
hvarf mynd úr Ramma-
gerðinni sem átti að pakka
og senda til mín í Banda-
ríkjunum. Ég kallaði mynd-
ina brúna madonna, af því
að „Pigen með barnet“ var í
brúnum litum og allt í kring
voru mismunandi bláir litir,
en hvítt í kringum höfuðið.
Stærð myndarinnar er 65
cm x 50 cm.
Þessa mynd átti dóttir
mín að fá, en hún fæddist
1973. Fundarlaun til þeirra
sem geta gefið upplýsingar.
Vinsamlega hafið sam-
band við: Sonju R. Haralds,
Bakkakoti, 109 Reykjavík.
Tapað/fundið
Ljósblá úlpa týndist
LJÓSBLÁ telpuúlpa týnd-
ist fyrir u.þ.b. þremur vik-
um á leiksvæðinu við Leik-
skólana í Fellahverfi í
Efra-Breiðholti. Þeir sem
gætu gefið uppl. hafi sam-
band í síma 557 4336. Góð
fundarlaun.
Dýrahald
Kanína fæst gefins
ÁRSGÖMUL karlkyns
kanína fæst gefins á gott
heimili, inni- og útibúr get-
ur fylgt með. Uppl. gefur
Ásdís í síma 699 0924.
Kolsvört kisa týnd
KOLSVÖRT læða, með
brúna hálsól og merkt á
eyra, týndist frá Rituhól-
um, Efra-Breiðholti aðfara-
nótt þriðjudags. Vinsam-
lega hafið samband við
Villu í síma 864 0669 ef hún
sést því hennar er sárt
saknað.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 veiðarfærið, 8 súld, 9
álíta, 10 þreyta, 11 skrika
til, 13 orðasenna, 15 hræ-
fugla, 18 snauta, 21 lipur,
22 smá, 23 svipað, 24 ert-
ing í húð.
LÓÐRÉTT:
2 gömul, 3 senna, 4 hljóð-
aðir, 5 vondum, 6 mynni,
7 álka, 12 viðkvæm, 14
fag, 15 málmur, 16 lengd-
areining, 17 fiskar, 18 lít-
inn, 19 kvennafns, 20
mjög.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 bágur, 4 felds, 7 töflu, 8 ljótt, 9 sál, 11 röng, 13
sili, 14 ásett, 15 holt, 17 ólán, 20 ugg, 22 kæfir, 23 undið,
24 rúðan, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 bætur, 2 gufan, 3 raus, 4 full, 5 ljósi, 6 sætti,
10 ágeng, 12 gát, 13 stó, 15 hokur, 16 lofuð, 18 lydda, 19
naðra, 20 urin, 21 gust.
K r o s s g á t a
Í NÝJASTA tölublaði
Klifurs, fréttablaðs Sjálfs-
bjargar, las ég frábært
viðtal blaðamanns þeirra
við Lárus Hauk Jónsson.
Hann er með MS-
sjúkdóminn og er löngu
kominn í hjólastól. En
hann er svo jákvæður og
bjartsýnn að það er með
ólíkindum.
Ég skora á fólk að lesa
þessa grein, sem getur
glatt alla. Hann þyrfti að
fara út á meðal fólks og
tala kjark í það eða bara
brosa og hlæja.
Það rifjast upp fyrir
mér að ég þekkti einu
sinni danskan mann sem
beðinn var að vinna með
„fatlafólum“ í Kaup-
mannahöfn. Hann hafði
misst báða handleggi,
annan upp við öxl vegna
berkla en hinn í umferð-
arslysi. Þetta var mikill
kjark- og bjartsýnismað-
ur. Hann var einn af þeim
fyrstu sem fengu bíl sem
hægt var að aka með fót-
unum og byrjaði svo að
tala á fundi hjá lömuðum
og fötluðum og talaði
kjark í fólk.
Ég á mann sem er mjög
mikið fatlaður og vildi að
hann ætti kost á að heyra
og sjá þennan mann.
MH.
Frábært viðtal